Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Í kvöld kl. 20, Fö 6/12 kl 20 Lau 28/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Í dag kl 14, Lau 7/12 kl 20 ATH: Kvöldsýning Su 8/12 kl 14, MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Forsalur Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/12 kl 20, Su 8/12 kl 20 AÐ BREYTAST Í SVAN Umræðukvöld um gildi þess að breyta um stefnu og blómstra á óvæntan hátt Frummælendur: Ásdís Þórhallsdóttir, leikstjóri, Guðrún Ögmundsdóttir alþigiskona, Jón Björnsson, sálfræðingur, Sigurdór Halldórsson, sjómaður Má 2/12 kl 20:00 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! - BORGARLEIKHÚSIÐ - FJÖLSKYLDUVÆNT LEIKHÚS Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar). EINARS BEN HÓPURINN: Jólakaffi í Borgarleikhúsinu með Einari Ben, Mozart, Matthíasi Jochumssyni, Gísla á Uppsölum ofl. Umsjón: Guðrún Ásmundsdóttir, Eyvindur Erlendsson Í dag kl. 16:30 Aðgangseyrir kr. 1.500 BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR OG TÓNLIST Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi: Rithöfundar lesa úr verkum sínum Fi 5/12 kl 20, Fi 12/12 kl 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 7/12 kl 20, lau 28/12 kl 20 Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó 4.-5. sýn. sun. 1. des. kl. 15 og 20 6. sýn. lau. 7. des. kl. 20 7.-8. sýn. sun. 8. des. kl. 15 og 20 Veisla í Vesturporti! ..ef ykkur langar til að eiga stund þar sem þið getið velst um af hlátri, ekki missa af þessari leiksýn- ingu... (SA, Mbl.) sun. 1. des. kl. 21.00 Uppselt fös. 6. des. kl. 21.00 Örfáar sýningar eftir Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 loftkastalinn@simnet.is www.senan.is JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Sun. 1. des. kl. 14. nokkur sæti Mið. 4. des. kl. 10 og 13.30 uppselt Fim. 5. des. kl. 10.30 uppselt Fös. 6. des. kl. 10. uppselt Lau. 7. des kl. 13 og 15.15 uppselt Sun. 8. des. kl. 14. laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Sun. 1. des kl. 16 laus sæti Þri. 3. des. kl. 10 og 14 uppselt Fim. 5. des. kl. 14 uppselt Mið. 11. des. kl. 10 uppselt Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu lau 7. des kl. 20, laus sæti, þri 17. des, uppselt, sun 29. des kl. 20, laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur sun 1. des, uppselt, mið 4. des, nokkur sæti, fim 5. des, örfá sæti, föst 6. des, örfá sæti, mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Sun. 1. des. kl. 20.30 Fim. 5. des. kl. 20.30 Sunnudagur 1. des. kl. 16.00 TÍBRÁ: Jórunn Viðar Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Lovísa Fjeldsted, Skólakór Kársness, Dómkórinn og Kór MR flytja tónlist eftir Jórunni Viðar. Guðrún Eva Mínervudóttir flytur ávarp og les úr nýútkominni bók sinni, Sagan af sjóreknu píanóunum. Miðaverð kr. 1.500/1.200. Laugardagur 7. des. kl. 16.00 Tónar Evrópu – Söngtónleikar Edda Hrund Harðardóttir sópran og Richard Simm píanó flytja verk eftir Handel, Mahler, Jón Ásgeirsson, Ravel, Puccini, Poulenc, Tchaikovsky og Bell- ini. Miðaverð kr. 1.500. Sunnudagur 8. des. kl. 16.00 TÍBRÁ: Klassískt jólakonfekt KaSa hópurinn skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur, Sif Tulinius, Helgu Þórarinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur, Sigurði Bjarka Gunnarssyni, Áshildi Haraldsdóttur, Peter Máté og Nínu Margréti Grímsdóttur, býður til jólaveislu fyrir alla fjölskylduna. Styrktaraðilar: Omega Farma, strik.is, 12 Tónar, Stafræna hljóðupptökufélagið, Kökuhornið, Nói & Síríus. Verð kr. 1.500/1.200. Frítt fyrir 20 ára og yngri og 60 ára og eld- ri. Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fim. 5/12 kl. 21 Nokkur sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti Munið gjafakortin Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 DAYSLEEPER er ung sveit, var stofnuð í fyrrahaust, og hefur verið nokkuð áberandi undanfarið í hinum og þessum miðlum. T.a.m. hafa lögin „Kumbh Mela“ og „Again“ hljómað talsvert í útvarpi, svo og í sjónvarpi. Sveitin leggur fyrir sig melódískt léttgrugg; hljóma á stundum eins og órafmagnaðir Alice in Chains eða Pearl Jam en einnig koma nöfn eins og Staind og Blind Melon upp í hugann. Sem fyrsta plata sveitar er EveAlice furðu fullmótaður gripur; hljómur skýr, flutningur laga lýta- laus og heildaráhrifin þægilega þétt og traust. Undir þessu fágaða yfirborði er þó því miður lítið sem hægt er að slægjast eftir. Þegar fyrsta laginu sleppir, hinu ágæta „Kind of Jesus“ er ekki eitt – nei, ekki eitt lag – sem skilur eitthvað áþreifanlegt eftir sig. Sem verður að teljast hið versta mál þegar um ellefu laga plötu er að ræða. Frá og með „Travel this trip“ tekur við tilþrifalítið ferðalag þar sem rólegar gruggballöður ráða ríkjum – með hreint undarlega bit- lausum krókum. Söngvari sveitar- innar, Sverrir Bergmann, syngur lögin af mikilli einlægni og manni dylst ekki að sveitin gerir þetta allt saman af miklum metnaði. Það má hún líka eiga – og það skuldlaust. En mér er nauðugur einn kostur að leggja ískalt mat á það sem allt snýst um hér. Sjálfa tónlistina. Og hún er, svo farið sé í klisjubank- ann, í raun hvorki fugl né fiskur. Aftur að Sverri. Manni er skapi næst að sleppa þessari málsgrein, svo mikið leggur hann sig nú fram. Röddina hefur hann og víst get- ur hann verið lagviss. En söng- sprettirnir hjá pilti nálgast á stundum hreina smekkleysu. Til- finningasnauðar falsettuæfingar að hætti Jeff Buckley gera þessari plötu síst greiða (ekki mátti hún við miklu) og svo langt er farið með þetta Buckley-nudd að ein- staka Piaf-titringar, að hætti fyr- irmyndarinnar, eru látnir fljóta með. Óskiljanlegt að þessar þreif- ingar hans hafi verið látnar óáreitt- ar. Allt í allt vantar tilfinnanlega á þessa plötu lagasmíðar sem hreyfa við manni og snerta. Auk þess leik- ur ára tilgerðarinnar í kringum allt hér, hvort sem það er umslag, lög eða ljósmyndir í bæklingi. Væmið og stíliserað úr hófi þar sem dramatíkin er hol, tilfinningarnar eru gervi og það hringlar í heild- arpakkanum. Það eina sem hægt er að segja þessari plötu til hrós er að hún læt- ur þægilega í eyrum – en þá í mesta lagi sem léttgárandi bak- grunnstónlist. Og ég trúi því seint að það hafi verið það sem sóst var eftir. Setningin „I sense inactivity“ („Ég finn fyrir aðgerðarleysi“) í laginu „Face it all“ liggur óþægi- lega nálægt Evu Lísu. Því þannig er henni líklega best lýst, þar sem hún flýtur sofandi framhjá manni í átakalausum, ómerkilegum dag- draumi. Tónlist Reisn í hlekkjum Daysleeper EveAlice Skífan EveAlice er frumburður Daysleeper. Sveitina skipa Sverrir Bergmann (söng- ur), V (gítar og bakraddir), Buster (gít- ar), Bronze (bassi), Stefanovich (tromm- ur), Young (hljómborð og forritun). Þeim til aðstoðar var Siggi Vídó (mandólín). Lög og textar eftir meðlimi, einnig koma Auðunn Blöndal, Jónsi og Stebbi við sögu. Tvö þau síðastnefndu kunna að vera nöfn á meðlimum. Hrannar Ingimars- son sá um upptöku og hljóðblöndun. Stjórn upptöku var í höndum Hrannars og Young. Arnar Eggert Thoroddsen EveAlice er frumburður Daysleeper. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.