Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 26
Frá starfi leikstofu barnadeildar Landspítala — háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Thorvaldsenskonur byrj-uðu á að styrkja barna-deild Landskots árið1972 og þær eru búnarbeinlínis að tæknivæða deildina ásamt öðru, þau ár sem liðin eru síðan,“ segir Auður Ragnarsdótt- ir, hjúkrunardeildarstjóri á barna- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi, en henni er ofarlega í huga að minnast gjafmildi Thorvald- sensfélagsins í Reykjavík, nú þegar umrædd barnadeild er að sameinast Barnaspítala Hringsins hvað líður. „Ég útskrifaðist sem hjúkrunar- fræðingur árið 1975 og fór þá strax að starfa á barnadeild Landakots. Það hafa orðið gríðarlega breytingar í barnahjúkrun á þessum tíma, eink- um hefur orðið mikil sérhæfing með- al hjúkrunarfræðinga. Legutími er alltaf að styttast og sjúklingar eru nú almennt veikari en áður. Að hluta til er þessi þróun vegna tilkomu göngu- og dagdeilda, þannig að það eru veik- ustu börnin sem eru lögð hér inn. Foreldrar voru farnir að koma inn á barnadeildir í ákveðna heimsókn- artíma þegar ég hóf störf í hjúkrun, en í upphafi starfs barnadeilda þótti ekki æskilegt að foreldrar kæmu mikið inn á sjúkrahús til barna sinna. Auðvitað voru einstaka undantekn- ingar þegar um var að ræða mjög mikið veik börn. Síðan þróaðist þetta og foreldrarn- ir fóru að vera æ meira á deildinni. Starfsfólkið þurfti nokkra aðlögun í þessum efnum, það voru viðbrigði að hafa áhorfendur að flestu því sem verið var að gera. En menn hafa löngu gert sér grein fyrir að þetta er langbest fyrir barnið og gerir alla umönnun þess mun auðveldari. Thorvaldsensfélagið kom til skjal- anna þegar þessi þróun var kominn nokkuð á veg. Þær gáfu húsgögn – rúm, góða stóla, lampa og fleira til að betur færi um foreldrana meðan þeir sinntu barni sínu á sjúkrahúsinu. Áð- ur höfðu þær gefið margar góðar gjafir, svo sem tæki til að mæla lífs- mörk barna inni á stofum, hitakassa og hitaborð fyrir mikið veik ungbörn. Þegar systurnar fluttu úr húsnæði sínu á þriðju hæðinni á Landakoti í kjölfar þess að ríkið tók við rekstri sjúkrahússins var innréttuð leikstofa og foreldraherbergi á barnadeildinni. Thorvaldsenskonur gáfu útbúnað í þessa aðstöðu. Meðan deildin var á Landakoti voru þrengslin slík að foreldrarnir urðu að sofa á dýnum á gólfinu. Þegar barnadeildin flutti í Borgarspítalann í Fossvogi gáfu þær ný sjúklingarúm og fjölmargt fleira. Væru ekki fyrir hendi frá okkur ákveðnar óskir um hvað þyrfti að kaupa létu þær okkur gjarna vita að deildinni væri ætluð ákveðin fjárhæð og óskuðu eftir að yf- irlæknir og þeir aðrir sem að málinu kæmu veltu fyrir sér hvað mest lægi á að kaupa hverju sinni. Við fluttum einungis með okkur frá Landakoti gömlu smábarnarúm- in. Þau eru enn í notkun og hafa stað- ið sig mjög vel. Thorvaldsenskonur hafa löngum verið stórgjöfular. Þær keyptu m.a. nokkra svokallaða „Lazyboy-stóla“ fyrir foreldra sem þurfa að sitja lengi við sjúkrarúm barna sinna og þótti mikil bragarbót, þær sáu og um að sjónvarpsvæða stofurnar, svo eitt- hvað sé nefnt í viðbót af öllu sem þær hafa látið af hendi rakna til barna- deildarinnar hér. Hefði þessara gjafa ekki notið við hefði deildin verið mun snauðari að tækjum og húsgögnum, það er alveg víst að aðbúnaður hefði þá verið allur af skornari skammti. Góður aðbúnaður auðveldar mjög alla hjúkrun, ekki síst þegar þróunin er í þá átt að börnin sem inni liggja eru mjög veik. Hér hefur í reynd ver- ið rekin barna- og fjölskylduhjúkrun. Það þarf að hlúa að foreldrum í þess- um aðstæðum – sjá um að leysa þá af svo þeir komist í mat og geti hvílt sig. Ekki aðeins hafa foreldrar dvalið hér langdvölum með börnum sínum heldur hafa systkini sjúklinganna líka verið hér af og til. Heimahjúkrun hefur verið komið á í áranna rás og nú er í umræðunni að koma á sjúkrahústengdri heima- hjúkrun fyrir börn. Gert er ráð fyrir að hinn nýi Barnaspítali Hringsins taki til starfa snemma á næsta ári. Það er mikið undirbúningsstarf búið að standa yf- ir; hvernig best megi standa að sam- einingu barnadeilda Landspítalans. Í hinu nýja og glæsilega húsi Barna- spítalans við Hringbraut er gert ráð fyrir tveimur lyfjadeildum, einni handlækningadeild og á fyrstu hæð verða dag- og göngudeild og bráða- móttaka barna. Flestir starfsmenn fara til starfa á barnasviði Barnaspítala Hringsins Á barnadeildinni í Fossvogi hefur verið starfrækt mjög blönduð 23 rúma deild fyrir börn á öllum aldri, nánast frá fæðingu og upp í 18 ár. Meirihluti starfsmanna hér fer til starfa á barnasviði hins nýja barna- spítala. Áfram verða þó ákveðnar sér- greinar barnalækninga í Fossvogi, þ.e. heila- og taugaskurðlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar og bæklunarlækningar og áfram verður einnig tekið á móti slösuðum börn- um. Starfsfólkið héðan mun sækja um vinnu við ákveðnar einingar á hinum nýja stað eftir sérhæfingu sinni. Þetta leiðir af sér að hópurinn hér mun sundrast. Þau börn sem þurfa að dvelja í Fossvogi njóta þjónustu frá Barnaspítala Hringsins. Mikil eining hefur verið hér meðal starfs- fólks sem margt hefur unnið saman í áraraðir. Við erum því að fara, ef svo má segja, í gegnum ákveðið „sorg- arferli“. En um leið og við kveðjum með söknuði það nána samstarf sem hér hefur ríkt hlökkum við auðvitað til að taka til starfa á nýjum vett- vangi. Við erum vongóð um að það takist að færa saman það besta úr „menningarheimum“ barnadeild- anna sem nú eru að sameinast. Við þessi tímamót vonumst við einnig til að geta á einhvern hátt minnst sem vert er þeirrar miklu vel- vildar og aðstoðar sem barnadeildin hér hefur notið frá hendi Thorvald- sensfélagsins í Reykjavík.“ Thorvaldsenskonur hafa verið stórgjöfular Gömul mynd frá því að barnadeildin var á Landakoti þar sem þrengsli voru oftmikil. 26 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 THORVALDSENSFÉLAGIÐ hefur verið æði duglegt að styðjað við bakið á barnadeild Landakotsspít- ala sem síðar var svo flutt á Borgarspítala, en er nú að sam- einast Barnaspítala Hringsins í nýju húsi. Þær Thorvaldsenskonur hafa af mikilli útsjónarsemi safnað pen- ingum til þessa verkefnis – en hvernig? „Fyrst og fremst höfum við safnað fé með sölu jólamerkja og jólakorta,“ sagði Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, formaður Thor- valdsensfélagsins. „Einnig höfum við gefið út minningarkort og síðast en ekki síst hefur rekstur Thorvaldsens- basars gefið okkur talsvert í aðra hönd.“ Hafið þið einskorðað ykkar fjárhagsaðstoð við barnadeild Landakotsspítala lengi? „Í 30 ár hefur okkar stærsti fjárhagsstyrkur runnið til þess- arar deildar, en við höfum styrkt önnur verkefni líka, má segja allt mögulegt en þó fyrst og fremst það sem lýtur að börnum.“ Hvaða gjöf, sem þið hafið gef- ið barnadeildinni, er ykkur eft- irminnilegust? „Líklega er mér minnisstæðast þegar barnadeildin flutti í Borg- arspítala – þá voru gefin sjúkra- rúm og fleira tilheyrandi fyrir um 5 milljónir króna.“ Hvað kaupir fólk hjá ykkur sem gefur svo miklar tekjur? „Fjárhagslega höfum við mest út úr því að selja jólakort og jóla- merki, líklega gefur það tvær til þrjár milljónir króna á ári. Allt er þetta unnið í sjálfboðastarfi þannig að kostnaður er lítill nema hvað prentunin kostar eitthvað. Thorvaldsensbasar er hins veg- ar rekinn eins og venjuleg versl- un, með einum launuðum starfs- manni og við kaupum inn í verslunina rétt eins og gerist annars staðar, en eigi að síður gefur verslunin okkur talsvert. Tvær félagskonur starfa í sjálf- boðavinnu dag hvern í versluninni með starfmanninum. Verslunin er félaginu auk þess mikils virði sem eins konar félagsmiðstöð.“ Ætlið þið að styrkja barna- deildina frá Landakoti nú þegar hún verður sameinuð Barnaspít- ala Hringsins? „Já, við hættum ekkert að styrkja veik börn þó að þau fær- ist til í húsnæði eða milli deilda. Þetta starf er okkur mikið hjart- ans mál og við viljum ekki hætta að styrkja það heldur ætlum að leggja okkar af mörkum. Einnig viljum við halda áfram samstarfi við hið ágæta starfsfólk barna- deildarinnar sem við höfum skipt við öll þessi ár. Við höfum einnig að auki undanfarin ár styrkt barna- og unglingageðdeildina og ætlum líka að halda því áfram.“ Hvað er á jólamerkinu ykkar í ár? „Nú er á merkinu myndin Jóla- sveinar eftir Þröst Magnússon. Hann hefur gefið félaginu sína vinnu við gerð myndarinnar. Jóla- kortið okkar í ár heitir Jólaæv- intýri og er eftir Sigríði Braga- dóttur, grafískan hönnuð. Hún hefur einnig gefið sína vinnu. Aðstoð við börn er okkar hjartans mál Morgunblaðið/Jim Smart Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir með jólamerki Thorvaldsens- félagsins í ár. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Bútasaumsefni Bækur og snið Gífurlegt úrval Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.