Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 12
ERLENT 12 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM SUÐUR-Ameríku þvera og endi-langa eru um þessar mundir aðverða mikil umskipti. Í hverjulandinu á fætur öðru eru kjós- endur að hafna stjórnmálaflokkum og vold- ugum flokksleiðtogum sem lengi hafa haft tögl og hagldir við stjórn efnahags- og þjóð- mála og kjósa í þeirra stað pólitíska ut- angarðsmenn. Þetta er þróun sem á rætur sínar að rekja til þrár eftir breytingum frekar en fylgi- ssveiflna við hina eða þessa hugmyndafræð- ina. Kjósendum virðist flestum standa á sama hvort frambjóðendurnir teljast til hægri eða vinstri, svo fremi sem þeir lofa góðu um að vera færir um að koma breytingum til leiðar sem bæta lífskjör almennings. Nýir leiðtogar álfunnar eru af öllum mögulegum „pólitískum lit“, allt frá hörðum hægrimanni til róttæks fyrrverandi verkalýðsforkólfs og – eftir for- setakosningar í Ekvador um síðustu helgi – til fyrrverandi hershöfðingja sem fór eitt sinn fyrir stjórnarbyltingu hersins í land- inu. Þeir menn sem um þessar mundir eru að taka við stjórn álfunnar eru svo ólíkir að svo kann að virðast að hún stefni í margar ólíkar áttir sam- tímis; það virðist vera af sem áður var, þegar hægt var að greina tví- skiptingu í stjórnarfari Suður- Ameríkulanda milli annað hvort hægrisinnaðra einræðisstjórna eða (vinstrisinnaðra) lýðskrumara. En það er eitt einkenni sameiginlegt öll- um kosningaúrslitum þessa árs þar suður frá; það er þráin eftir leiðtog- um sem eru færir um að koma til hjálpar þeim yfir 140 milljónum Suð- ur-Ameríkubúum sem lifa í fátækt. Gegn bandarískum forskriftum Sumir hinna nýkjörnu þjóð- arleiðtoga hafa líka tekið þann pól í hæðina að hafna þeirri óbeizluðu markaðshyggju og hnattvæðing- arstefnu sem bandarísk stjórnvöld hafa haldið stíft að grannþjóðunum í suðri á síðustu árum án þess að hún hafi skilað hinum fátæku neinum áþreifanlegum framförum. Hún hef- ur aftur á móti hert marga í þeirri afstöðu að sú stefna geri aðeins hina ríku ríkari. Þessi stemmning meðal kjósenda hefur þannig komið mönn- um eins og Luiz Inacio Lula da Silva til valda í Brasilíu, en hann á að baki áratuga feril utan við meginstraum stjórnmálanna sem róttækur verkalýðsforystumaður. Og um síðustu helgi kusu Ekvadorbúar Lucio Gut- ierrez, fyrrverandi hershöfðingja, til forseta, en hann naut stuðnings marxísks stjórn- málaflokks, verkalýðsfélaga á vinstri kant- inum og róttækra indíána. Kosningasigur hans hefur vakið nýjar vonir hjá þeim 60% landsmanna sem lifa í fátækt. Hann er sjötti forsetinn í Ekvador á jafnmörgum árum. Á sama tíma hafa menn eins og Alvaro Uribe hlotið góða kosningu í Kólumbíu, en hann er harðlínuhægrimaður sem hét því í sinni kosningabaráttu að uppræta vinstri- sinnaða skæruliða og spillingu, og Vicente Fox í Mexíkó, en hann er hófsamur hægri- maður sem tókst að rjúfa áratuga einok- unartök Byltingarflokksins, IRP, á stjórn- artaumum landsins. Í Bólivíu var auðjöfurinn Gonzalo Sanchez de Lozada kjörinn forseti 6. ágúst síðastlið- inn, og strax að loknum kosningunum hét hann nýjum umfangsmiklum atvinnusköp- unarverkefnum á vegum ríkisins með það að markmiði að forða þessu fátækasta landi Rómönsku Ameríku frá að festast í vítahring efnahagskreppu. „Við ætlum að lýsa yfir vopnahléi og nýjum þjóðfélagssáttmála til að koma Bólivíu út úr þessari hræðilegu efna- hagskreppu, sem gæti versnað enn og endað í algeru hruni,“ hefur Associated Press eftir nýja forsetanum, og vísaði hann með þessum orðum sínum augljóslega til efnahagshrunsins sem varð í Argentínu í fyrra. Fátækt í forgrunni Meira en nokkuð annað er það hin viðvar- andi fátækt fólks í þessum löndum sem skýrir ris óvenjulegra pólitískra utangarðsmanna til valda. Samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna lifa full 41% hinna 345 milljóna Suður- Ameríkubúa undir fátæktarmörkum og í sum- um löndum álfunnar er hlutfall fátækra farið að vaxa, einkum í Argentínu, sem rambar á barmi gjaldþrots. „Það sem við sjáum eru afleiðingar skip- brots allra [efnahagsstjórnunar-]líkana sem reynd hafa verið fram að þessu. Engu þeirra – hvort sem þau flokkast sem vinstri eða hægri, popúlísk eða í anda nýfrjálshyggju – hefur tekizt að skila tilætluðum árangri,“ hefur The Los Angeles Times eftir Anibal Romero, stjórnmálaskýranda í Caracas í Venesúela. „Fólk í Rómönsku Ameríku er að leita eftir einhverju til að binda framtíðarvonir sínar við; það vill frelsi, velmegun, betra líf. Geti vinstrimenn fengið því áorkað, gott og vel. Geti hægrimenn það, er það alveg eins gott,“ segir hann. Fyrri tilraunir í löndum álfunnar til að brúa bilið milli ríkra og fátækra með róttækum aðferðum hafa allar endað illa. Hin marxíska stjórn Salvadors Allende forseta í Chíle endaði í blóðugu valdaráni hersins 1973. Alan Garcia, vinstrisinnaður forseti Perú, stóð fyrir því að hætt var að greiða af erlend- um lánum er hann komst til valda árið 1985, en efnahagur landsins var rjúkandi rúst er kjörtímabili hans lauk fimm árum síðar. Hugmyndafræði aukaatriði Enginn hinna nýju valdhafa virðist þó mjög hallur undir hugmyndafræði. Vinstrisinn- aðasti þjóðarleiðtogi álfunnar, Hugo Chavez sem komst til valda í Venesúela árið 1998, hef- ur passað sig á að viðhalda nánum efnahags- tengslum við Bandaríkin, stærsta útflutnings- markað landsins. Og Lula hefur heitið því að Brasilía muni undir sinni stjórn standa við gerða afborgunarsamninga á erlendum lán- um, sem gerðir voru af fyrri stjórn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Alþjóðabankinn tilkynnti í síðustu viku að hann væri reiðubúinn að lána Brasilíu allt að 10 milljarða Banda- ríkjadala til að styðja við baráttu Lula gegn hungri og fátækt í þessu fjölmennasta landi Rómönsku Am- eríku. Slíkt fyrirgreiðslutilboð hefði aldrei borizt, hefði Lula lýst því yfir að hann ætlaði sér að hrinda í fram- kvæmd þeim róttæku sósíalísku hug- myndum sem hann aðhylltist áður fyrr. Í Venesúela hafa sósíalísk áherzlu- atriði í stjórnarstefnu Chavez, svo sem um aukin umsvif ríkisins í olíu- iðnaðinum á kostnað einkavæðingar, aðeins orðið til að dýpka stéttaklofn- ing í landinu. Þar ríkir nú gríðarleg spenna milli stuðningsmanna og andstæðinga forsetans. Þau 80% landsmanna sem lifa í fátækt hafa enn ekki séð neitt meira af olíu- auðnum koma í sinn hlut en fyrir valdatöku Chavez. Óánægjan með Chavez hefur leitt til þess að nú hef- ur verið boðað til fjórða allsherj- arverkfallsins í landinu á einu ári. Æðsta kosningaráð Venesúela samþykkti í vikunni að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla 2. febr- úar nk. um það hvort Chavez forseti ætti að segja af sér, en hæstiréttur landsins ómerkti síðan þá ákvörðun. Yfir tvær milljónir Venesúelamanna höfðu undirritað áskorun stjórnarandstæðinga um að efnt yrði til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan hefur boðað allsherjar- verkfall nú á mánudag til að leggja áherslu á afsagnarkröfuna. Efasemdir Efasemdir um að þessi nýjasta leiðtogakyn- slóð Suður-Ameríku muni í raun skila hinum fátæku betri tíð eru reyndar útbreiddar með- al kjósenda þar, enda hafa þeir heyrt loforð um slíkt áður. Þannig hefur AP eftir Mariu Alban, götu- sala í Quito, höfuðborg Ekvadors, að hún hafi kosið Gutierrez vegna þess að hún trúi því að hann muni hjálpa hinum nauðstöddu. „Ég bara vona að hann sé ekki eins og hinir stjórnmálamennirnir, sem heita öllu fögru en standa ekki við nein loforð,“ segir hún. Utangarðs- menn til valda Í hverju Suður-Ameríkulandinu á fætur öðru, skrifar Auðunn Arnórsson, hafa kjósendur komið pólitískum utangarðsmönnum til valda í þeirri von að þeir standi sig betur en trausti rúnar rótgrónar „elítur“ í að bæta lífskjör almennings. AP Lucio Gutierrez, verðandi forseti Ekvadors, veifar af svölum forsetahallarinnar í Quito eftir að úrslit úr forseta- kosningunum voru kunn. Gutierrez, sem nýtur stuðnings róttækra vinstriafla, er fyrrverandi hershöfðingi sem stýrði valdaráni á árinu 2000. ’ Fólk í Rómönsku Am-eríku er að leita eftir ein- hverju til að binda fram- tíðarvonir sínar við. ‘ auar@mbl.is NÆSTUM hver einasti nemandi í sólbakaðri skólastofunni í Kapl- unga-stúlknaframhaldsskólanum réttir upp hönd þegar bekkurinn er spurður hverjir hafi misst kennara vegna alnæmis. Ein stúlk- an missti trúfræðikennarann sinn. Önnur nefnir landafræðikennara sem var mjög almennilegur. Aðrir sakna lífsleiknikennarans sem dó rétt áður en prófin byrjuðu. Útbreiðsla alnæmis í Afríku hef- ur haft hörmulegar afleiðingar á öllum sviðum samfélagsins. Það rústar efnahagslífið, gerir millj- ónir barna að munaðarleysingjum og varpar skugga á framtíð álf- unnar með því að leggja kennara hennar að velli. Yfir ein milljón barna í Afríku missti kennara af völdum alnæmis í fyrra, sam- kvæmt upplýsingum UNAIDS, þeirrar stofununar Sameinuðu þjóðanna sem komið var á lagg- irnar til að berjast gegn út- breiðslu sjúkdómsins. Sumum skólum í afskekktum byggðum, þar sem aðeins var einn kennari, hefur orðið að loka. Í öðrum hefur fjölgað gífurlega í bekkjum og óundirbúnir íhlaupa- kennarar gera sitt besta til að sjá til þess að tryggja að nemendurnir fái einhverja menntun. Í löndum eins og Zambíu, þar sem talið er að fimmti hver full- orðinn sé sýktur af HIV, veirunni sem veldur alnæmi, fellir sjúk- dómurinn kennarana svo hratt, að yfirvöld segjast ekki hafa við að fylla í skörðin. Kenneth Ofusu-Barko, ráðgjafi UNAIDS í Zambíu, segir að brott- hvarfs kennaranna verði vart víð- ar en í skólastofunum. Kennarar „eru oft leiðtogar í samfélögunum og þess vegna er skarð fyrir skildi þegar þeir hverfa á braut…það kemur brestur í samfélögin og þá finnur fólk fyrir vonleysi“, sagði Ofusu-Barko. Í höfuðborginni, Lusaka, stofn- aði tónfræðikennarinn Remmy Mukonka samtök kennara gegn alnæmi eftir að hann hafði mátt horfa upp á marga samstarfsmenn sína deyja úr sjúkdómnum. Muk- onka er 31 árs. Ásamt félögum sínum veitir hann upplýsingar um ráðgjöf, rannsóknir og alnæmislyf sem kennarar eiga kost á. En mestum kröftum verja þeir þó í að berjast gegn þeirri skömm sem fylgir alnæminu og gerir erfitt um vik að tala um sjúkdóminn, hvað þá berjast gegn honum. Kennaralaun eru lág og kenn- arar hafa engar sjúkratryggingar. Þeir sjá því sína sæng upp reidda. Ef þeir láta af störfum af heilsufarsástæðum fá þeir ekki eftirlaunagreiðslur fyrr en að fjórum árum liðnum, og þá er eins líklegt að þeir séu látnir, segja þeir. Alnæmið fellir kennarana Yfirvöld í Zambíu hafa ekki við að ráða forfalla- kennara AP Í þessum barnaskóla í Lusaka mæta nemendur í skólann og sinna lærdómn- um án þess að kennari sé hjá þeim. ’ Yfir ein milljónbarna í Afríku missti kennara af völdum alnæmis í fyrra. ‘ Lusaka. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.