Morgunblaðið - 19.11.2002, Page 24

Morgunblaðið - 19.11.2002, Page 24
SUÐURNES 24 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 160 manns voru á almennum borg- arafundi sem Hjálmar Árnason alþingismaður boðaði til um stöðu heilsugæslunnar á Suð- urnesjum eftir að allir heilsugæslulæknar þar létu af störfum. Fundurinn var haldinn á veit- ingahúsinu Ránni í Keflavík í fyrrakvöld. Á fundinum skýrðu fulltrúar lækna og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sjónarmið sín í læknadeildunni og Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, ávarpaði fundinn. Þá voru leyfðar spurningar og athugasemdir al- mennra fundargesta. Í lok fundarins var samþykkt samhljóða til- laga þar sem skorað er á heimilislæknana að draga uppsagnir sínar til baka og setjast að samningaborði. Á sama hátt var skorað á heil- brigðisráðherra og, ef með þarf, fjár- málaráðherra að koma að því samningaborði svo leysa megi strax það neyðarástand sem skapast hafi í heilsugæslumálum á Suð- urnesjum. Tillagan var flutt af Hjálmari Árna- syni, Árna Sigfússyni og Skúla Thoroddsen. Meginmarkmið fundarins var að sögn fund- arboðanda að upplýsa fólk um hvað valdi hafi deilunni sem leiddi til þess að allir læknar við heilsugæslustöðvar Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja sögðu upp störfum fyrir sex mánuðum og hættu um síðustu mánaðamót. Þá var það einnig markmiðið að sýna deiluaðilum fram á hvað Suðurnesjamenn litu málið alvarlegum augum og þrýsta á um lausn. Vilja opna starfsvettvang sinn Gunnlaugur Sigurjónsson, fyrrverandi heilsugæslulæknir í Keflavík, sagði að lækn- arnir tækju það nærri sér að Suðurnesjamenn byggju við læknaskort og þyrftu að gjalda þess að læknarnir ættu í deilu við heilbrigð- isráðuneytið. Þeir vildu geta snúið sem fyrst til sinna fyrri starfa. Rakti Gunnlaugur ástæð- ur þess að læknarnir sögðu upp og létu af störfum og upplýsti að lítill áhugi hefði verið á viðræðum við þá af hálfu heilbrigðisráðuneyt- isins. Lét Gunnlaugur þess getið að læknarnir hefðu margboðist til að sinna lágmarksþjón- ustu á svæðinu í verktöku og beðið til 29. októ- ber með að festa sig í öðrum störfum. Þetta boð hefði Heilbrigðisstofnunin ekki þegið. Gunnlaugur sagði að læknarnir tækju fagn- andi öllum hugmyndum og tillögum sem gætu lokið deilunni og kvaðst vona að deiluaðilar settust niður til að ræða lausn, lausn sem tryggði starfsréttindi heimilislækna til jafns við aðra sérfræðinga og jafnframt góða heilsu- gæslu. Gunnsteinn Stefánsson, heilsugæslulæknir í Hafnarfirði, og Þórir Björn Kolbeinsson, for- maður Félags íslenskra heimilislækna, skýrðu einnig sjónarmið heimilislækna í deilunni við ríkið. Fram kom hjá þeim að ríkisvaldið hefði ekki framfylgt þeim ákvæðum laga sem gera ráð fyrir því að heilsugæslan sinnti grunnþjón- ustu. Hún annaðist nú einungis hluta grunn- þjónustunnar og ætti undir högg að sækja. Gunnsteinn sagði nauðsynlegt að breyta um stefnu, opna starfsumhverfi heimilislækna, ekki væri lengur hægt að halda þeim innan girðingar ríkiseinokunar. Þórir sagði að meðalaldur heimilislækna væri að hækka og nýliðun væri lítil. Þannig þyrfti tólf nýja heimilislækna á hverju ári til að halda kerfinu við en einungis fjórir til fimm legðu námið fyrir sig. Þá hefðu þrjátíu reyndir heimilislæknar horfið til annarra starfa á síð- ustu sex árum. Að sögn Þóris eru heimilislæknar með lak- ari kjör en aðrir sérfræðilæknar. Það hefði ekki verið leiðrétt að fullu með úrskurði kjara- nefndar. Þá fái heimilislæknar ekki að velja sér starfsvettvang með því að starfa innan heilsugæslustöðva eða opna eigin stofur eins og aðrir sérfræðilæknar og fjöldi þeirra sé takmarkaður við stöður á heilsugæslu- stöðvum. Hann sagði að heimilislæknar krefð- ust sömu kjara og réttinda og aðrir læknar, það væri forsendan fyrir þróun heilsugæsl- unnar í landinu. Hann lagði áherslu á að ekki væri hægt að leysa deiluna eingöngu með við- ræðum um kjaramál við heimilislækna á Suð- urnesjum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði að sér líkaði illa að láta stilla sér upp við vegg, eins og heimilislæknar hefðu gert, með því að setja fram eina kröfu og vera ekki tilbúnir að slaka á henni í viðræðum. Sagðist hann ekki hafa kynnst slíkum vinnubrögðum fyrr, það er að segja ef menn vildu ná samningum. Fór hann yfir aðdraganda stöðunnar sem komin er upp á Suðurnesjum. Læknar hefðu ekki náð kröfum sínum fram hjá samkeppn- isyfirvöldum og dómstólum og ætluðu síðan að þvinga fram breytta stefnu með uppsögnum. Hann sagði málið snúast um kjörin, þeir vildu geta rekið starfsemina í fyrirtækjum og sent Tryggingastofnun ríkisins reikninginn. Þeir sem bæru ábyrgð á heilbrigðiskerfinu og fjár- málum ríkisins sættu stöðugri gagnrýni frá Ríkisendurskoðun vegna fjárútláta Trygg- ingastofnunar til lækna og ekki væri hægt að bæta heimilislæknum þar við. Sagði ráðherra að áætlað væri að það myndi kosta ríkið 500– 800 milljónir til viðbótar á ári og kvaðst stór- efa að skattgreiðendur vildu það. Auk þess sagði ráðherra útlit fyrir að sam- ræma þyrfti gjaldtöku einkastofa heim- ilislækna og gjaldtöku annarra sérfræðilækna og það þýddi aukin útgjöld sjúklinga og ákveðnar aðgangshindranir að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins sem hann vildi ekki standa að. Lét ráðherra þess getið að kjaranefnd ákvarðaði laun heimilislækna og þeir hefðu hafnað því að fara undan úrskurði nefnd- arinnar. Það hefðu orðið sér mikil vonbrigði þegar þeir sættu sig ekki við niðurstöður nefndarinnar þótt hópurinn hefði fengið um- talsverðar kjarabætur. Þá lét hann þá skoðun í ljósi að ekki væri um neinn láglaunahóp að ræða, læknarnir hefðu 600–700 þúsund króna laun á mánuði að meðaltali. Jón Kristjánsson sagði að reynt hefði verið að fá aðra lækna til starfa á Suðurnesjum og væri það enn í athugun en helst vildi hann fá læknana sem sögðu upp aftur á svæðið. Hann sagðist margoft hafa lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að ræða við lækna um ýmsar leiðir til að koma til móts við kröfur þeirra, meðal annars um þjónustusamninga, útboð og fleira sem gæti aukið sveigjanleikann, en öllum hug- myndum verið hafnað. Kvaðst hann vona að læknar á Suðurnesjum og stjórn heim- ilislækna vildu nú ræða við ráðuneytið um lausn málsins en þeir gætu ekki bundið sig í eina ákveðna leið ef lausn ætti að fást. Verði búsettir á svæðinu Árni Sigfússon bæjarstjóri fagnaði orðum Gunnlaugs Sigurjónssonar um að læknarnir væru tilbúnir að snúa aftur til starfa en sagði mikilvægt að fjölga þeim heimilslæknum sem byggju á svæðinu og tækju þátt í lífinu þar. Þess má geta að enginn af læknum heilsu- gæslustöðvarinnar var búsettur á Suð- urnesjum. Sagði Árni að til þess að ná þessu markmiði þyrfti að tryggja læknum faglega góðar aðstæður en það væri á forræði heil- brigðisráðuneytisins að treysta starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Einnig þyrftu sveitarfélögin að skapa almennt góða aðstöðu til búsetu á svæðinu. Það væri gert en alltaf mætti gera betur. Skoraði Árni á heilbrigðisráðherra og lækna að ræða saman um lausn deilunnar og gera það milliliðalaust. Vinna annars staðar á sömu kjörum Í fyrirspurnum og almennum umræðum bar ýmis mál á góma og margir tóku til máls. Þannig velti Guðbjörg Ingimundardóttir því til dæmis fyrir sér hvernig stæði á því að læknar sem sögðu upp á Suðurnesjum réðu sig til starfa við heilsugæslu annars staðar á landinu á sömu kjörum og þeir höfðu haft. Hún spurði hvort verið væri að nota Suðurnesjamenn sem tilraunadýr í samningum lækna við ríkið. Séra Ólafur Oddur Jónsson rifjaði upp læknaeiðinn og spurði læknana að því hvort þeir væru ekki komnir í skyldubága með því að vinna annars staðar á sömu kjörum. Hvatti hann þá ein- dregið til að koma aftur til starfa. Hann spurði einnig hvort ekki væri kominn tími til að for- gangsraða í heilbrigðismálum, gera heilsu- gæslunni hærra undir höfði. Gunnlaugur læknir svaraði Guðbjörgu og Ólafi Oddi með því að rifja það upp að lækn- arnir hefðu verið tilbúnir að veita afleys- ingaþjónustu í verktöku á Suðurnesjum en ekki hefði verið óskað eftir því. Hann sagði að afar erfitt hefði verið fyrir læknana að yfirgefa svæðið en heilsugæslan væri á heljarþröm og heimilislæknar væru deyjandi stétt. Jón Kristjánsson tók fram í svari sínu að ráðuneytið hefði ekki haft afskipti af ráðningu læknanna í önnur störf enda hefði hann vonast til að deilan myndi leysast og þeir kæmu aftur til starfa á Suðurnesjum. Heyi sitt stríð annars staðar Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, lýsti ástand- inu í heilsugæslu á svæðinu, sagði að þótt það hefði enn ekki kostað mannlíf hefði það kostað ómæld óþægindi. Hann sagði að læknarnir sem hættu ynnu áfram í sömu atvinnugrein hjá sama vinnuveitanda á kjörum sem hvorir tveggja sættu sig við. Kvaðst hann ekki skilja hvernig það kæmi heim og saman. Hann sagði að Suðurnesjamenn gætu ekki breytt neinu um málið, þeir væru fórnardýr. Hvatti hann lækna og ríkið til að heyja sitt stríð annars staðar. Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja hefði skyldum að gegna gagnvart skjólstæðingum sínum og ætlaði að hefjast handa daginn eftir, mánudag, að byggja upp þjónustuna á nýjan leik. Læknarnir sem ákveðið hefðu að hverfa til annarra starfa væru að sjálfsögðu velkomnir aftur. Hann sagðist ætla með öllum ráðum að sækja lækna til stofnunarinnar og notaði orðið mannaveiðar í því sambandi. „Ég hvet ykkur til að ná áttum og þykir fyrir því að Suðurnesjamenn skuli þurfa að líða fyrir stríð annars staðar,“ sagði Konráð og var mikið klappað fyrir honum. Sveitarfélögin yfirtaki heilsugæslu Skúli Thoroddsen sagði að ástandið væri af- leiðing stefnuleysis í heilbrigðismálum og stokka þyrfti upp kerfið. Flutti hann tillögu sem meðal annars fól í sér áskorun á sveit- arfélögin um að þau óskuðu eftir viðræðum við ríkið um þjónustusamning um yfirtöku þeirra á rekstri frumheilsugæslunnar á svæðinu. Jón Kristjánsson sagðist alls ekki vera mót- fallinn því að færa heilsugæsluna til sveitarfé- laganna, ýmis fagleg rök mæltu með því. Af orðum ráðherra mátti hins vegar ráða að hann efaðist um að slík breyting gæti orðið innlegg í lausn yfirstandandi deilu. Hann rifjaði jafn- framt upp tilraunir bæjarstjórnar Grindavíkur sem reyndi að gera þjónustusamning til að fá læknana þar aftur til starfa en læknarnir höfn- uðu því. Skúli dró tillögu sína síðar til baka og stóð að tillögunni sem samþykkt var í lok fund- arins. Hermann Svavarsson, maður Helgu Valdi- marsdóttur sem stóð fyrir setuverkfalli á heilsugæslusstöðinni um helgina, spurði ráð- herra hvort íbúar ættu ekki rétt á læknisþjón- ustu á svæðinu. Jón Kristjánsson játaði því og sagði að leitað væri allra leiða til að veita þá þjónustu. Það væri hins vegar ekki auðvelt eins og staðan væri. Viðræður eftir fundinn Kristján Pálsson alþingismaður spurði heil- brigðisráðherra hvort hann ætlaði að kalla læknana til fundar við sig klukkan níu morg- uninn eftir, á mánudagsmorgun. Jón sagðist myndu leita eftir samtölum við læknana strax eftir fundinn um það hvernig hægt yrði að halda viðræðum áfram. Leiddi það til áfram- haldandi viðræðna í gær. Í lok fundarins sagði Hjálmar Árnason að Suðurnesjamenn hefðu fengið þær upplýs- ingar sem þeir vonuðust eftir. Á sama hátt hefðu deiluaðilar heyrt tóninn í heimamönnum og áttuðu sig vonandi á því hve mikilvægt væri að fá heilsugæslulæknana aftur til starfa. Mik- ilvægast væri þó að báðir aðilar hefðu gefið fólki von, þeir vildu ræða saman. Fundinum lauk síðan með því að Hjálmar færði Jóni Kristjánssyni og Gunnlaugi Sig- urjónssyni friðarljós frá íbúum Suðurnesja. EINN læknir er nú starfandi við heilsu- gæslustöðina í Kefla- vík. Sinnir hann brýn- ustu verkefnum. Umræddur læknir, Þórarinn Baldursson, var áður í afleys- ingum á heilsugæslu- stöðinni en hefur að undanförnu verið við störf á sambyggðu sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja. Hann var fluttur yfir á heilsu- gæslustöðina í gærmorgun. Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir Heil- brigðisstofnunarinnar, segir að hjúkr- unarfræðingarnir standi áfram í fram- línunni, eins og þeir hafi gert frá því uppsagnir heilsugæslulækna tóku í gildi, og leysi þau mál sem þær geti til þess að læknirinn nýtist sem best. Konráð segir að þetta sé byrjunin á því að byggja starfið á heilsugæslunni upp aftur, það gerist hægt en áfram verði reynt að fá lækna til starfa. Hann tekur þó fram að vonandi komi heilsu- gæslulæknarnir sem sögðu upp störfum sem fyrst aftur til sinna fyrri starfa, það væri besta lausnin. Einn læknir á heilsugæslunni Skorað á deilu- aðila að setjast að samningaborði Fjölmenni var á almennum borgarafundi Suðurnesja- manna um stöðu heilsugæslunnar. Skorað var á heim- ilislækna að draga uppsagnir sínar til baka og á báða deiluaðila að setjast að samningaborði. Keflavík Ljósmynd/Hilmar Bragi Um 160 íbúar Suðurnesja voru á borgarafundi sem boðað var til á veitingahúsinu Ránni til að ræða þau vandræði sem hafa skapast vegna þess að allir heilsugæslulæknar hafa látið af störfum. Þórarinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.