Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 11
                              ÁÆTLAÐ er að brunar af völdum rafmagns hafi verið 887 í fyrra og eignatjón vegna þeirra hafi numið 850 milljónum króna. Sex af hverjum tíu brunum af völdum rafmagns urðu í íbúðarhúsnæði. Í hátt í helmingi til- vika varð eldur laus vegna rangrar notkunar en í rúmum 42% tilvika var orsökin bilun eða hrörnun í búnaðin- um sjálfum. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í nýrri ársskýrslu Löggildingarstofu sem skráir slys og bruna af völdum rafmagns hér á landi. Engin dauðsföll vegna elds af völdum rafmagns Enginn fórst í rafmagnsbrunum hér á landi í fyrra og er tíðnin raunar nokkuð lægri hér en á hinum Norð- urlöndunum eða 0,44 dauðsföll á ári. Langalgengast er að eldur kvikni út frá eldavélum eða í 37% allra raf- magnsbruna og í nær öllum tilvikum er það vegna mannlegra mistaka, svo sem aðgæsluleysis eða rangrar notk- unar. Einna algengast er að fólk gleymi pottum á eldavélarhellum og eldur kvikni af þeim sökum. Næst- algengast var að bruni yrði vegna raf- magnstaflna og raflagna í neysluveit- um. Þá er og algengt að bruni verði vegna rafmagnstækja ýmiss konar, þ.e. ísskápa, þvottavéla, uppþvotta- véla, lausatækja, sjónvarpa, lampa og ýmissa varmamyndandi tækja eða 1–5% bruna hvert tæki. Löggildingarstofan skráði 73 bruna af völdum rafmagns í fyrra sem er svipað og árið áður en engu að síður nokkuð meira en síðastliðin sex ára en að meðaltali voru skráðir 63 brunar á ári 1995–2001. Flest slysanna urðu vegna mann- legra orsaka eða um 80% og var um þriðjungur hinna slösuðu rafveitu- menn, einn af hverjum fjórum var rafiðnaðarmaður en tæplega helm- ingur leikir, þ.e. venjulegt fólk. Hefði mátt koma í veg fyrir um 400 bruna Í skýrslu Löggildingarstofu segir að með réttri notkun hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta rafmagns- bruna eða allt að 46% og því hefði með réttri notkun og aðgæslu mátt koma í veg fyrir um 400 tjón í fyrra. Ekkert dauðsfall varð vegna raf- magnsbruna í fyrra og er þetta fimmta árið í röð án dauðsfalla af þeim völdum en árið 1996 fórust tveir menn í rafmagnsbruna. Tíðni dauðs- falla vegna rafmagsnbruna er um 1,55 á hverja milljón íbúa en samsvar- andi tala á hinum Norðurlöndunum er 1,81. Um 850 milljóna tjón vegna rafmagns- bruna FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 11 Laugavegi 84, sími 551 0756 af stretchbuxum frá 20% afsláttur . s æ t i ð3 Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 22. og 23. nóvember 2002. Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sólveigar er að Suðurlandsbraut 8, Fálkahúsinu. Allir hjartanlega velkomnir. Stuðningsmenn. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 10:00 til 21:00 og um helgar frá kl. 13:00 til 18:00. Símar skrifstofunnar eru: 568 0582 og 568 0584 Faxnúmer er 568 0584 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðl- ast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir nám- skeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöð- ur, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að vel- gengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfir- gripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst miðvikudaginn 20. nóvember– mán. og mið. kl. 20:00. Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, sími 551 5814 Herra kr. 2.800 Dömu kr. 2.600 Þar sem hanskarnir fást Er þér kalt? PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRILLPÖNNUR kr. 2.900 (stærri) kr. 2.300 (minni)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.