Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 53
Eva Cassidy – Imagine Enn staðfestist hversu mikils við fórum á mis að hafa ekki uppgötvað Evu Cassidy og söng- rödd hennar á með- an hún var lífs. Þeir sem ofurseldir eru þessari guðdómlegu röddu ættu ekki að vera sviknir af þessu nýjasta safni laga er hún skildi eftir sig, lög sem öll eru eftir aðra listamenn, sum hver þekkt, önnur minna þekkt en lítt síðri. Einn og sér gerir flutningur Cassidy á Fairport Convention-lag- inu „Who Knows Where The Time Goes“ gripinn eigulegan.  Richard Ashcroft – Human Condition Maður fer nú bara að hafa áhyggjur af and- legu ástandi Ash- crofts blessaðs því sjálfumgleðin og mikilmennskan virðist á góðri leið með að gera út af við hann. Í guðanna bænum hættið að segja manninum hvað hann er frábær! Hér plaga sömu mein og á síðustu plötu, óhóf í einu og öllu; útsetningum, hljóðfæra- leik og dramatík. Ljósu punktarnir þó fleiri en síðast, og þá í hófsömustu lögunum, „Buy it in Bottles“, „Science of Silence“ og „Lord I’ve Been Trying“.  Suede – A New Morning Suede er í ákveð- inni tilvistarkreppu. Síðasta platan Head Music var afleit í einu og öllu og Brett og félagar því fullkomlega meðvitaðir um að sú næsta yrði að ganga upp. Því miður virðist pressan hafa verið of mikil. A New Morning einkennist fyrst og fremst af óöryggi, ráðleysi og Brett virðist kominn í algjört þrot með við- fangsefni. En samt eru framfarirnar heilmiklar frá því síðast og lög eins eins og „Untitled“ og „... Morning“ eru listapopp.  Skarphéðinn Guðmundsson Erlend tónlist Michael Jackson fellir grímuna MYNDIR sem birst hafa af Michael Jackson þar sem hann var í rétt- arsal í Santa Maria í Kalíforníu á dögunum hafa vakið miklar um- ræður um útlit hans, einkum um það hvort hann hafi látið gera of margar lýtaaðgerðir á nefinu. Jackson mætti með skurðlækna- grímuna sína til réttarhaldanna en þegar hann tók hana niður að fyr- irskipan dómara blasti nef hans við og kliður fór um dómssalinn. „Nefið á honum er innfallnara en áður,“ segir Richard Fleming lýta- læknir í Beverly Hills. „Ég myndi ekki gera fleiri aðgerðir á nefi Michaels Jacksons,“ bætti hann við. Hann segir að eftir því sem aðgerð- unum fjölgi, þeim mun meira dragi úr blóðflæði til nefsins og hætta á örum og sýkingum aukist. Laurie Casas lýtalæknir í Chicago og varaformaður banda- ríska lýtalæknasambandsins segir að Jackson kunni að þjást af sjald- gæfri geðtruflun þar sem sjúkling- ar eru stöðugt óánægðir með ár- angur af lýtaaðgerðum. Hún sagði að það markmið Jacksons, að breyta flötu nefi sem einkennir svarta kynstofninn, í mjótt og beint nef sé ekki í samræmi við tískuna nú. „Á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum vildu allir fá hnífsodds- nef en nú vilja menn bara fá nef sem hæfir andlitinu,“ segir hún. Harvey Zarem, fyrrverandi yfir- lýtalæknir hjá Kalíforníuháskóla í Los Angeles, segist ekki í vafa um að Jackson hafi reynt að fá sér „hvítt“ nef, þ.e. framstæðara og mjórra: „Til að gera það þarf að setja brjósk, sílikon eða bein í nefið eins og tjaldsúlu. En þá er hætta á að þessi súla standi út.“ Michael Jackson lítur illa út um þessar mundir. Með innfallið og dautt nef Reuters FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 53 Rush – Vapor Trails Kanadíska rokk- sveitin Rush hefur verið að í meira en aldarfjórðung og hefur alla tíð haldið uppi góðum staðli þótt lágt hafi farið. Eftir að hafa far- ið nokkuð villur vegar á plötum eins og Presto (’89) og Roll The Bones (’91) hafa Rush-liðar verið að færa sig hægt og örugglega nær sjálfum sér ef svo mætti segja. Afraksturinn af því er hiklaust auðheyranlegastur hér; sannfærandi „framsækið“ rokk, uppfært fyrir nýjan áratug.  Nelly – Nellyville Nelly er kyndil- beri popprappsins um þessar mundir en Nellyville er einn af söluhæstu titlum ársins. Nelly er um margt skuggalegri en aðrir viðlíka listamenn sem koma upp í hugann (P. Diddy, Will Smith) jafnframt sem listræn inneign er heldur meiri. Á Nellyville, sem er önnur plata kapp- ans, lemur hann melódískt og fjörugt rappið inn af öryggi og platan rúllar ágætlega í gegn.  Bon Jovi – Bounce Jon Bon Jovi og kátir kappar hans leika skynsamlegan leik hér og gera ná- kvæmlega það sem þeir gera best. Mel- ódískt iðnaðarrokk, þar sem saman fara hetjulegir rokkarar og væmnar ballöður; þar sem umfjöllunarefnið er bandaríski draumurinn í sínum ýmsu myndum. Ekkert kemur á óvart en það væri líka stílbrot.  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.