Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Fyrsta heimilið
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
RJÚPNASKYTTUR á Norðaustur-
landi hafa ákveðið að heita á hjúkr-
unar- og dvalarheimilið Naust á
Þórshöfn og láta
tíunda hvern
fugl sem þeir
fella renna til
heimilisins, í
þeirri von að
veiðin fari að
glæðast. Frá
þessu er greint á vefnum local.is og
vitnað þar til dreifibréfs Þórshafn-
arhrepps.
„Þetta er fallega gert af drengj-
unum,“ sagði Sigmar B. Hauksson,
formaður Skotveiðifélags Íslands,
við Morgunblaðið um áheit norðan-
manna. Hann sagðist ekki hafa heyrt
dæmi af svona áheitum skotveiði-
manna áður, en hafði fullan skilning
á því að ákveðin örvænting hefði
gripið um sig meðal sumra þeirra.
Rjúpnaveiðin hefði verið dræm til
þessa sökum hlýinda, svo mikilla að
elstu menn myndu vart annað eins.
„Tíðin er því mjög góð fyrir rjúp-
una en að sama skapi erfið fyrir
veiðimenn. Ég hugsa að tómstunda-
veiðimenn séu búnir að fá skammt-
inn fyrir sig og sína en þeir sem ör-
vænta eru hinar svonefndu magn-
skyttur eða atvinnuveiðimenn sem
ætluðu sér að græða drjúgan pening
og hafa verið að bjóða rjúpuna á tvö
þúsund kall stykkið.“
Rjúpnaskytt-
ur heita á
hjúkrunar-
heimili
SUMIR voru á leiðinni í samkvæmi, aðrir á leiðinni
heim eftir vinnu eða voru að skjótast eftir hamborg-
ara þegar lögreglan í Reykjavík stöðvaði þá á Gull-
inbrú á föstudagskvöld. Ekki var annað að sjá en
ökumenn væru ánægðir með aðgerðir lögreglu þó að
hún tefði þá um nokkrar mínútur.
Frá klukkan 23.30 til 1.30 aðfaranótt laugardags
voru um 700 ökumenn stöðvaðir. Áfengi mældist í
blóði tveggja, þrír voru án ökuréttinda og nokkrir
tugir höfðu gleymt ökuskírteinunum. Í gegnum tíð-
ina hefur ölvunarakstur verið algengastur í desem-
ber. Mikið framboð er af hvers kyns samkvæmum og
skemmtunum og virðist sem margir freistist til að aka
heim eftir að hafa drukkið áfengi. Slíkt er að sjálf-
sögðu bannað auk þess sem það er stórvarasamt. Von
er á að lögregla setji upp vegatálma víðsvegar í borg-
inni á næstu vikum til að kanna ástand ökumanna.
Fylgjast vel
með jóla-
umferðinni
Það komst enginn framhjá vegartálma lögreglunnar í Reykjavík á föstudagskvöld. Ökumenn tóku lögregl-
unni vel og almenn ánægja var með aðgerðir hennar gegn ölvunarakstri. Hér reyndist allt vera í lagi.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglan eykur/4
MÖGULEIKAR fólks sem útskrif-
ast úr starfsmenntaskólum landsins
til atvinnu eru góðir í flestum grein-
um og afkoma þess síst lakari en
annarra í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir
þetta hefur sveinsprófum fækkað
um 14% frá því um fyrri hluta tíunda
áratugarins. Þetta veldur forsvars-
mönnum iðnfyrirtækja áhyggjum.
Magnús Þór Ásmundsson fram-
kvæmdastjóri framleiðsluferils Mar-
els segir að ef fram heldur sem horf-
ir sé ljóst að verkefni muni tapast til
útlanda með þeim verðmætum sem
annars hefðu skapast hérna heima.
„Við hjá Marel gerum ráð fyrir 10–
15% vexti á komandi árum. Er erfitt
að sjá hvernig það fer saman við þá
öfugu fylgni sem virðist vera við ný-
liðun í röðum iðnlærðra, þá ekki síst í
málmiðnaði.“ Hann segir að ef
þensla sé á vinnumarkaði skapist
erfitt ástand og eftirspurn eftir hæfu
starfsfólki verði meiri en framboðið.
„Hægt er að flytja inn erlent vinnu-
afl eins og gert hefur verið undanfar-
in misseri í ýmsum iðngreinum. Slíkt
felur í sér tímabundna lausn og
skapar ekki metnað eða hefð í ís-
lenskum iðnaði.“
Svipaðar skoðanir er að finna hjá
Ingólfi Sverrissyni hjá Samtökum
iðnaðarins sem segir að útflutningur
á hug- og verkviti verði ekki nema að
verkmenntaskólunum sé gert kleift
að sinna hlutverki sínu og viðhorf til
verkmenntunar breytist hér á landi.
Nýliðun iðnlærðra lítil
Verknám/B1
KONAN, sem ók bifreið sem lenti út
í Hólmsá á Suðurlandsvegi á föstu-
dag, hefur verið flutt á Landspítal-
ann við Hringbraut þar sem hún fær
viðeigandi meðferð en henni er hald-
ið sofandi í öndunarvél. Þriggja ára
dóttir hennar sem var undir eftirliti
á gjörgæsludeild er á góðum bata-
vegi.
Vegfarendur á Suðurlandsvegi
sýndu mikið snarræði og unnu þrek-
virki þegar þeir skáru á öryggisbelti
og björguðu fjölskyldunni út úr bif-
reiðinni. Fyrst náðu þeir börnunum
þremur út og í þann mund sem þeim
hafði tekist að losa konuna úr bílnum
komu tveir óeinkennisklæddir lög-
reglumenn úr fíkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík á vettvang og gátu
veitt aðstoð.
Rannsókn heldur áfram
Að sögn Karls Steinars Valssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns hélt vett-
vangsrannsókn slysarannsóknar-
deildar lögreglu áfram í gær.
Í apríl 2000 varð alvarlegt slys
þegar bifreið valt yfir vegriðið og
lenti á hvolfi ofan í Hólmsá. Meira
var þá í ánni og fór bíllinn næstum á
kaf. Kona á þrítugsaldri var allt að
hálftíma í bifreiðinni áður en tókst að
bjarga henni á þurrt.
Jónas Snæbjörnsson, umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar á Reykja-
nesi, segir að vegagerðarmenn muni
strax eftir helgi kanna aðstæður og
leggja mat á hvort ástæður séu til
úrbóta við brúna. Að hans sögn eru
aðeins um þrjú ár síðan vegrið og
brúarhandrið var sett þarna upp.
Enn í önd-
unarvél
eftir slys
við Hólmsá
Vegagerðin mun
kanna hvort ástæður
séu til úrbóta við ána
FUNDNAR eru minjar sem taldar
eru vera frá landnámsöld, skammt
frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, að
öllum líkindum skáli og útihús. For-
stöðumaður Byggðasafns Reykja-
nesbæjar telur ekki fráleitt að
fundinn sé bústaður Herjólfs Bárð-
arsonar.
Bjarni F. Einarsson fornleifa-
fræðingur stjórnar skráningu forn-
minja í Reykjanesbæ. Þegar farið
var að skoða loftmyndir af Höfnum
taldi hann sig strax sjá móta fyrir
landnámsskála. Í fyrradag var
grafin hola ofan í miðjan skálann
og þar fengust vísbendingar um að
kenning Bjarna væri rétt þótt frek-
ari rannsóknir eigi eftir að fara
fram. Komið var niður á heillegt
gólf frá landnámsöld og hleðslu
sem talið er að geti verið úr lang-
eldinum. Þarna fannst brot úr brýni
og af járnhring, viðarkol og soð-
steinar.
Bjarni telur allar líkur á að þarna
hafi verið skáli og útihús á land-
námsöld. Hann sér móta fyrir 5 öðr-
um tóttum á svæðinu og garði.
Fyrsti Vogsbærinn?
Jón Borgarsson, sem lengi hefur
búið skammt frá þessum stað, sagði
að nú áttuðu menn sig á því hvað
þeir hefðu verið vitlausir að vera
ekki búnir að sjá þetta út fyrir
löngu.
Allt Reykjanesið tilheyrir land-
námi Ingólfs Arnarsonar. Sigrún
Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður
Byggðasafns Reykjanesbæjar, rifj-
ar það upp að Ingólfur hafi gefið
vini sínum og fóstbróður, Herjólfi
Bárðarsyni, landið milli Vogs og
Reykjaness. Hann hafi búið í Vogi
sem menn hafi til þessa helst talið
að væri gamli Kirkjuvogur, sem er
norðan Ósabotna. Fornleifafund-
urinn geti bent til þess að Herjólfur
hafi byggt bæ sinn þar sem nú eru
Hafnir en hann verið fluttur yfir
Ósbotna 100 árum síðar. Fyrir liggi
að bærinn hafi á 16. öld verið flutt-
ur til baka en Kirkjuvogsbærinn
stóð eftir það skammt frá kirkjunni
og þá um leið gömlu tóttunum.
Sigrún Ásta segir að þetta sé
mikilvægur fornleifafundur. Mik-
ilvægt sé að hefja viðamikla rann-
sókn á staðnum og víðar því
Reykjanesið hafi lítið verið rann-
sakað. Tóttirnar eru inni í miðju
byggðahverfinu í Höfnum og þær
gætu nýst við uppbyggingu menn-
ingartengdrar ferðaþjónustu.
Skáli og útihús frá landnámsöld
fundin í Kirkjuvogi í Höfnum
Hugsanlegt að þar sé bær Herjólfs
Bárðarsonar fóstbróður Ingólfs
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bjarni F. Einarsson með stein sem
talinn er vera úr langeldi skálans.