Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 31
HLÖÐVER Vilhjálms-son greindist með rist-ilkrabba í apríl árið1999, þá 57 ára gamall.
„Ég hafði gert töluvert af því að
skokka árin á undan og var að æfa
mig undir að fara í 10 km hlaup í
Reykjavíkurmaraþoninu. Eitt
sinn þegar ég var að hlaupa fékk
ég mikla verki í kálfana og þurfti
að stoppa þrisvar sinnum sem mér
þótti undarlegt þar sem ég hafði
getað hlaupið þessa vegalengd á
undir einni klukkustund leikandi
létt.“
Hlöðver segist í framhaldinu
hafa velt vöngum yfir hvað gæti
hafa orsakað þessa verki. Hann
leitaði til Guðjóns Lárussonar
læknis og var í framhaldi af því
sendur í rannsókn þar sem í ljós
kom að hann var mjög blóðlítill.
Hann var samstundis fluttur á
bráðamóttöku Borgarspítalans
þar sem dælt var í hann um tveimur lítrum af
blóði. Við nánari rannsókn kom í ljós að hann var
með illkynja æxli neðst í ristlinum. Meinið var
fjarlægt með skurðaðgerð í maí. Hlöðver segist
ekki hafa fundið fyrir neinum einkennum fyrr.
Hins vegar hafði hann nokkrum sinnum fengið
blæðandi magasár og segist því hafa fylgst með
því reglulega hvort hægðirnar væru dökkar.
Hann bendir á að þegar hann lá á Landakots-
spítala vegna blæðandi magasárs í september ár-
ið 1992 hafi hann farið í ristilspeglun en þá hafi
ekker óeðlilegt komið í ljós.
Eftir að krabbameinið var fjarlægt dvaldi hann
á sjúkrahúsi í nokkra daga og var í framhaldi af
því settur í lyfjameðferð sem stóð frá júnímánuði
og fram til loka árs 1999. Hlöðver nýtti sér sömu-
leiðis óhefðbundnar lækningaaðferðir og drakk
lúpínuseyði á hverjum degi frá því hann greindist
með æxli í apríl og þar til einu og hálfu ári eftir að
lyfjameðferð lauk. Hann segist þess fullviss að
lúpínuseyðið hafi átt sinn þátt í að hjálpa honum
að ná sér eftir uppskurðinn og á meðan á lyfja-
meðferðinni stóð. „Ég fékk lítil sem engin ein-
kenni sem fólk fær oft sem er í lyfjameðferð, s.s.
ógleði, sprungnar varir og sprungur í fingur-
góma. Ég fékk væg einkenni í fingurgómana en
að öðru leyti fékk ég engin einkenni.“
Hann segist sömuleiðis hafa verið fljótur að
jafna sig eftir aðgerðina enda hafi hann verið í
góðu formi árin á undan. Árið 1993 var Hlöðver
rúm 100 kg en hafði markvisst unnið að því árin á
eftir að ná af sér þyngdinni. Þá hafði hann þrisvar
sinnum tekið þátt í 10 km hlaupi í Reykjavík-
urmaraþoni.
„Ég kom þarna inn, eins og ég
sagði við Sigurð Björnsson
krabbameinslækni, í toppformi.“
Hann telur að það hafi hjálpað
mikið í baráttunni við ristilkrabb-
ann og eins að hann var jákvæður í
garð sjúkdómsins.
Fer reglubundið
í skoðun
„Ég varð í raun ekki fyrir neinu
áfalli þegar mér var tilkynnt á sín-
um tíma að ég væri með krabba-
mein.“
Hlöðver hefur síðan farið reglu-
lega í skoðun og auk þess tvisvar í
ristilspeglun og hafa engar frekari
breytingar komið í ljós í ristli.
Faðir Hlöðvers var á sínum
tíma einnig greindur með rist-
ilkrabba, þá rúmlega sextugur að
aldri. Meinið var fjarlægt og í kjöl-
farið fór hann í geislameðferð og
engin frekari einkenni gerðu vart
við sig hjá honum.
Hlöðver segist ekki hafa hugleitt það þegar
hann greindist með ristilkrabba að faðir hans
hefði einnig greinst með ristilkrabbamein á sín-
um tíma en síðar hefði það rifjast upp fyrir hon-
um. Hann á þrjú systkini á lífi en ekkert þeirra
hefur farið í ristilspeglun. Hann segir að elsti
bróðir sinn hafi þó rætt um að panta tíma í skoð-
un.
Hlöðver segir aðspurður að sér lítist vel á vit-
undarvakninguna sem nú er að verða í þjóðfélag-
inu í tengslum við ristilkrabbamein og forvarnir
gegn sjúkdómnum. „Mér finnst það mjög þarft að
fólk fari í slíkar rannsóknir og er klár á því að það
myndi bjarga mörgum mannslífum ef fólk færi
ekki seinna en um fimmtugt í slíkar skannanir,“
segir hann að lokum.
„Varð í raun ekki
fyrir neinu áfalli“
Hlöðver Vilhjálmsson nýtti sér m.a. óhefðbundnar lækningaaðferðir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
gegn sjúkdómum í
meltingarfærum,
m.a. með útgáfu fræðslubæklinga. Þá er að
finna gagnlegar upplýsingar á vefslóðinni
www.vitundarvakning.is.
Krabbamein í ristli
er þriðja algengasta
krabbameinið á Íslandi og önnur algeng-
asta dánarorsökin af völdum krabbameins.
Nú stendur yfir átak til að efla forvarnir
Vitundarvakning
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 31
SIGRÚN Árnadóttir greindistmeð ristilkrabba í ágúst2001 en hún hafði þá fundið
fyrir verkjum í kviðarholi sem
höfðu stigmagnast frá því í janúar.
„Þetta byrjaði þannig að ég fann
fyrir óþægindum neðarlega í kvið-
arholi sem mér fannst í raun engin
ástæða til að hafa áhyggjur af,“
segir hún. Smám saman fóru verk-
irnir að aukast og blóð fylgdi
hægðum. Sigrún fór að eiga erfitt
með svefn og verkirnir urðu meiri.
Hún segist fyrst hafa talið að hún
væri með gyllinæð og fyrrihluta
sumars leitaði hún til heim-
ilislæknis og bar áhyggjur sínar
undir hann. Hann ráðlagði henni
að láta athuga það nánar. Sigrún
dró það í nokkurn tíma í viðbót áð-
ur en hún leitaði til Sjafnar Krist-
jánsdóttur, sérfræðings í melting-
arsjúkdómum.
Að sögn Sigrúnar varð strax
ljóst við ristilspeglun og síðar með
sýnatöku að hún var með illkynja
frumubreytingar í ristli. Hún fór í
uppskurð seinnihluta ágústmán-
aðar þar sem hluti ristils var fjarlægður. Að-
gerðin gekk mjög vel fyrir sig, að hennar sögn.
Í október fór hún í lyfjameðferð sem stóð í
hálft ár og gekk sömuleiðis vel fyrir sig þótt
hún hafi tekið á líkamlega, sérstaklega þegar
líða fór á meðferðina. Hún orðar það svo að
hún hafi verið fegin að hún var ekki ung kona
með mörg börn þegar hún kom heim úr
vinnunni á daginn. Aðspurð hvernig henni hafi
orðið við þegar hún fékk tíðindin á sínum tíma
að hún væri með ristilkrabba segir hún að það
hafi í raun ekki komið sér á óvart. „Eiginlega
vissi ég það mikið um ristilkrabbamein að ég
vissi að það var ekkert tabú að fá slíkar fréttir.
Þannig að ég hafði engar áhyggjur.“ Hún segir
að flestir í fjöskyldu sinni hafi verið sömu
skoðunar. „Ég held að ég hafi helst haft
áhyggjur af því þegar ég vissi að ég yrði að
fara í lyfjameðferð en vissi í raun ekki alveg út
í hvað ég var að fara.“
Hún telur að það hafi mikið að segja að vera
andlega jákvæður þegar fólk fær að vita að
það hafi greinst með sjúkdóma á borð við
krabbamein. Sjálf segist hún hafa brugðist
þannig við og sömuleiðis hafi hún reynt að
stunda reglubundna hreyfingu, meðal annars
með því að fara út að ganga á hverjum degi.
„Ég held að ef maður er með áhyggjur og er
neikvæður taki það mjög mikið frá manni. Ég
held að það hafi hjálpað mér að ég hafði engar
áhyggjur.“ Sigrún segist mjög
ánægð með þá þjónustu og að-
hlynningu sem hún fékk, bæði þeg-
ar hún var greind, í kringum upp-
skurðinn og á meðan á lyfja-
meðferðinni stóð. „Bæði fékk ég
alveg einstaklega góða þjónustu og
fólkið sem stendur að baki krabba-
meinslækningum var hlýlegt og
notalegt og á svo sannarlega hrós
skilið.“
Móðurafi hennar
greindist með ristilkrabba
Hún fer reglulega í skoðun þar
sem kanxer hvort einhverjar
breytingar hafi gert vart við sig í
ristli. Eftir því sem á líður er
lengra á milli skoðana en reglu-
bundið eftirlit stendur í fimm ár.
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til breytinga í ristli. Að
sögn hennar er krabbamein nokk-
uð algengt í fjölskyldunni og þar á
meðal greindist móðurafi hennar
með ristilkrabbamein á sínum
tíma. Hún segist því vera meðvit-
andi um hættuna sem óhjákvæmi-
lega sé fyrir hendi á að greinast með krabba-
mein. Sigrún segir, spurð um þá vitundar-
vakningu sem nú er hafin í tengslum við
ristilkrabbamein, að mjög mikilvægt sé að
fræða almenning um einkenni og áhættuþætti
ristilkrabbameins. Einnig sé mikilvægt að
bjóða fólki upp á skimun þar sem leitað sé eft-
ir hugsanlegum einkennum ristilkrabba. Hún
segir að með því móti geti þeir sem vilja vera
vissir um að allt sé í lagi farið í slíka skoðun
með reglubundnu millibili þótt hún hafi efa-
semdir um að fólk myndi almennt nýta sér
þessa þjónustu með reglubundnum hætti enda
skoðunin þess eðlis og um mjög viðkvæmt mál
að ræða fyrir marga.
Leitaði ekki strax til læknis
Sigrún Árnadóttir greindist með ristilkrabba 2001.
Morgunblaðið/Kristinn
kla hæfi-
gri í fíkni-
t að vera
til að inn-
verður að
l að selja
a tilbúinn
svíkja þig.
gir Bean.
infaldlega
gla hand-
það skili
ta sér að
um. Rétt-
sér að því
fíkniefni,
iefnasalar
i lögregla
ér fyrir á
niefnasala
ví að elta
m. Þetta
veg fyrir
ana veru-
sé þó að
klegra að
ð nálgast
ði einfald-
lögreglan
eynir lög-
unum. Ég
ferð. Þeir
num held-
enn fíkni-
elja efnin
rófað þau
verður að
an.
„Annað sem lögregla ætti að gera
er að fylgjast náið með því sem er
að gerast,“ segir Bean. Þegar Rud-
olph Giuliani varð borgarstjóri í
New York var lögreglunni í borg-
inni gert að safna nákvæmari upp-
lýsingum um þróun afbrota sem
voru birtar á hverjum degi. Starf
lögreglu hafi síðan tekið mið af
þessum upplýsingum og árangur-
inn ekki látið á sér standa.
Lágmark er 60 daga meðferð
Þá leggur Bean áherslu á kosti
meðferðar. „Meðferð virkar. Eng-
inn veit af hverju, en hún virkar,“
segir hann. En árangur náist aðeins
ef fíkillinn er í meðferð í a.m.k. 60
daga. Það skili engum árangri að
senda hann í meðferð sem tekur
tvær til þrjár vikur. Þá sé algjör-
lega nauðsynlegt að fylgjast dag-
lega með því hvort fíkillinn sé enn
að taka fíkniefni. Þetta verði aðeins
gert með daglegum lyfjaprófunum.
Vissulega sé þetta dýrt en þetta sé
eina leiðin til raunverulegs árang-
urs. Eftir að meðferð lýkur verði að
fylgjast með fíklunum í allt að 12
vikur og halda lyfjaprófunum áfram
á því tímabili.
„Hér á Íslandi hafið þið mjög gott
tækifæri til að ná árangri. Þjóðin er
fámenn og það ætti að vera tiltölu-
lega einfalt að fylgjast með landa-
mærunum. Ef þið klúðrið þessu
tekur það mörg ár að bæta fyrir
mistökin.“
fíkniefna og afbrota
eysla
ökun
Morgunblaðið/Golli
alda því fram að fíkniefnin valdi glæpum en ég
ú sé ekkert endilega raunin,“ segir Philip Bean,
Loughsborough.
sett skýr-
ætti að
til bænda
amleiðslu.
eins og í
, þ.e.a.s.
er stofn-
ð sem við
tja sams
jólkurbúi
innufélag
s.
ður hefðu
m að auka
Mjólkurbú
a af eigin
ænda. MS
hefur í nokkur ár greitt hluta af
hagnaði félagsins í séreignasjóði á
móti því sem bændur greiða.
Magnús sagði að engin ákvörðun
hefði verið tekin, en menn væru
sammála um að skoða þetta betur
og væntanlega taka afstöðu til þess
á aðalfundi í vor. Engar tillögur um
þetta hefðu hins vegar verið lagðar
fyrir fulltrúaráðsfundinn.
Magnús sagði að talsverður tími
á fundinum hefði farið í að ræða um
skipulag mjólkuriðnaðarins. „Það
eru að hefjast viðræður um gerð
nýs búvörusamnings. Þar skýrist
væntanlega við hvaða aðstæður
mjólkuriðnaðurinn og bændur eiga
að búa á næstu árum. Þar verða
línur lagðar og við bregðumst við
samkvæmt því,“ sagði Magnús.
Núverandi samningur rennur úr
gildi árið 2005, en Magnús sagði að
bændur þyrftu að sjá fram í tím-
ann. Erfitt væri fyrir þá að taka
ákvarðanir um fjárfestingar.
rúaráðsfundi MS
m
gi