Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 33 reynda verður að taka tillit en fram að þessu hef- ur þjóðin sýnt samstöðu um að að halda uppi mjög fjölbreyttu starfi í HÍ sem hefur um leið burði til að vera grunnur alls atvinnulífs, fræða- starfs og rannsókna í landinu. Litið hefur verið á fjölbreytnina sem lið í að tryggja sjálfstæði þjóð- arinnar og þar af leiðandi hafa fæstir séð hags- munum okkar í þessum efnum betur borgið með því að íslenskir námsmenn hverfi annað til að leggja stund á nám í fjölda greina sem telja mætti að svaraði ekki fjárhagslegum kostnaði að kenna hér. Jöfnun aðstöðu og skólagjöld Í viðtali við Pál Skúla- son, sem birtist hér í blaðinu hinn 21. nóv- ember síðastliðinn, skýrir hann nokkuð ítarlega þær forsendur er lágu til grundvallar tillögum þeim er hann sendi menntamalaráðherra fyrr í mánuðinum og greint var frá hér að ofan. Þar kom m.a. fram að á hinum Norðurlöndunum geti „einkaskólarnir valið á milli þess að vera kostaðir alfarið af einkaaðilum og innheimt þau skólagjöld sem þeir kjósa, eða að fá framlög frá ríkinu með sama hætti og ríkisháskólar en þá mega þeir ekki inn- heimta hærri gjöld af nemendum sínum en rík- isháskólarnir hafa heimild til“, að sögn Páls. Eins og Páll hefur bent á geta einkaskólar hér á landi innheimt skólagjöld af nemendum sínum, umfram það sem ríkisháskólum er heimilt að gera, þótt þeir fái sömu framlög frá ríkinu og HÍ. Hann hefur því nokkuð til síns máls þegar hann segir HÍ og aðra háskóla í eigu ríkisins búa við „svo erfiða stöðu að þeir geti alls ekki sætt sig við það“, í það minnsta á meðan þeim er fyr- irmunað að innheimta skólagjöld eins og einka- skólarnir. Ef þær fjárveitingar sem HÍ fær frá ríkinu duga ekki til að skólinn standi undir nafni og sé samkeppnisfær við einkarekna háskóla hér á landi, hvað þá erlenda háskóla, er ljóst að eitt- hvað verður að taka til bragðs. Þar sem stjórn- völd hafa tekið ákvörðun um annars konar stefnumótun en Páll vísaði til í nágrannlönd- unum er ekki nema eðlilegt að ríkisreknum há- skólum sé í framhaldi af því gert kleift að inn- heimta skólagjöld til að afla sér aukinna tekna eins og áður hefur verið bent á í ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins. Þar með yrði þessi að- stöðumunur háskólanna jafnaður. Aðstaða nem- enda yrði einnig eins, sama við hvað háskóla þeir stunda nám, þar sem námslán eru veitt fyrir skólagjöldum. Að auki eru öllum skólum að sjálfsögðu ýmsar aðrar leiðir færar við öflun tekna úr atvinnulíf- inu eða frá öðrum aðilum, en Reykjavíkurborg afhenti til að mynda HÍ sextíu og tveggja millj- óna króna fjárframlag árið 2000, en það var liður í samkomulagi Reykjavíkur, Háskólans og Ís- lenskrar erfðagreiningar. Ef marka má skoð- anakönnun sem sagt var frá hér í blaðinu í byrj- un þessa árs og framkvæmd var af Samtökum atvinnulífsins að beiðni Stúdentaráðs HÍ, hefur mikill þorri fyrirtækja, eða um 77% þeirra, áhuga á að auka framlög sín til menntunar og rannsókna að því gefnu að skattafrádráttur vegna slíkra framlaga verði aukinn. Það má því ætla að ýmis sóknarfæri séu í sjónmáli fyrir metnaðarfullar háskólastofnanir þegar að því kemur að afla fjármagns til framtíðaruppbygg- ingar þeirra, enda eru menntamál ekki hvað síst hagsmunamál atvinnulífsins. Áhrif nýju háskólanna Tilkoma og efling nýrra háskóla á und- anförnum árum hefur án efa haft mjög já- kvæð áhrif á íslenskt þjóðlíf sem einnig geta komið Háskóla Íslands til góða. Þær góðu und- irtektir sem nemendur hafa sýnt Viðskiptahá- skólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík hafa t.d. komið því til leiðar að samkeppni og að- hald hefur aukist á því sviði menntunar, enda greiða nemendur tæpast skólagjöld fyrir nám nema það standi undir kröfum þeirra. Stofnun Listaháskóla Íslands hefur einnig haft töluverð áhrif á viðhorf til lista og menning- ar í samfélaginu og mun án efa geta orðið stefnu- mótandi afl í menningarlífi landsmanna þegar vægi þessara greina sem frumkrafts í hug- myndavinnu á ýmsum sviðum þjóðlífsins kemur betur í ljós. Möguleikar á samstarfi Listaháskól- ans við aðrar háskólastofnanir, svo sem Kenn- araháskólann, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, blasa við og hafa í sumum tilfellum þegar verið nýttir með afar jákvæðum hætti. Einnig er ljóst að háskólastarf á landsbyggð- inni hefur valdið straumhvörfum í byggðaþróun. Háskólinn á Akureyri hefur verið ómetanleg lyftistöng á Eyjafjarðarsvæðinu, í kringum Landbúnaðarháskólann Hvanneyri hefur skap- ast blómleg starfsemi sem nú spannar ekki ein- ungis hefðbundið nám í búvísindum heldur einn- ig nám á sviði náttúruvísinda og umhverfismála. Það sama á við háskólastarf á Bifröst, en í blaðinu í gær, föstudag, var einmitt sagt frá þeirri miklu og hröðu uppbyggingu sem þar hef- ur átt sér stað að undanförnu. Allir þessir skólar eru atvinnuskapandi á stöðum þar sem atvinnu- möguleikar voru áður fábreyttir eða litlir auk þess að skila vitanlega margvíslegum öðrum ávinningi í samfélagslegum skilningi. Framtíðarsýn Ef metnaðarfullt starf rannsóknarháskóla á að eiga framtíð fyrir sér á Íslandi verður að leysa þann ágreining sem nú hefur orðið í háskólasamfélaginu. Einn liður í því er endurskoðun á stöðu og hlutverki elsta há- skólans, Háskóla Íslands, miðað við það breytta umhverfi sem orðið hefur til á fáeinum árum. Enginn vafi leikur á því að allir háskólar á Ís- landi þurfa að vera samkeppnisfærir um hæf- ustu kennarana og bestu nemendurna, ekki ein- ungis innbyrðis heldur einnig með tilliti til útlanda, og til þess þarf umtalsvert fjármagn. Í heild snýst málið um sveigjanleika og aðlögunar- hæfni þessara stofnana, ekki síst nauðsynlega endurnýjun mannafla innan hverrar stofnunar fyrir sig, og aðstöðu nemenda og kennara til að sinna starfi sínu og rannsóknum – því af þeim þáttum ráðast gæði námsins. Það er t.d. ekki nóg að setja á stofn meistara- og doktorsnám á ýmsum sviðum til að skóli telj- ist fullburða rannsóknarháskóli. Framhaldsnám á háskólastigi þarf að vera mjög metnaðarfullt ef það á að standast samanburð við það sem boðið er upp á í góðum háskólum erlendis. Því hefur áður verið haldið fram í ritstjórnargrein í Morg- unblaðinu að ekki sé viðunandi að samtvinna BA- og MA-námskeið til að hysja nám upp á MA-stig eins og dæmi eru um við HÍ, þar sem nauðsynlegt er að sníða námsefni hvers náms- stigs fyrir sig að sértækum þörfum nemenda á ólíkum stigum. Fjölbreytt framboð námskeiða í meistarnámi hverrar greinar er einnig mikil- vægt því einungis þannig er tryggt að hver og einn námsmaður geti mótað sitt rannsóknar- eða sérsvið með markvissum hætti eftir að grunn- námi lýkur. Sú umræða sem nú á sér stað í þjóðfélaginu um hlutverk og skyldur háskóla er löngu tíma- bær. Háskóli Íslands hefur brugðist við þeim þrengingum sem hann er í með því að gera kröfu um breytingar. Þótt þær breytingatillögur hafi ekki fengið hljómgrunn er ljóst að það er ekki nema æskilegt að sem flestar skoðanir séu viðr- aðar um þennan mikilvæga málaflokk, þannig að hægt sé að tryggja þeim stofnunum sem reknar eru fyrir almannafé verðugt hlutverk í samfélag- inu í takt við þá samfélagsmynd sem þær þjóna. Morgunblaðið/Sverrir Í fótbolta við Austurbæjarskóla. Vegna þessa fjöl- breytta náms- framboðs er staða HÍ nokkuð ólík stöðu annarra há- skóla á Íslandi, enda kostnaður í fámenn- um deildum umtals- vert meiri en í þeim fjölmennu. Þrátt fyrir það er ljóst að fæstir myndu vilja leggja þessar náms- brautir niður; þær eru mikilvægur þáttur í þeim sígilda grunni sem er kjöl- festan í starfi góðra alhliða háskóla um heim allan. Laugardagur 30. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.