Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Margar þekktustu söngperlur Íslands og Evrópu í frabærum flutningi óperusöngvaranna Þóru Einarsdóttur og Björns Jónssonar. Lög eftir Schumann, Richard Strauss, Grieg og Siebelius, Sigfús Einarsson, Pál Isólfsson og Bjarna Böðvarsson. ilvalin gjöf fyrir alla unnendur sígildrar tónlistar T SÖNGPERLUR ÍSLANDS OG EVRÓPU SIGRÍÐUR Gyða Sig- urðardóttir myndlistar- kona andaðist á Land- spítala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 29. nóvember, 67 ára að aldri. Sigríður Gyða fædd- ist í Reykjavík hinn 13. desember 1934. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar kaupmanns og Þóreyj- ar Þorsteinsdóttur, kaupkonu í Þorsteins- búð við Snorrabraut. Sigríður Gyða giftist hinn 4. ágúst 1957 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurgeiri Sigurðssyni, fyrrverandi bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Eign- uðust þau þrjú börn, Margréti, Sig- urð Inga og Þór auk þess sem þau eignuðust sex barnabörn. Sigríður Gyða starfaði sem flug- freyja hjá Loftleiðum á árunum 1953–1956. Hún var þekkt myndlistarkona, meðal annars fyrir Reykja- víkurmyndir sínar og fyrir jólakort Sval- anna, félags fyrrver- andi flugfreyja, en þau hannaði hún um árabil. Sigríður Gyða stund- aði nám í Handíða- og myndlistarskóla Ís- lands 1961–1962, í Myndlistarskólanum í Reykjavík 1971–1978 og í Famous Artist’s Scool í Bandaríkjunum 1969–1971. Hún hélt einkasýningar á árunum 1980–1999, m.a. á Kjarvalsstöðum árið 1988, auk þess sem hún tók þátt í fjölmörgum samsýningum á árunum 1971–1997. Sigríður Gyða var meðal stofn- enda Myndlistarklúbbs Seltjarnar- ness og Leikfélags Seltjarnarness. Einnig sat hún í stjórn Lista- og menningarsjóðs Seltjarnarness um árabil. Andlát SIGRÍÐUR GYÐA SIGURÐARDÓTTIR MEÐ lækkun tekjuskatta úr 30% niður í 18% um síðustu áramót og rýmkun heimilda til að stofna einka- hlutafélög hefur slíkum félögum fjölgað verulega. Þessar breytingar hafa m.a. haft þau áhrif að útsvarstekjur sveitarfé- laganna hafa dregist saman og segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga, að samdrátturinn þar nemi allt að einum milljarði króna milli ára. Hefur þetta bitnað einna verst á minni sveitarfélögum, ekki síst þar sem margir einyrkjar eru að störf- um á borð við smábátasjómenn. Þetta mál og fleiri verða að sögn Vil- hjálms tekin fyrir á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaganna, sem ráð- gerður er eftir helgi. Hjá fyrirtækjaskrá Hagstofunnar fengust þær upplýsingar á föstudag að einkahlutafélögum hefði fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár, eða um 100% frá 1997. Á síðustu tveimur ár- um hefur hlutafélögum fækkað nokkuð. Mest hefur fjölgun einka- hlutafélaga verið undanfarið ár en í fyrra voru skráð um 1.840 slík félög og 30 hlutafélög og það sem af er þessu ári hafa nærri 2.900 einka- hlutafélög verið skráð hjá Hagstof- unni og 25 hlutafélög. Stefnir í að fjöldi ehf. jafnvel tvöfaldist í ár mið- að við síðasta ár. Þróunina má glöggt sjá í Lögbirtingarblaðinu um þessar mundir þar sem stofnun fé- laganna er tilkynnt. Smábátasjó- menn hafa verið þar fyrirferðarmikl- ir, og einnig endurskoðendur, bænd- ur, lögmenn og iðnaðarmenn, svo dæmi séu tekin. Umhugsunarefni Um áramótin var einnig hægt að flytja eignir sínar yfir í einkahluta- félög án þess að greiða skatta af þeim. Við stofnun einkahlutafélaga þurfa einstaklingar sem standa í rekstri að áætla sér tekjur. Fjár- málaráðuneytið hefur sett ákveðin lágmörk í þeim efnum, mismunandi eftir starfsstéttum. Vilhjálmur segir að með þeirri ákvörðun hafi verið betur fylgst með þessu. Af þeim tekjum fá sveitarfélögin 13% og þrátt fyrir sett lágmörk segir Vil- hjálmur að sveitarfélögin fái minna í sinn hlut. „Við teljum að þessar skattbreyt- ingar hafi þýtt að þeir einstaklingar sem stofna einkahlutafélög eru að greiða minna til samfélagsins en áð- ur. Mér finnst það umhugsunarefni fyrir stjórnvöld ef þarna er komið upp ójafnræði milli skattgreiðenda. Svo virðist sem hinir hefðbundnu skattgreiðendur séu að taka á sig sí- fellt stærri hluta af kökunni. Okkar niðurstaða er sú að sveitarfélögin eru á þessu ári að missa 800 til 1.000 milljónir króna. Ríkið heldur því fram á móti að þetta örvi atvinnulífið og skapi fleiri störf. Ekki ber ég á móti því en ekkert breytir þeirri staðreynd að sveitarfélögin eru eftir sem áður að missa tekjur,“ segir Vil- hjálmur. Honum finnst ekki óeðli- legt að sveitarfélögin fái hlutdeild í þeim fjármagnstekjuskatti sem renni til ríkisins af eigendum ehf. Útsvar úr 700 í 150 þúsund kr. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, skoðaði á sínum tíma áhrif einkahlutafélaga á rekstur sveitarfélaga. Í samtali við Morgun- blaðið tekur hann fram að það hafi verið áður en heimildir til stofnunar slíkra félaga voru rýmkaðar og tekjuskattshlutfallið lækkað um síð- ustu áramót. Eftir sem áður gefi þetta dæmi vísbendingu um þró- unina sem orðið hefur. Hann tók dæmi um smábátasjómann í Snæ- fellsbæ sem var áður með 3,5 millj- ónir í tekjur á ári. Þar af greiddi hann 6-700 þúsund kr. í útsvar til sveitarfélagsins. Með stofnun einka- hlutafélags, og með því að áætla sér lágmarkslaun, fór árlegt útsvar hans niður í um 150 þúsund krónur. „Frá því að við létum kanna þetta hefur fjármálaráðherra hækkað þau lágmarksviðmið sem menn þurfa að áætla sér í tekjur. Menn eru alls ekkert að brjóta lög en með því að minnka skattstofninn eru menn að búa til alls konar kostnað sem ekki var hægt áður, eins og það að leigja hluta af húsi sínu undir einkahluta- félagið.“ Hann telur að áhrifin séu meiri á samfélög eins og Snæfellsbæ þar sem margir einyrkjar séu að störf- um. „Enginn getur mótmælt því ef Jón Jónsson ehf. greiðir kostnað fyr- ir Jón Jónsson. En þetta er hrópandi óréttlæti gagnvart samborgurunum. Einn er kannski venjulegur launa- maður á meðan nágranninn dregur allan sinn kostnað frá áður en hann fer að greiða til samfélagsins. Hvar endar þetta í rekstri sveitarfélag- anna?“ spyr Kristinn Jónasson. Nokkur áhrif á Seltjarnarnesi Útsvarstekjur eru langstærsti hluti tekna Seltjarnarnessbæjar, eða um einn milljarður af 1,2 millj- örðum á þessu ári samkvæmt fjár- hagsáætlun. Segir Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri að fjölgun einkahlutafélaga lækki tvímælalaust tekjur sveitarfélagsins, ekki síst þar sem margir tekjurháir einstaklingar séu búsettir í bænum. Um leið segist hann fagna því að einstaklingar hafi tækifæri til að koma rekstri sínum í hagkvæmara form. „Augljóst er að einkahlutafélög- um mun fjölga áfram og áhrifin á út- svarstekjur sveitarfélaganna aukast sem því nemur,“ segir Jónmundur og telur áhrifin koma betur í ljós að ári. Útsvarstekjur minnka um allt að milljarð króna Fjöldi einkahlutafélaga hefur tvöfaldast frá því á síðasta ári                       NÝR salur fyrir safnaðarstarf í Bú- staðakirkju verður opnaður form- lega í dag, sunnudag. Ólafur Skúla- son, biskup og fyrrverandi sóknar- prestur í Bústaðasókn, blessar salinn við guðsþjónustu þar sem 50 ára afmælis sóknarinnar verður minnst. Salurinn er þar sem Borgar- bókasafnið var til húsa áður en það flutti í Kringluna en að sögn séra Pálma Matthíassonar sóknarprests verður húsnæðið nýtt undir aukið safnaðarstarf í kirkjunni. „Það er full þörf á að bæta aðstöðuna vegna þess að það hefur þrengt að okkur. Starfið hefur margfaldast á síðustu árum og til dæmis eru á annað hundrað manns bara í kóra- og hljómsveitarstarfi í kirkjunni. Allir þessir aðilar þurfa aðstöðu fyrir æf- ingar þannig að við erum oft í mikl- um vandræðum ef eitthvað er um að vera í kirkjunni sjálfri.“ Ekki er enn búið að velja nafn á salinn en það verður gert í sam- keppni meðal sóknarbarna og er skilafrestur til 15. desember næst- komandi. Formleg opnun hans verð- ur í dag, sunnudag, þegar minnst er 50 ára afmælis sóknarinnar. Segir Pálmi að Ólafur Skúlason, biskup og fyrrverandi sóknarprestur, prédiki við guðsþjónustu kl. 14 í dag. Nýr safn- aðarsalur Bústaða- kirkju Morgunblaðið/Golli Árni Sveinbjörnsson byggingarstjóri og sr. Pálmi Matthíasson setja saman borð í aðalsal. NÚ standa yfir kyrrðardagar í Skál- holti þar sem fólki gefst kostur á að búa sig undir jólahátíðina í kyrrð og íhugun og er fullbókað um þessa helgi eins og um liðna helgi en síðustu kyrrðardagarnir með þessum hætti verða um næstu helgi. Séra Bernharður Guðmundsson, rektor Menningar- og fræðsluseturs kirkjunnar í Skálholti, segir að löngum hafi verið talað um að kaup- æðið skekki jólahugsjónina og því vilji margir fá ró í hugann til að geta tekið á móti jólunum, fá undirbúning fyrir jólin. Þess vegna hafi verið boðið upp á kyrrðardaga í Skálholtsskóla þrjár helgar í röð. Áhersla er lögð á líkamlega og and- lega hvíld og andlega næringu. Íhug- unin beinist að jólunum og undirbún- ingi þeirra og segir Bernharður að fólk komi víða af landinu til að njóta kyrrðarinnar og þagnarinnar. „Hér er fólk laust við allt áreiti hins daglega lífs og streituna og ræður sjálft sínum tíma.“ Skráning fyrir næstu helgi stendur yfir í skólanum og netinu, en netfangið er skoli@skalholt.is. Kyrrðar- dagar vinsælir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.