Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 17
kvæmdastjóri og útgefandi eru yfir framkvæmdaráði. Björgólfur Guðmundsson eignað- ist sem kunnugt er rúmlega 68% hlut í Eddu – miðlun í vor, en fyrirtækið varð til við samruna Vöku-Helgafells og Máls og menningar árið 2000. Við kaup Björgólfs í vor tók Páll Bragi Kristjónsson stöðu stjórnarfor- manns og starfaði sem slíkur, allt þar til nú að hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri. NÝTT skipurit var samþykkt á stjórnarfundi Eddu – miðlunar og útgáfu hf. sem haldinn var í síðustu viku. Páll Bragi Kristjónsson var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins og Halldór Guðmundsson, sem áður var forstjóri, var ráðinn útgef- andi. Einnig urðu breytingar á stjórn fyrirtækisins. Þröstur Ólafs- son tók við formennsku af Páli Braga, en hann var áður varafor- maður. Ólafur B. Thors var gerður að varaformanni stjórnar. Aðrir í stjórn eru Páll Bragi, Örnólfur Thorsson og Þór Kristjánsson. Undir framkvæmdastjóra heyra eftirtalin svið: Fjármál og rekstur, sölu- og markaðsmál, starfsmanna- mál, dótturfélög og bókabúðir Máls og menningar. Undir útgefanda heyra Mál og menning, Vaka-Helga- fell, Forlagið, Almenna bókafélagið, önnur útgáfa, bókaklúbbar, fram- leiðsludeild og þróunarmál. Fram- Páll Bragi Kristjónsson Halldór Guðmundsson Skipulagsbreytingar hjá Eddu – miðlun VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 17 Skýrr tapar 31 milljón MÓÐURFÉLAG Skýrr tapaði 31 milljón króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 151 milljónar króna tap á sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld nam hins vegar 230 milljónum króna, en var 161 milljón á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur móðurfélagsins námu alls 1.418 m.kr., samanborið við 1.525 milljónir á sama tíma í fyrra og drógust því saman um 7%. Í til- kynningu frá félaginu segir að meðal rekstrartekna á síðasta ári hafi verið söluhagnaður upp á 36 milljónir, en enginn í ár, auk þess sem stór samn- ingur hafi verið gerður við ríkið um sölu á Oracle viðskiptalausnum í júlí í fyrra. Að þessu frátöldu hafi verið um 19% raunaukningu rekstrar- tekna að ræða. Rekstrargjöld tíma- bilsins námu 1.278 m.kr., samanbor- ið við 1.447 milljónir í fyrra og lækka því um 12%. Sé salan til ríkisins að- skilin hækkuðu gjöldin um 14%. Fjármagnsliðir tímabilsins eru já- kvæðir um 3 m.kr., en voru neikvæð- ir á síðasta ári um 39 m.kr. Þar mun- ar mest um 19 m.kr. gengishagnað vegna styrkingar krónunnar. Sér- stök niðurfærsla hlutabréfaeignar nemur 102 m.kr., vegna lækkunar á markaðsgengi skráðra hlutabréfa í eigu félagsins. Á sama tímabili í fyrra nam niðurfærslan 238 m.kr. Niðurfærslan í ár skýrist að mestu af lækkun á bréfum í Columbus IT Partner. LEIÐRÉTT Í FRÉTT sem birtist á viðskipta- síðu á laugardag kom fram að sala Össurar hefði aukist um 56% á 4 ár- um og og hagnaðurinn um 76%. Hið rétta er að hér var um að ræða meðaltal á hverju ári. Það er, að um meðaltalsvöxt Össurar á ári var að ræða og því hefur vöxturinn verið mun meiri en fréttin gaf til kynna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 14,5 milljóna króna tap fall er 45%, samanborið við 43% árið áður. Veltufjárhlutfall var 0,9, en 2 á sama tíma í fyrra. Lækkunin skýrist af því að næsta árs afborganir lang- tímalána eru í lok september 453 milljónir en voru einungis 82 milljónir á sama tíma 2001. Um er að ræða lán sem verða endurfjármögnuð. SLÁTURFÉLAG Suðurlands tapaði 14,5 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra nam tapið 103 milljónum. Í til- kynningu frá félaginu segir að bætt afkoma stafi fyrst og fremst af lækk- un fjármagnsgjalda vegna gengis- hækkunar krónunnar. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármunaliði (EBITDA) nam 122 milljónum króna samanborið við 115 milljónir á sama tíma árið 2001. Rekstrartekjur voru 2.667 milljónir króna og jukust um rúm 13% frá árinu áður. Rekstrargjöld jukust einnig, um tæp 14%. Afskriftir rekstrarfjármuna voru 115 milljónir, samanborið við 107 milljónir í fyrra. Heildareignir SS í lok september voru 2.625 milljónir króna og höfðu hækkað um 8 milljónir frá fyrra ári. Skammtímaskuldir voru 819 milljón- ir, langtímaskuldir 628 milljónir og eigið fé 1.178 milljónir. Eiginfjárhlut- Sláturfélag Suðurlands ♦ ♦ ♦                                               !           !  "!                 $  % &    '       ( ! %    !   $  ) *** Dragtadagar 20% afsláttur af pils- og buxnadrögtum v/Laugalæk, sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.