Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un félagsvist kl. 14, á þrið. samsöngur kl. 14. Jólahlaðborð laug. 6.des. Sækið miða fyrir 5. des. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13–16.30 opin smíða- stofa/útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 bútasaum- ur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur.Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Mán: Kl. 16 leik- fimi. Fim: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laug: kl. 10–12 bókband, línu- dans kl. 11. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á morgun kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan opin á morg- un kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framh. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Á morgun Kl. 9–16 handavinnustofan opin, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11..30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið Furugerði 1. Aðventuskemmtun 5.des. kl. 20. Furugerð- iskórinn syngur, jóla- saga, söngur, jóla- hugvekja. Veitingar. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14, hárgreiðslustofan opin 9–14. Jólahlaðborð föst. 6. des. kl. 18:30. Kyn- slóðir mætast 19. des. á jólaballi. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ferð á Nesja- velli 10. des. 2. des. er Lyfja með mælingar og ráðgjöf allan daginn í Fé- lagsmiðstöð aldraðra í Kirkjuhvoli kl. 9.30, 10.15 og 11.10. Leikfimi kl. 12.30. Leirmótun og spænska kl. 16. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Mánud: Púttað í Hraunseli kl. 10. Tréskurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag: Handavinna kl. 13.30, brids kl. 13.30, púttað kl. 13-16. Uppl. í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20.00 Caprói- tríó leikur. Ath. við opnum kaffistof- una aftur á morgun mán. 2. des. kl. 10. Mán: Brids kl. 13. Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18. Danskennsla Sigvalda framh.kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. Þrið: Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Jólafagnaður í Ás- garði Glæsibæ mið. 4. des. kl. 20. Skráning á skrifstofu félagsins Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.30 sund og leikfimiæf- inga rí Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur op- inn. Kl. 15.15 dans hjá Sig- valda. Föst. 6. des. dans- leikur. Hljómsveit Hjör- dísar Geirs. Húsið opnað kl. 19.30. Allar uppl. í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 9– 17, kl. 10.45, hæg leikfimi (stólaleikfimi), kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postlínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 9 og 10 jóga, kl. 13 spilað, kl 13.30 ganga, fótaaðgerðir. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi. Fim: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfs- stöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatns- leikfimi í Grafarvogslaug á þrið. kl. 9.45 og föst. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10–11 ganga, kl. 9– 15 fótaaðgerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handavinnustofa. Jóla- matur og skemmtun föst. 6. des. kl. 18. Guðrún Þórisdóttir flytur jóla- hugvekju. Kór Vest- urgötu syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. María Jónsdóttir kemur frá Söngskóla Reykjavíkur og syngur við undirleik Elínar Guðmundsdóttur. Húsið opnað kl. 17.30. Nánari uppl. í síma 568 6960. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálning, kl 9.15–15.30 alm. handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.10.30–11.30 jóga, kl.12.15–13.15 danskennsla, kl.13–16 kóræfing. Mán: 2.des. kl. 13:30-14 verður Landsbanki Ís- lands með almenna bankaþjónustu. Lyf og heilsa verður með lyfja- ráðgjöf og lyfjaskömmt- un kl.13. Jólafagnaður fim. 5.des., húsið opnað kl. 17. Skemmtiatriði, hugvekja. Þjónustu- miðstöðin verður lokuð frá kl.13 vegna undirbún- ings jólafagnaðar. Uppl. og skráning í síma 562 7077. Vinsamlegast sækið aðgöngumiðana fyrir 3.des. Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fóta- aðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, glerbræðsla og spilað. Aðventu- og jólakvöld 5. des. kl. 17.45. Uppl. og skráning í síma 561 0300. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Brids að Gullsmára 13 mán. og fim. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suð- urnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudagkvöld kl. 20. Kvenfélag Hrund. Jóla- fundur félagsins verður mán. 2. des. kl. 20 að Hjallahrauni 8. Hátíð- ardagskrá og veitingar. SVDK Hraunprýði, Hafnarfirði. Jólafundur í Skútinni þri. 10. des. kl. 19. Miðar seldir í Firð- inum 5. og 6. des. kl. 14- 18. Mætum allar og tök- um með okkur gesti. Kvenfélag Garðabæjar. Jólafundur verður á Garðaholti þri. 3. des. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Jólafundur félagsins er á morgun, 2. des. kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Munið jólapakka og málshætti. Kvenfélags Hafnarfjarð- arkirkju. Jólafundur í dag, 1. des., í safn- aðarheimili kirkjunnar, Hásölum. Kvenfélag Seljasóknar heldur jólafundinn þrið. 3. des kl.19:30. Munið eftir jólapakkanum. Kvenfélagið Hring- urinn, Hafnarfirði. Jóla- fundur í dag, 1. des., kl. 18.30 í Gaflinum. Kvenfélag Bústaðasókn- ar heldur jólafund í safn- aðarheimilinu 9. des. kl. 19.15. Skráningarsímar: Guðríður 568-5834, Elín 553-2077, Erla Levy 897- 5094. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur jólafund þri. 3. des. í Safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju kl. 20. Jóla- matur, jólasveinar. Munið eftir jólapökk- unum. Vestfirðingafélagið í Reykjavík. Aðalfundur í dag kl. 14 í Kvennaskól- anum á Fríkirkjuvegi 9. Í dag er sunnudagur 1. desember, 335. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús mælti: Ég er upp- risan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. (Jóh. 11, 25.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ástæða, 4 beiskur, 7 klínir, 8 trylltan, 9 gegn- sær, 11 kná, 13 vegur, 14 spilið, 15 autt, 17 kvísl, 20 beita, 22 vænn, 23 ilmur, 24 ýlfrar, 25 kliður. LÓÐRÉTT: 1 maðkur, 2 poka, 3 landabréf, 4 öl, 5 aga, 6 stokkur, 10 iðkun, 12 glöð, 13 gyðja, 15 munn- bita, 16 þreyttur, 18 sagt ósatt, 19 hófdýr, 20 rán- fugl, 21 heiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 grafkyrr, 8 lætur, 9 gáfan, 10 kol, 11 geims, 13 anaði, 15 storm, 18 ótrúr, 21 ung, 22 líkur, 23 neiti, 24 endurmennta. Lóðrétt: 1 rætni, 3 forks, 4 yggla, 5 rofna, 6 flog, 7 knái, 12 mær, 14 net, 15 sálm, 16 orkan, 17 murtu, 18 ógnun, 19 reitt, 20 róin. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... ÍSLENDINGAR hafa löngum ver-ið miklir sælkerar og haldið sig vel í mat og drykk á hátíðarstundum. Nú eru jól að ganga í garð og veit- ingahús byrjuð að auglýsa jólahlað- borð. Það eru ekki mörg ár síðan danska smurbrauðskonan kunna Ida Davidsen kom hingað til lands gagn- gert til að setja upp og velja mat á jólahlaðborð á Hótel Borg og síðan Hótel Loftleiðum. Fyrst þegar boðið var upp á jóla- hlaðborð í Reykjavík var það á sann- gjörnu verði, en þegar vinsældir fóru vaxandi komust færri að en vildu og í kjölfarið hækkaði verðið. Þá fóru fleiri og fleiri veitingahús að bjóða upp á jólahlaðborð. Vinsælt varð hjá vinnuhópum að fara á jólahlaðborð og veitingahús fóru að tvíbóka kvöld- in, til að fá fleiri gesti og meira í kass- ann. Fyrstu hópar mættu kl. 18 til 19 og seinni hópar kl. 21. Við þetta urðu árekstrar og stund- um leiðindi. Fyrri hóparnir komu oft seint og voru menn þá lengur að borða en áætlað var. Við það urðu þeir sem áttu pantað borð kl. 21 og mættu stundvíslega að bíða eftir borði sínu – margir urðu óþolinmóðir og jólastemningin snerist upp í leið- indi, sem skemmdu kvöldið. VÍKVERJI heimsótti heimaborgIdu, Kaupmannahöfn, á dögun- um og lét þá gamlan draum rætast, að bregða sér á jólahlaðborð þar í bæ. Það má með sanni segja að Kaup- mannahöfn hafi verið eitt allsherjar jólahlaðborð – boðið var upp á veislu- mat í hverju horni, kvölds og morgna. Glæsilegur veisluplatti ásamt öli og staupi af Álaborgarsnafs á hinum fræga veitingastað Sorgenfri Café kostaði fyrir tvo rúmar fjögur þús- und krónur (íslenskar). Veislumáltíð – forréttur og aðalréttur, ásamt borðvíni og eftirdrykk, á öðrum gam- alkunnum veitingastað, Det lille Apo- tek, kostaði sjö þús. kr. – fyrir tvo. Það má segja að Víkverji og konan hans hafi verið búin að fá nægju sína af jólamat þegar að sjálfu jólahlað- borðinu kom. Víkverji varð þó að láta drauminn rætast – jólahlaðborð (Julebuffet) í Kaupmannahöfn. Kostnaður við kvöldmáltíðina var hlægilegur, þegar miðað er við verð hér á veitingahúsum í Reykjavík. Hlaðborðið, rauðvínsflaska, jóla- brugg og Álaborgarsnafs, sem var nauðsynlegur með íslensku síldinni, kostaði fyrir tvo 6.170 kr. Lauslega má áætla að Víkverji hefði þurft að borga 16 þús. kr. fyrir sömu veitingar á jólahlaðborði í Reykjavík, eða nær sama verð og hann borgaði fyrir mat og drykk á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, 17.370 krónur. Er þessi verðmismunur eðlilegur? x x x ÞAÐ jaðrar við að ódýrara sé aðfara til Kaupmannahafnar – flug, hótel og jólahlaðborð – en það kostar fólk í útjaðri Reykjavíkur að fara niður í miðbæ til að bregða sér í jólahlaðborð. Það er að segja ef fólk nýtir sér punkta sem það vinnur sér inn við notkun á greiðslukortum, sem eru í samvinnu við Flugleiðir. Laus- leg verðáætlun yrði þá þannig: Flug fyrir tvo 11.000 kr., tveggja manna herbergi á hóteli 10.000 kr., kostn- aður við jólahlaðborð fyrir tvo 7.000 kr. Samtals 28.000 krónur. Fordrykkir og eftirdrykkir í Kaupmannahöfn eru ódýrari en í Reykjavík. Leigubifreið frá Kastrup- flugvelli til miðborgar Kaupmanna- hafnar kostar um 2.000 kr., sem er ódýrara en far með leigubíl frá mið- borg Reykjavíkur upp í Grafarvog. Geta menn verið undrandi á að Ís- lendingar fari í æ ríkari mæli til borga í Evrópu fyrir jólin? Léleg þjónusta UNDIRRITAÐUR lenti í því nýverið, að hand- bremsubarkar á Opel-bíl hans slitnuðu og þegar mál voru athuguð kom í ljós, að umboð bílsins, Bílheimar, hafði ekki sinnt því að eiga slíka þarfahluti á lager og tæki það margar vikur að fá þá pantaða að utan. Þetta er afburða léleg þjónusta og segir almanna- rómur, að þetta sé ósköp venjulegt, þegar þetta fyr- irtæki eigi í hlut. Það hafi einfaldlega ekki áhuga, eða ráð á, að eiga varahluti á lager og sé lengi að fá vara- hluti. Þar sem bíllinn er ný- legur voru slíkir barkar ekki til í bílapartasölum. Mér var því nauðugur sá kostur, að nota bílinn svona og setja hann tryggilega í gír, í hvert skipti sem ég lagði honum í stæði. Það væri ekki í frásögur fær- andi nema fyrir þær sakir, að nú hrökk bíllinn úr gír og út á götu, þar sem hann olli óskunda og tiltölulega miklu tjóni. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir tveimur vikum áður, ef um- boðið hefði átt stykkið eða nennt að panta það með skikkanlegu hraði. Ennfremur hefur borið á því, hvað mig snertir, að þegar eitthvað bilar, hefur það tekið margar vikur að komast að hjá verkstæði Bílheima. Eitt er víst, að aldrei ég kaupi ég aftur bíl, sem Ingvar Helgason – Bíl- heimar hafa umboð fyrir. Snorri G. Bergsson. Þakklæti til Katta- vinafélagsins ÉG vil koma á framfæri þakklæti til Kattavina- félags Íslands. Það var kattavinadagur í Kattholti sl. sunnudag og vil ég þakka fyrir þá ánægju að fá að kynnast félaginu og þeirri þjónustu sem félagið veitir, þ.e. þá þjónustu sem veitt er heimiliskisum og einnig týndum kisum. Og basarinn sem er til styrktar félaginu var með frábæra og ódýra muni til sölu. Bendi ég fólki á að basarinn er opinn á þriðju- dögum og föstudögum. Kattavinur. Fyrirspurn til fjár- málaráðherra GETUR verðtrygging sparifjár talist til fjár- magnstekna? Þarna er ver- ið að tryggja verðgildi pen- inga en ekki verið að ávaxta. Fyrir utan verðtrygg- inguna þá koma vextir sem maður gæti ímyndað sér að væri fjármagnstekjustofn ríkisins en ekki að verð- tryggingin reiknist sem vextir. Einar Vilhjálmsson. Slæmur sýningartími Ég legg til að ríkissjón- varpi breyti sýningartíma barnatímans, sem er frá 18 til 19. Mjög margir borða snemma og til að fjölskyld- an geti sest saman niður við matarborðið væri gott að flytja þáttinn aðeins fram- ar. Veit að það eru margir foreldrar sömu skoðunar. Sigríður. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU týndust í Hafnarfirði fyrir 2 vikum á leiðinni frá leikskólanum Hjalla að Vesturbraut og þaðan Hellisgötuna, Hverf- isgötu að leikskólanum Álfabergi. Þeir sem hafa fundið gleraugun hafi sam- band við Birgittu í síma 565 0494 og 694 2836 og í Álfabergi í síma 555 3021. Dýrahald Lego er týndur LEGO er 1 árs og smágerð- ur kisi, svartur með gul augu, ómerktur og ólar- laus. Hann er ógeltur. Hann týndist frá Garða- stræti fyrir 2 vikum. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 867- 4919. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Laugardaginn 23. nóv- ember sl. vaknaði ég snemma og var spennt að kíkja í Moggann minn, en þá var blaðið ekki komið en klukkan var orðin rúmlega sjö. Ég hringdi í afgreiðslu blaðsins og stúlkan sem svaraði baðst velvirðingar á þessu og sagði að ég fengi blaðið sent strax. Eftir 15 mín- útur var bjöllunni hringt hjá mér og blaðið var komið. Vil ég þakka stúlkunni sem varð fyrir svörum fyrir gott viðmót, sem skiptir miklu máli, – og góða þjónustu og sendi ég henni þakkir mínar. Guðrún Jónsdóttir, Arahólum. Gott viðmót og góð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.