Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 29
DR. HÓLMFRÍÐUR Garðarsdótt-
ir, starfandi formaður STÍL (Sam-
taka tungumálakennara) og að-
junkt í spænsku við Háskóla
Íslands heldur fyrirlestur á vegum
Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt-
ur í Odda, stofu 101, á
morgun, mánudag kl.
12.10. Fyrirlesturinn
nefnir hún: „Menntun
í tungumálum sem
tæki til félagslegrar
samkenndar í fjöl-
tyngdri og fjölmenn-
ingarlegri Evrópu.“
Hólmfríður mun
fjalla um nýja áætlun
og nýjar áherslur í
tungumálakennslu
innan Evrópu á næstu
árum og gera grein
fyrir rammaáætlun
Tungumálamiðstöðv-
arinnar í Graz (Eur-
opean Centre for
Modern Languages).
Núverandi áætlun var
gerð fyrir árin 2000–
2003. Undirbúningur
að næstu fjögurra ára
áætlun fyrir árin
2004–07 er í fullum
gangi og er haft sam-
ráð við aðildarlöndin
þar um.
Hólmfríður mun
fjalla um nýju áætl-
unina og nýjar
áherslur í tungumála-
kennslu innan Evrópu
á næstu árum og gera
grein fyrir ramma-
áætlun Tungumála-
miðstöðvarinnar í
Graz , sem er stofnun
á vegum Evrópuráðsins sem Ís-
land á aðild að. Hlutverk miðstöðv-
arinnar er að efla og styðja við
nám og kennslu í tungumálum í
Evrópu. Starfsemi hennar felst
m.a. í skipulagningu námskeiða og
vinnustofa í borginni Graz og víðar
um álfuna. Einnig er á vegum
stofnunarinnar unnið að margvís-
legum þróunar- og rannsóknar-
verkefnum á sviði tungumálanáms
og tungumálakennslu. Fyrirlestur
Hólmfríðar er þáttur í því að
kynna inntak og áherslur í nýrri
áætlun um leið og forgangsröðun
og fyrirkomulag við val á verk-
efnum í henni verður gert að um-
talsefni.
Hólmfríður og dr. Auður Hauks-
dóttir forstöðumaður Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur í erlend-
um tungumálum tóku þátt í vinnu-
stofu sem haldinn var í Stokkhólmi
fyrr í mánuðinum.
„Undirbúningurinn felst m.a. í
því,“ segir Hólmfríður, „að kynna
inntak og áherslur í nýrri áætlun
og fyrirkomulag við val á verk-
efnum í henni. Jafnframt er hvatt
til þess að aðildarlöndin miðli upp-
lýsingum um væntanlega áætlun
til hagsmunaaðila heima fyrir. Í
febrúar 2003 verður síðan form-
lega auglýst eftir um-
sóknum að verkefnum
í nýju áætlunina en
þema hennar og titill
er Menntun í tungu-
málum sem tæki til
félagslegrar sam-
kenndar í fjöltyngdri
og fjölmenningarlegri
Evrópu.“
„Í mörgum þeim
löndum sem standa að
áætluninni er t.d. ekki
til staðar heildstæð
námskrá í tungumála-
kennslu og því eru
áherslumálin æði ólík
milli landa,“ segir
Auður, „um leið er
spennandi að fylgjast
með því hvernig þeim
sem lengur hafa velt
fyrir sér mikilvægi
tungumálakennslu
gengur að miðla
reynslu sinni og þekk-
ingu í samstarfsverk-
efnum með öðrum.“
„Íslendingar hafa
komið að framkvæmd
þó nokkurra verkefna
á síðustu árum og
spennandi að fylgjast
með hvaða hugmyndir
fólk hefur um verk-
efni til næstu ára,“
segir Auður. „Hins
vegar er rétt að fram
komi að þegar und-
irbúin er umsókn um styrk úr
sjóðum Evrópuráðsins þarf sífellt
að hafa í huga að um fjölþjóðleg
verkefni verður að vera að ræða
og að yfirskrift nýju áætlunarinn-
ar snýst um samkennd, fjölmenn-
ingu og fjöltyngi.“
Á heimasíðu Tungumálamið-
stöðvarinnar í Graz, www.ecml.-
com.at, er að finna mikið safn upp-
lýsinga og útgefins efnis. Á
heimasíðunni www.menntamala-
raduneyti.is er einnig að finna efni
um miðstöðina og þar er heimasíða
hennar tengd.
Auður
Hauksdóttir
Hólmfríður
Garðarsdóttir
Áætlunin snýst
um samkennd
Moggabúðin
Reiknivél, aðeins 950 kr.
OD
DI
HF
J0
94
5
74.900 kr. stgr.
Kæli- og frystiskápur
KG 31V421
Nýr glæsilegur skápur.
190 l kælir, 90 l frystir.
H x b x d = 175 x 60 x 64 sm.
79.900 kr. stgr.
Eldavél
HL 54024
Ný stórglæsileg eldavél.
Keramíkhelluborð, fjórar hellur,
fjölvirkur ofn, létthreinsun,
sökkhnappar, stangarhandfang.
Gæðagripur sem sómi er að.
69.900 kr. stgr.
Bakstursofn
HB 28055
Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi.
Sannkallaður gæðaofn frá Siemens.
12.900 kr. stgr.
Þráðlaus sími
Gigaset 4010 Classic
Númerabirtir. DECT/GAP-staðall.
Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann.
66.900 kr. stgr.
Helluborð
ET 72554
Keramíkhelluborð með snertihnöppum.
Stílhreinn gæðagripur frá Siemens.
56.900 kr. stgr.
Þvottavél
WXB 1060BY
Frábær rafeindastýrð þvottavél
á kostakjörum. 1000 sn./mín.
9.900 kr. stgr.
Ryksuga
VS 51B22
Kraftmikil 1400 W ryksuga,
létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling.
59.900 kr. stgr.
Uppþvottavél
SE 34234
Einstaklega hljóðlát
og sparneytin.
Fjögur þvottakerfi,
þrjú hitastig.
Umboðsmenn um land allt.
Jólatilboð!
Jólasýning
SMIÐJAN
Innrömmun - Listhús
Ármúla 36, sími 568 3890.
Gæði og góð þjónusta
Fyrsti sunnudagur í aðventu er að
renna upp. Af því tilefni opnum
við okkar árlegu jólasýningu
þar sem saman fara verk gömlu
meistaranna í bland við úrvals-
verk yngri myndlistarmanna.
Fátt gleður augað meira en góð
myndlist.
Verið velkomin að vera
viðstödd opnun sýningarinnar
sunnudaginn 1. des. kl. 16.