Morgunblaðið - 01.12.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 01.12.2002, Síða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÉÐINS OLGEIRS JÓNSSONAR málarameistara, Barðastöðum 9, Reykjavík. Kristjana Lilja Kristinsdóttir, Kristinn G. Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir, Salvör Kristín Héðinsdóttir, Ingþór Pétur Þorvaldsson, Lilja Jónína Héðinsdóttir, Sigrún Eir Héðinsdóttir, Karl-Johan Brune, barnabörn og barnabarnabörn. Útför systur okkar og frænku, JÓHÖNNU ERASMUSDÓTTUR frá Háu-Kotey í Meðallandi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni þriðjudagsins 26. nóvember, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. desember nk. kl.13.30. Sveinbjörg Erasmusdóttir, Guðríður Erasmusdóttir, Helga Erasmusdóttir, Lilja Benediktsdóttir, Páll Jóhannesson. Mín ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ERLA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 24. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 3. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Vilhjálmur Auðun Þórðarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson, Ólafur Þór Vilhjálmsson, Hrefna Bachmann, Auðný Vilhjálmsdóttir, Guðjón Þór Mathiesen og barnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu vegna andláts og útfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS HELGASONAR frá Hlíðarenda, fyrrum bónda á Rauðaskriðum, Fljótshlíð. Þóra Ágústsdóttir, Hjörtur Guðjónsson, Sólveig Stolzenwald, Örn Helgi Guðjónsson, Björn Guðjónsson, Vigdís Þorsteinsdóttir, Sigurveig Guðjónsdóttir, Sigfús Traustason, Pálmi Guðjónsson, Ágústa Guðjónsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Bergþór Guðjónsson, Olga E. Guðmundsdóttir, Ísleifur Helgi Guðjónsson, Þorsteinn Guðjónsson, Ingveldur G. Sveinsdóttir Sigurgeir Guðjónsson, Ingibjörg R. Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og afa, JÓNS ÆGIS JÓNSSONAR, Reykjamel 1, Mosfellsbæ. Sérstakar kveðjur og þakkir eru til starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Dís Níelsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR, Nesvegi 70, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Friðbjörns Sigurðssonar læknis og starfsfólks á deildum 11F og 11E, Landspítala við Hringbraut og starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Erla Friðriksdóttir og fjölskylda. Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför TORFA NIKULÁSSONAR, Túngötu 38, Eyrarbakka. Þorkell Nikulásson, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Matthildur Nikulásdóttir, Jónatan Jónsson, Sigrún Ingjaldsdóttir og fjölskyldur. ✝ Eiríkur ÁgústSæland fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stígur Sveins- on Sæland, lögreglu- þjónn í Hafnarfirði, f. 30.11. 1880, d. 21.4. 1974, og Sigríður Ei- ríksdóttir Sæland, ljósmóðir í Hafnar- firði, f. 12.8. 1889, d. 8.10. 1970. Systkini Eiríks eru: 1) Auður Helga, fyrrv. kaupmaður í Tjæreborg í Dan- mörku, f. 13.6. 1917, gift Harry August Herlufsen, rakarameistara og hljómlistarmanni, og eiga þau sjö börn; 2) Sólveig Guðfinna, hús- móðir í Hafnarfirði, f. 26.8. 1928, gift Einari Ingvarssyni, fyrrv. starfsmanni hjá Álverinu í Straumsvík, og eiga þau sjö börn; 3) Ragnheiður Pétursdóttir á Sléttu í Eyjafjarðarsveit, f. 21.12. 1921, gift Hreiðari Eiríkssyni garðyrkjubónda, d. 24.11. 1995, þau eiga sex börn. Hinn 12.8. 1944 kvæntist Eiríkur eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Gústavsdóttur Sæland húsfreyju, f. 24.12. 1926. Foreldrar hennar voru Gústav Sigurbjarnason, birgða- vörður og símamaður í Reykjavík, f. 28.7. 1901, d. 25.10. 1971, og um, stundaði vélstjóranám hjá Fiskifélaginu og öðlaðist vélstjóra- réttindi 1940, stundaði nám við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og lauk þaðan prófum 1943. Eiríkur var vélstjóri á Bolla frá Akranesi 1941, Guðbjörgu frá Hafnarfirði 1943–1944 og á Hval- fjarðarsíldinni 1947–1948. Eiríkur var garðyrkjumaður hjá Sveini Björnssyni ríkisstjóra á Bessastöðum um tíma og kynntist þar eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu, sem þar var starfsstúlka. Á árunum 1945–1946 ráku þau garð- yrkjustöðina á Nesjavöllum í Grafningi. 1. maí 1948 flytjast þau í Biskupstungur, kaupa spildu úr jörðinni Stóra-Fljóti og reisa þar garðyrkjubýli, sem þau nefndu Sjónarhól en nafninu var seinna breytt í Espiflöt. Þar bjuggu þau og störfuðu að garðyrkju til ársins 1998, þegar þau fluttu á Selfoss. Eiríkur var alla tíð virkur í fé- lagsmálum. Hann var formaður Ungmennafélags Biskupstungna 1959–1962 og bókasafnsvörður fé- lagsins í fjölda ára. Hann var heið- ursfélagi í Umf. Bisk. Eiríkur sat í stjórn Garðyrkjubændafélags upp- sveita Árnessýslu 1962–1972, þar af formaður í fimm ár. Hann var formaður Sambands garðyrkju- bænda 1967–1969. Einnig sat hann í stjórn Sölufélags garðyrkju- manna um skeið. Um skeið var hann umboðsmaður Happdrætta DAS og SÍBS, en lengst af hafði hann Happdrætti Háskóla Íslands með höndum, alls um 25 ár. Útför Eiríks verður gerð frá Sel- fosskirkju á morgun, mánudaginn 2. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Klara Ólafía Bene- diktsdóttir, verkakona í Reykjavík, f. 31.7. 1905, d. 25.6. 1934. Börn Eiríks og Huldu eru: 1) Sigríður Sæ- land, íþróttakennari á Selfossi, f. 27.5. 1944, gift Árna Erlingssyni byggingameistara og kennara á Selfossi, þau eiga tvær dætur; 2) Gústaf Sæland, garðyrkjubóndi á Sól- veigarstöðum í Bisk- upstungum, f. 7.12. 1945, kvæntur Elínu Ástu Skúladóttur garðyrkjubónda, þau eiga fjögur börn; 3) Stígur Sæ- land, garðyrkjubóndi á garðyrkju- stöðinni Stóra-Fljóti í Biskups- tungum, f. 19.8. 1949, hann á þrjá syni, sambýliskona hans er Kristín J. Arndal; 4) Klara Sæland, hús- móðir í Þjóðólfshaga í Rangár- þingi ytra, f. 3.4. 1951, gift Haraldi B. Arngrímssyni trésmið og fanga- verði, þau eiga tvo syni; 5) Sveinn Auðunn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum, f. 29.10. 1954, kvæntur Áslaugu Svein- bjarnardóttur garðyrkjubónda og eiga þau þrjú börn; 6) Eiríkur Óm- ar Sæland, blómakaupmaður í Vestmannaeyjum, f. 11.11. 1958, hann á tvö börn. Eiríkur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborgarskólan- Elsku pabbi. Nú ert þú farinn frá okkur yfir móðuna miklu. Þegar ég lit til baka er margt sem kemur upp í hugann. Ég minnist þess er ég var 13 ára og þú varst að endurnýja gróðurhús heima á Espiflöt, ég var að snúast í kringum þig og reyna að hjálpa til eftir mætti. Þetta var að vetri til og eldri systkinin að heiman í skóla. Þú leiðbeindir mér og sagðir mér til. Svo liðu árin. Við vorum 6 systk- inin og það þurfti að stækka búgarð- inn. Upp úr 1970 var eitt gróðurhús- ið byggt af öðru og alltaf var verið að. Þú varst svo áhugasamur og krafturinn svo mikill að oft hélt maður að þú værir kominn fram úr sjálfum þér. Um svipað leyti fór tæknin að halda innreið sína í íslensk gróður- hús, sjálfvirkir gluggar og hitastýr- ing. Ætíð varst þú fyrstur garð- yrkjumanna að prófa nýja tækni og notfæra þér nýjungar. Þú varst brautryðjandi í lýsingu gróðurhúsa og byrjaðir fyrstur allra garðyrkju- manna á Íslandi að rækta við lýs- ingu og gjörlýstir gróðurhúsin. Þú varst fyrstur í stéttinni að rækta jólastjörnur. Þú varst hugmynda- ríkur og óhræddur að taka áhættur. Fyrsta árið varstu með 160 jóla- stjörnur og jókst ræktunina milli ára. Nú í dag eru ræktaðar 60.000 jólastjörnur hér á landi. Einnig byrjaðir þú að rækta brúðarslör og ég gæti nefnt miklu fleira. Þú varst framsýnn og sífrjór í hugsun. Þú gerðir Espiflötina að stóru og myndarlegu garðyrkjubýli, svo myndarlegu að þú og mamma feng- uð viðurkenningar fyrir garðyrkju- stöðina ykkar og skrúðgarðinn. Á Espiflöt störfuðuð þú og mamma í 50 ár. Ákveðið var að gera Espiflötina að félagsbúi 1975, tókst þú Svein bróður minn og mig inn sem sam- eigendur. Hélst það fyrirkomulag þar til um áramót 87/88. Þá var fé- lagsbúinu skipt og ég fékk minn hluta úr því en þú og Sveinn voruð áfram með búið á Espiflöt þar til þú og mamma fluttuð á Selfoss 1998. Ég var svo lánsamur að ég gat fylgt þér í starfi frá því að ég var unglingur og fram að 38 ára aldri. Það var góður skóli. Þú mótaðir framtíð mína sem garðyrkjumanns. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú gafst mér í veganesti. Ég mun varðveita dýrmætar minningar um þig í mínu hjarta. Guð geymi þig. Þinn sonur Stígur. Elsku afi, það er mér þungt í hjarta að þú sért farinn. En mig langar að minnast þín með fáeinum orðum. Afi var hæglátur og góður maður, hann var líka mjög ættrækinn og var hann stoltur af ætt sinni. Það var alltaf mikið áhugamál hjá hon- um að vita hvað hver og einn afkom- andi hans væri að læra. Afi var mjög fróður maður og hafði hann gaman af því að fræða okkur systkinin um heima og geima. Þegar ég lít til baka koma ótal margar góðar minniningar upp í kollinn. Eins og þegar þú varst að hjálpa mér við frímerkjasafnið mitt. Og þegar þú kenndir mér að raka hey í fyrsta sinn. Þetta voru góðir tímar, já þú kenndir mér margt nyt- samlegt. Þú lést heldur ekki neinn vaða yfir þig og þú vissir alltaf hvað þú söngst. Alltaf þegar ég reyndi að rökræða við þig hafðir þú alltaf rétt fyrir þér. Þú hafðir líka alltaf rétt fyrir þér þótt þú hefðir rangt fyrir þér. Svona minningar gleymast aldrei. Ég er mjög stoltur að hafa átt þig sem afa og gleymi ég þér aldrei. Þinn sonarsonur Ívar Sæland. Elskulegur afi okkar er dáinn. Margar góðar minningar eigum við um hann, alltaf var jafn gaman að koma í sveitina til ömmu og afa og móttökurnar eins og við værum drottningar – allt gert fyrir okkur og við máttum gera allt. Háaloftið sérstaklega spennandi, fullt af gömlum fötum og dóti, og eftir góð- an tíma kom afa í stigaopið og spurði: Eruð þið nokkuð að rusla til fyrir ömmu ykkar? Seinna þegar vitið var orðið meira fengum við vinnu hjá afa í gróður- húsunum og þá var eins gott að standa sig, því þar vildi afi ekki hafa neinn rolugang og lét heyra í sér ef honum mislíkaði vinnubrögðin en mikið lærðum við um blómin, græn- EIRÍKUR ÁGÚST SÆLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.