Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 25
SEM kunnugt er hefur verið gert
átak á undanförnum þremur árum í
að hreinsa og fegra umhverfi sveita-
bæja. Verkefnið hefur verið nefnt
Fegurri sveitir og er á vegum land-
búnaðarráðuneytisins í umboði ríkis-
stjórnarinnar. Hrunamannahreppur
tekur þátt í verkefninu og hefur gríð-
armiklu af brotajárni og öðru rusli
verið fargað á undanförnum árum.
Í vor heimsótti starfsmaður verk-
efnisins, Sigríður Jóhannsdóttir, öll
lögbýli, gróðrarstöðvar og nokkur
fyrirtæki og fengu þær heimsóknir
jákvæðar undirtektir. Í haust fór um-
hverfisnefnd hreppsins um sveitina
ásamt sveitarstjóra og tók út árang-
urinn. Valið var erfitt, en útkoman var
sú, að þrjú býli hlutu verðlaun fyrir
snyrtilega umgengni og eitt fyrir góð-
an árangur í átakinu. Allir sem taka
þátt í verkefninu fá viðurkenningar-
skjal. Verðlaunin fengu Hrafnkels-
staðir I, Kotlaugar, Skipholt I og Jað-
ar.
Sigríður Jónsdóttir, bóndi á Fossi,
fulltrúi Bændasamtakanna í verkefn-
isnefndinni Fegurri sveitir, segir að
verulegt átak hafi verið gert víða um
land. Segja mætti að sumar sveitir
hafi tekið stakkaskiptum, mikið hefur
verið málað og fegrað. Meðal annars
safnað miklu af brotajárni, gömul hús
rifin og borið í plön og slóða svo eitt-
hvað sé nefnt. Hinn 29. nóvember
verður ráðstefna, á vegum Fegurri
sveita, haldin á Hótel Selfossi undir
heitinu „Íslenskar sveitir – ásýnd –
ímynd“. Framkvæmdastjóri verkefn-
isins er Ragnhildur Sigurðardóttir,
M.Sc í umhverfisfræði og lektor við
Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Fjögur sveitabýli fá
umhverfisverðlaun
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þau hlutu verðlaun fyrir snyrtilegustu býlin í Hrunamannahreppi, f.v.:
Agnar Reidar Róbertsson og Kristbjörg Kristinsdóttir, Jaðri, Haraldur
Sveinsson og Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, Hrafnkelsstöðum I, Sigrún Ein-
arsdóttir og Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, og Valný Guðmundsdóttir
og Karl Guðmundsson, Skipholti I.
Hrunamannahreppur
SKAMMTÍMAVISTUN fyrir fötluð
börn og ungmenni sem rekin er í
Holti í Borgarbyggð veitir nú aðeins
þjónustu tvær helgar í mánuði. Þjón-
ustan er á vegum Svæðisskrifstofu
fatlaðra á Vesturlandi í samstarfi
við Þroskahjálp.
Að sögn Önnu Einarsdóttur, for-
stöðumanns í Holti, er ástæðan fyrir
skertri þjónustu skortur á fjármagni
en æskilegt væri að geta boðið að
lágmarki þrjár helgar í mánuði. Bið-
listi er eftir skammtímavistun og vit-
að er um hóp barna sem þyrftu að
komast að á næsta ári. Miðað við
stöðuna í dag er ekki ljóst hvort
hægt verður að sinna þeim sem
sækja um vistun né taka á móti fleiri
börnum. Sama á við um stuðnings-
fjölskyldur, þar skortir einnig fjár-
magn til að geta veitt þá þjónustu
sem þörf er á.
,,Flest börnin hjá okkur eru bæði
með stuðningsfjölskyldur og
skammtímavistun. Þróunin hefur
verið sú að meðan börnin eru mjög
ung kjósa foreldrar frekar stuðn-
ingsfjölskyldur, en þegar börnin eld-
ast koma oftast fram óskir um að
nýta frekar skammtímavistun.
Ástæðan er félagsleg samskipti
Ljósmynd/Guðrún Vala
Starfsmenn og börn í Holti, f.v.: Sindri Dagur Garðarsson, Anna Ein-
arsdóttir, Kristinn Rafn Einarsson, Freyr Karlsson, Ragnheiður Giss-
urardóttir, Stefán Trausti Rafnsson og Freydís Guðmundsdóttir.
Skert þjón-
usta í Holti
Borgarnes
barnanna. Þau eiga sína vini í
skammtímavistuninni og þar hittast
þau á jafningjagrundvelli sem er
ekki alltaf sjálfgefið við aðstæður í
daglegu lífi,“ segir Anna. ,,Á þennan
hátt erum við bæði að skapa ánægju
barnanna við að hitta vini sína og um
leið að létta á foreldrum, þ.e. þau fá
hvíld og vita jafnframt af börnunum
í góðra vina hópi.“
Svæðið sem Holt þjónar er allt
Vesturland fyrir utan Snæfellsnes.
Því er skammtímavistunin stundum
eini staðurinn þar sem krakkarnir
hafa tækifæri til að hittast. Börnin
vilja fá að vera með vinum sínum og
hafa þannig áhrif á þjónustuna.
Dæmi eru um tengsl sem hafa mynd-
ast milli barna í skammtímavistun
og hafa haldist sem vinátta fram á
fullorðinsár og jafnvel endað með
því að einstaklingar hafa ákveðið að
búa saman.
Starfsmannamál í Holti eru stöð-
ug og allir starfsmenn þroskaþjálfar
eða að ljúka námi. Starfsemin hófst
árið 1986 í formi sumardvalar, þá
hafði Benjamín Ólafsson gefið Holt
til Þroskahjálpar á Vesturlandi. For-
eldrar í Þroskahjálp byggðu síðar
við húsið og einnig leggja þeir til bíl
sem tekur níu manns í sæti. Á sumr-
in er boðið upp á sumardvöl sem hef-
ur einnig dregist saman í sex vikur
og því ljóst að færri komast að en
vilja og fá styttri dvöl en áður.
„LIFIR hún eða lokar“ var yfirskrift
opins fundar um framtíð Sements-
verksmiðjunnar á Akranesi sem
Vinstri hreyfingin-grænt framboð
boðaði til sl. miðvikudag um þá tví-
sýnu stöðu sem rekstur verksmiðj-
unnar er í um þessar mundir. Hús-
fyllir var á fundinum og var áberandi
einhugur um málefnið í tali manna.
Frummælendur voru Jón Bjarna-
son þingmaður, Guðmundur Guð-
mundsson, fyrrum framkvæmda-
stjóri verksmiðjunnar, Þór Tómasson
frá Hollustuvernd ríkisins og Gísli
Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og
stjórnarmaður í verksmiðjunni.
Staða verksmiðjunnar var kynnt ít-
arlega út frá samkeppnisforsendum
og mögulegri brennslu m.a. fastra úr-
gangsefna í ofni verksmiðjunnar. Það
sem uppúr stendur er að rekstrarfor-
sendur sementsframleiðslu um þess-
ar mundir eru slæmar vegna meintra
undirboða erlends aðila á markaðin-
um. Að auki er bygginga- og mann-
virkjaiðnaður hér á landi í mikilli lægð
og sala á sementi því lítil. Margir
fundarmenn tóku til máls og var ein-
hugur í máli allra um að verja stöðu
Vilja verja stöðu
verksmiðjunnar
Akranes fyrirtækisins sem hefur verið horn-
steinn í atvinnurekstri á Akranesi um
áratugaskeið.
Í lok fundarins var samþykkt álykt-
un: „Almennur fundur á vegum
Vinstrihreyfingarinnar-græns fram-
boðs, haldinn á Akranesi 13. nóvem-
ber 2002, skorar á stjórnvöld að grípa
tafarlaust til aðgerða til að tryggja
framtíð Sementsverksmiðjunnar.
Fundurinn bendir á að verksmiðjan
er stóriðja á íslenskan mælikvarða,
veitir um 90 manns atvinnu, byggir
starfsemi sína nær eingöngu á inn-
lendu hráefni og hefur þjónað ís-
lenskri mannvirkjagerð í nær hálfa
öld. Jafnframt gefur verksmiðjan
færi á eyðingu orkuríkra úrgangsefna
sem ella þyrfti að flytja úr landi með
ærnum tilkostnaði. Þjóðhagsleg hag-
kvæmni verksmiðjunnar er því ótví-
ræð og augljós sóknarfæri til að auka
hana verulega. Nú er vegið að þessu
óskabarni þjóðarinnar af erlendu
risafyrirtæki sem hyggst einoka ís-
lenska sementsmarkaðinn með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum. Því krefst
fundurinn þess að stjórnvöld upplýsi
Akurnesinga og aðra landsmenn þeg-
ar í stað um áform sín gagnvart fram-
tíð verksmiðjunnar.“
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 25
DAGUR íslenskrar tungu var hald-
inn hátíðlegur í félagsheimilinu fyrir
fullu húsi og fast var kveðið að orði,
rétt eins og tíðkast á Norðurlandi.
Nemendur grunnskólans á Þórshöfn
sáu að mestum hluta um dagskrána í
formi upplestrar, söngs og sögu-
lestrar.
Sumir fluttu frumsamin ljóð, aðrir
eftir nána ættingja og einn bekkur-
inn sagði sögu, samda með hjálp
áheyrenda, sem lögðu til lýsingar-
orðin í söguna svo útkoman varð afar
skrautleg. Ágætri dagskrá lauk með
kaffiveitingum þar sem rúsínulumm-
ur og súkkulaðikaka voru á borðum
en umsjón veitinga var í höndum
nokkurra nemenda.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Nemendur áttunda og níunda bekkja grunnskólans á Þórshöfn flytja ljóð.
Hátíðleg stund
í félagsheimilinu
Þórshöfn