Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 34

Morgunblaðið - 19.11.2002, Side 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ö ldur bókaflóðsins skella á okkur með vaxandi þunga; bókablað Morg- unblaðsins kemur út. Þar sem ég stend á bakk- anum sýnist mér straumþung- inn minni nú en var í fyrra og þegar ég lít eftir íslenzkum skáldverkum og ljóðum, sýnist mér í fljótu bragði hlutur ljóða- bóka vera 20 á móti 30 í fyrra og íslenzku skáldverkanna 40 á móti 50. Þessar tvær tegundir, sem færra er um í ánni í ár, skipta þó ekki því málinu, að ekki syndi margt fallegt hjá. Þegar hér er komið bókatíð, hef ég átt samtöl við tvö skáld í tilefni nýrra bóka, og vill svo til, að bæði eru ljóðskáld; Ingi- björg Haraldsdóttir og Þor- steinn frá Hamri. Það voru hvor tveggja eft- irminnilegar stundir og mér fundust samtölin glæða ljóðin auknu lífi, sem ég vona að skili sér til lesenda. En ég ætla þessu Viðhorfi ekki að fjalla um ljóð, heldur löggusögur. Meðan heldur hægir á hinum skáldskaparstraumunum, færist fjör í spennusöguna. Því valda bæði höfundar, sem treysta sig í sessi, og aðrir, sem koma nýir til skjalanna. Þetta eru Arnaldur Indriða- son, Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson, Birgitta H. Halldórsdóttir, Stella Blóm- kvist, Viktor A. Ingólfsson og nýliðinn í hópnum; Ævar Örn Jósepsson. Reyndar hef ég ekki talað við neinn þeirra í tilefni bókanna nú; suma þekki ég ekki neitt, Árni Þórarinsson er samstarfs- maður minn á Morgunblaðinu, Arnaldur Indriðason var það og svo er ég kunningi Stellu Blóm- kvist! Það, sem er svo skemmtilegt við þessa grósku í glæpasög- unni, er hve ólíka stigu höfund- arnir feta, þótt allar snúist sög- ur þeirra um morð og leitina að þeim, sem þau frömdu. Reyndar standa mál þannig, að ég hef lesið fjórar bækur karlanna en ekki bækur kvennanna tveggja, Stellu Blómkvist og Birgittu H. Hall- dórsdóttur. Hins vegar hef ég lesið fyrri bækur Stellu. Stella Blómkvist hefur verið sér á báti með sitt grófa gaman í harðsoðnum söguþræði. Hún er sjálf sín söguhetja og morð- in, sem hún rannsakar og upp- lýsir, eru framin á svo spenn- andi stöðum; í Stjórnarráðinu, í Hæstarétti og núna í Alþing- ishúsinu. Ég veit, hvar hún ætl- ar að bera niður næst, en get auðvitað ekki ljóstrað því upp hér og nú! Saga Birgittu H. Halldórs- dóttur gerist samkvæmt bókar- kynningu í smáþorpinu Sand- eyri, þangað sem rannsóknar- lögreglukonan Anna er send til að ljúka rannsókn á morðmáli. Á Sandeyri á Anna sér sárs- aukafulla fortíð og þar er fátt eins og það virðist vera við fyrstu sýn, undir sléttu og felldu yfirborði þorpslífsins krauma lestir og illmennska. Ævar Örn Jósepsson, nýlið- inn í hópnum, fer kröftuglega af stað í sögunni Skítadjobbi. Mað- ur fellur ofan af hárri íbúða- blokk í Reykjavík. Í fyrstu virð- ist um sjálfsmorð að ræða, en þegar lögreglumennirnir Stefán og Árni fara að rýna í hlutina, verður annað uppi á teningnum. Þræðirnir liggja m.a. um harð- an heim fíkniefna, þar sem skít- legt eðli manna tekur skítaveðr- inu í mannheimum mikið fram. En allt kemst nú upp um síðir. Þessi bók kom mér þægilega á óvart og mér sýnast þeir fé- lagar; Stefán og Árni, tilvaldir og tilbúnir í næsta slag. Sjálfsmorð virðist líka blasa við í upphafi sögu þeirra Árna Þórarinssonar og Páls Kristins Pálssonar; Í upphafi var morð- ið. En þegar atburðarásinni vindur fram, kemur annað í ljós og í sögulok hefur málið haft endaskipti á ævi söguhetjunnar. Þeir félagar fara þá leiðina að skrifa söguna út frá fórn- arlambinu; réttara sagt börnum þess, þar sem aðalsöguhetjan er kvikmyndagerðarkona. Og þeir halda sögunni þétt við hana og fjölskylduna. Sérstakt er, hvernig þeir fé- lagar krydda söguna með kvik- myndaskírskotunum. Fladöbogen værsogod er heimsfræg setning í Íslandssög- unni. Nú er Flateyjarbók mið- punktur nýrrar spennusögu eft- ir Viktor A. Ingólfsson. Flateyjargáta hefst á því, að dularfullt dauðsfall í Breiðafirði dregur sýslumannsfulltrúa frá Patreksfirði nauðugan viljugan út í Flatey. Viktor spinnur handritamálið inn í söguna og meðfram morð- gátum og saman við þær eru Flateyjargátan, sem er bundin efni Flateyjarbókar, og fortíð sýslumannsfulltrúans, fórn- arlamba og fólksins í Flatey og leyndarmálum þess. Síðast en ekki sízt nefni ég Röddina eftir Arnald Indriða- son. Bókin hefur þegar fengið lofsamlega dóma og þar að auki sýnist mér Arnaldur vera næst- mest endurútgefni höfundur ársins á eftir Halldóri Laxness. Í Röddinni eru jólin að ganga í garð, þegar hótelstarfsmaður finnst myrtur í kjallara hótels- ins. Erlendur lögreglumaður er sem fyrr aðalsöguhetja Arn- aldar og leitin að morðingjanum er vörðuð mannlegum örlögum og misþungum þjóðfélags- þáttum, sem kristallast æ ofan í æ í glysheimi hótelsins og döpr- um heimi Erlendar og sam- skiptum hans við lífið og til- veruna. Það væri ekki rétt af mér að enda þetta Viðhorf án þess að nefna til sögunnar hinar einu sönnu lögreglusögur í bókaflóð- inu. Þær er að finna í bókinni Norræn sakamál 2002, þar sem norrænir lögregluþjónar reiða eitthvað fram úr starfinu. Í þessari bók er Eskifjörður m.a. vettvangur hrikalegs atburðar. Sannast þá enn og aftur að ekkert er jafn lygilegt og sann- leikurinn! Sagði mamma. Horft af bakkanum Hér stend ég og virði fyrir mér bókaflóð- ið; drep á ljóð og líka íslenzkar spennu- sögur, sem springa út sem aldregi fyrr. VIÐHORF eftir Freystein Jóhannsson freysteinn- @mbl.is ÞRIÐJUDAGINN 5. nóvember birtist í Morgunblaðinu prófkjörs- grein eftir þingmann Samfylking- arinnar, Ástu Ragnheiði Jóhann- esdóttur, undir yfirskriftinni: ,,Stöndum vörð um Háskóla Ís- lands.“ Þar gerir hún að umtals- efni, á neikvæðan hátt, brautryðj- andastarf Björns Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, en hann lagði grunn að samkeppni milli háskóla á Íslandi. Reynslan af því hefur verið jákvæð, þar sem nýir kröftugir háskólar hafa verið stofnaðir, s.s. Háskólinn í Reykja- vík og Viðskiptaháskólinn á Bif- röst. Þessir nýju skólar hafa veitt Háskóla Íslands aðhald og hvatn- ingu til að standa sig betur auk þess að veita stúdentum val um hvar þeir geta stundað nám. Þann- ig hefur samkeppnin verið öllum til framdráttar en spurningar hafa vaknað um hvort skólarnir keppi á jafnréttisgrundvelli? Ásta Ragn- heiður gerir mikið úr því að einka- reknu skólarnir hafi heimild til að innheimta skólagjöld en Háskóli Íslands ekki og dregur því þá ályktun að Háskóli Íslands eigi undir högg að sækja. Ásta Ragn- heiður minnist hins vegar ekki á þá staðreynd að Háskóli Íslands (með um 4.500 ársnemendur) fær 1.350 milljónir króna greiddar í rannsóknarstyrki frá ríkinu (að teknu tilliti til sértekna) meðan Háskólinn í Reykjavík (með um 900 ársnemendur) fær aðeins 30,7 milljónir króna á ári. Á hvern hall- ar þar? Undirritaður hefur þá skoðun að hver og einn eigi að fá sama fram- lag frá ríkinu til að stunda há- skólanám. Ef stúdent kýs að bæta við það framlag úr eigin vasa til að fá aðgang að betri aðstöðu eða stunda nám sem hann telur henta sér betur ætti það að vera honum mögulegt. Ef áðurnefndar tölur eru teknar með í reikninginn fá stúdentar við Háskólann í Reykjavík minni stuðning frá ríkinu en samherjar þeirra í Háskóla Íslands. Það er því rétt hjá Ástu Ragnheiði að um aðstöðumun milli ríkisháskóla og einkarekins háskóla er að ræða, en þessi aðstöðumunur er ríkisháskól- unum í hag öfugt við fullyrðingar hennar. Þeir sem eru hlynntir samkeppni og auknu valfrelsi ein- staklingsins hljóta að telja það eðlilegt að þeir stúdentar sem kjósa að stunda nám sitt við einka- skóla hafi frelsi til að greiða skóla- gjöld úr eigin vasa. Þetta fjár- magn, ásamt framlagi ríkisins, nýtir Háskólinn í Reykjavík til að bjóða góða aðstöðu fyrir framúr- skarandi starfsemi. Til að jafna samkeppnisstöðuna verður ríkið að gera rannsóknarsamninga við alla þá skóla sem eru á háskólastigi. Það er íslensku þjóðinni til fram- dráttar að sem flestir stundi há- skólanám. Auk þess eiga allir stúd- entar að njóta sama stuðnings frá ríkinu, hvort sem þeir stunda nám við Háskóla Íslands eða einkarek- inn háskóla. Aðstöðumunur einka- rekins háskóla og HÍ Eftir Atla Rafn Björnsson „Hver og einn á að fá sama fram- lag frá ríkinu til að stunda háskólanám.“ Höfundur er formaður Visku, félags stúdenta við Háskólann í Reykjavík. Í EVRÓPUUMRÆÐUNNI hafa þeir sem andvígir eru aðild Íslend- inga að ESB haldið því á loft að sjávarútvegsstefna sambandsins sé svo skaðleg að hún muni líkast til leggja íslenskan sjávarútveg í rúst á skömmum tíma. Þetta étur hver upp eftir öðrum, oftast án nokkurs rökstuðnings. Verst þykir mér að hlusta á alþingismenn kyrja þennan söng. Oft hef ég á tilfinningunni að þeir geri það til að þurfa ekki að kanna mál með þeim hætti sem þeim þó er skylt áður en þeir taka afstöðu. Hver er þessi sjávarútvegsstefna? Stofnríki ESB eru ekki miklar fiskveiðiþjóðir og sjávarútvegur lít- ill þáttur í þjóðarbúskap þeirra. Það endurspeglaðist við undirbún- ing Rómarsáttmálans. Ákveðið var að reglurnar um landbúnað skyldu einnig taka til sjávarútvegs, sbr. 38. gr. Rómarsáttmálans. Það tók síðan 12 ár, frá 1970–1983, að fullgera sjávarútvegsstefnu sambandsins. Hún er í eftirfarandi fjórum meg- inköflum og skal endurskoðuð á tíu ára fresti: 1. Reglur um markaðsskipulag sjávarvara frá 1970. Þær kveða á um nýtingu sjávarauðlindarinnar, mannsæmandi lífskjör þeirra sem vinna við veiðar og vinnslu og neyt- endamarkað sjávarfangs. 2. Reglur um fjárstuðning við uppbyggingu í veiðum og vinnslu frá 1978 hafa það að leiðarljósi að rányrkja ekki fiskimiðin með of stórum flota. 3. Reglur um samskipti ESB við ríki utan bandalagsins frá 1982, sérstaklega um rétt til veiða innan fiskveiðilögsögu þeirra. Þessar regl- ur eru fiskveiðiþjóðum innan ESB ákaflega mikilvægar, þar sem stór- felld alþjóðleg veiðisvæði glötuðust þegar ríkin við Atlantshaf færðu fiskveiðlögsögu sína út í 200 sjómíl- ur árið 1977 og síðar. Samið hefur verið við 28 ríki. Nærfellt þriðj- ungur útgjalda ESB vegna sjávar- útvegs fer í greiðslur samkvæmt þessum samningum og fjórðungur neyslufisks í aðildarlöndum ESB er fenginn á grundvelli þeirra. 4. Reglur um verndun fiskistofna og eftirlit með veiðum frá 1983. Með ákvæðum um hámarksafla- kvóta, sóknarstýringu, lokun veiði- svæða o.fl. er reynt að tryggja sæmilegan afla og viðkomu fiski- stofna. Enginn þáttur sjávarútvegs- stefnunnar hefur mistekist jafn hrapallega og þessi og eru það mik- il vonbrigði, því hann er sá mik- ilvægasti. Ákvörðun heildarkvóta – hverjir mega veiða? Ákvörðun heildarkvóta í lögsögu ESB og skipting hans á einstök þátttökuríki er tekin á árlegum fundum sjávarútvegsráðherranna. Heildarkvótinn byggist á veiði- reynslu undangenginna ára. Honum er deilt á þátttökuríkin og til grundvallar liggur veiðireynsla og mikilvægi sjávarútvegs fyrir hverja þjóð. Íslenski sjávarútvegsráðherr- ann myndi þannig leggja fram til- lögur um kvóta á Íslandsmiðum studdar gögnum frá Hafrannsókna- stofnun. Við ákvörðun kvóta hvers ríkis er stuðst við regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Ríki fá veiðiheimildir í réttu hlutfalli við veiðireynslu ár- anna á undan. Þessi regla myndi tryggja að Íslendingar einir fengju veiðiheimildir í fiskveiðilögsögunni því engin önnur þjóð hefur veiði- reynslu til að byggja á kröfur um veiðiheimildir. Leið útlendinga að íslenskri fiskveiðilögsögu væri með kaupum á kvóta af Íslendingum. Slíkt gæti vissulega gerst, og ís- lenskar útgerðir, t.d. Samherji og ÚA, eru farnar að kaupa veiðikvóta í stórum stíl í lögsögu ESB. Mikill munur EES-samningurinn tekur ekki til sjávarútvegsmála en um þau er fjallað í samningsviðauka í bókun 9. EES-samningurinn er fjarri því að tryggja íslenska hagsmuni jafnvel og ESB-aðild, einkum vegna þess að hann þróast ekki í takt við ESB- samstarfið. Mikil óvissa er um gildi EES-samningsins til frambúðar. Þegar ég er að rita þessar línur berast af því fregnir að Íslendingar muni því aðeins njóta fríverslunar í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu eftir inngöngu þeirra 2004 að þeir stór- hækki greiðslur í þróunarsjóði sam- bandsins. Þessi vátíðindi, ef rétt eru, dembast yfir okkur fyrirvara- laust. Það er megurinn málsins, við neyðumst í ýmsum tilvikum til að sætta okkur við ákvarðanir sem við eigum enga aðild að. Má minna á að ekki alls fyrir löngu munaði aðeins hársbreidd að lokað væri á allan út- flutning okkar á fiskimjöli til ESB- landa þar sem menn þóttust greina óæskileg efni í mjölinu. Þá bjargaði það okkur að ákvörðunin snerti einnig danska hagsmuni. Danir áttu sem aðildarþjóð aðgang að fram- kvæmdastjórn sambandsins og gátu þar komið að rökum og sjónarmið- um sem breyttu ákvörðuninni. Tollfrjáls og óheftur aðgangur að ESB-markaði fyrir íslenskar sjáv- arvörur er lykilatriði fyrir vöxt og viðgang greinarinnar. EES-samn- ingurinn tryggir þennan aðgang að nokkru leyti en nær aðeins til hluta af starfsemi ESB, sem er mikil og vaxandi. Þýðingarmiklar fiskteg- undir, s.s. síld, humar, kolmunni o.fl., eru tollaðar að fullu. Með ESB-aðild fengi floti okkar aðgang að fiskveiðilögsögu 28 ríkja sem sambandið hefur samið við og að- gang að digrum fjárfestingarsjóð- um. Þótt sjávarútvegur sé mjög mik- ilvægur í þjóðarbúskap okkar verð- ur einnig að líta til annarra þátta þegar meta á kosti og galla ESB- aðildar. Heildardæmið verður að skoða. Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins Eftir Jón Skaftason „Heildar- dæmið verður að skoða.“ Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.