Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 56
PÁLL Rósinkrans lætur ekki deigan síga og gef- ur út þriðju tökulagaplötu sína fyrir jólin. Aðdáendur þessa vinsæla söngvara geta skemmt sér yfir því að hlusta á „All Along the Wathchtower“, „Jealous Guy“ og „Glass Onion“ í hugljúfri útgáfu Palla. Enginn veit hvað verður í jólapakkanum fyrr en hann er opnaður. Kannski verður það Palli? Enginn veit! Með glóð í geði ÞRJÚ á palli var skipað þeimEddu Þórarinsdóttur, Troels Bendtsen og Hall-dóri Kristinssyni lungann af ferlinum (Helgi Einarsson starfaði með þeim ’69–’70). Á plötum sínum gerðu þau texta Jónasar Árnasonar ódauðlega og sá er vandfundinn sem getur ekki raulað eina eða tvær stemmur með tríóinu. SG-hljóm- plötur gáfu alls út sjö plötur með tríóinu og inniheldur safnplatan nýja, sem er sú fyrsta sem út kemur með sveitinni, 24 þjóðlög við texta Jónasar og koma þau af plötunum Eitt sumar á landinu bláa (’70), Við höldum til hafs á ný (’70), Ljóð Jón- asar Árnasonar við erlend þjóðlög (’71) og Tekið í blökkina (’76). Eins og þeytispjöld Blaðamaður sest niður með þríeykinu á heimili Eddu. Þau minn- ast þess að síðast léku þau saman vorið 1993, á sjötugsafmæli Jónasar Árnasonar (í bæklingi plötunnar er ártalið sagt 1998 og er um prentvillu að ræða). Þrjú á palli var upprunalega nafn- laus söngflokkur sem var hluti af leikritinu Þið munið hann Jörund sem Leikfélag Reykjavíkur setti upp í Iðnó í febrúar 1970. Þetta leikrit, sem er eftir Jónas, varð óhemju vin- sælt og gekk í heil tvö ár. Fljótlega fór fólk svo að draga sönghópinn út úr leikhúsinu til skemmtanahalds og þá kristnaði Jónas þau nafninu góða. Og boltinn fór að rúlla … Vandað hefur verið til verka við þessarar endurútgáfu. Textar fylgja, sögulegt yfirlit og umbúnaður allur er hinn smekklegasti. Athygli vekur ennfremur mikill fjöldi sjaldséðra mynda og blaðaúrklippna. Edda seg- ir að það sé ástæða fyrir því og dreg- ur upp tvær forláta möppur, nokk stórar. Þarna er komin saga Þriggja á palli, í máli og myndum, en það er Troels sem haldið hefur utan um þetta af stakri kostgæfni öll þessi ár. „Tvær af plötunum okkar hafa verið gefnar áður út á diski,“ tjáir Edda blaðamanni. „Fyrsta platan, Eitt sumar á landinu bláa, sem inni- heldur lög úr leikritinu og svo gáfum við út jólalagaplötu sem við vorum ákaflega stolt af. Hún var gefin út á geisladiski fyrir nokkrum árum.“ Troels nefnir þá tvær plötur sem liggja utan við þetta safn. „Við tókum upp barnaplötu (sem geymir texta Jónasar) og vonandi kemur hún út næsta vor. Svo tókum við upp plötu með íslenskum þjóð- lögum sem Jón Sigurðsson bassa- leikari útsetti.“ Troels spáir í ástæður þess að ráð- ist var í þessa útgáfu nú. „Kannski fannst útgefendum, eins og mér, að það væri kominn tími til að Jónas fengi þá vottun og virðingu sem hann á skilið.“ Edda rifjar í framhaldinu upp síð- asta fund sinn með Jónasi, þar sem hún lofaði honum að stuðla að því að lögin sæju dagsins ljós á nýjan leik. „Þá var verið að frumsýna dag- skrá eftir þá bræður Jónas og Jón Múla. Þetta var haustið 1997 í Borg- arleikhúsinu. Þeir voru báðir við- staddir frumsýninguna og ég og Jón- as spjölluðum saman eftir sýningu. Þar tók hann af mér þetta loforð.“ Meðlimir tríósins eru líka nokkuð sammála um það að tónlist svipaðrar tegundar sé dálítið í tísku núna. Þjóðlagaskotin tónlist hefur óneit- anleg kraumað svolítið undir síðast- liðin ár, og má nefna fræga lista- menn eins og Beck og Travis, sem hafa verið að vinna úr þessum grunni. „Það mætti eiginlega flokka þetta sem lífræna tónlist,“ segir Troels og tekur undir það að fyrri hluta átt- unda áratugarins hafi jarðvegurinn fyrir þess háttar sköpun verið væn- legur. „Við vorum alveg hreint eins og þeytispjöld út um allt land á þessum árum,“ segir Edda. „Fórum líka mik- ið til útlanda, til Bandaríkjanna t.d. og til Skandinavíu margoft.“ Aldrei nein leiðindi Troels segir að þegar hann hugsar til baka komi ánægja fyrst og fremst upp í hugann. „Þetta var bara gaman. Ef það voru einhverjir agnúar er maður bú- inn að gleyma því.“ Halldór segir að það hafi ávallt farið vel á með þeim þremur. „Það hafa aldrei verið nein leiðindi okkar á milli. Og það er mjög ánægjulegt því öll höfum við okkar skap en við höfum alltaf valið skyn- samlegu leiðina í öllum málum (nú hlær Edda). Alveg satt! Og manni þykir alveg óskaplega vænt um þessa samstarfsfélaga sína. Og það er sama tilfinning þegar við hitt- umst, hvort sem það er á þriggja daga, þriggja mánaða eða þriggja ára fresti.“ Tónlist Þriggja á palli á vel erindi við samtímann sammælast þau um. „Sjáðu til dæmis Papana,“ segir Halldór. „Öll lögin okkar eru á diskinum þeirra (Riggarobb) og þau virðast falla í góðan jarðveg, sem er alveg frábært. Við útsettum auðvitað lögin og það má ekki gleyma okkar hlut í því. Innblásturinn fengum við frá Jónasi og þökk sé honum fyrir það.“ Nú fletta þau Edda og Troels upp í einni möppunni og finna þar gamlan dóm eftir Halldór Þorsteinsson (sá er rak Málaskóla Halldórs). „Mér finnst þessi setning lýsa því vel hvernig stemningin í bandinu var,“ segir Edda og les upp: „„… syngur lögin ljúf og spaugileg, með glóð í geði. Framkoma þess alls er yfirlætislaus og óþvinguð“.“ Og félagar hennar kinka kolli sam- þykkjandi. Þökk sé þeim sem nenna að færa gamlan vínyl yfir á stafræna diska og gera með því arfleifðina aðgengilega. Þetta er þörf starfsemi, sem Lífið- er-lotterí er skínandi gott dæmi um. Morgunblaðið/Þorkell Þrjú á palli, 2002: Halldór Kristinsson, Edda Þórarinsdóttir og Troels Bendtsen. Þrjú á palli voru tví- mælalaust einn vinsæl- asti tónlistarhópur átt- unda áratugarins og nóg var við að vera. Arnar Eggert Thoroddsen rifj- aði upp gamla tíma ásamt þremenningunum. Þrjú á palli saman á ný í tilefni nýrrar safnplötu Lífið-er-lotterí – safnplata með Þremur á palli er komin í verslanir. arnart@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                                   !" ## # #$%&#%   #'( #)* #+#, #- # #)./#-".01 .2#( &( /22#3# . #2# # 4#%" #5 6#%" 6#7  06#&8 3 #(#&#3#&"6#) 3  9 6#: #(#3#).+6# #&+ #;#.#(#%!                                   , + % // <+#="  > =3"#!3" ???#=(@#-  ,# 1 .# 1 . ) #=" A"-#B 28 A#%* #A(   0 C  %1#7" ( <0 D %#5 ( ).#(#7  7 B.   E.  '(0 A( -#B(/ .  F#)"# 2 :#;#  1 <#A. 5 (  5#: <3 5# .#G# G )"#2#.( (/(#9(@ H2# +##8#H I8#  ,# 1 .# 1 . J#K A"-#B 28 B #7 L#% #( C5* C#>>#-G %  #/12 #%1 =(// % #( # N C#+ #H#   )1 # # 2 (#O( #!0#M 5 #-2# D#/+-.4,  1 5#= -#P #%((#!(#!-#7 A( -#B(/ )"#/0# ) 2. 700#C   =(#5* 5 (  :#B( 99                      ) 3  ) 3  ) 3  ,  #"  ) 3  ).   7"2 .2 ,  #" D  ) 3  ) 3  ,  #" )0( D  ) 3  ) 3  ) 3  ) 3  ) 3  C&$ Q ,  #"  ) 3   #" )( )( %&B      JÓHANNA Guðrún er búin að syngja sig ærlega inn í hjörtu lands- manna. Núna er hún búin að gefa út jólaplötu og er það þriðja platan hennar. Aðdáendur Jó- hönnu Guðrúnar geta því glaðst ær- lega fyrir jólin og komist í jólastuðið með stelpunni. Um að gera að hlusta á jólalög við smá- kökubaksturinn. Er ekki kominn des- ember? Jólastuð! ÞEIR eru áreið- anlega margir sem skulda Rottweiler- hundunum eitt- hvað fyrir margar gleðistundir við hlustun á fyrstu plötu þeirra, sem naut mikilla vin- sælda og ruddi brautina fyrir ís- lenskt rapp svo um munaði. Nú má búast við því að gleðistund- irnar verði enn fleiri því strákarnir eru loksins búnir að gefa út nýja plötu, sem heitir Þú skuldar. Gleðistundir! ÞAÐ er hin vinsæla sveit Írafár sem sest á topp Tónlist- ans með nýja plötu sína, Allt sem ég sé. Biðin hefur verið nokk- uð löng og ströng eftir þessari fyrstu breiðskífu sveit- arinnar sem inniheldur fimm eldri lög og sjö flunkuný. Efalaust eiga margir eftir að ylja sér við slagara eins og „Fingur“, „Hvar er ég?“ og „Ég sjálf“, sem Birgitta og félagar flytja hér af stöku listfengi og nýju lögin eiga hiklaust eftir að gleðja hina mörgu aðdáendur þessarar vin- sælu poppsveitar. Alkominn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.