Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er bara ráðsmennskugangur í þér, Solla, hún má alveg dansa einkadans fyrir Pallann sinn. Íslensku bókmenntaverðlaunin Stoltir af sínum verðlaunum BÓKAÚTGÁFA á Ís-landi nær hámarkiár hvert um jóla- leytið og er þá óhætt að segja að hún sé fyrirferð- armikil. Útgáfunni allri fylgir veiting hinna Ís- lensku bókmenntaverð- launa sem löngu er orðin fastur liður í greininni. Til- nefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna verða kunngerðar fimmtu- daginn 5. desember næst- komandi, nákvæmlega sama mánaðardag og í fyrra. Athöfnin fer fram á vetingastaðnum Nasa við Austurvöll og verður í beinni útsendingu í Kast- ljósi líkt og tvö síðustu ár. Sigurður Svavarsson er formaður Félags bókaút- gefenda og svaraði hann nokkrum spurningum Morgunblaðsins vegna þessa atburðar. – Hvað er verið að velja? „Þarna verða tilnefndar fimm bækur í hvorum flokki, fagurbók- menntum annars vegar og fræði- bókum og bókum almenns efnis hins vegar. Sjálf verðlaunaveit- ingin fer síðan fram um mánaða- mótin janúar/febrúar, líkt og verið hefur.“ – Segðu okkur aðeins frá Ís- lensku bókmenntaverðlaunun- um … „Stofnað var til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda árið 1989. Fyrsta árið voru verðlaunin aðeins ein, og þau hlaut skáldið góða, Stefán Hörður Grímsson, sem lést fyrir skömmu, en strax árið 1990 var farið að veita tvenn verðlaun út frá þeirri flokkun sem að ofan greinir. Verðlaunin verða því veitt í fjórtánda sinn í upphafi næsta árs. Það er gaman að skoða listann yfir verðlaunahafa frá upphafi. Þá sér maður að þar er einvalalið úr- valshöfunda, þótt oft hafi staðið styr um tilnefningarnar sjálfar.“ – Nú er verið að breyta um fyr- irkomulag, hverfa frá einvöldum í þriggja manna dómnefndir … hvers vegna? „Íslensku bókmenntaverðlaun- in eru í stöðugri endurskoðun og útgefendur eru alltaf að leita að bestu aðferðinni. Innan félagsins okkar starfar fastanefnd um verð- launin sem leggur tillögur fyrir stjórn. Tilraunin með „einvald- ana“ tókst bærilega, en engu að síður fýsti okkur að hafa breiðari aðkomu, reyna að tryggja að fjöl- breytileg lestrarreynsla lægi að baki tilnefningunum. Félagið vel- ur alla nefndarmennina núna, en áður fyrr komu önnur samtök og stofnanir að því líka. Því er unnt að tryggja nefndinni sama vinnu- frið og „einvaldarnir“ höfðu og nöfn nefndarmanna verða ekki opinberuð fyrr en kvöldið fyrir til- nefningarathöfnina. Fram- kvæmdastjóri félagsins hafði sam- band við fólk út frá lista yfir mögulega kandídata sem fasta- nefndin hafði tekið saman, og það kom honum mjög á óvart að þeir sem leitað var til brugðust strax vel við og fannst sér heiður sýndur, þótt starfið sé afar erfitt og krefjandi.“ – Er ekki þriggja manna nefnd ávísun á óleysanlega hnúta? „Nefndunum er gert að samein- ast um eina niðurstöðu, og for- menn nefndanna hafa ákveðnar aðferðir í handraðanum til þess að leysa mál, komist þau í óefni.“ – Hvaða merkingu leggja höf- undar í þessi verðlaun? „Tilgangur verðlaunanna er að styrkja stöðu frumsaminna ís- lenskra bóka, efla vandaða bóka- útgáfu, auka umfjöllun um bók- menntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir. Verðlaunin hafa þjónað þessum tilgangi sínum vel og það eru höfundar vitaskuld sáttir við. Verðlaunin hefja sig líka yfir þann hamagang á mark- aði sem fylgir jólabókaflóðinu, og vekja oft athygli á vönduðum verkum og snjöllum höfundum sem eru kannski ekki áberandi í auglýsingum og umfjöllun fjöl- miðla á þessum tíma. Yfir því kæt- ast höfundar og annað bókafólk. Við höfum hins vegar ítrekað fengið óskir um að fjölga verð- launaflokkum, t.d. að taka barna- bækur út í sérstakan flokk. Kannski gerist eitthvað slíkt á næstu árum.“ – En hvaða merkingu leggja út- gefendur í verðlaunin? „Útgefendur eru stoltir af sín- um verðlaunum og bakka þau vel upp. Í ár eru til að mynda lagðar fram um 76 bækur, af ýmsu tagi, í fyrra voru þær 70 og árið þar áður 80. Tilnefningarnar og verðlaunin sjálf draga athygli að viðkomandi höfundum og verkum og það kæt- ir útgefendur þeirra. Það er líka alveg ljóst að verðlaun- in koma að góðum not- um við að kynna ís- lenska höfunda í öðrum löndum, og á því sviði hafa íslenskir útgef- endur náð eftirtektarverðum ár- angri á síðustu árum.“ – Hver eru verðlaunin að heiðr- inum undanskildum? „Þeir sem tilnefndir eru fá veg- lega minjagripi. Þeir tveir höfund- ar sem að lokum hljóta sjálf bók- menntaverðlaunin fá síðan glæsilega verðlaunagripi og 750.000 krónur í verðlaun hvor um sig.“ Sigurður Svavarsson  Sigurður Svavarsson fæddist í Reykjavík 1954. Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina og lauk síðan BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Kenndi um ára- bil við Menntaskólann við Hamrahlíð og starfaði samhliða sem bókmenntagagnrýnandi. Varð síðar ritstjóri hjá Máli og menningu og loks fram- kvæmdastjóri þar á bæ. Er nú framkvæmdastjóri hjá Eddu – miðlun og útgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Maki er Guðrún Svansdóttir líf- fræðingur og eiga þau tvö upp- komin börn, Svavar og Ernu. … efla vand- aða bókaút- gáfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.