Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 19.11.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMKVÆMT samningum sem nú hafa verið gerðir um sölu á salt- síld lækkaði verð á henni að jafn- aði um 10% frá því á síðasta ári. Útflutningsverðmæti saltsíldar var á síðasta ári um 940 milljónir króna. Miðað við að sama magn verði flutt út á yfirstandandi ári má ætla að verðmætatapið nemi nærri 100 milljónum króna. Á fyrstu 9 mánuðum ársins 2002 er búið að flytja út saltsíld fyrir um 793 milljónir króna. Þrátt fyrir þokkalega spurn eft- ir saltsíld á mörkuðum hefur verð lækkað nokkuð frá því á síðasta ári. SÍF hefur nú samið um sölu á um 55 þúsund tunnum af saltsíld. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar hjá SÍF orsakast verðlækkunin einkum af nokkuð breyttum að- stæðum í Noregi. Þar séu nú tölu- verðar birgðir af freðsíld, auk þess sem hráefnisverð til vinnslunnar hafi lækkað og stærðarflokkum verið breytt sem hafi bein áhrif á saltsíldarframleiðslu hér á landi. Þá hafi léleg síldveiði hér við land gert það að verkum að kaupendur séu nú varkárir gagnvart Íslend- ingum, enda óvíst að takist að framleiða upp í gerða samninga. Á síðasta ári hafi til að mynda ekki náðst að framleiða upp í nema 70% af því sem samið var um. Umbjóðendur SÍF hafa þegar saltað síld í um 25 þúsund tunnur það sem af er þessu ári og hafa aldrei saltað jafnlítið miðað við árstíma frá árinu 1980, að sögn Kristjáns. 100 milljónum minna fyrir síld    !  :  ;  < -  : ,    5  OP53<  ?  C? ( +   Um 10% verðlækkun/14 NORSKA flugfélagið Braathens, sem hefur frá ársbyrjun verið í eigu SAS, hefur óskað eftir því að fá fleiri íslenska flugvirkja til starfa, að því er fram kemur á vef Flug- virkjafélags Íslands, flug.is. Fyrr á þessu ári fóru sjö Íslendingar til Noregs að tilstuðlan félagsins. Komu þá fulltrúar Braathens til landsins og völdu úr hópi um- sækjenda. Haft er eftir einum Íslendinganna, Davíð Aroni Guðnasyni, að til standi að ráða fleiri flugvirkja hjá Braathens strax eftir áramót og að íslenskir starfskraftar séu þar ofar- lega á óskalistanum. Aðallega er verið að leita eftir flugvirkjum með sveinspróf og réttindi en ekki er talið útilokað að ráðnir verði menn nýkomnir úr skóla og með litla sem enga reynslu. Morgunblaðið/Þorkell Braathens vill fleiri flugvirkja KVIKMYNDAUNNENDUR í miðborg Reykjavíkur þurfa ekki að óttast að síðasta vígi þeirra, Regnboginn, falli því breytingar standa yfir á bíóinu, sem miðast að því að færa það í nútímalegra horf og þægilegra. Sölunum fjórum verður breytt og anddyr- ið fær andlitslyftingu. „Fyrst og fremst verður skipt um öll sæti og sett eins sæti og í Smárabíói,“ segir Karl Schiöth, dreifingarstjóri kvikmynda hjá Norðurljósum. Betri sæti Hægt er að halla nýju sæt- unum aftur og jafnframt verður bilið milli sætaraðanna breikkað í 110 sentimetra líkt og í Smár- anum, að sögn Karls. Einnig verður skipt um veggklæðning- ar og sýningartjöld og komið er Dolby Digital-hljóðkerfi í alla sali. Sætum fækkar talsvert. „Eins og í sal eitt erum við að fækka um rúmlega 100 sæti, sem fer beint í aukin þægindi. Fyrsti bekkur verður hvergi eins framarlega og var. Ég held að það verði gott að sitja í öllum sætum,“ segir Karl og bætir því við að Regnboginn sé aldeilis ekki á leið úr miðbænum. Breytingum er lokið á sal fjögur og er hann kominn í gagnið. „Hann var opnaður á miðvikudaginn. Salur eitt er hins vegar lokaður núna en verður opnaður aftur þegar nýja James Bond-myndin verður frumsýnd 29. nóvember,“ segir Karl og bætir við að þá verði breytingum í anddyri einnig lok- ið. Um miðjan desember verður síðan vinnu við sali tvö og þrjú lokið. Regnbog- inn verður áfram á sínum stað ÞAÐ var handagangur í öskjunni þegar þeir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari árituðu geislaplötuna sína „Uppáhalds- lögin“ eftir útgáfutónleika sem þeir héldu í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi fyrir troðfullum sal. Á diskinum eru lög sem Jónas og Kristinn hafa flutt á tónleikum í gegnum árin en Kristinn segir að þeir félagar hafi byrjað að vinna saman fyrir um tuttugu árum. „Við erum orðnir eins og fimm- tug hjón,“ segir hann og hlær. „Við höfum unnið vel saman og það hefur aldrei borið neinn skugga á það samstarf.“ Kristinn segir að tónleikarnir hafi gengið að óskum og áhorf- endur hafi tekið tónlistinni vel. „Það er voða gaman að geta sung- ið þessi lög hér heima. Þetta er fólkið mitt, það er allt að því fjöl- skyldustemmning þegar maður syngur hér heima,“ segir Krist- inn. Hann hefur í nógu að snúast um þessar mundir og segir hann því miður ekki tíma fyrir aðra tón- leika til að kynna Uppáhaldslög. Kristinn syngur um þessar mundir í Meistarasöngvurunum frá Nürnberg í Konunglegu óp- erunni í Covent Garden í Bret- landi og hlutverk Don Basilos í Rakaranum í Sevilla í Íslensku óp- erunni. Morgunblaðið/Golli Kristinn segir þá félaga vera orðna eins og fimmtug hjón eftir tuttugu ára samstarf í tónlistinni. Allt að því fjölskyldustemmn- ing að syngja hér heima FORSALA hefst á föstudaginn á heimsfrumsýningu Turnanna tveggja, annarrar myndarnnar, sem gerð er eftir Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens. Myndin verður for- sýnd í fimm kvikmyndahúsum í Reykjavík og á Akureyri, Laug- arásbíói, Smárabíói, Regnboganum, Kringlubíói og Borgarbíói, miðviku- daginn 18. desember klukkan 20. Er það sami dagur og hún verður frum- sýnd í Bandaríkjunum. Þetta er helsta tækifæri aðdáenda Fróða og félaga til að sjá Turnana tvo fyrir jól en myndin verður frum- sýnd annan í jólum. Turnarnir forsýndir  Hringadróttinssaga/57 GUÐJÓN Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sagt sig úr uppstillingarnefnd Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi þar sem hann kemur, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, til greina í eitt af efstu sætum listans í kjör- dæminu. Uppstillingarnefndin á að skila tillögum sínum til kjördæmis- ráðs flokksins laugardaginn 30. nóv- ember. Um tuttugu manns taka þátt í að velja á lista flokksins í hinu nýja Suð- urkjördæmi, sem er samansett úr gamla Suðurlandskjördæminu, hluta af Reykjaneskjördæmi og hluta af Austurlandskjördæmi. Árni Johnsen hefur til margra ára verið fulltrúi Vestmannaeyinga á þingi og hafa Eyjamenn gert kröfu til þess að eiga fulltrúa ofarlega á framboðslistanum. Uppstillingarnefnd fundaði á Kirkjubæjarklaustri á laugardaginn var og mun nefndin halda störfum sínum áfram í Þorlákshöfn næsta laugardag. Nefndin skilar kjördæm- isráði tillögu að framboðslista í fé- lagsheimilinu Stapa í Njarðvík 30. nóvember næstkomandi. Þar mun kjördæmisráð, sem á annað hundrað manns eiga sæti í, greiða atkvæði um tillögur nefndarinnar. Guðjón kemur til greina í eitt af efstu sætum D-listans Segir sig úr upp- stillingarnefnd GUÐNI Boltonsson er heitið á nýju mynd- bandi sem gert hefur verið um Guðna Bergsson, fyrirliða enska knattspyrnuliðs- ins Bolton Wanderers. Myndbandið, sem er 80 mínútna langt, verður frumsýnt í hátíð- arsal á Reebok-leikvanginum í Bolton í kvöld. Aðgangseyririnn, sex pund eða um 800 krónur, rennur til góðgerðarstarfsemi. Peter Smith, kynnir hjá sjónvarpsstöð Bolton Wanderers, Touchline TV, hefur unnið að gerð myndarinnar síðan í apríl. Hann segir í samtali á heimasíðu félagsins að margt forvitnilegt sé að finna í mynd- inni, meðal annars magnað mark sem Guðni hafi skorað meðan hann lék á Ís- landi. „Það hafa fáir knattspyrnumenn í dag leikið í átta ár með sama félaginu. Guðni er nútíma goðsögn hjá Bolton og við töldum að það væri svo sannarlega þess virði að gera þetta myndband. Við vildum framleiða eitthvað alveg sérstakt í vetur og nú geta stuðningsmenn Bolton eignast magnaða heimild um þennan frábæra leik- mann,“ segir Smith. „Guðni Bolt- onsson“ frum- sýnd í kvöld ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.