Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 16
AÐRIR geta velt framtíðminni fyrir sér, en ég nýtstundarinnar og leiðialdrei hugann að þvíhvað ég geri eftir að bæj- arstjóratíð minni lýkur. Reyndar held ég að fólk eigi ekki að einblína á fram- tíðina, það getur komið í veg fyrir að það nái árangri. Ef ég ætlaði á þing eða í fyrirtækjarekstur, gæti það leitt til að ég hætti að taka af skarið í erf- iðum málum hér; hætti að vinna af heilindum með hag Garðabæjar að leiðarljósi. Ég er svo lánsöm að ég velti þessu ekkert fyrir mér. Kannski er þessi afstaða mótuð af því að ég hef búið víða og gegnt ýmsum störfum. Mér hefur lærst að taka því sem að höndum ber og veit að skjótt skipast veður í lofti,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla er 34 ára, fædd í Reykjavík 6. júlí 1968. Foreldrar hennar eru Sigríður Sívertsdóttir Hjelm og Bragi Eyjólfsson. Fjöl- skyldan flutti til Ólafsvíkur þegar Ás- dís Halla var nokkurra mánaða göm- ul og var þar næstu níu árin. „Þetta voru yndisleg ár í litlu sjávarþorpi og mér fannst alltaf jafn skrítið að koma til höfuðborgarinnar,“ segir hún. Síðar bjó fjölskyldan í Svíþjóð í hálft annað ár, í Noregi í tæpt ár og settist svo að á Akranesi þegar Ásdís Halla var tólf ára. Þá var Bragi faðir hennar farinn að vinna hjá Járn- blendiverksmiðjunni á Grund- artanga. Á heimilinu voru tveir eldri bræður hennar og yngri systir, en að auki á hún tvær eldri hálfsystur, sam- feðra. „Ég bjó á Skaganum þar til ég hafði lokið stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum á Akranesi 1987, en flutti þá til Reykjavíkur.“ Áhuginn á stjórnmálum kviknaði snemma. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á umhverfi mínu og held að tíð- ir flutningar fjölskyldunnar hafi ýtt undir þann áhuga. Ég velti fyrir mér af hverju lífið í Ólafsvík væri svo frá- brugðið lífinu í Gautaborg og hafði gaman af að velta fyrir mér ólíkri hugmyndafræði. Í Ólafsvík var skóla- kerfið rekið á samkeppni, en í Svíþjóð voru próf bönnuð. Þetta fannst mér mjögáhugavert, en var lítið hrifin af sænska kerfinu.“ 15 ára gömul var hún virk í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi og á því 19 ár að baki í stjórnmálunum. „Ég var í stjórn félags ungra sjálf- stæðismanna á Akranesi. Í mínum huga kom aldrei annar flokkur til greina en Sjálfstæðisflokkurinn; ég var sjálfstæðismaður frá barnsaldri. Á heimilinu var aldrei talað um póli- tík, en ég vissi að pabbi kaus Sjálf- stæðisflokkinn. Mér fannst réttast að kjósa þann flokk. Árið 1980 lenti ég í tilvistarkreppu í pólitíkinni. Þá lang- aði mig mjög að kjósa Vigdísi Finn- bogadóttur í embætti forseta, en fannst ég ekki geta það, því hún var ekki sjálfstæðismaður. Þegar ég átt- aði mig á að ég mætti ekki kjósa, enda bara 12 ára, létti mér stórum og ég var afskaplega ánægð þegar Vigdís náði kjöri. Á þessum árum ætlaði flokkshollustan mig lifandi að drepa.“ Opin fyrir annarri hugmyndafræði Þegar Ásdís Halla hóf nám í Há- skóla Íslands ákvað hún að innrita sig í lögfræði, en þar réð pólitískur áhugi hennar líklega meiru en sérstakur áhugi á lögum. „Ég hafði auðvitað tekið eftir að margir stjórnmálamenn voru lögfræðimenntaðir og taldi þetta því kjörið nám fyrir mig, sem hafði alltaf haft mikinn áhuga á pólitík. En ég náði engum tengslum við lögfræð- ina og ég ákvað að leggja frekar stund á eitthvað sem vekti áhuga minn. Ég færði mig því yfir í stjórn- málafræðina og lauk BA-prófi 1991.“ Í laganáminu kynntist Ásdís Halla eiginmanni sínum, Aðalsteini E. Jón- assyni lögmanni. Synir þeirra eru tveir, Jónas 12 ára og Bragi, sem er að verða 4 ára. Hún hóf nám í stjórnmálafræði með opnum huga; segist hafa gert sér grein fyrir að hún hafi vitað lítið um stjórnmál. Reyndar var hún ekki viss um af hverju hún hefði alltaf fylgt Sjálfstæðisflokknum. „Ég ákvað að reyna að vera opin fyrir annarri hug- myndafræði, en þegar ég fór að kynna mér stefnu og sögu íslenskra stjórnmálaflokka komst ég fljótt að raun um að stefna Sjálfstæðisflokks- ins var sú eina sem höfðaði til mín. Frelsi einstaklingsins var þar grund- vallaratriðið. Ég sætti mig ekki við kerfi miðstýringar, eins og í Svíþjóð, þar sem einstaklingar fengu ekki að njóta sín. Í stjórnmálafræðinni fann ég að tvær meginstoðir Sjálfstæð- isflokksins, íhaldssemin og frjáls- lyndið, með einstaklingsframtaki og lágmarksafskiptum stjórnvalda, var sú stefna sem ég trúði að væri þjóð- félaginu til mestra hagsbóta.“ – Þegar þú bauðst þig fram til embættis formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna 1997 sagðir þú að eitt mikilvægasta hlutverk SUS væri að halda frjálslyndum viðhorfum stöðugt á lofti, en þér hefði stundum þótt sá angi sjálfstæðistefnunnar sem kenndur væri við íhaldssemi vera of áberandi í störfum flokksins. Ertu enn þeirrar skoðunar? „Já. Kannski tengist þetta því að telji ég breytinga þörf, vil ég að þær gerist hratt eins og gerðist þegar Sjálfstæðar konur, félagsskapur kvenna innan Sjálfstæðisflokksins, voru settar á laggirnar. Okkur fannst flokkurinn of mikill karlaflokkur og áherslu skorta á jafnréttismál og ým- is mál sem við höfðum áhuga á, til dæmis fæðingarorlof karla. Við ákváðum að vinna þessum málum brautargengi innan flokksins af krafti og þarna ruddist fram stór hópur kvenna með ákveðnar hugmyndir. Við vorum ósáttar við að ná ekki öllu fram á fyrsta landsfundi flokksins, en héldum áfram.“ Ákváðu að ná formannsembættinu – Þær raddir heyrðust, bæði innan flokks og utan, að Sjálfstæðar konur væru klíka kvenna, sem hefði það markmið að koma félögum sínum á framfæri innan flokksins. „Við lágum ekkert á því að við vild- um áhrif til að koma hugmyndafræði okkar á framfæri. Okkar fyrsta verk okkar var að móta stefnuskrá Sjálf- stæðra kvenna, þar sem við lýstum okkur m.a. andvígar kynjakvótum, við vildum fæðingaorlof karla og jafn- rétti í raun. Okkur fannst ekki nóg að semja þessa stefnuskrá, heldur vild- um hrinda henni í framkvæmd. Því er ekki að leyna að þar treystum við engum betur en Sjálfstæðum konum. Okkur fannst strákarnir í SUS ekki vinna eftir þessari stefnu og ákváðum að einhver okkar yrði næsti formaður SUS. Á þeim forsendum leitaði ég eftir stjórnarsetu í SUS, með það í huga að styðja konu til formennsku í sambandinu. Á þeim tíma voru tvær ungar konur að búa sig undir það verkefni. Svo breyttust þeirra hagir og ég sat sjálf uppi með embættið.“ – Telur þú þá að stefnuskrá Sjálf- stæðra kvenna hafi skilað sér inn í stefnu flokksins? „Já, það er engin spurning og kon- ur eru miklu sterkari í flokksstarfinu en áður. Í landsfundarályktunum og stefnu flokksins má víða sjá fingraför Sjálfstæðra kvenna. Sjálfstæðar kon- ur tóku ýmis mál upp innan SUS, sem okkur þótti hafa einblínt um of á efna- hagsmál, þótt mikilvæg væru. Við urðum fyrsti hópurinn innan Sjálf- stæðisflokksins til að álykta um ætt- leiðingar samkynhneigðra og mót- uðum víðtækari stefnu í mannrétt- indamálum en áður hafði komið fram. Enn er þó ýmislegt óunnið, en konur innan flokksins starfa áfram saman, þótt í óformlegum hópum sé. Einn hópur heldur úti vefsíðunni tikin.is og mér sýnist þeim hópi svipa töluvert til Sjálfstæðra kvenna. Ég bind miklar vonir við þessar stelpur en ein þeirra, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, náði ágætum árangri í prófkjörinu í Reykjavík á dögunum.“ Frelsinu fylgir ábyrgð – Hvar stendur þú innan Sjálf- stæðisflokksins? Tilheyrir þú svoköll- uðum frjálshyggjuarmi hans? „Ég hef líklega farið hringi í hug- myndafræðinni. Á háskólaárunum var ég eins mikil frjálshyggjumann- eskja og hægt er að vera. Ég var hlynnt frelsi á öllum sviðum. En fljót- lega fór ég að sjá þetta í víðara sam- hengi og tengja hugmyndafræðina betur við þann veruleika sem við bú- um við. Frelsinu verður að fylgja ábyrgð og á sumum sviðum er óhjá- kvæmilegt að ríki og sveitarfélög komi til skjalanna. Við eigum að styðja og styrkja velferðarkerfið, ríki og sveitarfélög eiga að bera ábyrgð á að börn og unglingar fái bestu mennt- un sem völ er á og í gegnum skatt- kerfið eigum við að styðja mjög vel við menntakerfið og heilbrigðiskerfið. En þó að hið opinbera beri ábyrgð á fjármögnuninni, þá er það ekki svo að ríki og sveitarfélög eigi að reka alla skóla eða alla þjónustu. Sjálfsagt myndi ég skilgreina mig þannig að ég sé mjög hlynnt einkaframtakinu, en á sama tíma á hið opinbera að bera ábyrgð við fjármögnun ákveðinnar þjónustu. Ég hef til dæmis trú á því að fleiri einkaaðilar eigi eftir að reyna fyrir sér í rekstri skóla og fyrr í vik- unni fékk Garðabær ósk frá Hjalla- stefnunni ehf. um að fá að reka grunnskóla í bæjarfélaginu fyrir 5–9 ára börn. Þetta fyrirtæki rekur nú þegar stærsta leikskólann í Garðabæ og ég veit að margir foreldrar eru áhugasamir um að börnin þeirra geti haldið áfram í skóla á vegum þessara aðila. Erindið verður tekið til umfjöll- unar í næstu viku og mér finnst spennandi að sjá hvort ekki sé for- senda fyrir því að Garðabær taki þátt í að koma nýjum einkareknum grunnskóla á laggirnar.“ – Hverjir eru þínir nánustu sam- herjar í pólitíkinni? „Í gegnum tíðina hafa mínir nán- ustu samherjar verið samstarfsmenn í Valhöll og menntamálaráðuneytinu, félagar mínir í SUS og Sjálfstæðum konum og reglulega hitti ég marga þeirra. Nánustu samstarfsmenn í starfi mínu nú eru bæjarfulltrúarnir í Garðabæ. Ég var kjörin bæjarfulltrúi í sveitarstjórnarkosningunum í vor, en var áður ráðin bæjarstjóri án þess að sitja í bæjarstjórn. Ég er mjög ánægð með það samstarf ekki síst þar sem bæði Laufey Jóhannsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, og formaður bæj- arráðs, Erling Ásgeirsson, búa yfir ómetanlegri reynslu. Ég kann vel að meta fólk sem býr yfir öðrum eig- inleikum en ég. Við sem erum nýrri í starfi getum komið með ýmsar hug- myndir og það er gott að nýjar hug- myndir og reynsla haldist hönd í hönd.“ – Þrátt fyrir pólitískan áhuga frá barnsaldri virtist þú ætla að láta stjórnmálin eiga sig um tíma, þegar þú hættir störfum sem aðstoð- armaður Björns Bjarnasonar, þáver- andi menntamálaráðherra, og fórst til náms í Bandaríkjunum. „Já, ég hef nokkrum sinnum hætt í pólitík. Ég man að þegar ég flutti frá Akranesi 18 ára var ég ákveðin í að finna mér önnur áhugamál samhliða námi en pólitík. Svo leiddist ég út í stúdentapólitíkina, en var lítið hrifin af henni. Mér fannst fólk vera að gera sér upp skoðanir og búa til ágreining út af ótrúlegustu málum. Ég hef ekki gaman af að deila og sækist ekki eftir þrasi. Ef ég hef djúpa sannfæringu fyrir einhverju hika ég ekki við að taka þann slag, en málfundaræfingar heilla mig ekki. Ég fékk leið á þessu og hugsaði með mér að ég ætti að nýta áhuga minn á pólitík í blaða- mennsku. Ég varð blaðamaður á Morgunblaðinu og kom ekki nærri störfum í Sjálfstæðisflokknum í nokkur ár, þar til Geir Haarde bauð mér starf sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Ég ákvað að prófa það um tíma, af því að ég taldi mig verða betri blaðamann ef ég fengi að kynn- ast störfum þingsins í návígi. Þetta átti að verða eins konar starfsnám, en mér fannst starfið svo skemmtilegt að ég gleymdi mér í pólitíkinni um hríð. Eftir kosningarnar 1995 varð ég aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar, sem var mjög lærdómsríkt. Undir hans forystu var stjórnsýslan í ráðu- neytinu mjög öguð, fagleg og mark- viss. Hins vegar er alltaf töluverð tog- streita í mér gagnvart pólitíkinni. Þetta hefur verið dálítið „haltu mér, Langar ekki að nálgast stjórnmálin sem brauðstrit Morgunblaðið/RAX „Að loknum vinnudegi vil ég geta sagt við sjálfa mig að ég hafi tekið þátt í að bæta samfélagið í þágu einstaklinganna.“ Ásdís Halla Bragadóttir, 34 ára bæjarstjóri Garðabæjar, segir að sig langi ekkert í landsmálapólitík. Hún ræddi við Ragnhildi Sverrisdóttur um pólitískan áhuga sinn frá barnsaldri, formann Sjálf- stæðisflokksins, áform um mikla uppbyggingu Garða- bæjar og tilfinningaþrungna umræðu um Evrópumál. ’ Ég hef ekki gamanaf að deila og sækist ekki eftir þrasi. Ef ég hef djúpa sannfær- ingu fyrir einhverju hika ég ekki við að taka þann slag, en málfundaræfingar heilla mig ekki. ‘ 16 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.