Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 1. desember 1945: „Á hinu er enginn vafi, að allir bændur með sjálfstæðri hugsun og viðunandi metnaði, munu verða þakklátir Þorsteini sýslumanni og þeim öðrum, er best hafa fram gengið við það að losa böndin Skott- unnar af jarðeignum þeirra. Þess vegna fagna þeir loka- dauða hennar og jarðarför. Hitt er flestum ljóst að margar aðrar ógeðslegar Framsóknar-Skottur ganga enn ljósum logum í löggjöf þessa lands til tálmunar heil- brigðu atvinnu- og viðskifta- lífi. Verður það eitt af þýðing- armestu þjóðnytjaverkum sem að kalla á næstu tímum, að fá þær sem flestar jarð- settar.“ . . . . . . . . . . 1. desember 1965: „Þeir, sem stjórna skrifum þessa mál- gagns annars stærsta stjórn- málaflokks þjóðarinnar, ættu að hafa það hugfast, að þeir vaxa ekki af slíkum skrifum. Það hefur aldrei þótt sæmd- arauki að því á Íslandi að op- inbera sig sem ósanninda- menn, en það er einmitt það, sem ritstjórar Tímans gera nú daglega í blaði sínu og verða minni menn fyrir.“ . . . . . . . . . . 1. desember 1985: „Heima- stjórn 1904, fullveldi 1918, lýðveldi 1944, 200 mílna fisk- veiðilandhelgi 1975. Þetta eru söguleg ártöl, sem varða veg þjóðarinnar til pólitísks og efnalegs sjálfstæðis. Full- veldi þjóðar er hinsvegar hvorki sjálfgefið né viðvar- andi ástand, að minnsta kosti ekki án fyrirhafnar. Það er samsett úr réttindum, sem verja verður af trúmennsku. Og réttindi verða ekki varin nema með skyldum. Það þjónar ekki Íslendingum, eins og vonir stóðu og standa til, ef þjóðin varðveitir ekki rætur sínar, tungu sína, menningararfleifð og lífs- viðhorf.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M enningarumhverfi er til- tölulega nýtt hugtak sem hefur beina vísun í þær síbreytilegu að- stæður er allir sem koma að stefnumótun á sviði menningar þurfa að kljást við í nútíma- samfélagi. Menningarstofnanir, bæði á sviði lista og mennta, er fyrir hálfri öld bjuggu við til- tölulega stöðugt umhverfi byggt á hefð sem lítið hafði raskast í aldanna rás, þurfa nú til dags að endurskoða starfsvettvang sinn reglulega til þess að standast þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Erlendis standa t.d. söfn í opinberri eigu, ríkisreknir ljósvakamiðlar, þjóðarleikhús og -óperur frammi fyrir því að keppa um athygli og hylli almennings við hinn einkarekna afþreying- ariðnað og það sama á í auknum mæli við hér á landi. Þótt íslenskar menningarstofnanir séu enn mjög ungar í sögulegu tilliti standa þær að ýmsu leyti á gömlum merg, bæði erlendra fyrirmynda og þjóðlegrar arfleifðar. Í hraðri þróun samtím- ans þurfa þær því ekki síður en erlendar stofn- anir að taka mið af hræringum í menningar- umhverfinu til þess að standast þær kröfur sem gerðar eru í samfélögum þar sem sveigjanleiki og aðlögun eru lykilhugtök. Í Reykjavíkurbréfi hinn 9. febrúar síðastliðinn var vikið að sögu og þróun nokkurra íslenskra menningarstofnana og stöðu þeirra í samfélaginu; Íslenska dansflokks- ins, Sinfóníuhljómsveitarinnar, Íslensku óper- unnar, Borgarleikhúss og Þjóðleikhúss. Þar var m.a. spurt hvort því leikhúsi sem öll þjóðin hefur sameinast um að reka, „beri ekki öðrum fremur skylda til að skapa vettvang fyrir tilraunir á sviði leiklistar, [þar sem] Þjóðleikhúsið er í raun það leikhús í landinu sem best getur leyft sér að hlúa að þeirri leiklist sem ekki er fyrst og fremst mið- uð við að höfða til sem flestra áhorfenda …“. Kröfurnar til Þjóðleikhússins hljóta með öðrum orðum að vera aðrar í dag en þær voru fyrir hálfri öld, þegar því var ætlað að vera þjóðarleik- hús í breiðum skilningi, með óperurekstri og ballettsýningum auk leiksýninga. Í dag veitir fjöldi atvinnuleikhópa Þjóðleikhúsinu verðuga samkeppni á þeim sviðum sem þeir finna rekstr- argrundvöll fyrir og því er tími kominn til að Þjóðleikhúsið endurmeti starfsvettvang sinn og hlutverk. Ætla mætti að sem ríkisrekið leikhús ætti það fyrst og fremst að marka sérstöðu sína sem það hreyfiafl á sviði íslensks leikhúslífs er gefur starfi þess menningarlegt vægi til fram- tíðar. Breytt staða ljósvakamiðla En það eru ekki ein- ungis menningar- stofnanir er keppa við afþreyingariðnað af ýmsu tagi um frítíma fólks, sem þurfa að leita nýrra leiða, heldur hafa einnig rótgrónar stofn- anir sem veita almenningi ómetanlega grunn- þjónustu í íslensku samfélagi, svo sem Ríkisút- varpið og Háskóli Íslands, einnig þurft að takast á við aukinn þrýsting um að endurmeta stöðu sína og hlutverk í samræmi við þá breyttu þjóð- félagsmynd sem nú blasir við þegar aðrir ljós- vakamiðlar og háskólar hafa komið fram á sjón- arsviðið. Ríkisútvarpið stendur frammi fyrir áþekkum vanda og Þjóðleikhúsið, sem ríkisrekin stofnun er á í sívaxandi samkeppni við einkaframtakið. Hlutverk þess sem eina ljósvakamiðilsins ára- tugum saman var afar mikilvægt, bæði hvað varðar öryggissjónarmið og menningarlegt hlut- verk. Í vaxandi samkeppni við einkarekna ljós- vakamiðla hefur RÚV þó seilst mjög langt inn á þann afþreyingarmarkað er aðrir geta sinnt jafnvel eða betur. Í gegnum tíðina hafa orðið til ómetanleg menningarverðmæti í gegnum starf- semi RÚV, svo sem á safnadeildinni, og enginn vafi leikur á að flestir landsmenn álíta eitt meg- inhlutverk þess vera að standa vörð um íslenska menningu, bæði sígilda og á dægursviði. En rekstur sjónvarps á vegum ríkisins, er byggist að jafnmiklu leyti og raun ber vitni á kaupum á erlendu afþreyingarefni, er vissulega umhugs- unarefni og spurning hvort ekki sé löngu tíma- bært að endurskilgreina hlutverk þess í ljósi breyttra tíma. Með þeim hætti væri t.d. hægt að skapa íslenskri framleiðslu á menningarefni öruggari farveg og auka nýbreytni í atvinnu- sköpun kvikmynda- og dagskrárgerðarfólks á hinum frjálsa markaði. Það er sem sagt löngu ljóst að allir mátt- arstólpar menningarinnar standa frammi fyrir breyttum tímum og verða að marka sér sérstöðu með tilliti til þess sem samkeppnisaðilar úr einkageiranum hafa upp á að bjóða, að öðrum kosti tekst þeim ekki að vera leiðandi afl við mót- un og varðveislu menningararfleifðarinnar til framtíðar. Staða Háskóla Íslands Að undanförnu hefur umræðu um málefni Háskóla Íslands borið hátt, ekki síst í kjölfar bréfs sem Páll Skúlason háskólarektor skrifaði menntamálaráðherra fyrr í þessum mánuði. Þar lagði hann til að breytingar yrðu gerðar á lögum um skóla á háskólastigi, þannig að kröfur til há- skóla yrðu auknar og háskólanám hér á landi metið með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar væru erlendis, að greinarmunur yrði gerður á rannsóknarháskólum og öðrum háskólum og að rekstrarskilyrði háskóla yrðu sambærileg án til- lits til eignarhalds. Viðbrögð rektora annarra háskóla við tveimur síðarnefndu tillögunum voru hörð svo ljóst er að þær njóta ekki stuðnings í háskólasamfélaginu sem heild. Um þennan ágreining var fjallað á fundi háskólarektora á Bifröst sl. fimmtudag, án þess að niðurstaða fengist, en þeir hafa bent á að allir háskólar sem standa undir nafni leggi áherslu á rannsóknir enda eru þær helsta undirstaða metnaðarfulls háskólastarfs. Það má því gera ráð fyrir að þótt rannsóknarstarf sé enn ekki rótgróið hjá þessum ungu stofnunum muni það eflast eftir því sem þeim vex fiskur um hrygg. Viðbrögð Tómasar Inga Olrich menntamála- ráðherra voru á sömu lund og rektoranna en hann sagði í viðtali við Morgunblaðið hinn 15. nóvember síðastliðinn að tillögur rektors Há- skóla Íslands virtust vera settar til höfuðs þeim háskólastofnunum sem afla sér sértekna, „þar sem í tillögunum felist að sértekjurnar ættu að koma til frádráttar ríkisframlaginu. Þessi sjón- armið ganga alveg þvert á þá stefnu sem fylgt hefur verið af hálfu stjórnvalda, enda hafa sér- tekjurnar meðal annars nýst til uppbyggingar þeirra og til að standa straum af rannsókna- starfsemi“. Tómas Ingi sagði ennfremur í sama viðtali að honum fyndist „það skjóta skökku við að Háskóli Íslands skuli kvarta undan ójafnri samkeppn- isaðstöðu í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þar hefur verið kostuð af ríkisvaldinu og svo þeirra fjárveitinga til rannsókna sem skólinn hefur í raun umfram aðrar háskólastofnanir. Mér finnst þess vegna ekki rétt leið að Háskóli Íslands skuli vilja takmarka svigrúm annarra háskólastofnana til tekjuöflunar og það sjónarmið er ekki af minni hálfu mjög skiljanlegt“. Þótt þessar breytingatillögur rektors HÍ hafi ekki fengið meðbyr er ekki nema eðlilegt að skólinn leiti nýrra leiða til að styrkja stöðu sína í samfélaginu, enda sérstaða hans í íslensku há- skólasamfélagi töluverð. Þegar staða HÍ í sam- tímanum er metin er nauðsynlegt að líta til þess að saga hans er löng og merkileg og þær skyldur sem honum hafa verið lagðar á herðar eru um margt meiri en annarra skóla. Skólinn gegnir að auki virðingarstöðu í huga landsmanna, enda hefur hann verið framvörðurinn í menntastefnu landsins um áratuga skeið, auk þess sem þar hefur verið unnið ómetanlegt frumkvöðulsstarf á ýmsum sviðum. Söguleg arfleifð og skyldur Eins og kom fram í orðum Páls Skúlason- ar þegar Háskóli Ís- lands átti 90 ára af- mæli á síðasta ári „renndi skólinn styrkum stoðum undir uppbyggingu hins íslenska sam- félags sem hlaut fullveldi 1918 og stofnaði eigið ríki, hið íslenska lýðveldi 1944“. Ekki þarf að draga sannleiksgildi þessara orða í efa því há- skólinn hefur haft mikil áhrif á samfélagsþróun í landinu sem æðsta menntastofnun landsins. Upphaflega var skólinn embættismannaskóli með fjórar deildir; læknadeild, guðfræðideild, lagadeild og heimspekideild, og miðaðist starf- semi hans við að Íslendingar gætu sjálfir mennt- að þá embættismenn er störfuðu á vegum ríkis og sveitarfélaga. Síðan þá hefur deildum skólans fjölgað í ellefu og nú er námsúrvalið orðið það mikið að það getur fullnægt þörfum mikils meiri- hluta þeirra sem ætla að leggja háskólanám fyrir sig hér á landi. Vegna þessa fjölbreytta námsframboðs er staða HÍ nokkuð ólík stöðu annarra háskóla á Ís- landi, enda kostnaður í fámennum deildum um- talsvert meiri en í þeim fjölmennu. Þrátt fyrir það er ljóst að fæstir myndu vilja leggja þessar námsbrautir niður; þær eru mikilvægur þáttur í þeim sígilda grunni sem er kjölfestan í starfi góðra alhliða háskóla um heim allan. Af því leiðir að ef HÍ byði einungis upp á nám í þeim greinum þar sem tilkostnaður er minnstur eða mest von á utanaðkomandi fjármagni, yrði starfsemi hans ekki nema svipur hjá sjón. Til þessara stað- 1. DESEMBER Í Morgunblaðinu í gær birtistbréf til blaðsins frá ÞorbjörguGísladóttur. Í upphafi bréfs- ins segir bréfritari: „Nú þegar 1. desember nálgast langar mig til að minnast með nokkrum orðum þess, sem gerðist hér varðandi sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar þennan mánaðardag árið 1918.“ Þorbjörg Gísladóttir rekur í bréfi sínu atburði þessa dags og segir síðan: „Hátíðlegasta stund dagsins mun hafa verið, þegar ís- lenzki fáninn var dreginn að húni á stjórnarráðshúsinu. Ekki er þó talið að samkomugestir hafi tekið þessum atburðum með háværum fagnaðarlátum en mönnum hafi frekar þótt stundin alvöruþrungin. Kona, sem er fædd og upp alin í Reykjavík, hefur sagt mér að hún hafi fengið að fara með föður sín- um á hátíðina, en hún var þá tólf ára gömul og man vel eftir því, sem gerðist þar. Hún sagði að með þeim hefði verið roskinn maður, sterklegur, og hefði hún séð, að honum vöknaði um augu og telur konan að mörgum viðstöddum muni hafa verið svipað innan- brjósts. Ég hef rifjað upp þessi atriði til að minna okkur öll, og ekki sízt ungu kynslóðina, á að á þessu tímaskeiði hafi lokið deilu og verið gerðir samningar um úrslitaatriði í réttarstöðu Íslands gagnvart Dan- mörku. Deilu, sem staðið hafði nánast heila öld, þar sem ýmsir af beztu og merkustu sonum þjóðar- innar höfðu háð ævilanga baráttu án þess að tilsettu marki væri náð. Fyrr en við endanlega staðfest- ingu 17. júní 1944. Það er skoðun mín að núverandi Íslendingum, ungum sem gömlum, væri sæmd að því að halda minn- inguna um þessa atburði meira í heiðri en nú er gert.“ Þetta eru orð að sönnu og ástæða til að taka undir þessa ábendingu Þorbjargar Gísladótt- ur. Smátt og smátt hefur dofnað yfir hátíðahöldum 1. desember en það er full ástæða til að undir- strika ár hvert þýðingu þessa dags í sögu þjóðarinnar og þau þátta- skil, sem þá urðu í sjálfstæðisbar- áttu Íslendinga. Það verkefni hef- ur áratugum saman verið í höndum háskólastúdenta og ekki úr vegi að þeir endurskoði með hvaða hætti það hefur verið gert hin seinni ár. En jafnframt er með bréfi Þor- bjargar Gísladóttur gefið tilefni til að minna á, að eftir rúmt ár eru 100 ár liðin frá því að við Íslendingar fengum heimastjórn og Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, tók við embætti hinn 1. febrúar ár- ið 1904. Þeirra tímamóta verður að minnast með viðeigandi hætti og skal ekki dregið í efa að stjórnvöld hafi þegar hafið undirbúning að því. Jafnframt væri mjög við hæfi, að ljóð og önnur ritverk Hannesar Hafstein yrðu gefin út á ný af þessu tilefni til þess að yngri kyn- slóðir fái betra tækifæri til að kynnast þessum glæsta leiðtoga Íslendinga í upphafi síðustu aldar. Töluvert hefur verið ritað um aldamótapólitíkina og ævisögur nokkurra þeirra manna, sem þá komu mest við sögu hafa komið út. Þegar ævisaga Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson kom út fyrir um fjórum áratugum kvikn- uðu á ný lifandi og skemmtilegar umræður og deilur um aldamóta- pólitíkina og væri ekki úr vegi að vettvangur yrði skapaður að ári til þess að fræðimenn okkar samtíma gætu fjallað um sína sýn á þau stjórnmálaátök og þá einstaklinga, sem settu svip sinn á íslenzkt þjóð- líf á fyrstu árum 20. aldarinnar. Þá má ekki gleyma því, að ekki er nema einn og hálfur áratugur þar til þess verður minnzt að 100 ár verða liðin frá því að Ísland fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918. Það er tímabært að hugað verði að því á hvern hátt þjóðin minnist þess þegar þar að kemur. Þótt margt hafi verið ritað um að- draganda sambandslagasamning- anna 1918 er þær heimildir að finna hér og þar. Tímabært er að undirbúa að heildarsaga þeirra verði rituð og gefin út hinn 1. des- ember 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.