Morgunblaðið - 19.11.2002, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 55
Hverfisgötu 551 9000
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt
nokkurn tíman sjá
Gott popp styrkir
gott málefni
Sýnd kl. 10.10. B. i. 16.
1/2Kvikmyndir.com
USA Today
SV Mbl
DV
RadíóX
Stórskemmtileg
grínmynd frá
framleiðendum
The Truman
Show með
Óskarsverð-
launahafanum
Al Pacino í sínu
besta formi.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.
ÓHT Rás 2
Einn óvæntasti
spennutryllir ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.30 og 8. B. i. 16.
www.regnboginn.is
ENOUGH Anja og ViktorSýnd kl. 6.
Ótextuð.
Olsen Banden
Sýnd kl. 8.
Ótextuð.
Momans verden
Sýnd kl. 10.
Enskt tal ótextað.
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
Kvikmyndir.com
HK DV
SV Mbl
Sýnd kl. 10. B. i. 16. .
Þegar tveir ólíkir menn
deila getur allt gerst.
Stórbrotin og óvenjuleg spennumynd með
Samuel L. Jackson og Óskarsverðlaunahafanum, Ben Affleck.
Margir vilja meina að hér sé á ferðinni ein besta og eftirminnilegasta kvikmynd ársins.
Sjáið
Jackie Chan
í banastuði
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
www.laugarasbio.is
SV Mbl
RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
SK RadíóX
ÓHT Rás 2
ÍSLENSKT rapp slítur formlega
barnsskónum með þessu mjög svo
frambærilega verki þeirra Bents &
7Bergs. Nú er þetta orðið alvöru og
hægt að fara að
miða við það besta
sem gerist erlend-
is, séu menn í
skapi til þess.
Íslendingar hafa
með þessu verki
líka eignast fyrstu sprotaplötuna
(„offshoot“), líkt og tíðkast hjá
rapphópum eins og Wu Tang Clan
en Bent er einn Rottweilerhunda
eins og kunnugt er. Svalt.
Eitt sinn var mér sagt að íslensk-
ir rapparar kæmust hvorki lönd né
strönd ef þeir röppuðu ekki á ensku.
Hvílíkt kjaftæði! Undanfarið hafa
ungir listamenn á þessu sviði sann-
að að hið ylhýra, ástkæra er ekki
bara nothæft sem rappmál heldur
býður það upp á miklu fleiri og
skemmtilegri túlkunarmöguleika en
enskan. Íslendingar tala íslensku og
hvað er þá betra en að lýsa um-
hverfi og upplifunum en einmitt á
þeirri tungu sem þér er töm. Mun-
um fleyg orð þjóðskáldanna: „Ég
skildi, að orð er á Íslandi til um allt,
sem er hugsað á jörðu.“ (Einar B.)
og „Ástkæra ylhýra málið og allri
rödd fegra!“ (Jónas).
Mikið er það líka hressandi að
heyra texta sem fjalla um eitthvað.
Bent, 7Berg og gestir þeirra hér
yrkja á skemmtilegan og oft og tíð-
um eftirminnilegan hátt um dag-
legar upplifanir sínar og umhverfi,
hvort sem það er fyllerí, útilegur,
rappbransinn eða almennar vanga-
veltur um lífið og tilgang þess eða
tilgangsleysi.
Góða ferð tekst næsta fullkom-
lega að brúa bilið á milli þeirra sem
hafa einbeitt sér að æringjahætti og
vel útpældum dónaskap (XXX Rott-
weiler) og þeirra sem leggja fram-
sækið, djúpspakt rapp fyrir sig (Af-
kvæmi guðanna). Afraksturinn er
því fjölbreytt plata sem er þó síst
sundurlaus. Það sem einkennir plöt-
una helst er krafturinn og frískleik-
inn sem heldur dampi út í gegn og
Bent, 7Berg og félagar eru afar
öruggir á því sem þeir eru að gera
og því sem þeir vilja koma í gegn.
Hér er farið ansi víða um; heyra má
slagara („Má ég sparka“), ádeilur
(„Fíkniefnadjöfullinn), stuð/kæru-
leysi („Drykkja“), íhygli („Bls. 8“)
og lag sem nístir merg og bein, svo
sorgþrungið og svakalegt er það
(„Örorka“). Allt er þetta framreitt
af sama örygginu, sama metnaðin-
um.
Tónlistin, sem íslenskir hipp-
hopparar skeyta bakvið rímurnar,
hefur hingað til verið í aukahlut-
verki. Hér er svosem engin bylting í
þeim málum, þó margar glúrnar
lausnir skjóti upp kollinum. Flest
lögin eru þó góðu heilli grípandi og
melódísk, ekki bara heilalaus
„funky drummer“ taktur undir
píanóglingri eins og algengt er.
Rappið flæðir vel, eins vel og ís-
lenskan leyfir því a.m.k. (stundum
er farið með tuttugu stafa, fjögurra
atkvæða orð á 10 sekúndubrotum).
Bent er sérstaklega eftirtektarverð-
ur, stíll hans er athyglisverð blanda
af rappi og söng og skapar þetta
honum sérstöðu um leið og þetta
lífgar ávallt upp á þau lög sem hann
lætur að sér kveða í.
Hönnun og umbúðir eru glæsi-
legar og góður fengur er að text-
unum sem fylgja með. Í raun má
segja að vandað sé til verka, í nær
öllu sem viðkemur þessari útgáfu.
Hreint út sagt frábær plata, sem
setur nýja staðla fyrir íslenskt rapp.
Góða ferð!
Tónlist
Staf eftir
staf, blað
eftir blað
Bent & 7Berg
Góða ferð
Hitt/Edda
Góða ferð er fyrsta plata Bents og 7Berg.
Lög eftir Tryggva, Nec, Palla Pth, DJ
Gummo, Gulla og Sadjei. Textar eftir
Bent og 7Berg en auk þess eiga Dóri
DNA, Class B, Offbeat og Eyedea inn-
slög. Gunnlaugur Már Pétursson leikur á
gítar og Frosti Klink leikur á trommur.
Plötuklór eftir DJ Paranoya. Upp-
tökustjórn, hljóðblöndun og hljómjöfnun
var í höndum Finns Hákonarsonar. Palli
Pth og Sadjei stjórnuðu þó upptökum á
sínu laginu hvor og Fiat og Sadjei hljóð-
blönduðu einnig sitt lagið hvor. Fiat end-
urútsetti þá eitt lag.
Arnar Eggert Thoroddsen
alltaf á föstudögum