Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EVRÓPUBANDALAGIÐ, það er ofarlega í huga mér, mér finnst að það megi ekki bíða eftir því að fiski- stofnarnir hrynji og við höfum ekk- ert að semja um við Efnahagsbanda- lagið annað en auðn en hvað er Ísland annað en auðn hér í norðri? Náttúran er að vísu stórkostleg en hver nennir að koma til Íslands á ok- urprís þegar menn geta skoðað Alp- ana og alla stórkostlegu náttúru Evrópu, menn nenna ekki að eyða stórfé í að rölta um 18. aldar miðbæ og kaupa bjór fyrir margfalt meira fé en það kostar það heima hjá sér. Ég þykist skynja að meðsveiflan sem við höfum haft sé að þverra vegna fjarlægðar og okurverðs á öllu sem menn hafa áhuga á að eignast. Nei, menn verða að átta sig á því að við lifum í heimi sem kostar að lifa í og það hafa ekki allir efni á því að sóa í þann munað að skoða auðnir Ís- lands. Við verðum að átta okkur á að al- þjóðasamfelagið lýtur lögmálum markaðarins, við höfum verið heppnir Íslendingar að geta gert það sem gert hefur verið. Evrópubandalagið er nauðsyn- legt, já bara lífsnauðsynlegt fyrir Ís- land, við erum smáeyja í hinu ysta norðri, en þegar peningar fara að verða æ dýrari fyrir allan þorra fólks, sýnist mér að gerast aðili að alþjóðasamfélagi verða æ mikilvæg- ara enn fyrr. Við lifum á breytinga- tímum og við höfum ekkert meira að bjóða en aðrar þjóðir. Við verðum að átta okkur á að markaðstækifærin liggja í alþjóða- samfélagi en ekki þorski. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, myndlistamaðurinn THOR, Asparfelli 12. Evrópubandalagið Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni: JÁ, það er sárt að vera rassskelltur, sérstaklega af þrjátíu og fimm ára unglingi að „sunnan“. En þú ert ódæll svo ég verð víst að taka þig á hné mér, aftur. Við skulum taka bréfið þitt sem þú kallar væntanlega svarbréf lið fyrir lið. „Sannleikanum er hver sárreiðast- ur“. Það er gott að þú viðurkennir það. „Móðgandi ummæli mín um öku- tæki hans“. Ég bara kann ekki að móðgast fyrir annarra hönd og alls ekki ef það eru dauðir hlutir. Yrðir þú móðgaður ef ég gerði grín að trakt- ornum þínum? Það væri barnalegt. Allt typpastærðargrín klárum við flest í barnaskóla og því segi ég ekki meira um það annað en að dekkin á mínum blöðrujeppa eru minni en á dráttarvélinni þinni. Næst talar þú um að kannast ekki við þín viðhorf í minni endursögn og segist hafa teflt fram rökum og stað- reyndum. Nú vitna ég beint í þig: „En síðasta áratug eftir að stofninn hrundi hef ég ekki haft geð í mér til að elta síðustu rjúpuna í dalnum enda nógur annar vargur um það“, samt ca. sjö línum áður segir þú: „Átta sáust og náðust í sjö skotum og meira var ekki drepið af mér á síðasta hausti“. Þú semsagt drapst allar þær rjúpur sem sáust og neitar því samt að þú sért vargur. Getur þú alls ekki skilið að ofveiði er þér og þínum líkum að kenna en EKKI sportveiðimönnum sem kunna sér hóf og eru ekki að þessu til að græða! Vísindamenn (sem fólk tekur sem betur fer ennþá mark á) hafa hingað til ekki kallað það rök að ein- um bónda „finnist“ eitthvað. Nei, það þarf meira til. Já, ég, „eggið“, get svo sannarlega kennt hænunni heilmikið um skotfimi ef hún kann ekki annað en skjóta á sitjandi fugl. Ég get alveg notað annað orð en magnveiðimaður ef þú vilt. Nokkur sem mér koma strax í hug eru: of- veiðimaður, minkur, náttúruníðing- ur, óábyrgur o.fl. o.fl. Veldu bara. Og áfram heldur þú: „Og í hvorum flokknum, „magn“ eða „sport“, skyldu þeir nú vera sem teknir hafa verið við rjúpnaveiðar á sexhjólum, skjóta kýr og kálfa í staðinn fyrir hreintarfa og langar til að skjóta mik- ið „magn“ af hrossagaukum?“ Sex- hjól eru bönnuð við veiðar og þeir sem nota þau í slíkt eru lögbrjótar og eru ekki dæmigerðir veiðimenn frem- ur en ökuníðingar dæmigerðir öku- menn. Þegar þú byrjar að skjóta ein- göngu karra þá getur þú haft skoðun á því hvort kynið menn eigi að veiða í hinum og þessum stofnum. Enginn getur né hefur uppi áætl- anir um að skjóta mikið „magn“ af hrossagauk, það er einfaldlega ekki hægt og vitna ég þar í rit frá löndum þar sem mikið meira er af þeim fugli. Í gæsaveiðinni fer Skotvís fremst í flokki að hvetja til aðgátar og hófsemi enda þótt fuglafræðingar séu ekki með áhyggjur. Grágæs fer örlítið fækkandi og heiðagæsinni fjölgandi og er í MJÖG góðu standi. Ekki þarf því að hafa áhyggjur af þeim eins og rjúpunni. Það hef ég eftir þessum sömu fuglafræðingum að svartfugla- stofninn skipti milljónum og því get- um við sportveiðimenn engin skörð hoggið í þann stofn. Öfund segir þú. Já, ég öfunda fólk sem hefur áratugum saman lifað á okkur skattgreiðendum í formi styrkja og niðurgreiðslna og þarf ekkert að gera annað en væla nóg um fátækt og hungurmörk til að fá sam- úð hjá fólki sem ekki veit betur. Eða nei annars, ég held reyndar að ég öf- undi þig ekki, Indriði. Þú ert frægur, já, en ekki fyrir það að vera góður veiðimaður. Sýndu nú manndóm og biddu af- sökunar fyrir þinn þátt í hruni rjúpnastofnsins svo ég þurfi nú ekki að taka þig aftur á „hné mér“. Með fyrirfram þökk og virðingu fyrir heið- arlegum veiðimönnum. Til þín Indriði: Ég hlæ að þér. ÖRN JOHNSON, Háaleitisbraut 105. Til Indriða á Skjald- fönn – lokaorð Frá Erni Johnsen:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.