Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 21
það sem sem við fáum,“ segi ég. Lúðvík tók gleraugun á sinn máta fram á nefið og sagði: „Auðvitað verið þið að fá að selja þetta út á eðlilegu verði.“ Það stóð vægast sagt í miklu stappi að fá því framgengt. Verðlagsstofnun sagðist ítrekað hafa mælt með þessu en ekki hefði fengist neitt svar frá ráðherra. Hluti af samninganefndinni bað um viðtal við Lúðvík en æði marg- ir voru teknir fram fyrir okkur, þar sem við biðum á biðstofunni – þar til okkur var loks vísað inn. Lúðvík kvaðst þá margsinnis hafa haft sam- band við Verðlagsstofnun og allt ætti því að vera í lagi. Sú varð ekki raunin. Þetta mál varð til þess að breyta „strúktúr“ fyrirtækisins verulega – við urðum loks að segja upp nær öll- um rafvirkjum okkar og þeir stofnuðu fjölmörg bílskúrsverkstæði sem gátu tekið að sér verkefni sem okkur var ekki unnt við þessar aðstæður. Svona gátu hlutirnir stundum gengið fyrir sig á þessum árum.“ Það kemur fram í máli Karls að fyr- irtækið hafði löngum átt umfangs- mikil viðskipti við Landsbankann. „Pétur Benediktsson var sá banka- stjóri sem mestan og faglegan áhuga hafði á starfsemi okkar og reyndist okkur mjög vel, og einnig Svanbjörn Frímannsson og Jón Marísson. Það sama er ekki hægt að segja um alla hina bankastjóra Landsbankans,“ segir Karl og nefnir stuttlega nokkur hitamál, svo sem þegar ekki fékkst greitt umsamið verð fyrir uppsetn- ingu lyftu í Alþýðuhúsið og ekki fékkst verkábyrgð frá Landsbankan- um vegna raflagnar í seinni hluta byggingar Álverksmiðjunnar sem Bræðurnir Ormsson önnuðust að 60% hluta. „Það endaði með því að ég fékk danska fyrirtækið Rasmussen til að opna verkábyrgð fyrir okkur líka, síð- an hefur ekki verið um viðskipti við Landsbankann að ræða,“ segir Karl. Heimilistækin eru burðarás fyrirtækisins Við færum umræðurnar nær nú- tímanum. Andrés B. Sigurðsson kom til starfa hjá Bræðrunum Ormsson fyrir níu árum og er nú framkvæmdastjóri. „Það var þá orðið gjörbreytt fyr- irtæki frá því sem áður var, er það var verktakafyrirtæki að stórum hluta,“ segir Andrés. „Það hefur þróast eftir 1970 til 1980 yfir í verslunarfyrirtæki og heild- verslun að stærri hluta. Eftir stríð fóru að koma á mark- aðinn hér heimilistæki en þau urðu ekki almenningseign fyrr en eftir 1960. Þá rak þetta fyrirtæki verktaka- rekstur jafnhliða sölu á heimilistækj- unum og hafði tugi og jafnvel hundr- uð rafvirkja í vinnu oft á tíðum við virkjanir og raflagnir í stærri og smærri verkefnum. „Þegar við gerðum samning við Ísal um allar raflagnir í Álverksmiðj- una var það stærsta verkefni sem ís- lenskt fyrirtæki hafði tekið að sér, innifalið í því voru allir kaplar, ljós og rafmagnsmótorar,“ segir Karl. „Lengst af hefur fyrirtækið verið þekkt fyrir innflutning á AEG-heim- ilistækjum, þ.e. frá 1932 og einnig fyr- ir innflutning á tækjum frá Robert Bosch. Frá 1994 hefur verið bætt við fjöl- breyttum vöruflokkum, svo sem hljómtækjum, sjónvörpum, leikja- tölvum, skrifstofutækjum, tölvum og jafnvel bjór. Það hefur á undanförnum árum orðið samþjöppun á markaðinum og keðjumyndun á sviði byggingarvara og heimilistækja,“ segir Andrés. „Þetta eru aðilar sem nýta sér kjöl- sogið og nýta sér grunnvinnuna sem búið er að vinna,“ segir Skúli. „Það er skemmtilegt að geta þess að á sama tíma og við höldum upp á 80 ára afmælið heldur AEG upp á þau tímamót að 104 ár eru nú liðin síðan þeir framleiddu fyrstu rafmagnsbor- vélina. Straujárn voru fyrst og fremst flutt inn frá AEG til Íslands í fyrstu og nokkrar eldavélar, m.a. í verka- mannaíbúðirnar við Hringbraut, við eigum enn eitt eintak af þeim vélum. Upp úr stríði fór þessi innflutningur að aukast,“ segir Karl. „Ég er ekki viss um að það hafi ver- ið kæliskápar nema í svona tíu húsum í Reykjavík fyrir stríð,“ bætir hann við. Þess má geta að ryksugur voru fyrstu heimilistækin sem flutt voru til Íslands, það var um 1934. En eftir hvaða heimilistækjum hjá Bræðrunum Ormsson skyldi vera mest eftirspurn núna? „Þvottavélarnar frá AEG eru mjög eftirsóttar, við erum með nálægt 20% markaðshlutdeild á þeim vettvangi og erum að styrkja okkur verulega í inn- byggingartækjum, ofnum og hellu- borðum. Nú eru AEG-þvottavélarnar orðnar alíslenskar, ef svo má segja, kominn íslenskur texti á þær og einn- ig þurrkari.“ „Íslenskuna á þessum tækjum tengjum við 80 ára afmælinu. Við höf- um lagt áherslu á gæði, viljum heldur „rífast“ um verð en gæði,“ segir Skúli. Þess má geta að tveir starfsmenn fyrirtækisins hafa á eigin ábyrgð um nokkurt skeið rekið viðgerðarþjónstu hér í húsinu fyrir þau tæki sem Bræð- urnir Ormsson selja. „Við hrósum okkur af allmyndar- legum varahlutalager,“ bætir Karl við. Stríðið vegna Nesjavallavirkjunar En þrátt fyrir að heimilistækin séu burðarás fyrirtækisins eru Bræðurn- ir Ormsson umsvifamiklir í hinum mjög svo umtöluðu framkvæmdum sem virkjanir og orkuveitur eru jafn- an í þessu samfélagi. „Við seldum tvær eins eins mw gufutúrbínur frá AEG í Svartsengi og síðar eina 16 mw og 30 mw frá Fuji Electric í Japan. Við lentum síðar sem frægt er orðið í stríði í sambandi við útboð í túrbínu í Nesjavallavirkjun,“ segir Skúli. „Við vorum með lægsta tilboð og það besta að mínum dómi en fengum verkið ekki þrátt fyrir það,“ segir Karl. „Það voru tvö japönsk fyrirtæki sem börðust þar, ef svo má segja, Sumitomo-Fuji Electric og Mitsu- bitsi. Við erum með umboð fyrir hið fyrrnefnda. Eftir að tilboð höfðu verið opnuð var öðrum aðilum gefinn kost- ur á að lækka sín, sem er ólöglegt. Við skutum þessu máli til kærunefndar útboðsmála sem úrskurðaði 29. mars 1997 með bréfi til fjármálaráðuneyt- isins að endurskoða yrði þessa ákvörðun. Með bréfi 1. apríl sama ár neitaði Ingibjörn Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að endurskoða málið og var það afgreitt á næturfundi borg- arráðs í framhaldi af því. Við skutum þá máli þessi til úrskurðar í Brussel og þar var það staðfest að slík vinnu- brögð væru ólögleg. Við íhuguðum málsókn vegna þessa við stjórn Orku- veitu Reykjavíkur og Innkaupastofn- un Reykjavíkur, þar sem Alfreð Þor- steinsson er í fyrirsvari á báðum stöðum, en hættum við. Japanska fyr- irtækið Sumitomo setti okkur þá kosti að standa ekki í málarekstri þar sem í hlut ætti annað japanskt fyrirtæki og við létum undan síga fyrir þeim til- mælum – sem við hefðum kannski alls ekki átt að gera,“ segir Karl. „Mönnum er vafalaust mörgum í fersku minni allt umrótið sem þetta mál olli, næturfundir í borgarstjórn og misfagur málflutningur andstæð- inga okkar þar,“ bætir hann við. Þeim félögum kemur þó saman um að þessi reynsla sé dýrmæt. „Við erum þegar farnir að huga að tilboðum í ákveðna þætti í væntanleg- um virkjanaframkvæmdum,“ segir Karl og blaðamanni verður ljóst við þessar umræður að það er ekki til- viljun að fyrirtækið Bræðurnir Orms- son hefur blómstrað svo sem raun ber vitni á umliðnum árum. Ef svo heldur fram sem horfir munum við sennilega um langan ald- ur geta notið lýsingar og krafts frá túrbínum og rafölum þar sem Bræð- urnir Ormsson hafa komið við sögu og eldað matinn okkar og þvegið þvott- inn með tilstyrk AEG-tækja. sinnar tíðar Hestar í miðri Þverá. Verið er að flytja rafstöð frá Bræðrunum Ormsson til að raflýsa Múlakot í Fljótshlíð. Eiríkur Ormsson og Sigurður Sigurðsson við eitt af fyrstu röntgentækjum sem hingað voru keypt og Bræðurnir Ormsson settu upp. gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 21 Viltu stytta skammdegið? Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is SJÁ EINNIG http//www. heimsklubbur.is Pantanasími 56 20 400 Önnur eins ánægja á ferðalögum finnst varla og í Thailandsferðum HEIMSKLÚBBSINS. 8. JAN. 2003 UNDRA THAILAND 17 d. 4 n. í Bangkok og 11 n. á Jomtien. 4ra-5* hóteli m. morgunv. 6 sæti laus. 29. JAN. 2003 RÓMUÐ STÓRA THAILANDSFERÐIN Allt landið frá Bangkok, Stóri flotmarkaðurinn, River Kwai, Phitsanuloke, Sukotai, CHIANG MAI - Rós Norðursins, CHIANG RAI og í lokin 6 d. Jomtien PÁLMASTRÖND. 4 sæti laus. Nú geta allir farþegar okkar gist á hinu frábæra RADISSON-BANGKOK. THAILANDSFERÐ ÞEGAR ÞÚ VILT - á eigin vegum. Flug frá kr. 107 þús m. flugvallarsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.