Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 8

Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Málþing krabbameinshjúkrunarfræðinga Aukin umræða síðustu árin HAUSTMÁLÞINGfagdeildarkrabbameins- hjúkrunarfræðinga verður haldið í húsnæði Pharma- Nor, Hörgatúni 2 í Garða- bæ, í dag og stendur milli klukkan 17 og 21. Yfirskrift þingsins er „Óhefðbundin meðferð“. Formaður und- irbúningsnefndarinnar er Nanna Friðriksdóttir. – Viltu segja okkur hvers vegna yfirskriftin er „Óhefðbundin meðferð“? „Umræða um óhefð- bundna meðferð hefur auk- ist mikið undanfarin ár meðal fagfólks í heilbrigð- iskerfinu sem og almenn- ings. Til marks um það má nefna að nefndir og vinnu- hópar hafa t.d. verið skip- aðir á vegum hjúkrunarforstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss og Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga til þess að skoða þessi mál og á löggjafarþingi 2000–2001 var lögð fram tillaga til þingsálykt- unar um stöðu óhefðbundinna lækninga á Íslandi. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga er þetta málefni mjög skylt því mjög stórt hlutfall krabbameins- sjúklinga notar einhvers konar óhefðbundna aðferð einhvern tím- ann á veikindatímabilinu til viðbót- ar þeirri hefðbundnu meðferð sem það fær. Heilbrigðisstarfsmenn verða að vera í stakk búnir til þess að ræða þessi mál við sjúklingana og aðstoða þá við að taka upplýstar ákvarðanir, því mjög margt stend- ur þeim til boða í samfélaginu.“ – Hvernig verður fjallað um málefnið? „Hjá fagfólki hefur hugtakið „óhefðbundið“ almennt átt við þá meðferð sem ekki er viðurkennd innan vestrænna vísinda og er þá andstæða hefðbundinnar meðferð- ar sem er vísindalega rannsökuð og talin örugg og áhrifarík. Þessi orðanotkun getur verið mjög vill- andi því margt af því sem flokkast sem óhefðbundið er í augum margra nokkurs konar lífsstíll auk þess sem boðið er upp á ýmsa „óhefðbundna“ meðferð á hefð- bundnum heilbrigðisstofnunum til viðbótar grunnþjónustu eins og nudd og slökun. Mikilvægara er að meta hvort ákveðin aðferð eða meðferð er örugg og líkleg til að skila árangri heldur en að treysta á eitt ákveðið hugtak. Á þinginu verður fjallað um óhefðbundna meðferð í víðum skilningi þar sem aðilar úr hefð- bundna og óhefðbundna geiranum koma saman í þeim tilgangi að skilja betur þann raunveruleika sem bæði sjúklingar og fagfólk býr við og hvaða forsendur þurfi að vera til staðar fyrir heilbrigðis- starfsfólk til að bjóða þjónustu sem flokkast sem óhefðbundin. Þessi umfjöllun mun endurspegl- ast í eftirtöldum tíu erindum: Óhefðbundin meðferð: hvað og hvers vegna, sem ég mun fjalla um; Notkun viðbótar- aðferða hjá einstakling- um með krabbamein, þar sem þær Sigríður Guðmundsdóttir, Elfa Þ. Grétarsdóttir og Guðríður K. Þórðardóttir hjúkrun- arfræðingar kynna niðurstöður rannsóknar; Notkun náttúruefna meðal einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, þar sem Kristín Konráðsdóttir lyfjafræð- ingur kynnir niðurstöður rann- sóknar; Hómópatía og krabba- mein, sem Lilja Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur og hómópati mun fjalla um; Heilun og notkun hennar samhliða krabbameins- meðferð, sem Guðrún Óladóttir reikimeistari fjallar um; Líföndun – að anda er að lifa, sem Guðrún Arnalds mun fjalla um. Eftir kvöldverð mun Gunnlaugur B. Ólafsson atferlis- og lífeðlisfræð- ingur fjalla um jafnvægi og sjúk- dóma; Haukur Valdemarsson að- stoðarlandlæknir mun fjalla um skottulækningar og Lovísa Bald- ursdóttir hjúkrunarfræðingur mun fjalla um óhefðbundna með- ferð frá sjónarhóli hjúkrunar. Að lokum mun Guðrún Arnardóttir segja frá reynslu sinni af notkun óhefðbundinna leiða í veikindum sínum.“ – Hvernig fer óhefðbundin með- ferð saman við klíníska meðferð? „Þegar óhefðbundin meðferð er notuð samtímis hefðbundinni klín- ískri meðferð, hvort sem það er eitthvað sem sjúklingurinn gerir sjálfur eða fær aðra til þess að gera, er mikilvægt að sú meðferð sé byggð á bestu mögulegu þekk- ingu hverju sinni og veitt af aðilum sem hafa viðurkennt nám og leyfi í viðkomandi meðferð. Ákvörðunin um að nota óhefðbundna meðferð, hvort sem það er eitthvað til inn- töku eða annað sem sjúklingurinn gerir, þarf að vera vel ígrunduð m.t.t. öryggis, árangurs, kostnað- ar og lífsgæða. Víða við erlendar hefðbundnar heilbrigðisstofnanir er farið að bjóða markvisst margs konar meðferð sem hefur verið kölluð óhefðbundin og er þá talað um „integrative practice/medic- ine“. Þá er meðferð eins og nudd, slökun, stuðningshópar, nála- stungur, dáleiðsla, jóga, ráðgjöf um notkun bætiefna o.fl. samþætt hinni hefðbundnu með- ferð sem sjúklingurinn er að fá á mjög mark- vissan hátt og af fagfólki. Tilgang- urinn er þá fyrst og fremst að bæta lífsgæði fólks, hafa áhrif á líðan þess með því að draga úr ein- kennum eins og verkjum og kvíða, gefa sjúklingum tæki til þess að hafa sjálfir áhrif á líðan sína og þannig auðvelda þeim að ganga í gegnum hefðbundna meðferð og þá lífsreynslu að vera með krabba- mein.“ Nanna Friðriksdóttir  Nanna Friðriksdóttir er fædd í Kaupmannahöfn árið 1963. Stúd- ent frá MR 1983. BSc í hjúkrun- arfræði frá HÍ árið 1988 og MSc í hjúkrunarfræði frá University of Wisconsin-Madison 1994. Sér- fræðingur í hjúkrun krabba- meinssjúklinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og lektor í hjúkrun fullorðinna krabba- meinssjúklinga við hjúkrunar- fræðideild HÍ. Nanna á einn son, Daníel Friðrik. Óhefðbundin meðferð og hefðbundin Sláðu hann bara fast og lengi í hausinn, ekki eldsnöggt. UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur ekki athugavert að stjórnvöld hafi staðið að stofnun og starfrækslu Lánatryggingasjóðs kvenna með þeim hætti að karlmenn eigi ekki kost á fyrirgreiðslu af hálfu sjóðsins. Kvartað var undan því að stjórnvöld hefðu með stofnun og starfrækslu sjóðsins mismunað borgurunum. Í áliti umboðsmanns er bent á að í lögum séu ákvæði sem beinlínis heimili sérstakar tímabundnar að- gerðir til að bæta stöðu kvenna. Fyr- ir liggi að starfsemin sé samkvæmt samþykktum hans takmörkuð við ákveðin ár og því telur umboðsmað- ur ekki tilefni til þess að taka til nán- ari athugunar eða gera athugasemd- ir við að stjórnvöld hafi staðið að stofnun sjóðsins með þeim hætti að karlmenn eigi ekki kost á fyrir- greiðslu af hálfu sjóðsins. Lánatryggingasjóður kvenna Starfsemin ekki at- hugaverð alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.