Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
af þessu enda margt að sjá og
spennandi karakterar á ferð,“ segir
hún að lokinni fyrstu sýningunni.
„Það voru kannski tvö, þrjú sem
fannst þetta svolítið hræðilegt en
flest sátu þau og skellihlógu þegar
þeir félagar fóru að syngja. Þetta er
ákveðin upplifun fyrir þau því þetta
er eins og að komast í alvöruleikhús
þótt sýningin sé sett hérna upp.“
Engin tengsl milli tann-
skemmda og Sparisjóðsins
Hún segir yngstu deildirnar, sem
hafa börn á aldrinum eins og hálfs
árs og upp í tveggja ára, ekki koma
með að þessu sinni enda skynji þau
sýninguna ekki á sama hátt og hin
börnin. Alls eru það þó um 1.500
börn í þessum þremur sveit-
arfélögum sem sjá sýningarnar –
leikskólabörn í Hafnarfirði í gær og
í dag og börn í Garðabæ og Bessa-
staðahreppi næstu daga.
Heiðrún hlær þegar hún er spurð
ÞAÐ er ekki dónaleg 100 ára afmæl-
isgjöf sem leikskólabörn í Hafn-
arfirði, Garðabæ og Bessa-
staðahreppi fá þessa dagana.
Reyndar eru það ekki leik-
skólabörnin sem eru 100 ára um
þessar mundir, heldur gefandinn
sem er Sparisjóður Hafnarfjarðar
og í tilefni af afmælinu býður hann
öllum krökkum á leikskólum þess-
ara sveitarfélaga til leiksýningar í
vikunni.
Fyrstu sýningarnar voru í gær en
það eru þeir pörupiltar Karíus og
Baktus sem sjá um að skemmta litla
fólkinu af þessu tilefni. Sýningarnar
eru settar upp í safnaðarheimilinu
Hásölum við þjóðkirkjuna í Hafn-
arfirði og að sögn Heiðrúnar Hauks-
dóttur, markaðsfulltrúa Sparisjóðs
Hafnarfjarðar, er þar á ferðinni
hluti úr sýningu Þjóðleikhússins.
„Krakkarnir hafa voðalega gaman
að því hvort einhver tengsl séu á
milli tannpúkanna illræmdu og
Sparisjóðs Hafnarfjarðar og svarar
neitandi. „Leikritið var einfaldlega
valið af því að það er í sýningu núna
og svo er auðvitað gott að fræða
börnin um það hvernig á að bursta
tennurnar og hugsa vel um þær.“
Hátíðarhöldum vegna 100 ára af-
mælisins er þó engan veginn lokið
með þessum sýningum og að sögn
Heiðrúnar stendur Sparisjóðurinn
fyrir tónleikum í Hafnarfirði í næsta
mánuði fyrir gesti og gangandi svo
eitthvað sé nefnt.
Morgunblaðið/Þorkell
Börnin fylgdust agndofa með skammarstrikum þeirra bræðra Karíusar og Baktusar.
Tannpúkar á
aldarafmæli
Hafnarfjörður
Í ÍÞRÓTTA- og tómstundastarfi
gefst einstaklega gott tækifæri til að
vinna með vandamál sem tengjast
einelti. Þetta er skoðun Vöndu Sig-
urgeirsdóttur en hún er einn af fyr-
irlesurum á fræðslukvöldi gegn ein-
elti í íþrótta- og tómstundastarfi sem
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og
forvarnarnefnd bæjarins standa að í
kvöld. Hún segir vissa hættu á því að
börn, sem verði fyrir einelti, einangr-
ist frá íþróttum og tómstundastarfi.
Vanda hefur starfað innan íþrótta-
hreyfingarinnar í fjölda ára auk þess
sem hún starfaði í félagsmiðstöð um
tíu ára skeið. Hún segir einelti vera
ekkert síður til staðar í íþrótta- og
tómstundastarfi en annars staðar í
þjóðfélaginu þótt hún viti ekki um
neina rannsókn sem gerð hafi verið á
því hérlendis.
Fundinum á morgun er sérstak-
lega beint að þjálfurum og leiðbein-
endum í íþrótta- og tómstundastarfi.
„Þeir eru oft í ágætisaðstöðu til að
taka á þessu,“ segir Vanda. „Þú ert
skyldugur til að fara í skóla en þú ert
ekki skyldugur til að fara í íþróttir og
þess vegna held ég að þeir sem eru að
vinna í íþróttum og tómstundum þurfi
að hugsa mjög mikið um þetta. Það er
fullt af krökkum sem hætta og það
þarf að fylgjast miklu betur með því.“
Yfirleitt vitað um hvaða
krakka er að ræða
Hún segir umræðan hafa aðallega
snúist um einelti í skólum en það sé
einnig mikilvægt að líta á málið út frá
íþróttum og tómstundum. „Mér
finnst athyglisvert að þeir krakkar
sem lenda í einelti þora oft ekki að
fara í tómstundir eða þá að þeir
hrökklast burt. Rannsóknir sýna hins
vegar að holl og góð tómstundaiðja
skiptir gríðarlega miklu máli, bæði
hvað varðar líðan og velgengni í skóla
fyrir utan áhrif gegn vímuefnum. Þá
er ekki gott að vera án tómstundaiðj-
unnar til viðbótar við afleiðingar ein-
eltisins. Þetta er eitthvað sem ég held
að þurfi að skoða sérstaklega.“
Að mati Vöndu snýst málið að
miklu leyti um samstarf milli skóla og
félagsstarfs. „Yfirleitt er vitað hvaða
krakkar þetta eru og ef það er vitað
um barn sem hefur lent í einelti og
ekki er í neinu tómstundastarfi þarf
að athuga hvað hægt er að gera til að
koma viðkomandi í tómstundir. Þess
vegna er ég að tala um þetta sam-
starf. Reyndar er heilmikið samstarf
á milli félagsmiðstöðva og skóla á
mörgum stöðum en mér finnst að það
þurfi að breikka þessa samvinnu yfir í
hin frjálsu félög.“
Hún segir þjálfara og leiðbeinend-
ur oft í góðri aðstöðu til að gera eitt-
hvað í málunum. „Ég lít á tómstunda-
starfið sem tækifæri til að vinna með
einelti því þar fer fram mjög gott
starf. Það á að vera tiltölulega auðvelt
að koma krökkum sem eru félagslega
einangraðir inn í mikið af þessu starfi
ef það er bara samstarf um það.“
Hafa ekki þekkingu til að
takast á við einelti
Á fundinum í kvöld verður m.a.
rætt um það hvernig best er að
bregðast við einelti. Hugmyndin er
síðan að nýta þá umræðu í bækling
sem dreift verður meðal þjálfara og
leiðbeinenda. Vanda tekur undir að
það vanti leiðbeiningar fyrir þennan
hóp. „Tvímælalaust, alveg eins og
með kennara,“ segir hún. „Þekktur
fræðimaður á þessu sviði, Dan Olw-
eus, hefur sagt að það sé langt því frá
að kennarar á Norðurlöndum hafi
þekkingu til að takast á við jafnalvar-
legt vandamál og einelti er og ég held
að það gildi ekki síður um þá sem eru
að vinna í íþróttastarfi.“
Hún bendir þó á að í Kennarahá-
skólanum fái allir kennaranemar
ákveðna leiðsögn varðandi einelti.
„Flest íþrótta- og tómstundafélög eru
með einhvers konar leiðtogafræðslu
og þetta ætti í mínum huga að vera
sjálfsagður hluti af því.“
En birtist einelti á einhvern annan
hátt í íþróttum en t.d. á skólalóð? „Ég
veit það ekki,“ segir Vanda. „Bún-
ingsklefar eru hluti af íþróttunum og
það er oft talað um að það þurfi að
passa búningsklefana sérstaklega
varðandi einelti því þar eru börnin
mjög varnarlaus. Annars birtist þetta
örugglega ekkert öðruvísi í íþróttum
en annars staðar.“
Fræðslukvöldið fer fram í Álfafelli,
íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst
klukkan 18. Allir sem starfa að barna-
og unglingastarfi í Hafnarfirði eru
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Einelti í íþróttum og tómstundastarfi
barna rætt á fræðslufundi í kvöld
Samstarf skóla
og félagsstarfs
nauðsynlegt
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Sverrir
Að sögn Sveins H. Skúlasonar, forstjóra Hrafnistu, er nú áætlað að end-
urbótum á brunavörnum verði lokið fyrir árið 2004.
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur
veitt Slökkviliði höfuðborgarsvæðis-
ins heimild til að beita Hrafnistu í
Hafnarfirði dagsektum vegna ágalla á
brunavörnum í byggingunni. Deildar-
stjóri forvarnardeildar slökkviliðsins
segir þó ekki byrjað að beita dagsekt-
unum enda hafi á síðustu vikum verið
unnið í því að bæta úr ágöllunum.
Forstjóri hjúkrunarheimilisins segir
málið til komið vegna hertari krafna
um brunavarnir.
Málið á sér nokkurn aðdraganda en
bréfaskipti Slökkviliðsins og Hrafn-
istu ná aftur til ársbyrjunar árið 2001
og jafnvel lengur því fyrir þann tíma
var eldvarnaeftirlit í höndum annarra
aðila þar sem ekki var búið að sam-
eina slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Þeir ágallar sem eru tilgreindir í bréfi
slökkviliðisins til bæjarstjórnar eru
að ekki sé staðið rétt að brunahólfun í
húsinu auk þess sem flóttaleiðir séu
ógreiðfærar og að nokkru leyti not-
aðar til geymslu á varningi. Þá sé ekki
útgöngu- og neyðarlýsing á þeim.
Í bréfi Slökkviliðsins er talað um að
eðli og umfang ágallanna sé líklegt til
að hafa umtalsverð áhrif á öryggi
fólks ef eldsvoði verður í húsinu.
Bjarni Kjartansson, framkvæmda-
stjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins,
segir að í þessu sambandi sé unnið
með ákveðin lykilhugtök varðandi al-
varleika eldvarnaágalla. „Þegar talað
er um umtalsverð áhrif má ætla að
einhverjir komist ekki út eða geti átt í
erfiðleikum með að bjarga sér af eigin
rammleik. Hins vegar er það ekki
sama og bráð hætta eða þegar við
teljum ágalla eldvarna hafa afgerandi
áhrif á öryggi fólks. Þá er verið að tala
um að beita heimild til lokunar.“
Stífari kröfur um húsnæði
fyrir ósjálfbjarga fólk
Hann segir því litið svo á að sam-
bærileg mál og á Hrafnistu séu þess
eðlis að þau þoli bið og ekki sé gripið
til aðgerða svo fremi sem verið sé að
vinna að úrbótum. Hann undirstrikar
að ekki sé farið að beita Hrafnistu
dagsektum þótt heimildin liggi fyrir.
„Það sem breytist við þessa heimild
er að það er komin stíf pressa á hús-
eigendur en svona mál hafa jafnan
haft einhvern aðdraganda. Engu að
síður gefum við þeim kost á að bregð-
ast við eftir einhverri verkáætlun sem
gefur eðlilegt svigrúm.“
Að sögn Bjarna hefur verið unnið
að úrbótum síðustu vikur. „Eftir því
sem ég veit er þetta komið í góða
vinnslu og við munum vonandi sjá fyr-
ir endann á þessum vandamálum inn-
an einhvers ákveðins tíma.“
Aðspurður hvort ekki sé alvarlegt
að um slíka ágalla sé að ræða í hús-
næði þar sem eldra fólk, sem jafnvel
er ekki að fullu sjálfbjarga, dvelur
segir Bjarni: „Auðvitað liggur í hlut-
arins eðli að staðir þar sem fólk er illa
eða ófært um að bjarga sér sjálft gera
meiri kröfur til öryggis. Í nýjustu
byggingarreglugerðinni er kveðið
skýrt á um að húsnæði sem er ætlað
fólki, sem er illa eða ófært um að
bjarga sér sjálft, skuli sérstaklega
brunahannað. Þannig að það hafa ver-
ið gerðar mun stífari kröfur um slíkt
húsnæði að undanförnu sem lýsir
kannski ákveðinni stefnumörkun.“
Dýrar aðgerðir
Sveinn H. Skúlason, forstjóri
Hrafnistu, segir málið í ákveðnum
farvegi. „Okkur var sett ákveðin áætl-
un af Slökkviliðinu sem ég viðurkenni
að við unnum kannski ekki nógu hratt
eftir. Þegar það síðan óskaði eftir að
beita dagsektum var hins vegar búið
að semja um nýtt vinnuplan sem við
höfum alveg unnið eftir.“
Hann segir að eftir að bæjarráð
samþykkti að heimila dagsektirnar
hafi Hrafnista kynnt bæjaryfirvöld-
um stöðu málsins sem leiddi til þess
að á síðasta fundi bæjarstjórnar var
samþykkt að vísa málinu aftur til bæj-
arráðs. „Við erum á fullr iferð að
vinna í þessum málum en þetta eru
miklar aðgerðir og dýrar þannig að
við gátum ekki alveg fylgt upphaflega
planinu. Við erum búnir að uppfylla
það sem til stóð á þessu ári og eflaust
búnir að gera endurbætur fyrir 8
milljónir nú þegar.“
Að sögn Sveins er nú stefnt að því
að ljúka endurbótunum á þremur ár-
um eða fyrir árið 2004. Hann segir
málið til komið vegna breyttra krafna
varðandi brunavarnir. „Húsið er
hólfað af með tilltiti til eldsvoða en
þær álhurðir og hertu gler standast
ekki ítrustu kröfur og staðla Evrópu-
sambandsins í dag. Nú er staðan sú að
fyrstu hólfaskiptin eru komin þannig
að við erum að vinna að þessu á fullu
og vonandi í góðu samkomulagi við
alla aðila.“
Vankantar á bruna-
vörnum við Hrafnistu
Hafnarfjörður
Unnið að úrbótum að sögn forstjóra