Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 43 Aldrei þinni útför lýkur, þó engin klukka hringi lengur. Blærinn sem um brjóstið strýkur, á brott með hjartað aldrei gengur. ELLEN ÞÓRA SNÆ- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Ellen Þóra Snæ-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1935. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 6. júní. Þinni útför aldrei lýkur, þótt enginn sjái föllnu tárin. Dauði þinn er dropum ríkur, og drjúpa þeir í grafar sárin. Aldrei þinni útför lýkur, sem áfram haldi sorg að moka. Af leiði þínu laufið fýkur, en lengi mun þar hjartað doka. Ingimar Erlendur og Margrét Blöndal. ✝ Þuríður (Dúa)Elíasdóttir Mountain var fædd á Fossi í Mýrdal 5. mars 1919. Hún lést í Edinborg í Skotlandi 20. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Vigfúsdótt- ir, f. 1893, d. 1972, og Elías Einarsson, f. 1893, d. 1922. Bræð- ur Dúu eru Ragnar f. 1917, og Einar, f. 1921. Elías faðir þeirra dó þegar Dúa var þriggja ára og leystist þá heimilið upp og syskinahópurinn tvístraðist. Dúa fluttist með ömmu sinni og afa til Vestmannaeyja og ólst þar upp. Hún fluttist 14 ára til Reykjavíkur, bjó hjá föðursystur sinni Höllu Einarsdóttur og Þor- leifi manni hennar þar til hún flyt- ur til útlanda. Hún gekk í Versl- unarskólann og lauk þaðan námi. Vann nokkur ár í Laugavegsapóteki. Á stríðsárunum gekk Dúa í hjóna- band með Raymond Mountain, f. 1915. Hann er látinn. Ray- mond var yfirforingi í breska hernum og lögfræðingur að mennt. Hún fluttist til Englands 1944. Börn þeirra Ray- monds urðu fjögur: Robert, f. 18. apríl 1944, Þorey Erla, f. 5. feb. 1946, Linda Alison, f. 25. ágúst 1950, d. 1998, og Karen, f. 3. júní 1959. Eftir að börnin voru uppkomin vann hún í verslun í London í nokkur ár. Dúa og Ray slitu samvistum og fluttist hún þá til Edinborgar í Skotlandi árið 1984, þar sem dætur hennar búa. Útför Þuríðar fór fram í Edin- borg 26. nóvember. Okkur langar að minnast vinkonu okkar Dúu Montain með þakklæti og virðingu. Oft er gildi hins lifaða lífs hugleitt, þegar aflvakinn sem knúði huga og hönd er hættur að starfa. Því vekja hugleiðingar okk- ar nú við lát hennar margar minn- ingar enda spannar vinátta okkar og fjölskyldu hennar áratugi. Við kynntumst Dúu fyrst árið 1953. Hún bjó þá í Bromley í Kent ásamt eiginmanni sínum Ray og börnun- um sem voru þá þrjú. Robert, Þor- ey og Linda. Við vorum nýútskrifaðir hjúkrun- arfræðingar og fórum til Englands til náms og starfa. Byrjuðum að vinna á Bromley Hospital sem er sunnan við London. Það varð okkur til mikillar gæfu að kynnast fljót- lega Dúu og fjölskyldu hennar. Þau reyndust okkur afar vel. Dúa kynnti okkur fyrir íslenskum kon- um, sem bjuggu í London og ná- grenni. Þau hjónin voru óþreytandi að upplýsa okkur og benda á marga merka staði. Ógleymanleg er ferð með þeim um Kent vorið 5́4. Kent er kallaður aldingarður Englands vegna mikillar ávaxtaræktar og blómaskrúðs. Eins eru minnisstæð- ar fallegu rósirnar í garðinum þeirra í Bromley. Dúa var falleg kona og þau hjón- in voru glæsilegt par. Hún var góð kona, vel að sér og skemmtileg. Heimilisbragurinn er okkur minn- isstæður. Dúu tókst á einstakan hátt að blanda saman íslenskum og enskum siðum. Börnin voru frjáls- leg, en kurteis og háttvís. Aldrei heyrðum við Dúu hækka róminn við þau. Samskiptin gengu eitthvað svo ljúflega og átakalaust fyrir sig. Seinna eignuðust Dúa og Ray fjórða barnið, Karen. Við fluttumst eftir árið í Bromley til Edinborgar og unnum þar annað ár, en fórum í fríum til Bromley og bjuggum þá hjá Dúu og Ray. Þau áttu miklu barnaláni að fagna og eru þau öll vel gerð og menntað fólk. Fyrir fjórum árum varð hún fyrir þungu áfalli, þá dó dóttursonur hennar af slysförum og Linda dótt- ir hennar dó þremur vikum seinna, úr illkynja sjúkdómi. Dúa var óvenju sterk kona. Börn hennar og tengdabörn voru henni mikill styrk- ur og stóðu þau öll þétt saman í þessari miklu raun og einnig í hinu daglega lífi. Studdu þau hana með ráðum og dáð, til hinstu stundar. Dúa var stolt af þeim og þeirra fjöl- skyldum. Barnabörnin voru henni mikill gleðigjafi og talaði hún oft um þau. Hún var mikill Íslendingur alla tíð en það heyrðist aldrei á mæli hennar, að hún hefði búið mikinn hluta ævi sinnar í útlöndum. Hún og börnin heimsóttu oft Ísland og styrktu vináttuböndin við ættingja og vini. Að endingu þökkum við Dúu fyrir alla vináttuna og tryggðina sem hún sýndi okkur og biðjum guð að blessa börn hennar, tengdabörn og afkomendur alla. Sigurlín Gunnarsdóttir, Þorgerður Brynjólfsdóttir. ÞURÍÐUR (DÚA) ELÍASDÓTTIR MOUNTAIN Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 frá kr. 29.000 Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður míns, tengda- föður, afa og langafa, KÁRA S. JOHANSEN fyrrverandi deildarstjóra í KEA. Sérstakar þakkir færum við félögum í "Gamla Geysi "fyrir góðan söng og tryggð þeirra og ánægjustundir er þið veittuð honum, svo og starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir frábæra umönnun. Gunnar Kárason, Svana Þorgeirsdóttir, Gréta Aðalsteinsdóttir, Kári Árnason Johansen, Herborg Árnadóttir Johansen, Örn Marinó Arnarson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GYÐA SIGURÐARDÓTTIR myndlistarkona, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítala við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 29. nóvember. Sigurgeir Sigurðsson, Margrét Sigurgeirsdóttir, Héðinn Valdimarsson, Sigurður Ingi Sigurgeirsson, Lóa S. Hjaltested, Þór Sigurgeirsson, María Björk Óskarsdóttir og barnabörn Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Á tímamótum sem þessum leitar hugurinn til þeirra stunda sem við áttum saman. Rifj- ast þá upp ferðirnar okkar til Nor- egs þegar við fórum öll fjölskyldan að heimsækja Helgu frænku og fjöl- skyldu þar sem við áttum frábærar stundir saman. Eins er mér ofar- lega í huga fallega brosið þitt sem ég og Viktor fengum alltaf þegar við komum í heimsókn til þín. Það var líka svo gaman að sjá hversu ánægður þú varðst þegar ég kom til þín í sumar og tikynnti þér að þú værir að verða langafi. Þú varðst strax svo áhugasamur um þennan litla einstakling sem væntanlegur er í heiminn. Eitt skiptið þegar ég kom þá spurðir þú hvort þú mættir finna litla krílið sparka, þú settist við hlið- ina á mér í sófanum og lagðir hönd- ina á litlu kúluna og fannst litla langafabarnið þitt sparka á fullu, og við ljómuðum bæði af gleði yfir þessu nýja lífi. Fyrir rúmum tveim- ur vikum sat ég svo á rúmstokknum hjá þér og þú sagðir að þín heitasta ósk þessa stundina væri að lifa fram yfir áramót svo þú gætir séð barnið, og vorum við þá svo ákveðin í að ÁRNI GUÐJÓNSSON ✝ Árni Guðjónsson,trésmíðameistari frá Oddsstöðum í Vestmannaeyjum, fæddist 12. mars 1923. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 25. nóvem- ber. láta það takast. Á viss- an hátt tókst það því fyrir tveimur vikum komum við með sónar- myndir af litla krílinu okkar og sýndum þér. Það var gaman að sjá spennuna og eftir- væntinguna hjá þér þegar þú rýndir í myndirnar og sást litlu puttana, nefið og lapp- irnar. Því miður verður þetta það eina sem þú færð að sjá af krílinu í þessu lífi, en við erum viss um að þú fylgist með okkur og litla krílinu þegar það kemur í heim- inn. Mikið eigum við eftir að sakna þess að fara með þér á hin árlegu spilakvöld með stórfjölskyldunni eða að eiga rólega stund með þér á Sólvallagötunni. Eins hefði verið gaman að taka rúnt í Skagafjörðinn eins og við töluðum svo oft um. Því miður varst þú orðinn of veikur til að treysta þér í slíkt ferðalag síð- asta sumar. Það kom okkur dálítið á óvart að þú skyldir ekki treysta þér, vegna þess að þú barst þig alltaf svo vel og kvartaðir aldrei nokkurn tím- ann þrátt fyrir allt. Elsku afi, nú ert þú lagður af stað í þitt hinsta ferðalag og líður von- andi vel. Við munum aldrei gleyma þér og þeim minningum sem við eig- um um þig. Góða ferð. Þín Ingibjörg og Viktor Elvar. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.