Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐFERÐIR fólks viðmakaleit eru margarog ólíkar. Og þó aðfrumlegheit og sköp- unargleði fái oft á tíðum notið sín í þeim efnum, er óhætt að halda því fram að þeir kostir sem fólk stendur frammi fyrir þegar makaleit er annars veg- ar séu ekki síst menning- arbundnir. Í Bandaríkjunum er stefnu- mótaleiðin alls ráðandi. Þar fylgir for-tilhugalíf mögulegra elskenda háþróuðu kerfi þar sem hinar óskrifuðu reglur eru svo niðurnjörvaðar að fólki frá öðrum menningarsvæðum reynist oft mjög erfitt að ná árangri innan þess. Danskur vinur minn, sem hefur verið við nám í Bandaríkjunum und- anfarin ár, kvartar einmitt mikið yfir því hversu erfitt honum reynist að lenda á séns þar í landi. ,,Ég skil ekki þetta stefnumótakjaftæði,“ segir hann raunamæddur, ,,ég veit ekki hvaða táknrænu merk- ingu kaffibolli hefur, hvað þá að ég skilji hvenær þau tíma- mót hafa orðið að það sé við hæfi að stinga upp á vínglasi, hvað þá kvöldverði.“ Þessi vin- ur minn, sem nota bene nýtur mikillar kvenhylli í heimalandi sínu, virðist gjalda þess að hafa ekki alist upp við þær leikreglur sem gilda í hinum bandaríska darraðardansi kynjanna. Þá er auðvelt að ímynda sér að dæmigerður bandarískur stefnumóta- drengur gæti átt erfitt upp- dráttar á skandinavískum bar þar sem kurteislegt boð um að ,,drekka kannski saman kaffi- bolla einhverntímann í næstu viku“, myndi sennilega drukkna í heldur beinskeyttari aðferðum innfæddra kyn- bræðra hans. Ástæður þessa menning- arbundna mismunar eru reyndar góðar, gildar og ekki síst praktískar. Í stóru sam- félagi þarf að gefa sér góðan tíma til að kynnast nýrri manneskju og ekki er hægt að stytta sér leið nema að maður hafi ráð á einkaspæjara. Í litlu samfélagi eins og okkar er það hins vegar svo að þó að fólk þekkist ekki fyrir, þá þekkir það yfirleitt einhvern sameig- inlegan og nær alltaf einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir viðkomandi. Þannig reynist til- tölulega auðvelt að fá upplýs- ingar um fólk á mjög skömm- um tíma sé þess þörf. Og í hinum íslenska darraðardansi kynjanna þjóta margbreyti- legar, ítarlegar upplýsingar um fólk fram og til baka með ógnarhraða; vinkona stelpu sem vill upplýsingar um mann sem hún er spennt fyrir, hefur samband við kunningjakonu sína sem þekkir frænku fyrr- um vinnufélaga viðkomandi sem svo hefur samband við stelpu sem var einu sinni með besta vini hans. Yfirleitt kom- ast upplýsingarnar sæmilega óbrenglaðar til baka; hann er fínn strákur. Oftast eru tengsl- in ekki svona langsótt, en sjaldnast eru þau þó flóknari. Þannig er óhætt að segja að upplýsingar um fólk, sem mað- ur kynni að hafa rómantískan áhuga á, eru tiltölulega auð- sóttar – þær eru að minnsta kosti alltaf fáanlegar með ein- hverju móti. Þarna kemur líka til sögunnar gæðastimpill ann- arra sem hefur jú ákveðið gildi svona við fyrstu kynni þegar fólk getur presenterað sig á hvaða hátt sem það kýs. Og enda þótt slíkur róm- antískur gagnagrunnur með innbyggðu upplýsingakerfi (sem er til staðar í smærri samfélögum) myndist ekki með sama hætti í bandarískum stórborgum, þá hafa Banda- ríkjamenn hannað tæknilega útfærslu á sama kerfi. Þar kemur til sögunnar glæný vef- síða sem heitir great- boyfriends.com (frábærir kærastar) og byggist á þeirri hugmynd að konur geti fengið skjótar og haldgóðar upplýs- ingar frá þriðja aðila um hugsanlegan tilvonandi kær- asta. Frábærir kærastar bæt- ist í hóp mörg hundruð rafrænna einkamáladálka sem lifa góðu lífi á Netinu, en sker sig úr sambærilegum vefsíð- um að því leyti að þeim ein- hleypu körlum sem þar má finna fylgir gæðastimpill frá annarri konu. Já, karlarnir á frábærum kærustum eru kynntir til sögunnar af vinkon- um sínum sem oftast eru sjálf- ar fyrrverandi kærustur (!) þeirra og er notendum síð- unnar boðið að hafa fyrst sam- band við vinkonuna/fyrrver- andi kærustuna og spyrja hana út í öll minnstu smáatriði sem varða vininn/fyrrverandi kærastann. Bandarískar konur taka nýju vefsíðunni mjög vel, enda hefur einn helsti galli raf- rænna einkamáladálka verið talinn sá að auðvelt sé að blekkja, svíkja og pretta. Slíkt á að vera úr sögunni með nýja kerfinu því þar er hægt að komast að öllu mögulegu áður en herra frábærum er svo mikið sem heilsað. Stofnandi frábærra kærasta Jean Carroll, dálkahöfundur til tíu ára hjá tímaritinu Elle, var að eigin sögn orðin lang- þreytt á langalgengustu spurningu lesenda sinna; ,,hvernig finnur maður sér mann?“ og ákvað að gera eitt- hvað til að hjálpa þeim. Pæl- ingin er sú að konur séu lík- legri til að finnast karlmaður aðlaðandi, finnist öðrum kon- um það – jafnvel þó að þær konur séu bláókunnugar. Meðal þess sem felst í þeirri stöðluðu kynningu sem fyrr- verandi kærastan fyllir út á vefsíðunni, eru upplýsingar um hæð og þyngd fyrrverandi kærastans, menntun hans og störf, fjárhagsstöðu, hversu stórt egó hann hefur, hversu veglegan trúlofunarhring hann væri vís með að kaupa og svo framvegis. Einnig lýsir hún mikilvægum þáttum í fari hans, svo sem sambandi hans við móður sína, hvernig konum hann fellur venjulega fyrir, hvað sé fullkominn dagur í hans huga og síðast en ekki síst færir hún rök fyrir því hvers vegna hann yrði alveg meiriháttar frábær kærasti. Þá blasir kannski við sú spurning hvers vegna í ósköp- unum hún hafi hætt með hon- um, en þegar munu hafa kom- ið upp vandamál sem tengjast afbrýðisemi þegar hjóna- bandsmiðlunin gengur of vel, og fyrrverandi kærusturnar finna sig ekki lengur við stjórnvölinn. En þar strandar þessi sniðuga hugmynd kannski einna helst. Á þeirri staðreynd að vinátta karla og kvenna er flóknari en gatna- kerfið í Kópavogi. Og þó að fólk sé ,,ennþá vinir“ að loknu ástarsambandi þá þvælast leif- arnar, eða ímyndaðar leifar, oft á tíðum fyrir þeim. Og fæstir vilja elda úr leifum þeg- ar eitthvað verulega gott á að vera í matinn. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Notaðir kærastar bab@mbl.is Á ÞRIÐJUDAG í síðustu viku birtist frétt í breska dagblaðinu Guardian þess efnis að nótna- safni Konunglegu Fílharm- óníunnar í London hefði verið bjargað fyrir þjóðina. Í frétt- inni kom fram að safnið væri talið eitt mikilvægasta nótnasafn veraldar, og að í því væru dýrgripir eins og handrit Beet- hovens að níundu sinfóníu hans og handrit Mendelssohns að hans fyrstu sinfóníu, en bæði þessi verk voru pöntuð af Fílharmóníunni og samin fyrir hana. Auk þessara verka eru í safni Fílharmóníunnar mörg merkustu tónverk breskrar tónlistarsögu, verk eftir Elgar, Vaughan-Williams og fleiri slíka, en auk þess eru þar alls kyns gögn og heimildir, svo sem sendibréf frá Tsjaíkovskíj, Stravinskíj, Wagn- er, Mendelssoh, Berlioz og Liszt. Þar á meðal er bréf Beethovens, þar sem fram kemur vilji hans til að semja tí- undu sinfóníu sína til að heiðra Fílharmóníuna fyrir velvilja í sinn garð. Beethoven lést átta dögum eftir að hann skrifaði þetta bréf. Á síðustu árum hefur Fíl- harmónían í London átt í miklum fjárhagserf- iðleikum og til stóð að bjóða safnið upp. Þegar ljóst var að þetta merka safn yrði selt í frum- eindum sínum og hyrfi hugsanlega úr landi tók breskur almenningur við sér og gerði kröfu um að þessum menningarverðmætum yrði forðað frá slíkum örlögum. Krafan um þetta varð æ háværari, þar til stjórnvöld tóku í taumana á elleftu stundu og ákváðu að Breska þjóð- arbókasafnið keypti Fílharmóníusafnið í heilu lagi fyrir eina milljón punda. Í dag er komið í ljós að íslensk tónlistarsagaer lengri og að líkindum merkari en áðurhefur verið talið. Nýjar rannsóknir á hand-ritum hafa leitt í ljós að sagnaþjóðin hefur líka verið talsverð tónlistarþjóð, og tónlist af ýmsu tagi hefur verið iðkuð hér alla tíð. Ís- lensk tónskáld og fræðimenn eru þegar farin að rannsaka þennan arf og nýta hann til ný- sköpunar. Mikilvægt er að heimildir um tónlist í handritum verði skráðar og gerðar aðgengi- legar jafnt fræðimönnum sem almenningi. Íslensk tónskáld reka eigin sjálfseign- arstofnun, Íslenska tónverkamiðstöð. Þar leggja tónskáld inn verk sín, svo að koma megi þeim á framfæri og að tónlistarmenn hafi að- gang að þeim. Meginmarkmið Tónverkamið- stöðvarinnar er að halda til haga öllum teg- undum íslenskrar samtímatónlistar, og í safni hennar eru bæði handrit og útgefin verk nær allra íslenskra tónskálda í svokölluðum kass- ískum geira, og fjöldi verka íslenskra dæg- urlagatónskálda. Ekkert safn á Íslandi er sam- bærilegt þessu, og fyrir íslensku þjóðina er það að minnsta kosti jafnverðmætt safni Fílharm- óníunnar í London fyrir Breta. Þar í landi eru þó fleiri söfn sem varðveita nótnahandrit. Safn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar er því einstakt, og ef það hyrfi væri heil listgrein í íslenskri menningarsögu síðustu aldar þurrkuð út í einu lagi. Það væri hreinlega ekki hægt að flytja ís- lenska tónlist lengur. Safn Tónverkamiðstöðv- arinnar gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir íslenska tónlistarmenn; – þangað leitar líka Sinfóníuhljómsveitin eftir íslenskum verk- um, og erlendir tónlistarmenn sem áhuga hafa á að flytja íslenska tónlist leita þangað. Eftir því sem fræðimönnum í tónlist fjölgar hér á landi verður safnið enn frekar mikilvægur vettvangur fyrir hvers konar rannsóknarvinnu og fræðistörf í tónlist. Við Ríkisútvarpið er starfrækt safnadeild, sem hefur að geyma bróðurpart þess sem hljóðritað hefur verið af íslenskri tónlist frá upphafi. Verðmæti þessa hljóðritasafns eru óumdeild fyrir þjóðina. Þar eru til upptökur af mörgum mestu verkum íslenskra tónskálda; íslensk dægurlög frá fyrri tíð eru ómetanlegur sjóður og leikur og söngur íslenskra tónlistar- manna er þar skráður í ýmsu formi; á lakk- plötum, á böndum og á diskum í seinni tíð. Stór hluti þess íslenska safns sem þar er hefur aldr- ei verið gefinn út opinberlega. Því er þetta safn einstakt og á sér – eins og safn Tónverkamið- stöðvarinnar – enga hliðstæðu hér á landi. Þau íslensku tónlistarsöfn sem hér hafaverið nefnd hafa hvorugt haft fjárhags-lega burði til þess að standa undir þeimkröfum sem almenningur mætti og ætti að gera til þeirra. Í safni Ríkisútvarpsins er enn margt óunnið í því að gera hljóðritanir með íslenskri tónlist og íslenskum tónlist- armönnum það aðgengilegar að notkun þeirra í miðlinum sé auðveld. Það má færa rök fyrir því, að verðmæti þess hluta safnsins sé ekki augljóst vegna þess hve óaðgengilegt það er. Margt er enn geymt á böndum og á þaðan af fornfálegri miðlum, sem eru ekki handhægir, og það torveldar dagskrárgerðarmönnum að nota þá. Safnadeild Útvarpsins þarf að verða gert kleift að koma öllu sínu íslenska safni í að- gengilegt form. Skráning þess þarf að vera ná- kvæm og í tölvutæku formi, og fyrirtækjum, stofnunum og almenningi þarf að vera mögu- legt að leita þar upplýsinga og heimilda. Safn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar hefur liðið fyrir áralangan fjárskort miðstöðv- arinnar. Þar er líka mikið verk óunnið við að koma gögnum í aðgengilegt form. Til að svo geti orðið þarf að tölvusetja og skrá öll þau tónverk sem þar eru, gömul og ný. Það er tómt mál að tala um markaðssetningu íslenskrar tónlistar erlendis meðan þetta verk er óunnið. Á meðan við svo búið situr er verið að vinna með handrit tónskálda, og hver og einn getur ímyndað sér hvort handritadeild Lands- bókasafns myndi taka í mál að lána handrit Snorra Sturlusonar í almennu útláni, því öðr- um eintökum væri ekki til að dreifa. Í vikunni varð ljóst að Íslensk tónverkamið- stöð fær nú tveggja milljóna króna auka- fjárveitingu til að koma gögnum úr safni sínu í tölvutækt form. Sú upphæð er ekki annað en fimmaurahark upp í raunkostnað við svo viða- mikið verkefni. Það var athyglisvert að lesa Fréttaljós DV um þessa úthlutun, þar sem ýj- að er að því að fjárveitingin sé til „gæluverk- efnis“ og myndi ekki valda þjóðinni „tilfinn- anlegu tjóni“ þótt henni væri sleppt. Með sama móti má segja að ekkert okkar yrði fyrir til- finnanlegu tjóni þótt við hentum Kjarval á haugana eða rifum Flateyjarbók niður og gerðum úr henni skutlur. Í ljósi fréttarinnar í Guardian vakna spurn-ingar um opinbera stefnu íslenska ríkisins ímálefnum tónlistarsafna. Er hún til? Alltbendir til þess að svo sé ekki. Í tiltölulega nýjum safnalögum, nr. 106 frá 31. maí 2001, er kveðið á um skipulag lista- og minjasafna í þeim tilgangi að varðveita og kynna menningarsögu íslensku þjóðarinnar og náttúrusögu Íslands. Í lögunum er skilgrein- ing á svokölluðum höfuðsöfnum, en það eru söfn í eigu ríkisins, miðstöðvar safnastarfs, hvert á sínum vettvangi. Þjóðminjasafnið er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu, Listasafn Íslands er höfuðsafn á sviði myndlistar og Náttúruminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði náttúrufræða. Ekkert er í lögunum að finna um starfrækslu tónlistarsafns, né nokkuð ann- að um stefnu í safnamálum tónlistarinnar. Safn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar ætti þó að hafa alla burði til að uppfylla skilyrði til þess að verða höfuðsafn tónlistarinnar á Íslandi. En hvernig viljum við haga þessum málum? Við getum sem hægast beðið í tvö hundruð ár, og vaknað þá upp við vondan draum eins og Bretar nú, við þá tilhugsun að við gætum þurft að leita til erlendra safna með nótur að Kvæð- inu um fuglana, Brúðarskónum, Sögu- sinfóníunni, Heiðlóarkvæðinu, Himna- smiðnum, Við Reykjavíkurtjörn, Tjarnar- marsinum, Leyndarmáli, Silkitrommunni, Stemmu og Stýrimannavalsinum. Ráðlegra væri þó að kalla eftir stefnu hins opinbera í þessum málum strax, til að auðvelda þeim stofnunum sem þegar vinna að safnamál- um í tónlist að uppfylla kröfur nútímans og vinna markvisst að brýnum úrbótum. Opinber stefna myndi líka veita þeim stofnunum nauð- synlegt aðhald, og vera þeim þarft leiðarljós. Þetta kostar peninga, – þetta með skutlurnar og Flateyjarbók kostar hins vegar ekkert. Varðveisla tónverka Lítið yrði úr flutningi á íslenskri tónlist, ef ekki væri til safn sem stundaði útlán á nótum.AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.