Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.11.2002, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Mögnuð mynd sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Robin Williams aldrei betri" - USA Today Missið ekki af þessar Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. i i l i illi l i i - i i i Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. Sýnd kl. 4. með ísl. tali Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Allra s íðustu sýnin gar! DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.B. i. 16. 5, 7.30 og 10. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl RadíóX  ÓHT Rás 2 Á LAUGARDAGINN fór fram hnefaleikasýning í Laugardalshöll- inni. Það voru Sextándinn og BAG, boxklúbbur Hnefaleikafélags Reykjaness sem stóðu að sýning- unni. Þeir sem sýndu voru sex Ís- lendingar og sex Bandaríkjamenn og fóru leikar þannig að Ísland vann þrisvar en Bandaríkin þrisv- ar. Guðjón Vilhelm Sigurðsson er þjálfari hjá BAG. „Þetta tókst frá- bærlega,“ segir Guðjón og er auð- heyranlega hinn hressasti. „Þetta fór jafnvel og mann gat dreymt um. Það kom ekkert á eða neitt slíkt og þeir sem stóðu að þessu eiga heiður skilinn fyrir uppsetn- ingu sem var til hreinnar fyrir- myndar.“ Guðjón er stoltur af íslensku strákunum og segir þá hafa verið vel stemmda. „Við þessar aðstæður fengum við það besta úr þeim,“ segir hann og bætir við að hrifning þeirra yfir salnum hafi ekki leynt sér: „Að- búnaðurinn hreinlega kveikti í þeim og lyfti þeim upp á annað stig.“ Eðlilega var eitthvað um stress en eins og Guðjón lýsir þessu, þá voru sumir Íslendinganna að keppa opinberlega í fyrsta skipti. „Og það á þjóðarleikvanginum ef svo mætti segja. Með 2.000 öskrandi áhorfendur og í þokkabót í beinni útsendingu! Með þetta í huga stóðu þeir sig stórkostlega.“ Að mati Guðjóns gefur þetta tóninn fyrir framhaldið. „Það er bjart framundan ef við pössum okkur að halda þessum staðli. Það er mikilvægt að hugsa vel um strákana og geta boðið þeim upp á aðstæður sem þessar.“ Rúmlega 2.000 manns fylgdust með keppninni í Höllinni og var hún einnig sýnd beint á sjónvarps- stöðinni Sýn. Bjartir og box- andi Skúli „Tyson“ þiggur ráð frá Guðjóni Vilhelm Sigurðssyni. Allt á fullu! Hnefaleikasýningin í Laugardalshöll Ljósmynd/Árni Torfason Skúli „Tyson“ Vilbergsson sigraði John Jacobs frá Bandaríkjunum. UPPSELT er orðið í stúku á hljóm- leika bresku hljómsveitanna Coldplay og Ash sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 19. desember næstkomandi. Miðasala hófst í gær klukkan 10. Væn biðröð hafði myndast fyrir ut- an sölustaði þegar salan hófst og til marks um áhugann seldist upp í stúku á einum tveimur klukkutím- um. Síðla gærdags höfðu selst um 3.000 miðar en alls komast um 5.500 manns fyrir í Laugardalshöll. Að sögn Kára Sturlusonar, eins hljómleikahaldaranna, má gera ráð fyrir að miðarnir seljist upp í þessari viku. „Miðarnir hafa runnið út jafnt og þétt og það er nokkuð ljóst að Ís- lendingar ætla að taka Coldplay og Ash opnum örmum.“ Miðasala heldur áfram af fullum krafti í verslunum Skífunnar í Smáralind, Kringlunni og á Laugavegi. Coldplay og Ash í Laugardalshöll Morgunblaðið/Kristinn Biðraðir mynduðust á sölustöðum í gærmorgun, m.a. í Kringlunni. Uppselt í stúku ÞAÐ kemur ekki á óvart að önnur myndin um galdra- strákinn Harry Potter og ævintýri hans hafi ratað beint í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans. Myndin, sem nefnist Harry Potter og leyniklefinn og byggist á samnefndri sögu breska rithöfundarins J.K. Rowling, halaði inn 7,4 milljarða íslenskra króna þessa opnunarhelgi sem er ögn minna en fyrsta myndin gerði í fyrra (7,6 milljarðar). Þetta er þriðja arðbær- asta frumsýningarhelgi sögunnar en metið á Spiderman (9,7 milljarðar). Að sögn Dan Fellman, yfirmanns innlendrar dreifingar hjá Warner Bros í Bandaríkjunum, eiga þeir von á að myndin muni halda sér vel næstu vikurnar. Umsagnir hafi almennt ver- ið jákvæðar og aðsókn á myndina á laugardag og sunnudag var meiri en á fyrirrennarann. Vinna við þriðju mynd- ina, Harry Potter og fang- inn í Azkaban, er þegar hafin en hún á að koma út árið 2004. Það er hinn fremur lítt kunni mexíkóski leikstjóri Alfonso Cuaron sem mun leikstýra henni, en Chris Columbus, sem leik- stýrt hefur báðum Potter-myndunum til þessa, sest í sæti framleiðslustjóra. Harry Potter og leyniklefinn var frumsýnd í 3.682 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum en var einnig sýnd í 3.284 kvikmyndasölum víða um heim. Myndin setti þannig aðsóknarmet í Bretlandi og einnig var sett aðsókn- armet í Taívan, Filippseyjum og Mal- asíu. Fjöldi barna tók sér frí í skóla og mætti á sýningar klæddur eins og Harry Potter og vinir hans og langar biðraðir mynduðust víða. Dómar um myndina hafa allflestir verið jákvæðir og segja hana taka þeirri fyrri fram að gæðum. T.d. segir USA Today að myndin læsi áhorfend- ur í kröftugri galdri en sú er á undan kom og Roger Ebert, kunnasti gagn- rýnandi Bandaríkjanna, en hann skrifar fyrir Chicago Sun Times, seg- ir myndina afrakstur þess sem sett var upp í fyrri myndinni. Þeir lítt hrifnu segja nýju myndina endur- tekningarsama og Washington Post segir hana einfaldlega „Stóra, sljóa og tóma“. Þá er bara spurning hvort Bond gamli nær að hrekja stráklinginn Potter af stalli um næstu helgi …                                                                                   ! " #$ % &'   ( $ ) $             *+* ,+- ,.+, ,,+/ + 0+* 0+/ 0+/ +1 +0 *+* 2+0 +. ,/,+2 + ,11+2 .1+. -/+1 +2 ,+/ Efst í Bandaríkj- unum og aðsókn- armet í Bretlandi Harry Potter og leyniklefinn frumsýnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.