Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 39 Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN TÓMASSON húsasmíðameistari, Skúlagötu 54, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 15. nóvember. Jarðsett hefur verið í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarþel. Sérstakar þakkir til dr. Guðmundar Geirssonar og alls starfsfólks á deild 13-D. Hrefna Arngrímsdóttir, Sigurlaug Kjartansdóttir, Þorbjörn M. Datzko, Kjartan D. Kjartansson, Hulda Sveinsdóttir, Kjartan V. Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR, Hringbraut 69, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 24. nóvember, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 3. desember kl. 13.30. Árdís Pálmadóttir, Friðrik Ágúst Pálmason, Kristjana Vilhjálmsdóttir, Steinunn Pálmadóttir, Pétur Borgarsson, Þórarinn Pálmason, Guðlaug Björgvinsdóttir, Guðlaug J. Pálmadóttir, Magnús K. Bjarkason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR KRISTINN EINARSSON frá Laugum í Hrunamannahreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi fimmtudaginn 28. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 2. desember kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Natalia Saenko, Atli Þorsteinsson, Oddrún Þorsteinsdóttir, Gunnbjörn Þorsteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Klara Þorsteinsdóttir, Árni Þorsteinsson, Daníel Þorsteinsson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, LILJA MATTHILDUR FRANSDÓTTIR frá Króki, andaðist á dvalarheimilinu Lundi á Hellu þriðjudaginn 26. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Guðmundsson frá Króki, Hólmfríður Rannveig, Ólafur Sigfússon, Ingólfur Magnússon, Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Þorsteinn Þor-steinsson fæddist í Neskaupstað 19. júní 1960. Hann lést í Reykjavík 23. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Árnason læknir, f. 20. septem- ber 1923, d. 24. mars 1965, og Anna Jó- hannsdóttir, f. 3. október 1930, d. 13. mars 1998. Systkini Þorsteins eru: 1) El- ísa Björg, f. 29. maí 1952. 2) Klara, f. 19. apríl 1954, á hún þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Árni, f. 11. október 1955, kvæntur Aðalheiði M. Sig- urjónsdóttur, eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Daníel, f. 19. janúar 1963, kvæntur Hrafnhildi Vigfúsdóttur, eiga þau þrjú börn. Þorsteinn kvæntist 7. nóvember 1981 Helen Sjöfn Steinarsdóttur, f. 28. mars 1962. Þau skildu. Son- ur þeirra er Atli, f. 4. maí 1983. Var Þorsteinn um nokkurra ára skeið í sambúð með Arnþrúði Lilju Þorbjörnsdóttur, f. 19. des- ember 1963. Dóttir þeirra er Oddrún, f. 8. mars 1988, og son- ur þeirra Gunn- björn, f. 21. nóvem- ber 1989. Er Þorsteinn lést var hann kvæntur Nataliu Saenko. Þorsteinn ólst upp í Neskaupstað en flutti uppkominn til Reykjavíkur. Þar vann hann ýmis störf og stundaði nám við m.a. Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti og Iðnskólann í Reykjavík, og lauk þar námi í húsgagnasmíði. Hann lauk einnig einkaflugmannsprófi. Á árinu 1995 fluttist Þorsteinn til Danmerkur og vann við iðn sína í Horsens. Þar lauk hann stúdents- prófi og hóf síðan nám í heimspeki við háskólann í Árósum. Átti hann aðeins ritgerð ólokið þegar hann lést. Útför Þorsteins fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánu- daginn 2. desember, og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Þorsteinn mágur minn og vinur var sérstaklega yndislegur og skemmtilegur maður. Á sinn rólega, hógværa hátt var hann bæði ein- staklega gamansamur og skarp- skyggn. Það fór ekki mikið fyrir Þorsteini þegar mín háværa og mál- glaða fjölskylda var saman komin. Allir vildu hafa orðið og koma sín- um bröndurum að, en ef þannig vildi til að allir þurftu að anda í einu, þá kom lítil athugasemd frá Þorsteini sem hitti svo einstaklega vel í mark, að það var næstum ekki hægt að hætta hlátrinum. Þorsteinn var bráðgreindur mað- ur og víðlesinn. Hann var mjög músikalskur, spilaði á bassagítar, saxófón og trompet. Þegar hann lauk stúdentsprófi í Danmörku, dúxaði hann að sjálfsögðu, lét sig ekki muna um að slá Dönunum við í dönskunni. Síðan hóf hann nám í heimspeki við háskólann í Århus og átti hann aðeins eftir að skila loka- ritgerð. Þó Þorsteinn byggi erlendis síðustu árin, hélt hann alltaf góðu og nánu sambandi við börnin sín, þótti afskaplega vænt um þau og þeim um hann. Samband hans og Atla systursonar míns var mjög ná- ið, enda þeir feðgar svo líkir á margan hátt. Ég mun alltaf minnast þess þeg- ar Þorsteinn heimsótti okkur fyrir tveimur árum í sumarbústað með börnum sínum, foreldrum mínum, systrum og systrabörnum. Þetta var yndislegur dagur, sól og blíða, allir glaðir og ánægðir. Það var að sjálfsögðu mikið talað og mikið hlegið. Ég hafði ekki hitt Þorstein í nokkur ár og finnst mér núna ómet- anlegt að hafa fengið að njóta nær- veru hans þennan dag. Nærveru segi ég vegna þess að frá Þorsteini stafaði slíkri rósemi, hlýju og vel- vild að öllum leið vel í návist hans. Það er okkur öllum ósegjanlega erf- itt að sjá á bak okkar elskulega vini, en við verðum öll að reyna að styrkja hvert annað í sorg okkar og hugga okkur við allar hlýju minn- ingarnar um hann. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Hvíl í friði. Margrét Steinarsdóttir. Sagt er að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Sé þetta rétt hefur Þorsteinn fyrrverandi mágur minn verið einn þeirra og þótt auðvelt sé að skilja ást guðanna á honum þykir manni ósegjanlega sárt að hafa ekki fengið að njóta hans lengur. Steini minn kom inn í líf okkar þegar við eldri systurnar vorum rétt um tví- tugt. Mikið skelfing var gaman að lifa þá. Öll vorum við sannfærð um að lífið brosti við okkur og að við yrðum eilíf. Litlu gömlu húsin í Vesturbænum þar sem Steini og Helen bjuggu fyrstu árin voru í okkar huga svo æðislega bóhem og flott þótt varla myndu þau teljast boðlegir mannabústaðir í dag. En þá var þetta allt í lagi því við vissum að eitthvað betra og meira beið handan við hornið. Svo tók lífið við og kenndi okkur annað í sínum skóla. Leiðir skildi hjá Steina og Helen og líf hans gekk upp og niður eftir það. Við söknuðum hans lengi og hugsuðum alltaf til hans af hlýju og virðingu. Steini var skarpgreindur, fróður og bráðskemmtilegur. Hann var einstaklega orðheppinn og kím- inn með afbrigðum. Hann gaf okkur líka þennan frábæra systurson og fyrir það verðum við alltaf einstak- lega þakklátar. Steini var góður vin- ur og umburðarlyndur, skilnings- ríkur og hlýr maður. Hann var sjálfum sér verstur og sá sjúkdóm- ur sem hann var haldinn var honum grimmur og harður húsbóndi. Lengi tókst Steina að halda honum niðri og lifði þá sín bestu ár. Við eigum eftir að sakna hans ósegjanlega en verstur er söknuður barnanna hans þriggja sem hafa misst föður sinn. Megi guð styrkja þau og hjálpa í sorginni. Steingerður Steinarsdóttir. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Nú er látinn sam- starfsmaður og vinur til margra ára á sýkla- fræðideild Landspítal- ans. Arinbjörn Kol- beinsson var fyrsti íslenski læknirinn sem sérhæfði sig í og stundaði sýkla- og ónæmisfræði eingöngu. Hann hlaut góða þjálfun í sérnámi á merkum stofnunum aust- an hafs og vestan. Framan af starfsævi Arinbjörns mætti bakter- íufræðin nokkrum mótbyr frá starfsbræðrum hans vegna tilkomu sýklalyfjanna og trúar á að þar með væri allur vandi við lækningu sýk- inga leystur. Þegar frá leið varð mönnum þó ljóst að nýju lyfin juku þörfina fyrir vandaðar bakteríu- fræðilegar greiningar en ekki öf- ugt. Arinbirni tókst að þróa og móta starfsemi sýklafræðideildarinnar þannig að hún varð á við það sem best gerðist. Við sem undir þetta ritum stöndum í mikilli þakkar- skuld við Arinbjörn. Þegar íslensk- ir læknar leggja sig eftir sérgrein- um sem eru fámennar er mögu- ARINBJÖRN KOLBEINSSON ✝ Arinbjörn Kol-beinsson fæddist á Úlfljótsvatni í Grafningshreppi í Árnessýslu 29. apríl 1915. Hann lést í Reykjavík 19. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 28. nóvember. legur vinnustaður fyr- ir ævistarfið e.t.v. aðeins einn. Því má telja það stóra vinninginn í lífs- ins happdrætti að eignast yfirmann eins og hann. Arinbjörn var góður stjórnandi. Hann hafði lagt sig eftir stjórnunarfræð- um og beitti þeirri kunnáttu vel. Hann hafði lag á því, með mildum aðferðum, að fá starfsliðið til þess að leggja sig fram þótt fast væri tekið í ef nauðsyn bar til. Hann var einstakt ljúfmenni í dag- legri umgengni, mikill húmoristi og alltaf tilbúinn að ræða sín mörgu áhugamál og miðla af mikilli þekk- ingu. Í félagslífi starfsfólksins var hann hrókur alls fagnaðar og tæki- færisræður hans rómaðar. Arin- björn var mikill áhugamaður um stjórnmál og félagsmál og kom afar víða við. Hann lagði mörgum þjóð- þrifamálum lið og okkur sem fylgd- ust með honum úr návígi er ljóst að honum varð oft mikið ágengt án þess að það færi alltaf hátt. Þegar Arinbjörn varð sjötugur var þörfin fyrir starfskrafta hans enn brýn. Hann féllst því á að starfa áfram í hálfu starfi og árin urðu sex. Nú hefur hans verið sárt saknað úr starfinu á sýklafræðideildinni í ára- tug. Um leið og við þökkum hans mikla framlag til sýklafræðideild- arinnar og Landspítalans sendum við Sigþrúði og öðrum ástvinum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Steingrímsson, Karl G. Kristinsson. Kveðja frá Múlabæ og Hlíðabæ Á þeim aldri þegar flestir eru að setjast í helgan stein var Arinbjörn Kolbeinsson enn önnum kafinn í starfi sínu sem læknir og við marg- háttuð félagsstörf. Meðal annars tók hann þátt í að koma á fót fyrstu dagvistarstofnuninni fyrir aldraða á Íslandi árið 1983. Það var Múla- bær og var hann þar fulltrúi fyrir Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís- lands, en auk hennar áttu SÍBS og Samtök aldraðra hlut að stofnun Múlabæjar. Múlabær er í húsi SÍBS í Ármúla 34 í Reykjavík. Reynslan af Múlabæ þótti það góð að sömu aðilar stofnuðu Hlíðabæ 1996, dagvistarstofnun fyrir ein- staklinga með heilabilun, sem er í húsi í eigu Reykjavíkurborgar á Flókagötu 53. Einnig þar var um nýja starfsemi að ræða í þágu sjúk- lingahóps sem stækkað hefur hratt á síðustu árum. Sjaldan reynir eins á hæfileika fólks eins og þegar ryðja þarf brautina á nýjum sviðum líkt og var á fyrstu árum Múlabæj- ar og Hlíðabæjar. Mikil reynsla og frábærir forystuhæfileika Arin- bjarnar nutu sín þar vel meðan heilsa hans leyfði, en hann var 83ja ára þegar hann lét af stjórnarsetu. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með honum á þessum árum minnumst hans með sérstöku þakk- læti og virðingu. Fyrir hönd stjórnar og starfs- fólks Múlabæjar og Hlíðabæjar, Davíð Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.