Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Mán kl. 5, 7 og 9. Vit 461
KRINGLA
Sýnd kl. 11, 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Mán kl. 5, 7 og 9. Vit 468
KRINGLA
Roger Ebert
Kvikmyndir.is
Stundum er það sem að þú
leitar að.. þar sem þú skildir
það eftir.
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
HL MBL
Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4.50. Sýnd kl. 8. B.i. 16.
Roger Ebert
1/2 Kvikmyndir.is
DV
1/2HL MBL
Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10.
Mán kl. 5, 6.30, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 5.50 og 10.15. Ísl. texti. B.i. 16.
RadíóX
8 Eddu verðlaun
Yfir 53.000 áhorfendur
WITH
ENGLIS
H
SUBTIT
LES
AT 5.4
5
Sýnd sd kl. kl. 2 og 4.
BLOOD
WORK
Fortíðin mun tengja þau!
GwynethPaltrowog AaronEckhartí dularfullri, róman-
tískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda
um allan heim.
FRUMSÝNING
CLINT EASTWOODI
DAS EXPERIMENT
HL. MBL SK RadíóX
ÓHT Rás2
HK DV
“Besti tryllir ársins.”
1/2
G. H. Kvikmyndir.com
TILRAUNIN
Kröftug þýsk og eftirminnileg
spennumynd sem hefur
fengið fjölda verðlauna og
frábæra dóma. Með Moritz
Bleibtreu úr ”Run Lola Run.”
Ísl tal
Sýnd kl. 3, 5.45 með enskum texta 8 og 10.10.
Mán kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10.B.i. 12.
Jólaharmonikutónleikar
í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 1. desember
Kl. 14.00 Nemendatónleikar Almenna Músíkskólans
Sara Lind Kristbjörnsdóttir, Elín Björk Jónsdóttir,
Eygló Ósk Þórðardóttir og Hekla Eiríksdóttir
ásamt Smáranum (kvartett) og Skæruliðunum,
sem er hópur 30 harmonikuleika á öllum aldri.
Kl. 16.00 Harmonikutónleikar
Hljómsveitirnar Neistar, Vinabandið, Eldborgin og
Harmonikuunnendur Vesturlands.
Tónleikunum lýkur með einleik Matthíasar Kormákssonar.
Harmonikumiðstöðin Almenni Músíkskólinn
MEÐ skemmtilegustu ogfrumlegustu upp-tökustjórum Bandaríkj-anna nú um stundir eru
félagarnir sem eru á bak við nafnið
Neptunes. Allt sem þeir snerta á
verður að gulli og ekki er bara að
þeir eru snjallir í að koma öðrum á
kortið; þeir geta líka staðið á eigin
fótum eins og heyra má á nýrri skífu.
Tvíeykið Pharrell Williams og
Chad Hugo, sem kalla sig Neptunes,
hafa verið að í músík alllengi án þess
þó að vera búnir að slípa af sér allan
frumleika. Með fyrstu stórverkum
þeirra er breiðskífa með Keystone
sem kom út 1997, en síðar kom plata
með MC Lyte ári síðar og Noreaga
1998. Þeir vöktu aftur á móti fyrst
verulega athygli 1999, en þá sáu þeir
ekki bara um að koma Ol’ Dirty
Bastard með Got My Money, Myst-
ikal með Shake Ya Ass og Jay-Z með
I Wanna Love U á toppinn, heldur
véluðu þeir um allt á fyrstu skífu
Kelis sem frægt varð. Ári síðar voru
þeir Neptunes-félagar komnir í
poppið með Britney Spears, sáu um
lagið I’m a Slave 4 U, og Girlfriend
*NSYNC og popprapp með Usher-
laginu U Don’t Have to Call. Þeir
komu einnig við sögu í hefðbundnu
hiphopi, gerðu lög með L.L. Cool J,
Busta Rhymes, Bow Wow og Nelly,
lagið Hot in Here, sem var óþægi-
lega vinsælt í sumar og haust, Janet
Jackson, Mary J. Blige, Babyface,
Usher og No Doubt. Nú síðast
stýrðu þeir upptökum á fyrstu sóló-
skífu Justins Timberlakes, Justified,
og Williams er að taka upp með
Beyoncé Knowles úr Destiny’s
Child, en Neptunes véluðu um diskó-
lagið Work It Out sem hljómaði í
Goldmember.
Þrátt fyrir talsverðar annir, eins
og sjá má af ofangreindri upptaln-
ingu, þótti þeim félögum greinilega
sem þeir fengju ekki nóga útrás og
settu saman hiphopsveitina
N*E*R*D, sem er víst skamm-
stöfun fyrir enginn deyr í raun og
veru. Félagi þeirra Pharrell og
Hugo í N*E*R*D heitir Sheldon
Haley en kallast Shay og er æsku-
vinur, en þess má geta að hann er
ekki skrifaður fyrir neinu á plötunni.
Pharrell var rappari í mennta-
skóla og kynntist þar Hugo og Shay.
Hann er einskonar andlit sveit-
arinnar útávið, veitir helst viðtöl og
blandar geði við fræga fólkið. Hann
er ekki feiminn við að geta um
áhrifavalda sína í tónlist, segist hafa
alist upp við Stevie Wonder, en einn-
ig hlustað á Steely Dan, Donny
Hathaway, America, í mörg ár lang-
aði hann að geta sungið eins og þeir
America-félagar, Queen, Kool & The
Gang, Earth, Wind & Fire, The
Spinners, Lynyrd Skynyrd, AC/DC
og Tears For Fears. Þessi fjöl-
breytilegu áhrif í uppvextinum hafa
gert þeim félögum kleift að semja
tónlist fyrir alla, eða svo virðist í það
minnsta. Það má í það minnsta
heyra á fyrstu plötu N*E*R*D, „In
Search Of …“, sem er hreint æv-
intýralega skemmtilegt hanastél af
stílum og stefnum með afbragðs út-
setningum og upptökustjórn.
Reiðin og Rage Against the Machine
Reiðin knúði Rage Against the
Machine; fyrst reiði yfir hlutskipti
þeirra sem verða undir í lífsgæða-
kapphlaupinu vestan hafs, síðan
reiði yfir yfirgangi Bandaríkja-
manna um heim allan, skeyting-
arleysi um mannréttindi og afdrif
þeirra þjóða sem stýrt var af leppum
bandarískra stjórnvalda og loks
reiði yfir því hvernig alþjóðlegur
tónlistariðnaður breytir öllu í sálar-
lausan söluvarning, líka Rage
Against the Machine. Þá hætti Zack
De La Rocha, hann gat ekki sætt sig
við að félagar hans væru að linast í
þjóðfélagsbaráttunni að því honum
fannst, lét í veðri vaka að þeir væru
of gefnir fyrir hið ljúfa líf og væru
búnir að gleyma baráttumálunum
sem leiddu þá saman. Hvað sem því
líður voru forðum félagar hans í
Rage ekki á því að leggja upp laup-
ana, því þótt De La Rocha hafi skipt
miklu máli fyrir framlínu sveit-
arinnar á tónleikum og plasti samdi
Tom Morello öll lögin. Þeir ákváðu
því að halda áfram og hófu leit að
nýjum söngvara.
Þetta var fyrir réttum tveimur ár-
um og ekki voru þeir Morello & Co.
búnir að leita lengi þegar það spurð-
ist út að Chris Cornell, sem áður
söng fyrir Soundgarden, hefði geng-
ið til liðs við sveitina. Þetta þótti
mörgum ólíkleg tíðindi því Cornell
var þá enn að fylgja eftir fyrstu sóló-
skífu sinni og hafði verið vel tekið.
Ekki var þó hægt að draga það leng-
ur í efa þegar Cornell tók þátt í upp-
tökum fyrir nýja Rage-skífu í maí
2001. Út það ár og fram á þetta sátu
þeir síðan sveittir við að semja lög og
taka upp, en meðan á þeirri vinnu
stóð týndist gamla Rage Against the
Machine-nafnið, enda sveitin orðið
talsvert frábrugðin, og síðasta vor
var fyrsta breiðskífan tilbúin, nafnið
Audioslave orðið til og átti að verða
eitt aðalnúmerið á Ozzfest-tónleika-
ferðinni.
Þegar hér var komið sögu fannst
Cornell aftur á móti sem sveitin væri
ekki að fara í þá átt sem hann hafði
séð fyrir sér; hann langaði skyndi-
lega að taka upp þráðinn þar sem
sólóferillinn var. Cornell hætti því í
Audioslave og framtíðarplön sveit-
arinnar eðlilega í uppnámi. Eftir
smáumþóttunartíma sá Cornell þó
að sér, fannst of mikil vinna hafa far-
ið í verkið til að kasta á glæ og í
haust gekk hann opinberlega til liðs
við Audioslave aftur. Fyrsta breið-
skífan, samnefnd sveitinni, kom svo
út fyrir viku eða svo og er uppfull
með vel þungu rokki og sýrðum
söng.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Frumlegir
og reiðir
Tvær nýjar breiðskífur ólíkrar gerðar eru nefndar
til sögunnar. Á annarri láta vinsælustu upptöku-
stjórar Bandaríkjanna, Neptunes, í sér heyra en á
hinni níðþung rokksveit, Audioslave.
AudioslaveN*E*R*D