Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 47
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 47 Silkisloppar Calvin Klein þunnir sloppar Náttserkir Satín- og bómullarnáttföt í úrvali Calvin Klein náttföt Laugavegi 47 Sími 552 9122 Laugavegi 47 Sími 552 9122 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Þú færð jólagjafirnar fyrir starfsfólkið hjá okkur Jólagjafir starfsfólksins Fyrirtæki til sölu:  Langar þig í eigin rekstur? Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrirtæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsefna sem þykja mjög góð. Mikl- ir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ásvelta 40 m. kr.  Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja.  Ein stærsta og besta myndbandasjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður, góð fjárfesting.  Rótgróin blómaverslun í verslunarmiðstöð. Ársvelta 14,4 m. kr.  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 40-50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mjög mikið að gera. Hentugt fyrir 3—4 starfsmenn.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður. Verð aðeins 3,8 m. kr.  Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.  Járn & lykkjur ehf. Vel tæknivætt framleiðslufyrirtæki sem þjónar bygg- ingariðnaðinum. Sameining eða sameign kemur vel til greina.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt myndbandasjoppa í Breiðholti með góða veltu. Gott tækifæri fyrir byrjendur sem eiga ekki mikla peninga.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vax- andi velta og miklir möguleikar.  Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr.  Höfum ýmis góð sameiningatækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.  Lagerhótel - búslóðageymsla. Ársvelta 10 m. kr. Gott tækifæri fyrir sameiningu við annan rekstur. Möguleiki á miklum akstri.  Verslunin Litla-Brú, Höfn i Hornafirði. Blóma- og gjafavöruverslun í eigin húsnæði á besta stað í bænum. Auðvelt að breyta í annan rekstur, t.d. kaffihús. Auðveld kaup.  Hlíðakjör. Rótgróin matvörusjoppa með ágæta afkomu. Ársvelta 36 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir trausta aðila.  Rekstrarleiga með kauprétti. Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirrar leigu sem greidd hefur verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is.  Þekkt lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem viðbót við annan rekstur.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekktur suðrænn veitingastaður til leigu. Fullbúinn og í fullum rekstri. 100 sæti. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk.  Lítið fyrirtæki sem rekur 9 leikjakassa í sjoppum. Auðveldur rekstur í aukavinnu.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Hentar vel til flutnings út á land. Verð aðeins 3,5 m. kr. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Einstök börn - Jólakort Einstök börn, félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma bjóða nú jólakort með mynd eftir Kristínu Gunnlaugs- dóttur myndlistarmann. Kortið er í stærðinni 17 x 17 cm með sjálflímandi umslögum. Kortin fást með eða án texta. Pantanir í síma félagsins 568 2661 og 699 2661 eða einstok@einstok.com starfa á hárgreiðslustofunni Caracter Listhúsinu v/Engjateig sími 553 0300 Karl Berndsen mun í desembermánuði FYRRI hluti þessarar frásagnar minnar birtist hér í blaðinu 23. nóv.sl. (bls.73),en í fyrirsögnina þar vantaði orðin „Og dæmi Síðu- Halls“, sem er þó kjarni þess sem ég vildi sagt hafa hér. En hér kem- ur síðari hlutinn: Við heyrðum þarna í Amman fréttamenn í út- varpi, hraðmælska og hástemmda, segja fréttir á máli okkur óskilj- anlegu, nema greinilegt var á öllu að þarna voru hernaðarfréttir. Eft- ir því sem þessir 6 dagar liðu sljákkaði stöðugt í þessum frétta- þulum og í lokin var tónninn orð- inn mjög dapur. Þá þóttist ég a.m.k. skilja, að enn einu sinni hafði Davið litli lagt Golíat að velli. Ég hafði haft samúð með og óttast örlög litla hörpuleikarans, er við sáum allar vígvélarnar í Jórdan- dalnum á leiðinni til hinnar helgu borgar fyrsta daginn þarna. Undr- ið hafði aftur gerst eins og árið 1948, er Ísraelsríki var stofnað skv. tillögu og með samþykki SÞ Sama stóð Palestínumönnum þá til boða, en höfnuðu (sbr.vísindavef HÍ í Lesb. Mbl. nýlega). Ofurefli réðst þá á hið nýstofnaða ríki Ísr- ael, sem stóðst eldraunina, en hundruð þúsunda Palestínumanna flúðu þá úr landi m.a. upp til Beir- ut í Libanon, þar sem við sáum ömulegar flóttamannabúðir, kofa- skrifli, sem ég ætlaði að ljósmynda frá glugga bíls okkar, en mér var ráðlagt að gera það ekki. Þarna hafði ógæfusamt fólk hafist við í nær 20 ár og því stöðugt sagt – var mér sagt – að „á morgun“ fengi það að fara aftur heim og með af- kvæmin, sem þarna höfðu fæðst í sárustu fátækt. Unga fólkið sem þarna hafði alist upp en séð dýrð- ina inni í Beirút, því var sagt að fá- tæktin hjá þeim væri öll Gyðingum að kenna, sem hefðu tekið heima- land þeirra. Þetta ungviði var alið upp í taumlausu hatri á þessum vondu Gyðingum. Í undirbúningi fyrir herhlaupið við endurheimt gamla landsins, var grjótkast þátt- ur í þjálfuninni. Slíkt grjótkast sáum við í Jerúsalem við mörk hverfa Gyðinga og Palestínu- manna. Þar voru það sögð morg- unverk hinna síðarnefndu, að varpa hnullungum yfir í Gyðinga- byggðina. Það var og er ekki geð- felld „sambúð“. Eftir 6 daga dvöl ísl. hópsins á hótelinu í Amman, komumst við með amerískri herflutningavél (belgþotu) frá Amman-flugvelli, (þar sem ég tíndi upp allmörg sprengjubrot og brot úr flugvélum, sem sýnd voru í sjónvarpi hér í spjalli Markúsar Arnar frétta- manns við mig eftir heimkomuna) til Teheran í Íran og eftir nokkra dvöl þar áfram með farþegaflug- vélum um Istanbul og um Þýska- land hingað heim, nema hluti hóps- ins sem heilsa vildi upp á heimsborgina London. 35 ár eru liðin frá þessum at- burðum, sem ekki hafa liðið mér úr minni. Ég hef haldið áfram að glíma við þá spurningu, hvort ekki sé finnanleg leið til að stilla til frið- ar þarna í Fyrirheitna landinu, Landinu helga. Endalaust hefur það verið reynt eftir margvíslegum leiðum, en án árangurs til þessa. Vitað er að a.m.k. tvo þarf til að sættir náist og friður komist á. Ég hef leitt tal að þessu við ýmsa kunningja mína og vini. Einn sagði: „Hermann, þarna kemst friður aldrei á.“ Skyldi það vera og verða að vera svo? Frá ungum dögum hef ég haft sérstakar mæt- ur á Síðu-Halli og Þorgeiri Ljós- vetningagoða, en faðir minn, tré- smiðurinn, m.a. Grundar-kirkju- smiðurinn, var alinn upp hjá ömmu sinni í Ljósavatnsskarði. Ég hef verið að endurlesa Njálu að und- anförnu og haft unun af að vera aftur í nálægð drengskaparmann- anna, sem komu svo miklu góðu til leiðar á Þingvöllum árið 1000. Hjá mér hefur kviknað vonarljós varðandi möguleika á stöðvun á hinum blóðugu átökum milli hálf- bræðranna, Palestínumanna og Ísraela sem báðir líta á Abraham sem forföður, hinir fyrr nefndu með egypsku ambáttina Hagar sem for-móður er hinir með Söru eiginkonu Abrahams sem formóð- ur. Vonarljósið er fólgið í fordæmi Síðu-Halls, sem lesa má um í Njálssögu, bls. 385 í útg. Íslend- ingasagnaútgáfunnar. Hallr af Síðu mælti: „Allir menn vitu, hvern harm ek hefi beðit, at Ljótr, sonr minn er látinn. Munu þat margir ætla, at hann muni dýrstr gerr af þeim mönnum, er hér hafa látizt. En ek vil þat vinna til sátta manna at leggja son minn ógildan ok ganga þó til at veita þeim bæði tryggðir ok grið, er mínir mótstöðumenn eru. Bið ek þik, Snorri goði, ok aðra ina beztu menn, at þér komið því til leiðar, at sættir verði með oss.“ Síðan settist hann niðr, ok var gerr at hans máli mikill rómr ok góðr, ok lofuðu allir mjög hans góðgirnd. Snorri goði stóð þá upp ok talaði erendi ok snjallt ok bað Ásgrím ok Gizur ok aðra þá menn, er fyrir málum váru þaðan at, at þeir skyldu sættast. Og undrið gerðist, segir Njála. Eftir öll vígaferlin og manndrápin, er við lá að allur þingheimur berð- ist þarna á og við Þingvelli, þá stöðvuðust drápin, fyrir tilmæli Síðu-Halls og atbeina Snorra goða og fleiri hinna bestu manna. Því skyldi undrið ekki einnig geta gerst hjá hinum langþjáðu íbúum landsins fyrirheitna við botn Mið- jarðarhafsins? Vel færi á því að hinn rétti hugur og hjálp bærist héðan frá hinni fámennu þjóð á Sögueyjunni. Hugleiðum málið. HERMANN ÞORSTEINSSON, fv. framkvæmdastjóri. Harmleikur við botn Miðjarð- arhafs og dæmi Síðu-Halls Frá Hermanni Þorsteinssyni: Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.