Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ EGAR námsferill Stefaníu K. Karlsdóttur, rektors Tæknihá- skóla Íslands (THÍ), er skoð- aður liggur beint við að álykta að hún sé fædd og uppalin í sjávarplássi – af ætt útgerð- armanna og kvótakónga. Hún lauk námi í fiskiðn og fisktækni, varð svo út- gerðartæknir áður en leiðin lá í mat- vælafræði. Síðan bætti hún við sig uppeldis- og kennslufræðum og loks MBA-námi. En þetta er röng ályktun. „Ég er fædd og uppalinn lengst inni í sveit, á Grund á Jökuldal,“ segir Stefanía. Bærinn er næstum eins langt frá sjó og hægt er að hugsa sér hér á landi. Foreldrar Stefaníu eru Karl S. Jakobsson, oftast kall- aður Mannsi, og Kolbrún Sigurðardóttir, bændur á Grund en nú búsett í Fellabæ. En hvað kom til að sveitastúlka af Jökuldal fór í fiskvinnslunám? „Eins og gengur og gerist í sveit er ekki launaða vinnu að hafa þar fyrir unglinga. Það var hægt að fá vinnu á Egilsstöðum, en hún var illa borguð. Ég sótti í fiskinn, þar gat maður rifið upp miklar tekjur með mik- illi vinnu. Ég hætti í skóla 17 ára og vann í fiski í 3–4 ár.“ Áður en skólagangan rofnaði var Stefanía í Alþýðuskólanum á Eiðum. Hún segir að á sínum unglingsárum hafi félögum hennar ekki þótt allt of gáfulegt að fara í skóla. Þannig var kúltúrinn þá. „Ég var mikið á Hornafirði og vann þar margar vertíðir. Það var mikla vinnu að hafa og miklar tekjur. Til dæmis þegar ég var 17 eða 18 ára gat maður gat farið að lokinni vetrarvertíð, frá janúar fram í maí, og keypt sér glænýjan bíl jafnframt því að skemmta sér um hverja einustu helgi. Þetta var áður en staðgreiðslan byrjaði, svo maður fékk allt í vasann og skattinn í hausinn árið eftir.“ Aftur í skóla Eftir 4–5 ár í fiski ákvað Stefanía að fara í Fiskvinnsluskólann. Hún segist hafa séð að framtíðin væri í fiskinum og lauk fiskiðn- arnámi 1987 og fisktækni 1988. Þaðan lá leiðin í útgerðartækni í Tækniskóla Íslands. Náminu svipar til rekstrarnámsins í Tækniháskólanum nú. „Þetta nám snerist aðallega um hvernig á að reka útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki – með hagnaði,“ segir Stefanía og kímir. Hún lauk útgerðartækninni 1990 og eignaðist eldri dóttur sína, Rut, á sama árinu. Tveim- ur árum síðar fæddist yngri dóttirin, Sara. „Ég sá að það var gott að vera í námi með því að vera með lítil börn og dreif mig því í matvælafræði í Háskóla Íslands haustið 1992,“ segir Stefanía. Þegar blaðamaður hváir segir Stefanía ákveðið: „Já, mér þótti mjög gott að vera samtímis með lítil börn og vera í skóla. Sumir vilja mennta sig fyrst og eignast svo börnin. Það hentaði mér ekki. Á þessum árum voru ekki til leikskólapláss fyrir öll börn. Stúlkurnar voru hjá dag- mömmu, auk þess var ég með norska au-pair stelpu í eitt ár. Ég átti Söru í desember vet- urinn sem ég byrjaði í háskólanum. Ég við- urkenni að fyrstu tvö árin voru svolítið púsluspil. Það þykir kannski óðs manns æði að byrja í háskóla og vera komin langt á leið. En ég hef sjaldan farið troðnar slóðir – maður tróð þær sjálfur á Jökuldalnum.“ Að loknu B.Sc.-námi í matvælafræði fór Stefanía að vinna sem matvælafræðingur á Iðntæknistofnun. Hún starfaði þar við rann- sóknir, ráðgjöf, þróunarverkefni og fleira í fimm ár. Hún fékk sífellt meiri áhuga á stjórnsýslu og skólamálum og hafði ákveðnar skoðanir á framgangi menntunar í landinu. Þessum áhuga fann hún farveg með því að lesa uppeldis- og kennslufræði í Kennaraháskóla Íslands. Því námi, sem hún tók með vinnu, lauk vorið 2000. Menntunin er mikilvæg „Ég tel að menntun sé gríðarlega mik- ilvæg. Hún er arðsöm fjárfesting og skilar sér út í atvinnulífið og þjóðfélagið með auk- inni hagsæld. Ég kem úr landshluta þar sem menntunarstigið er í sjálfu sér ekki mjög hátt. Þegar ég lauk grunnskóla voru eig- inlega engir, eða mjög fáir, af mínum skóla- félögum og jafnöldrum sem héldu áfram námi. Krakkar á þessum aldri eru ofboðs- lega áhrifagjarnir og flæða með straumnum, ég tala ekki um ef peningar eru með í spilinu. Þau geta fengið vinnu í verslun hér í Reykjavík eða þess vegna fiski úti á landi. Þetta er að mínu mati einn versti óvinur unglinga í dag; að geta farið í mikla vinnu og rifið upp mikla peninga. Með því hækka þau lífsstandardinn gríðarlega og komast ekki auðveldlega úr því munstri. Síðan fara þau að eignast börn og stofna heimili. Það er ekki gott að hætta 16 ára í skóla. Fólk þarf að hugsa um menntun. Það er ekki þar með sagt að allir eigi að fara í háskólanám. Þjóð- félagið ber það engan veginn. Iðnmenntun er líka mjög hagnýt og góð og margar aðrar námsleiðir.“ Stefanía hefur mikinn áhuga á menntun fullorðinna. Margir sem horfið hafa frá námi á yngri árum vilja taka upp þráðinn á full- orðinsárum. „Það hefur orðið bylting fyrir þetta fólk undanfarin ár með öllu því fjar- námi sem í boði er. Fólk um allt land á að- gang að því. Það þarf ekki að hætta að vinna ef það er tilbúið að leggja svolítið á sig til að bæta við sig menntun. Hér í Tækniháskól- anum erum við með svonefnda frum- greinadeild fyrir fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla. Það er dagskóli þar sem mikið er unnið og má segja að tekið sé ígildi stúdentsprófs á raungreinasviði á tveimur árum. Við finnum fyrir gríðarlegri þörf fyrir svona menntun.“ Stefanía segir að þegar hún ákvað að fara að mennta sig, komin um tvítugt, hafi hún orðið vör við fordóma. Fólk spurði hvort hún ætlaði að fara að „eyða“ tímanum í skóla? „Ég fór óhefðbundna leið og þegar ég byrjaði að nýju í námi var spurt: Til hvers ertu að bæta við þig? Hvað ætlar þú svo að verða? Þetta er að breytast og fólk er orðið sér meira meðvitandi um gildi menntunar. Ég er viss um að hærra menntunarstig leiðir af sér betri árangur og lífsgæði.“ Þú segir að menntun hafi ekki verið hátt metin hjá þinni kynslóð fyrir austan. Hefur þetta viðhorf breyst? „Já, jafnaldrar mínir fyrir austan, sem eiga börn komin á unglingsár, vilja flestir að börnin þeirra fari í skóla. Ég held að for- eldrarnir séu meira farnir að ýta börnunum í skóla en áður. Eftir að ég varð 14 ára þurfti ég að sækja skóla í aðra byggð. Það var enginn skóli fyrir mig í minni sveit. Skólaganga unglinga var, og er enn, ofboðs- leg byrði á mörgum fjölskyldum úti á landi. Láglaunafjölskyldur hafa hreinlega ekki efni á að senda mörg börn í framhalds- eða há- skóla. Hugsaðu þér að senda börn hingað suður utan af landi, þurfa að leigja íbúð fyrir marga tugi þúsunda á mánuði og þar fram eftir götunum. Ég finn að fólk er orðið sér meira meðvitandi um gildi menntunar, en fyrir marga er þetta spurning um að kljúfa kostnaðinn.“ Samfella í skólagöngu Stefanía telur að jákvætt viðhorf til menntunar sé sterkara í þéttbýli en dreif- býli. Aukið menntaframboð úti á landi hefur þó jafnað þann mun. „Menntaskólinn á Eg- ilsstöðum breytti til dæmis gríðarlega miklu fyrir austan. Hann er klárlega lykilþáttur í að krakkar á þessu svæði eru að mennta sig í dag. Skólinn hóf göngu sína ári eftir að ég lauk grunnskóla. Mínir jafnaldrar og þaðan af eldri hættu flestir námi að loknum grunn- skóla því þessi leið var ekki til. Ef er sam- fella í námsframboði þá er auðveldara að flæða með og halda áfram námi en ef það kemur eyða. Nám í heimabyggð er lyk- ilatriði. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri ef enginn háskóli væri hér á landi og allir sem áhuga hefðu á háskólanámi þyrftu að leita menntunar til útlanda.“ Stefanía segir að það sé einnig mikilvægt að bjóða upp á sem víðtækasta menntun úti um landið til að fólk haldist í heimahögunum að loknu námi. En það er ekki nóg að hafa menntastofnanir úti á landi. Það þarf líka að hugsa fyrir atvinnu sem krefst menntunar. Vorið 2000 segist Stefanía hafa fengið þá hugdettu að flytja aftur austur á land. „Ég hringdi í alla sem mér datt í hug, fyr- irtæki og áhrifamenn. Það kom í ljós að lítið var í boði fyrir fólk með þá menntun sem ég hafði, en hefði ég verið kennari eða hjúkr- unarfræðingur þá hefði ég getað fundið vinnu! Það er vandinn með landsbyggðina að Stefanía hefur unun af útivist og fer á fjöll þegar tækifæri gefst til. Myndin er tekin á Ben Nevis. Tækifæri lífsins Stefanía Katrín Karlsdóttir byrjaði starfsævina í fisk- vinnslu en er nú rektor Tækniháskóla Íslands. Hún á fjölbreyttan náms- og starfsferil að baki og sagði Guðna Einarssyni frá hug- sjónum sínum á sviði mennt- unar og stefnumótun í yngsta háskóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.