Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TEKJUTAP VEGNA EHF. Sveitarfélögin í landinu tapa út- svarstekjum vegna mikillar fjölg- unar einkahlutafélaga, að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, for- manns Sambands íslenzkra sveit- arfélaga. Telur hann að tekjurnar muni dragast saman um allt að einn milljarð á þessu ári frá því í fyrra. Um síðustu áramót voru reglur um einkahlutafélög rýmk- aðar og tekjuskattur á þau lækk- aður. Fornleifafundur í Höfnum Fundnar eru minjar sem taldar eru vera frá landnámsöld, skammt frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, að öllum líkindum skáli og útihús. Forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, Bjarni F. Ein- arsson, telur ekki fráleitt að fund- inn sé bústaður Herjólfs Bárð- arsonar landnámsmanns, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar. Umskipti í S-Ameríku Í hverju Suður-Ameríkulandinu á fætur öðru hafa kjósendur nú komið til valda pólitískum utan- garðsmönnum, í þeirri von að þeir muni standa sig betur en rót- grónar valdastéttir í að bæta bág lífskjör almúgans. Ný heimildamynd Enn fjölgar athyglisverðum nýj- um íslenzkum heimildamyndum og verður sú nýjasta, Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson, forsýnd 12. des- ember og frumsýnd hinn 13. Í myndinni er myndavélinni beint að fastagestum skiptistöðvarinnar á Hlemmi. Sunnudagur 1. desember 2002 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.633  Innlit 14.081  Flettingar 60.243  Heimild: Samræmd vefmæling Droplaugarstaðir Hjúkrunardeildarstjóri Hjúkrunardeildarstjóri óskast á hjúkrunar- heimilið Droplaugarstaði, Snorrabraut 58 frá 1. mars 2003. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2002. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Bernhöft, forstöðumaður og Ingibjörg Þórisdóttir, deildarstjóri í síma 552 5811. Netföng: ingibjorgb@fel.rvk.is, ingibjorgth@fel.rvk.is . Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Leikskólastjóri Auglýst er eftir leikskólastjóra við Hólabæ, leik- skólann á Reykhólum. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst eða fljótlega á nýju ári. Upplýsingar veitir Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri í síma 434 7880 eða 434 7989 Fjölbreytt nám fer fram innan veggja verk- menntaskólanna sem gefur ýmsa áhugaverða möguleika. Þróunin hef- ur verið sú að nemum í hinum hefðbundnu iðn- greinum er að fækka en fjölga í öðrum greinum sem kenndar eru innan skólanna. Hildur Ein- arsdóttir kannaði hvað er að gerast í iðn- fræðslumálum en ým- islegt bendir til þess að í framtíðinni muni verða aukin ásókn í hagnýtara og styttra nám. / 2 Morgunblaðið/Hermann Jóhannesson Verknám á krossgötum ferðalögEyjan Capri sælkerarAsískt á aðventu börn Jól með Jóhönnu bíó James Bond Heimur Bjarkar Í leit að tónlistarlegum þroska Baráttan við hrörnunar- sjúkdóminn Alzheimer Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 1. desember 2002 Yf ir l i t Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá Pennanum-Eymunds- syni. Blaðinu er dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Hugvekja 45 Listir 28/30 Myndasögur 46 Af listum 28 Bréf 46/47 Birna Anna 28 Dagbók 48/49 Hugsað upphátt 27 Krossgáta 51 Forystugrein 32 Leikhús 52 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 52/61 Skoðun 34/35 Bíó 58/61 Minningar 39/42 Sjónvarp 50/62 Kirkjustarf 43 Veður 63 * * * YFIRBORÐ Lagarfljóts var 22,99 metra hátt yfir sjávarmáli á há- degi í gærdag að því er fram kom á vefmæli Orkustofnunar. Vatns- borð fljótsins hefur ekki verið hærra frá því mælingar hófust en það fór hæst í 22,95 m í miklum flóðum í október sl. Vatn flæddi í gærdag víða yfir vegi. Vatn lá á Lagarfljótsbrúnni og þjóðveg- urinn austan brúarinnar var hálf- ur á kafi og hamlaði það umferð. Auk þess voru skemmdir á vegum um allt Hérað og víðar á Austur- landi. Áætlunarvél Flugfélags Íslands lenti á Egilsstaðaflugvelli skömmu fyrir hádegi í gær, þrátt fyrir að vatn væri komið tvo og hálfan metra inn á flugbrautina báðum megin. Farþegar voru fluttir með rútu upp að flugstöð- inni þar sem flughlaðið fyrir framan bygginguna var á kafi. Vegurinn sem liggur meðfram Leginum inn að Hallormsstað var lokaður því það flæddi yfir hann á um 50 metra kafla. Lögreglan á Egilsstöðum sagði í gær að vegurinn til móts við bæ- inn Strönd inni í Fljótsdal væri einungis fær vel búnum jeppa- bifreiðum vegna vatnselgs. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Flugvallarstarfsmenn kanna vatnsborðið í hádeginu. Vatnið náði þá um 2,5 m inn á flugbrautina báðum megin. Yfirborð Lagarfljóts í hámarki Allt að eins metra djúpt vatn yfir vegum á köflum HJALLASTEFNAN ehf. hefur sótt um að reka grunnskóla á Garðaholti í Garðabæ fyrir 5–9 ára börn. Fyrirtækið rekur nú þegar stærsta leikskólann í bænum auk annars í Hafnarfirði. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garða- bæjar, segist vita til þess að margir foreldrar séu áhugasamir um að börnin þeirra geti haldið áfram í skóla á vegum Hjallastefnunnar. „Erindið verður tekið til umfjöll- unar í næstu viku og mér finnst spennandi að sjá hvort ekki sé for- senda fyrir því að Garðabær taki þátt í því að koma nýjum einka- reknum grunnskóla á laggirnar.“ Margrét Pála Ólafsdóttir, eigandi fyrirtækisins Hjallastefnunnar, seg- ir að þegar hafi verið sótt um lóð í Hafnarfirði við hlið leikskólans Hjalla til að byggja slíkan grunn- skóla og að sú umsókn sé í vinnu- ferli hjá Hafnarfjarðarbæ. „Viðtök- ur eru afar jákvæðar en ljóst að það mun taka talsverðan tíma að vinna það mál til enda. Við höfum hins vegar verið að leita í á annað ár að leiguhúsnæði til þess að hefja grunnskólastarf og byrja að þróa hugmyndir okkar, sem við höfum unnið með í leikskólastarfi með góðum árangri, áður en kæmi til varanlegra bygginga.“ Börn af leikskólunum Ásum í Garðabæ og Hjalla í Hafnarfirði sem Hjallastefnan rekur, myndu hafa forgang um skólavist en jafn- framt gætu önnur börn sótt um skólavist ef rými leyfði, að sögn Margrétar Pálu. Óskir frá foreldrum „Það er ekki síst að ósk foreldra að við reynum að þróa aðferðirnar áfram upp á grunnskólastig,“ segir Margrét Pála, en aðferðirnar lúta m.a. að jafnréttisáherslum í kynja- skiptu skólastarfi, umbúðalausri kennslu og sérstökum viðhorfum og aðferðum í umhverfi, búnaði og samskipta- og hegðunarkennslu. Margrét Pála segir að hugmynd- in sé sú að reka grunnskóla upp að níu ára aldri. „Í dag eru þrettán leikskólar í landinu sem starfa eftir Hjallastefnunni, en hvað tilraun á grunnskólastigi á eftir að sýna í framtíðinni er auðvitað óvíst. Verið getur að við eigum t.d. eftir að halda úti fleiri en einum tilrauna- skóla af þessari gerð. En okkar kappsmál er að komast af stað og geta byrjað að bjóða börnum og foreldrum upp á þennan valkost hið fyrsta. Okkar reynsla er sú að best sé að byrja smátt og fá að vaxa upp.“ Hjallastefnan ehf. óskar eftir viðræðum við Garðabæ um leiguhúsnæði Vilja setja á stofn einka- rekinn grunnskóla GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að hækkun áfengis- og tóbaks- gjalds sé eðlileg tekjuöflun við núver- andi aðstæður í ríkisfjármálum. Afla þurfi tekna til að standa undir nýjum útgjöldum. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á þessari ákvörðun. Verkalýðsforyst- an geti ekki gert kröfu til þess að fá að vera allaf með í ráðum. Hann bendir á að tóbaksgjald hafi ekki breyst í mörg ár, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur og óskir þar að lút- andi frá ýmsum aðilum í heilbrigðis- geiranum. Áfengisgjald á sterkum vínum hækki en sé óbreytt af léttvíni og bjór. Gjaldið af bjórnum hafi verið óbreytt frá 1995 og hafi lækkað af léttvíni með breytingum sem Geir segist hafa beitt sér fyrir árið 1998. „Það er ekki með nokkrum hætti hægt að finna að hækkun sem þess- ari. Ef eitthvað er ætti hún að styrkja veitingastaðina sem selja léttvín og bjór. Gagnrýni þeirra er því mjög furðuleg,“ segir Geir. Um áhrif hækkana á vísitöluna bendir ráðherra á að þau séu innan við 0,3% en muni fjara út í þróun verðbólgunnar í heild. „Vísitala neysluverðs mun á árinu 2002 hækka um á bilinu 1,7 til 1,9%, miðað við spár helstu sérfræðinga. Þess vegna hefur þessi breyting lítil sem engin áhrif og við erum vel innan við okkar verð- bólgumarkmið. Fólk sem heldur því fram að ekki megi hækka þessa hluti, verður aðeins að athuga sinn gang. Hvar vilja menn afla teknanna?“ Fjármálaráðherra svarar gagnrýni Hækkanirnar eðli- leg tekjuöflun Þrír farþeg- ar voru ekki í bílbelti FJÓRTÁN ára stúlku sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Holtavörðu- heiði í fyrrakvöld er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Land- spítalans. Hún gekkst undir aðgerð í fyrrinótt. Að sögn Hannesar Leifssonar, varðstjóra lögreglunnar á Hólma- vík, bendir frumrannsókn til þess að ökumaður og farþegi í framsæti hafi verið í bílbelti en enginn far- þeganna í aftursæti var með beltin spennt. Stúlkan kastaðist út úr bílnum þegar hann valt og hlaut al- varlega áverka þegar hún skall í grjót við vegkantinn. Aðrir farþeg- ar voru meira eða minna slasaðir og voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Allir í bílnum voru á aldrinum 14–17 ára. Hálkublettir voru víða á Holta- vörðuheiði í fyrrakvöld og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum á einum slíkum. Bíllinn valt utan vegar og hafnaði á hvolfi. Hann er gjörónýtur. ♦ ♦ ♦ OLÍUFÉLAGIÐ lækkar í dag bens- ínlítrann um kr. 1,70. Lítrinn af gas- olíu, dísilolíu, flotaolíu og svartolíu lækkar um 0,50 krónur. Mun lítri af 95 oktana bensíni kosta 96,30 kr. Bensínlítr- inn lækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.