Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 49 DAGBÓK Opið í dag frá kl. 13-17 Glæsilegar jólagjafir í mjúku pakkana Minnum á gjafakortin vinsælu Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—18.00. Veski og töskur Herrahanskar m/kanínufóðri Samkvæmisveski Skjala- og skólatöskur Ferðaskartgripaveski Leðurferðatöskur Áltöskur Fatatöskur Naglasnyrtisett Herrabinda herðatré Fyrstir koma - fyrstir fá Gríptu tækifærið!  Laugavegi 58 Smáralind, sími 551 3311 528 8800 25-50% afsláttur Jólatilboð í Drangey Samkvæmiskjólar Bankastræti 11 • sími 551 3930 Mikið af flottum efnum fyrir jól, áramót og árshátíðir. Óvænt gjöf fyrir þá sem versla fyrir 4.000 eða meira. Verslunin Vogue, Eyravegi 15, Selfossi, sími 482 2930. Opið alla laugardaga og sunnudaga í desember Komið við í á Selfossi STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Það er svo sem gott og blessað að æfa skrokkinn og reyna að halda honum í sem bestu formi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Leggðu þitt af mörkum til sátta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinsældir þínar í einkalífi og starfi eru miklar um þessar mundir og allir vilja hafa þig með. Vertu tillitssamur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu sem ekkert sé, þótt ein- hverjir vilji gagnrýna störf þín að ákveðnu máli. En mundu að kapp er bezt með forsjá. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þig langar að kaupa eitthvað sem þú hefur varla efni á. Þetta er góður dagur til leikja og annarra athafna sem end- urvekja barnið innra með þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er eitthvað í fari þínu sem kallar á athugasemdir fé- laga þinna. Það er bara rétt að sækja sinn hlut ef græðgin er ekki með í för. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu það ekki á þig fá, þótt þér finnist aðrir ekki kunna að meta verk þín að verðleik- um. Því fyrr sem þú ákveður þig, þeim mun betra fyrir alla aðila. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Allt það sem þú gerir til að bæta heilsu þína í dag mun skila góðum árangri. Notaðu heilbrigða skynsemi og beittu þig aga því þá mun þér farn- ast vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að gefa því meiri gaum hvernig þú verð tíma þínum og með hverjum. Þú þarft ekki að uppgötva heim- inn upp á nýtt, gerðu bara nokkra hluti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Oft rísa deilur vegna þess að einstaklingar skilja ekki gild- ismat annarra. Óvæntur at- burður setur strik í reikning- inn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver verður á vegi þínum sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Sýndu öðrum þann skilning sem þú vilt sjálfur njóta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gefðu þér tíma til þess að leysa verkefni dagsins vel af hendi. Þú þarft að taka djarfa ákvörðun sem þú stendur eða fellur með. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Athugaðu alvarlega um það að fara í stutt ferðalag ef tækifæri býðst. Gættu þín í öllu sem snýr að fjármálum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BOGMAÐUR Í ÞÆTTI um íslenskt mál 16. nóv. sl. var rætt um ofangreint orðalag, sem hafði komið fyrir í fyrir- sögn í Mbl. skömmu áður: „Ummerki um íkveikju á nokkrum stöðum.“ Ég játa, að ég hnýt ekki um hana. Það er vel þekkt í ís- lenzku, að forsetning sé notuð sem forskeyti með nafnorði, en haldi einnig stöðu sinni sem forsetning. Að sjálfsögðu má í fram- angreindu dæmi tala um merki um eitthvað eða merki einhvers, en er merkingin alveg hin sama? Hvað segja menn t. d. um orðalag eins og að hafa áhuga á einhverju. Auðvit- að getum við sagt að hafa hug á e-u, en það táknar ekki sama og hafa áhuga á e-u. Hafa (eða fá) yfirlit yf- ir eitthvað. Ég held það sé erfitt að sleppa yfir í þessu dæmi. Á sama hátt fæ ég ekki séð að unnt sé að tala í sömu andránni um eftir- spurn eftir e-u og spurn eftir e-u. Eða hvað segja menn um sambandið um- mæli um e-ð eða e-n? Hér getum við ekki stytt þetta í mæli um, enda segir það ekki nokkur maður. Svo taka menn ábyrgð á e-u og ekki treysti ég mér til að sleppa þar á-inu í no. Menn tala um umferð um hálendið, en ferð um há- lendið táknar ekki hið sama í mínum huga. Fleiri dæmi þessu lík má benda á, þar sem erfitt eða nær óhugsandi er að greina í sundur orðið, sem er bæði forskeyti og forsetning. Talað er um að vera í fyr- irsvari fyrir e-u málefni, en tæplega eða ekki að vera í svari fyrir í sömu merkingu. Talað er um ávísun á e-ð, ekki vísun á e-ð. Með tilvísun til e-s er venjulega sagt. Í lagamáli virðist aftur á móti hafa festst orðalagið með vísan til (þessa máls). Ég get því að lokum sagt, að með vís- an til þess, sem hér hefur verið bent á, er ekkert at- hugavert við að segja um- merki um íkveikju á nokkrum stöðum. – J.A.J. ORÐABÓKIN Ummerki um eitthvað SLÆM tromplega er senni- lega mun algengari á prenti en við borðið. Trompið lá 3-0 í spaðaslemmu sagn- hafa í þætti gærdagsins og aftur lendir suður í sömu legunni, nú í sex tíglum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 108 ♥ ÁG53 ♦ G865 ♣ÁK4 Suður ♠ ÁD ♥ K76 ♦ ÁK7432 ♣D6 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 6 tíglar Allir pass Vestur spilar út laufgosa, sem sagnhafi tekur heima og leggur niður trompás- inn. Í þann slag hendir austur spaða. Hvernig er best að spila? Slemman er nánast borð- leggjandi þrátt fyrir tromp- leguna. Sagnhafi tekur tíg- ulkóng, leggur niður hjartakóng og spilar hjarta upp á ásinn. Hendir svo hjarta niður í þriðja laufið og sendir vestur loks inn á trompdrottninguna: Norður ♠ 108 ♥ ÁG53 ♦ G865 ♣ÁK4 Vestur Austur ♠ KG95 ♠ 76432 ♥ 82 ♥ D1094 ♦ D109 ♦ -- ♣G1097 ♣8532 Suður ♠ ÁD ♥ K76 ♦ ÁK7432 ♣D6 Vestur neyðist til að spila spaða upp í gaffalinn eða laufi út í tvöfalda eyðu. Ef hann ætti hjarta til að spila myndi sagnhafi stinga upp gosanum og tryggja slag á litinn, hvort sem vestur hefði byrjað með þrílit eða drottningu fjórðu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 1. des- ember, er fimmtugur Haf- steinn Ragnarsson, Kleifar- seli 43, Reykjavík. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. He1 f5 11. Rg5 Rf6 12. Bf3 c6 13. Db3 h6 14. Re6 Bxe6 15. dxe6 Dc8 16. Hd1 Hd8 17. b5 Dxe6 18. Ba3 Kh8 19. bxc6 Rxc6 20. exf5 gxf5 21. Bd5 De7 22. Rb5 Re8 23. Hab1 Hac8 24. De3 b6 25. Df3 Dd7 26. Dh3 a6 27. Rc3 Rd4 28. Hxb6 De7 29. Bc1 Df6 30. Hxa6 Rc7 31. Ha7 Dg6 32. Bb7 Hb8 33. Hd3 Df6 34. Dh5 f4 35. h4 d5 36. Rxd5 Rxd5 37. Bxd5 Hb1 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled í Slóveníu. Etienne Bacrot (2653) hafði hvítt gegn Teimour Radjabov (2628). 38. Hf7! Hxc1+ 39. Kh2 Dd6 40. Dg4 Hg8 41. Hd7 Df6 42. Bxg8 Kxg8 43. Ha3! f3 44. Ha8+ Kh7 45. Hxg7+! og svartur gafst upp. Atkvöld Taflfélagsins Hellis hefst kl. 20.00 1. des- ember í félagsheimili þess Álfabakka 14a. Gómsæt verðlaun eru í boði! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta Þessi duglegi drengur, Sig- urður Jónsson, seldi potta- blóm og safnaði kr. 9.330 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Með morgunkaffinu       Ég væri til í að para gyltu við gíraffa. Það gæfi örugglega af sér heilmargar hnakkasneiðar … FASTEIGNIR mbl.is LJÓÐABROT Há þótti mér hlæja höll um Noreg allan – fyrr var eg kenndr á knörrum – klif, meðan Ólafr lifði. Nú þykir mér miklu – mitt stríð er svo – hlíðir – jöfurs hylli varð eg alla – óblíðari síðan. Sighvatur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.