Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞETTA er þægileg afsök-un,“ segir Bean þegarhann er spurður að þvíhvers vegna innbrots-
þjófarnir haldi þessu fram. Að sögn
hans hefðu langflestir þeirra sem
bera því við að þeir stundi afbrot til
að afla sér peninga fyrir fíkniefn-
um, leiðst út í afbrot hvort sem þeir
hefðu neytt fíkniefna eða ekki.
Philip Bean gaf nýlega út bókina
Fíkniefni og glæpir í Bretlandi og
hefur hún vakið talsverða athygli.
Hann á að baki langan og farsælan
ferill sem fræðimaður, hefur ritað
og ritstýrt fjölda bóka auk þess
fræðigreinar eftir hann hafa birst
víða. Hann hélt fyrirlestur í Há-
skóla Íslands í síðustu viku en hitti
blaðamann Morgunblaðsins fyrst
að máli.
Veruleikinn er flókinn
„Fylgist þú með fjölmiðlum í
Bretlandi, hvort sem er sjónvarpi
eða dagblöðum, færðu þá hugmynd
að tengslin milli glæpa og eiturlyfja
séu augljós,“ segir hann. Veruleik-
inn sé á hinn bóginn flóknari. Að
hans mati eru tengslin afar lítil.
Þeir fíklar sem séu helst líklegir til
að fremja afbrot beinlínis til að fjár-
magna fíkniefnaneyslu séu langt
leiddir heróínfíklar. Aðrir hefðu
flestir brotið af sér hvort sem var.
„Það er miklu auðveldara fyrir inn-
brotsþjófa að segja: „Ég réð ekkert
við mig, ég varð að brjótast inn til
að eiga peninga fyrir fíkniefnun-
um,“ heldur en að segja: „Ég er
bara illgjarn þjófur sem hef gaman
af því að stela peningum annarra“
eða eitthvað í þeim dúr,“ segir
hann. Í raun sé lítið vitað um tengsl-
in með vissu og ekki hafi farið fram
ýkja miklar rannsóknir á þessu við-
fangsefni. „Samt er alltaf verið að
halda því fram að fíkniefnin valdi
glæpum en ég hef hins vegar bent á
að sú sé ekkert endilega raunin.“
Bean er þó alls ekki að halda því
fram að ekki eigi að berjast gegn
fíkniefnum, þvert á móti. Hann
leggur áherslu á að fíkniefnin valdi
miklum skaða, bæði fyrir fíkla og
aðra. Hann segir að það sé fjar-
stæða að halda því fram lögleiðing
fíkniefna verði til þess að ólögleg
fíkniefnasala og neysla hætti.
Fíkniefnasalar myndu örugglega
finna sér markað, þeir gætu selt á
lægra verði en löglegir aðilar og
þeir mynu án efa selja unglingum
fíkniefni. Fíkniefnamarkaðurinn
yrði áfram ofbeldisfullur. Lögleið-
ing fíkniefna myndi engan vanda
leysa en árangurinn yrði að líkind-
um sá að fíkniefnaneytendum
myndi fjölga. „Borgar sig að taka
áhættuna? Ég er ekki viss um að
svo sé. Um leið og búið er að lög-
leiða yrði afskaplega erfitt að hætta
við og snúa til fyrra horfs,“ segir
hann.
Þýðir ekki að elta þá stóru
Aðspurður hvaða aðferðir gefist
best í að berjast gegn fíkniefnavið-
skiptum segir Bean að tollgæsla og
lögregla verði með öllum ráðum að
koma í veg fyrir að fíkniefnin kom-
ist til landsins og það verði að sækja
fíkniefnasalana til saka. „Þetta
tvennt gerir þó ekki endilega svo
mikið gagn í baráttunni gegn fíkni-
efnum,“ segir Bean. Ef aðeins einn
aðili flytti inn fíkniefni væri hægt að
ná góðum árangri. Í reynd væri það
svo að margir aðilar stunduðu fíkni-
efnasmygl og sölu og jafnvel þó að
nokkrir stórtækir fíkniefnasalar
væru handteknir dygði það
skammt. Hann nefnir sem dæmi að
fyrir nokkrum árum hafi lögreglan í
London handtekið því sem næst
alla fíkniefnasala sem störfuðu í
King’s Cross hverfinu. Aðgerðin
hafi tekið 4–5 vikur og krafist mik-
illar vinnu af hálfu lögreglu. Eftir
að fíkniefnasalarnir voru komnir
bak við lás og slá hafi lögregla
fylgst áfram með hverfinu. Eftir 15
daga voru nýir fíkniefnasalar
komnir í stað þeirra sem voru hand-
teknir „Það þarf ekki mi
leika til að ná góðum árang
efnaviðskiptum. Þú þarft
tilbúinn að beita ofbeldi t
heimta skuldir. Og þú v
geta útvegað sölumenn til
fíkniefni fyrir þig – og vera
að beita þá ofbeldi ef þeir s
Annað þarf ekki til,“ seg
Því muni nýir menn ei
taka við af þeim sem lögre
tekur. Bean telur því að
litlum árangri að einbeit
stórtækustu sölumönnunu
ara sé að lögregla einbeiti s
að trufla viðskipti með
koma í veg fyrir að fíkni
geti selt efnin. Þetta geti
gert með því að koma sé
þeim stöðum þar sem fíkn
fer fram en einnig með þv
fíkniefnasalana á röndum
komi ekki algjörlega í v
fíkniefnasölu en trufli ha
lega. Mikilvægast af öllu
með þessari aðferð sé ólík
nýir neytendur þori að
fíkniefnasalann – þeir verð
lega of hræddir við að l
handtaki þá. „Yfirleitt re
reglan að ná höfuðpauru
held að það sé ekki rétt aðf
eiga ekki að byrja á toppn
ur botninum. Smásölume
efna eru líklegri til að se
fólki sem hefur aldrei pr
áður og það er þetta sem v
koma í veg fyrir,“ segir Be
Philip Bean, prófessor í afbrotafræði, um tengsl
Fíkniefnane
þægileg afsö
Níu af hverjum tíu innbrotsþjófum sem
lögreglan í Reykjavík klófestir bera því
við að þeir stundi innbrot til að fjármagna
fíkniefnaneyslu. Philip Bean, prófessor
í afbrotafræði við háskóla á Englandi,
segir á hinn bóginn að tengslin milli
neyslu og afbrota séu afar lítil.
„Samt er alltaf verið að ha
hef hins vegar bent á að sú
prófessor við Háskólann í
MAGNÚS H. Sigurðsson,formaður stjórnarMjólkursamsölunnar íReykjavík, segir að
það muni skýrast í viðræðum rík-
isins og bænda, sem nú eru að hefj-
ast, hvaða breytingar verða gerðar
á skipulagi mjólkuriðnaðarins.
Hann segir mikilvægt að niður-
staða í þessum viðræðum fáist sem
fyrst. Skipulagsmál mjólkuriðnað-
arins voru til umræðu á fulltrúa-
ráðsfundi MS sem haldinn var sl.
föstudag.
Magnús sagði að engar ákvarð-
anir hefðu verið teknar á fundinum.
Menn hefðu hins vegar farið yfir
málin. Rætt hefði verið um nýlegan
úrskurð samkeppnisráðs, skipu-
lagsmál og greint hefði verið frá
kröfum sem Sigurbjörn Hjaltason,
bóndi á Kiðafelli í Kjós, hefur gert
á hendur MS. Sigurbjörn telur að
MS hafi greitt of lítið í séreigna-
sjóði bænda og telur að félaginu
hafi verið óheimilt að vísa sér úr fé-
laginu.
„Ég greindi frá stöðunni eins og
hún er í máli Sigurbjörns. Fund-
armenn vildu sem minnst tjá sig
um það mál og töldu að það sem
hefði verið tekin ákvörðun um í vor
ætti að standa,“ sagði Magnús og
bætti við að það yrði verkefni
stjórnar fyrirtækisins að svara
kröfum Sigurbjörns með hliðsjón
af þeim ákvörðunum sem teknar
voru í vor.
„Þetta mál snýst um það að
bóndi sem leggur inn mjólk er fé-
lagsmaður í MS. Þegar hann hættir
mjólkurinnleggi er hann ekki leng-
ur félagsmaður. Í vor var s
ari ákvæði um hvenær
greiða úr séreignasjóði t
sem hætt hafa mjólkurfra
Það er farið með þetta e
öðrum samvinnufélögum,
þegar bóndinn er hættur
sjóðurinn greiddur út. Það
gerðum í vor var að se
konar ákvæði og er hjá Mj
Flóamanna, sem er samvi
eins og MS,“ sagði Magnú
Magnús sagði að umræð
átt sér stað innan MS um
greiðslur í stofnsjóði, en M
Flóamanna greiddi í fyrra
fé inn í séreignasjóði bæ
Skipulagsmál mjólkuriðnaðarins rædd á fulltr
Ræðst af nýjum
búvörusamning
LISTMARKAÐUR Í LÆGÐ
Listaverkamarkaðurinn á Íslandihefur nú verið í lægð um nokk-urra ára skeið og má rekja upp-
hafið til þess að fram komu upplýsing-
ar um að fjöldi falsaðra málverka eftir
íslenska málara hefði verið seldur
grunlausum kaupendum. Í viðamikilli
úttekt Önnu Sigríðar Einarsdóttur og
Ragnhildar Sverrisdóttur á málinu í
Morgunblaðinu á sunnudag kemur
fram að rannsókn þessa máls sé ein sú
umfangsmesta, sem lögreglan hafi
tekist á hendur, og megi búast við að
henni ljúki á næstu vikum. Ekki hefur
fengist uppgefið hjá lögreglu hversu
mörg málverk eru til rannsóknar, en
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður hjá
Morkinskinnu, sem vakti athygli á
þessu máli, kveðst þess fullviss að ein-
ar 900 falsanir á verkum 16 látinna ís-
lenskra listamanna, þar á meðal Jó-
hannesar Kjarvals, Nínu Tryggva-
dóttur, Þórarins B. Þorlákssonar,
Svavars Guðnasonar og Þorvalds
Skúlasonar, hafi farið í sölu hér á landi
og í Danmörku.
Þetta mál hefur grafið undan lista-
verkamarkaðnum. Aðalsteinn Ingólfs-
son listfræðingur segir að fólk hafi
hvorki þorað að selja né kaupa verk í
langan tíma og bætir við að listunn-
endur hafi ekki einungis haldið sig frá
viðskiptum með verk gömlu meistar-
anna, heldur veigrað sér við að kaupa
málverk yngri kynslóðar listamanna.
Ein ástæðan fyrir því að hægt var að
dæla hinum meintu fölsunum inn á
markaðinn er sú hversu lítil yfirsýn er
yfir þau verk, sem margir helstu lista-
menn þjóðarinnar hafa skilið eftir sig.
Fyrir vikið var framan af lítið tekið
eftir því þegar óþekkt listaverk eftir
þekkta listamenn fóru skyndilega að
koma inn á markaðinn. Liður í því að
skapa listmarkaðnum traust á nýjan
leik væri að hefja skipulega skráningu
verka okkar helstu listamanna. Það er
vissulega mikið verk og kostnaðar-
samt ef vel á að vera. Í slíkum gagna-
grunni er lágmark að fram komi hefð-
bundnar upplýsingar á borð við
uppruna og eigendaskrá, en þar bætist
við skrá um notkun lita, ástand verka
og notkun tákna, svo eitthvað sé talið.
Í þessu sambandi mætti nefna nafn
Sturlu Guðlaugssonar, sem um ára-
tuga skeið starfaði við þá stofnun í
Hollandi, sem hefur með höndum
skráningu og greiningu hollenskra
listaverka, og veitti henni forstöðu í
fimm ár. Sturla naut mikillar virðingar
í Hollandi og þegar hann lést árið 1971
hafði hann nýlega verið gerður að for-
stöðumanni eins virtasta listasafns
heims, Mauritshuis í Haag. Hann átti
snaran þátt í að skrá verk hollensku og
flæmsku meistaranna auk þess að
vinna skrá yfir verk Vincents Van
Goghs. Þegar slíkt yfirlit hefur verið
gert yfir verk listamanns verður mun
auðveldara en ella að átta sig á því
hvað er á seyði þegar áður óþekkt verk
eftir hann koma fram og um leið koma í
veg fyrir að skapist slíkt ófremdar-
ástand, sem ríkt hefur á íslenskum
listaverkamarkaði undanfarin misseri.
FORYSTUSKIPTI Í KÍNA
Miklar breytingar eiga sér nú stað íKína. Á sextánda flokksþingi
Kínverska kommúnistaflokksins var
lagður grunnur að víðtækum forystu-
skiptum. Ber þar hæst að Jiang Zemin,
sem er 76 ára, lætur af störfum flokks-
leiðtoga en verður áfram forseti Kína
fram í mars á næsta ári. Ný miðstjórn
var einnig kjörin á þinginu og skipti hún
út allri æðstu stjórn flokksins, hinni
svokölluðu framkvæmdanefnd stjórn-
málanefndarinnar. Hu Jintao, varafor-
seti og væntanlegur arftaki Jiangs, var
sá eini, sem var endurkjörinn í fram-
kvæmdanefndina. Þess ber þó að geta
að þótt Jiang láti af mikilvægum emb-
ættum verður hann áfram talinn valda-
mesti maður landsins samkvæmt þeim
hefðum er myndast hafa innan kín-
verska kommúnistaflokksins.
Þetta voru nokkuð meiri breytingar á
forystu flokksins en búist hafði verið
við. Hins vegar er erfitt að rýna í kín-
versk stjórnmál, opinber umræða er lít-
il og ákvarðanir eru teknar bak við lukt-
ar dyr. Þannig er mjög lítið vitað um Hu
þótt gert hafi verið ráð fyrir því í nokk-
urn tíma að hann myndi taka við for-
setaembættinu af Jiang. Hann er nokk-
uð ungur á mælikvarða kínverskra
leiðtoga, eða 59 ára, og er talinn líkleg-
ur til að halda áfram á þeirri braut að
byggja upp viðskiptavænt umhverfi í
Kína.
Hins vegar eru litlar líkur taldar á að
hann muni slaka á klónni þegar kemur
að pólitísku frelsi Kínverja.
Kínversk stjórnvöld hafa á síðustu
áratugum fylgt þeirri stefnu að opna
landið í auknum mæli fyrir viðskiptum
og fjárfestingum. Risavaxið skref í þá
átt var tekið með aðild Kínverja að
Heimsviðskiptastofnunni, WTO. Í
henni felst að Kínverjar verða að opna
hagkerfi sitt á fjölmörgum sviðum fyrir
erlendum fjárfestingum og samkeppni.
Hagur Kínverja af WTO-aðild er mikill
en jafnframt mun hún ógna rekstrar-
grundvelli illa rekinna og úreltra ríkis-
fyrirtækja, sem enn eru mörg í Kína
þótt þeim hafi verið fækkað undir
stjórn Zhu Rongji, er nú mun láta af
störfum sem forsætisráðherra.
Stefna Kínverja hefur skilað gífur-
legum hagvexti á undanförnum árum
þótt vissulega sé langt í að Kína takist
að jafna þjóðartekjur vestrænna iðn-
ríkja. Engu að síður er Kína nú þegar
orðið að mikilvægu efnahagsveldi sem
fjölmennasta ríki veraldar.
Þar er hins vegar ekki von á miklum
pólitískum breytingum. Þó svo að
Kommúnistaflokkurinn hafi sagt skilið
við flest það sem tengist „kommún-
isma“ og sé óðum að markaðsvæða Kína
hefur flokkurinn ekki viljað sleppa
hendinni af stjórn landsins. Flokkurinn
vill halda völdum annars vegar
valdanna vegna en einnig óttast margir
forystumenn flokksins að það kunni að
leiða til upplausnar í Kína ef frjáls skoð-
anaskipti og kosningar verða leyfð. Sú
harka er stjórnvöld í Kína hafa sýnt í
garð Falun Gong eru glöggt merki um
þann ótta. Þessi ótti við lýðræði og
frelsi mun hins vegar þegar upp er stað-
ið hamla hinni efnahagslegu þróun.
Hann kemur í veg fyrir að hægt sé að
byggja upp óháð réttarkerfi, sem er
forsenda þess að markaðskerfi nái að
dafna. Augljós afleiðing er sú mikla
spilling sem er viðvarandi vandamál í
Kína. Forystuskiptin í Kína virðast
ekki líkleg til að breyta þessu.