Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 31 Jól í Garðheimum Hvítt og gyllt fer fallega saman — Fyrir falleg heimili — Stekkjarbakka 4-6 Sími 540 3300 GREEN ww w. for va l.is Einföld og áhrifarík leið til grenningar Tilboð í KOSNINGAÚRSLIT í prófkjörisjálfstæðismanna í Reykjavíkkomu ekki svo mjög á óvart.Ungir menn og frambærilegirstigu fram á sjónarsviðið og fengu góða kosningu, flestir, ef ekki allir. Það er viss dýnamík í þessu og gerjun, sem er hverjum stjórnmálaflokki holl og nauð- synleg. Ný kynslóð er að hasla sér völl og mér líst vel á þessa stráka. Per se. Annmarkinn kann að vera sá, að þeir eru allir hver öðrum líkir, aldir upp við fótskör flokksins og hafa ekki breiðan bakgrunn. En það er í þá spunnið og þeir lofa góðu. En hvað svo? Til að vera alveg hrein- skilinn og heiðarlegur er skylt að taka það fram að ég tók ekki þátt í þessu próf- kjöri. Ástæðan er sú að ég er algjörlega andvígur þeirri stefnu sem flokkurinn hefur rekið í fiskveiðistjórn- unarmálum og þeirri sér- hagsmunagæslu sem þar ræður ríkjum. Það að óveiddur fiskurinn í sjónum, sameign þjóðarinnar, gangi kaupum og sölum sem prívateign nokkurra fyrirtækja og ein- staklinga eru grófustu afglöpin sem framin hafa verið í stjórnmálasögu síðari tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki sýnt þess merki að hann hyggist hverfa frá þess- ari gjafakvótastefnu og það var heldur ekki að heyra í aðdraganda prófkjörsins að nokk- ur frambjóðandi (hugsanlega að und- anskildum Pétri Blöndal) hafi minnsta áhuga á breytingu í þeim efnum. Það breytir hins vegar ekki því að ég fylgdist með umræðum og yfirlýsingum frambjóðenda í aðdraganda prófkjörsins og fékk inn um bréfalúguna kveðjur og hvatn- ingu frá hinum ýmsu frambjóðendum. Og af því að ungu mennirnir eru allir fram- bærilegir og líklegir til stjórnmálaframa lagði ég mig eftir því að skoða og hlusta á hvað þeir hefðu nýtt fram að færa. Raunar voru þar einnig í hópnum tvær ungar konur og sumt af þessu fólki kom fram í spjall- þáttum í sjónvarpi og það var sammerkt með þeim flestum, ef ekki öllum, að tala um lækkaða skatta, minni ríkisafskipti, frelsi einstaklingsins, einkaframtakið og svo fram- vegis. Gamlar klisjur ekki satt og kannske nokkurn veginn þær sömu og ég notaði sjálf- ur þegar ég var yngri og í sömu sporum og þetta unga fólk. Allt er þetta gott og blessað, svo langt sem það nær. Sjálfstæðisflokkurinn er jú flokkur einstaklingsfrelsis og einkaframtaks (þótt hann hafi að mestu gleymt því í sjávar- útveginum, þar sem sérhagsmunir og einok- un eru tekin fram yfir almannahagsmuni). En eru þetta brýnustu viðfangsefni stjórn- málanna í dag? Baráttan um frelsi í við- skiptum, atvinnuháttum, peningamálum og markaðshyggju var brýn fyrir tíu, tuttugu eða þrjátíu árum, en þau mál eru flest komin á beinu brautina og raunar hefur athyglin fremur beinst að því að frelsið á þessum sviðum hefur snúist upp í andhverfu sína, fá- keppni, vaxandi bil á milli ríkra og fátækra, félagslegt skeytingarleysi, skattalegt mis- rétti, auðsöfnun. Já auðsöfnun, þar sem fyr- irtæki, bankar, kvótar og hlutabréf ganga kaupum og sölum á milli pappírsfyrirtækja, sem enginn veit hverjir eiga eða ráða, nema við vitum það eitt að þetta eru að mestu sömu mennirnir, færri hendur sem skipta kökunni á milli sín. Efnishyggjan tröllríður öllu, andstyggð gróðahyggjunnar og frumskógarlögmálið er allsráðandi og allur almenningur horfir agn- dofa á og botnar hvorki upp né niður í þess- um tryllta dansi í kringum gullkálfana. Frelsið er mikilvægt, en er það þetta, sem er brýnast í stjórnmálunum, að láta allt leika lausum hala, að skera niður skattana til að minna sé til samfélagsmála, að hleypa öllu og öllum á garðann í nafni frelsisins? Og eira engu, ekki náttúru og umhverfi, ekki heiðar- legri samkeppni, ekki litla manninum, ekki félagslegum gildum. Hvað með hina, sem minna mega sín eða ekki hafa aðstöðu eða fé eða áhuga á að dansa með? Mér þótt einna athyglisverðast í þessari prófkjörsbaráttu þegar ég sá í kosninga- bæklingi frá Birni Bjarnasyni að hann nefndi sérstaklega að taka þyrfti félagsleg velferðarmál nýjum tökum. Björn hefur ekki verið allra né alls staðar á sínum ferli. En hann háði kosningaslag í borgarstjórn- arskosningunum í vor og fór víða og kynnt- ist mörgu. Ég dreg þá ályktun að Björn hafi áttað sig á, að víða er pottur brotinn í þeim málaflokki, sem snýr að öldruðum og sjúk- um, öryrkjum og einstæðingum. Mannúðin og manngildin eru honum efst í huga, eftir að hafa farið út á meðal fólksins. Þar hittir þessi lífsreyndi og glöggi stjórnmálamaður naglann á höfuðið og það er í þessum anda og á þessum nótum, sem frambjóðendur verða að horfa í spegil sinn og segja við sjálfa sig og kjósendur: hér þarf að taka til hendi. Stefna einstaklingsfrelsis hefur vissulega farið með sigur af hólmi í baráttu sinni við sósíalisma og ríkisafskipti. En einstaklings- frelsið verður að lúta lögmálum jafnréttis og umburðarlyndis og mótast af siðuðum leik- reglum, mannúð og manngildi. Peningar eru ekki allt. Auður samfélagsins er ekki ein- göngu fólginn í krónunum, heldur í fólkinu. Hlutabréf í mannkostum og mannlegri reisn er sú uppskera frelsisins, sem við sækjumst eftir. Réttlæti og jafnræði, það eru skila- boðin sem mér hugnast að klappa fyrir og kjósa. Dýrkun Mammons, dýrkun valds, dýrkun undirgefni gagnvart einum heilögum sann- leika eru fjötrar en ekki frelsi. Ég vonast innilega til þess að þeir ungu menn, sem nú halda innreið sína á vettvang þjóðmálanna, beri gæfu og greind til að sjá gildi ein- staklingsins í öðruvísi ljósi en efnishyggj- unni einni. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram ebs@isholf.is Og hvað svo? Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.