Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 24
L andakotsspítalinn var búinn að vera starfandi í marga áratugi þegar barnadeildin þar var formlega stofn- uð,“ segir Árni Þórsson yfirlæknir er hann var spurður um forsögu barnadeildar Landakots, síðar á Borgarspítala/Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi, sem nú fer senn að sameinast Barnaspítala Hringsins á Landspítalanum við Hringbraut. „Barnalækningar voru stundaðar í einhverri mynd frá stofnun spít- alans 1902. Björn Guðbrandsson var fyrsti og eini barnalæknirinn á Landakoti í allmörg ár,“ segir Árni ennfremur. „Eftir að Björn kom til starfa voru tvær stofur hafðar börnum til reiðu á spítalanum. Barnadeildin var svo formlega stofnuð á 3. hæð- inni á Landakoti 12. janúar 1961. Björn var eini barnalæknirinn við deildina þar til þeir komu til starfa Sævar Halldórsson og Þröstur Lax- dal 1968. Ég hóf störf í desember 1979. Skömmu áður en barnadeildin var stofnuð á Landakoti var stofnuð barnadeild við Landspítalann, það var árið 1957. Göngudeild fyrir sykursjúk börn stofnuð 1994 Barnadeildin fékk er frá leið til af- nota húsnæði St. Jósepssystranna á 3. hæðinni Landakoti. Hjúkrunin á barnadeildinni var alveg á vegum systranna fyrstu árin en það breytt- ist og það var enginn systir við hjúkrun þar þegar ég kom til starfa. Margskonar sjúkdómar voru meðhöndlaðir á barnadeild Landa- kots en þar gætti nokkurrar sérhæf- ingar er fram í sótti. Sævar hafði starfað við Greiningarstöðina og í framhaldi af því voru mörg börn til meðhöndlunar á barnadeild Landa- kots með ýmiss konar þroskavanda- mál, fatlanir, krampa og fleira. Ég sérhæfði mig í innkirtlasjúkdómum sem undirgrein og meðhöndlaði börn með þá sjúkdóma sem og syk- ursýki á barnadeildinni. Árið 1994 fengum við formlegt leyfi til að stofna göngudeild fyrir sykursjúk börn og hefur sú þjónusta verið starfrækt síðan. Barnadeild Landakots tók auk annarrar starfsemi bráðavaktir á móti barnadeild Landspítalans að einum þriðja. Thorvaldsensfélagið í Reykjavík tók að styðja myndarlega við starf- semi barnadeildar Landakots. Árið 1972 gjörbreyttist yfirbragð deild- arinnar þegar félagið gaf deildinni 30 sjúkrarúm og það var upphaf að röð stórgjafa Thorvaldsfélagsins til barnadeildarinnar á Landakoti. Thorvaldsensfélagið hefur gefið mikið Deildin hefur átt ýmsa velunnara og styrktarmenn aðra, en Thorvald- sensfélagið hefur gefið langmest. Má þar nefna auk sjúkrarúma, gjör- gæslutæki, myndskreytingar, út- búnað í leikstofu auk peningagjafa í styrktarsjóð barnadeildarinnar. Þessar gjafir héldu áfram að ber- ast líka eftir að deildin fluttist í Borgarspítalann, þá gáfu þeir ný rúm sem kostuðu milljónir, ýmiss konar lækningatæki, stóla og sófa og innréttuðu foreldraherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Nú síðast gaf Thorvaldsensfélagið barnadeildinni mjög fullkomin tæki til þjálfunar fyrir fötluð og slösuð börn. Við þurftum aldrei að biðja um neitt, konurnar hjá Thorvaldsensfélaginu voru alltaf fyrri til; þær hringdu og spurðu: „Hvað þurfið þið núna?“ Það hefur verið árviss viðburður að frá þeim hafi komið gjafir í formi peninga eða tækja. Mikil breyting þegar deildin flutti á Borgarspítalann Hafa barnalækningar ekki breyst mikið á því tímabili frá því stofurnar tvær voru starfræktar á Landakoti og fram á þennan dag? „Jú, það hefur orðið gífurlega mikil þróun. Það varð mikil breyting þegar til starfa komu sérfræðingar með nýjar undirgreinar. Einnig Senn verður barnadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi sameinuð hinum nýja Barnaspítala Hringsins. Árni V. Þórsson, yfirlæknir barnadeildarinnar fyrrnefndu, rekur stuttlega í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur sögu barnadeildarinnar sem starf- rækt var fyrst á Landakotsspítala og löngum studd ötullega af Thorvaldsensfélaginu í Reykjavík. Sameinuð barnadeild verður öflug og sterk Morgunblaðið/Kristinn Árni Þórsson yfirlæknir og Auður Ragnarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri. Litla stúlkan í rúminu er Þóra Sigurjónsdóttir. Thorvaldsenskonur afhenda barnadeildinni í Fossvogi búnað til þjálfunar og endurhæfingar slasaðra og fatlaðra barna. 24 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna KPMG KPMG á Akureyri býður til kynningar á starfsemi KPMG og málefnum tengdum reikningshaldi og endurskoðun. Ráðstefnan verður haldinn þann 5. desember næstkomandi á Hótel KEA og er hún opin öllum meðan húsrúm leyfir. Dagskráin hefst kl. 14.00 og verða flutt erindi um eftirfarandi málefni:  Kynning á KPMG - Aðalsteinn Hákonarson, stjórnarformaður KPMG.  Tölvuöryggismál / innbrot í tölvukerfi - Theodór R. Gíslason, Jónas S. Sverrisson frá KPMG Ráðgjöf.  Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar - breytingar á reikningsskilum íslenskra fyrirtækja - Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG Akureyri.  Skattamál - Nýlegar og væntanlegar breytingar á skattalögum - Bernhard Bogason, lögfræðingur hjá skattasviði KPMG og Baldur Guðvinsson, frá KPMG Akureyri.  Árangursmælingar og áætlanagerð - Ragnar Guðgeirsson, frá KPMG Ráðgjöf og Magnús Kristjánsson frá KPMG Akureyri.  Fjárfestingar í fyrirtækjum innanlands og erlendis - Hrannar Hólm frá KPMG Ráðgjöf, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., Jón Hallur Pétursson, fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. Áætluð ráðstefnuslit eru klukkan 17:30. Ráðstefnustjóri: Arnar Árnason, KPMG Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.