Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 08.11.2002, Síða 62
FÁIR hafa sungið inn einsmikið af lögum og Björg-vin Halldórsson og vístað af nógu er að taka þegar velja skal á safnskífu. Á síð- asta ári sendi Björgvin frá sér plötu með nýjum lögum, en að þessu sinni gefur hann út safnplötu með sínum bestu ballöðum; Ég tala um þig: Bestu ballöður Björgvins, 21 lag alls, tvö þeirra ný og ný tónleika- útgáfa af laginu „Ég lifi í draumi“. Björgvin Halldórsson segist ekki hafa verið alveg tilbúinn í nýja sólóskífu, enda var hann með plötu og bók á síðasta ári. Hann segist þó vera byrjaður á nýrri plötu, en hún komi ekki út fyrr en á næsta ári, hann vilji gefa sér góðan tíma til að gera hana sem best úr garði. Lét aðra um lagavalið Björgvin segir það síður en svo hafa verið létt verk að velja lög á safnplötuna nýju, enda hafi hann tekið upp svo mikið af lögum í gegnum tíðina. „Við ákváðum að hafa hana í rólegu deildinni og sett- um saman lista með þannig lögum sem eru ansi mörg enda hef ég tek- ið upp tæplega 500 lög á ferl- inum.„Hann segist hafa fengið aðra til að velja lögin á plötuna, enda vildi hann ekki vera með puttana of mikið í valinu; „þegar maður er að gera þetta sjálfur er hætt við að maður sé full hlutdrægur,“ segir hann og bætir við að sér hafi oft reynst vel að kalla til menn til að hlusta með sér, hvort sem hann er að velja á plötu eða vinna nýja tón- list. Að sögn Björgvins eru á plötunni róleg lög frá ýmsum tímum, en áhersla hafi einmitt verið lögð á að hún drægi upp sem breiðasta mynd af því sem hann hefur sungið inn á band í gegnum tíðina. „Svo vildum við hafa sem fæst þeirra laga sem er að finna á tvöfalda disknum sem kom út á sínum tíma, Þó líði ár og öld. Hann hefur selst svo vel og er enn að seljast, er kominn í 16 til 17.000 eintök, og okkur fannst því kjörið að hafa þessa plötu sem eins konar viðbót við þá útgáfu.“ Þroskaður Einar Bárðar Á plötunni eru líka tvö ný lög, annað erlent en hitt eftir Einar Bárðarson. Björgvin segist hafa rekist á lagið hans Einars nánast fyrir tilviljun þar sem þeir voru í veiði saman. „Við vorum að hlusta á lög og ég heyrði fyrir slysni lag eftir Einar sem hann raulaði sjálfur við píanóundirleik. Mér leist strax vel á þetta lag og kom mér á óvart hvað hann er góður söngvari. Hann er mjög lunkinn og með þroskaðan tónlistarsmekk miðað við aldur. Gaman að taka lag eftir hann. Svo er það amerískt lag sem Kenny Rogers söng á sínum tíma, með mjög sniðugum texta, og það passaði vel við hrynjandina á plöt- unni og kallast á við rólegt lag sem var á plötunni minni í fyrra. Svo er ný upptaka á einu lagi, „Ég lifi í draumi“, sem tekið var upp á tón- leikunum hans Eyjólfs Kristjáns- sonar í Borgarleikhúsinu fyrir stuttu en hann syngur einmitt með mér í laginu.“ Stefnir lengra í kántríátt Björgvin segist vera að gæla við það að halda tónleika í Austurbæj- arbíói í desember og flytja lög af plötunni og meira til. „Mig langar að halda tónleika og flytja þessi lög og lög sem ég hef flutt í gegnum tíðina í annarri útfærslu en ég hef áður gert, hafa þau í órafmögnuðu deildinni, vera með skemmtilegt band og taka þetta svona á teppinu. Þetta er á frumstigi og svolítið mik- ið rigg að gera þetta en mig langar mikið til þess,“ segir Björgvin, en hann hefur í mörgu að snúast, er ið- inn við að troða upp víða og er svo farinn að undirbúa næstu plötu eins og getið er. „Ég er að semja helling og ætla mér góðan tíma í þetta, á fullt af lögum og er sífellt að bæta við og henda út,“ segir hann. „Ég stefni meira í organic-deildina, fara lengra í kántríáttina en ég gerði á síðustu plötu, er þó ekki að tala um einhvern línudans, en lögin segja þó til um hvernig þetta verður.“ Bestu ballöður Björgvins Björgvin lagði mikla áherslu á að ballöðuplatan drægi upp mynd af öllum ferlinum. 62 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. Gott popp styrkir gott málefni 1/2 Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl DV RadíóX Sýnd kl. 5.50. B. i. 16.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.15. FRUMSÝNING Hann er með 1000 andlit... en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Búðu þig undir nýja til- raun í hrylling. Það geta allir séð þig og það heyra allir í þér. En það getur enginn hjálpað þér! Mögnuð hryllingsmynd. Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára. 1/2Kvikmyndir.is „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL FRUMSÝNING Mögnuð mynd sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Robin Williams aldrei betri" - USA Today Missið ekki af þessar 6 og 8.30. Gott popp styrkir gott málefni 1/2Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com DV USA Today SV Mbl DV RadíóX  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. i i l i illi l i i - i i i Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. Strike og vinningshafi í Warcraft var Tron. Keppt var í þremur und- irflokkum í Quake III. Sigurveg- ari CTF var liðið Eiki og co og í TDM voru það Kúrudýrin, sem báru sigur úr býtum. Bæði liðin eru úr Murk-hópnum. Í einstakl- ingskeppninni 1 on 1 vann b3nni. Í Quake II var keppt í tveimur undirflokkum. Liðið Godfathers úr Don-hópnum vann AQTP og einstaklingsgreinina AQFA vann Darkness. Eins og sjá má eru keppendur ekki mikið fyrir að láta bera á sér og keppa allir undir ýmsum gælu- nöfnum. Skjálfti er haldinn fjórum sinnum á ári af Símanum Interneti í samstarfi við Opin kerfi. Verð- laun gefa Expert og Skífan. ÍÞRÓTTAHÚS HK í Digranesi í Kópavogi skalf af spenningi á Skjálftamótinu um helgina. Að sögn Kristjóns Sverrissonar, ann- ars skipuleggjenda mótsins, gekk keppnin vel fyrir sig og stóðust allar tímasetningar með ágætum. Kristjón segir stemninguna hafa verið góða og keppendur hafa verið ánægðir með hvernig til tókst. Keppt var í bardagatölvu- leikjunum Counter Strike, War- craft III og Quake II og III. Titr- ingurinn í keppendum var mikill en eins og í annarri keppni gátu ekki allir keppendurnir 550 staðið uppi sem sigurvegarar. Lið Murk sigraði í Counter Titringur á lokaspretti Skjálfta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.