Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jólatónleikar fjölskyldunnar „Glæsilegt verk“ Vín á heimavelli Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS ...var skrifað í blöð þegar Jólaóratóría Johns Speights var frumflutt í Hallgrímskirkju í desember 2001. Nú gefst annað tækifæri til að heyra verkið á tónleikum sem útvarpað verður til fjölmargra landa í Evrópu og víðar. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru nú aftur komnir í Háskólabíó og víst er að umgjörðin verður með glæsilegasta móti. Tryggðu þér miða í tíma. Einstök stund í íslensku tónlistarlífi fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30 (I-III) föstudaginn 6. desember kl. 19:30 (IV-VI) laugardaginn 7. desember kl. 17:00 (I-III) 2.500 kr. / 4.000 kr. ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika. Hallgrímskirkja, Miðaverð: miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30 fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 3.000 / 2.600 / 2.200 kr. Háskólabíó, Miðaverð: laugardaginn 14. desember kl. 15:00. 2.000 kr. / 1.000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Háskólabíó, Miðaverð: sunnudaginn 22. desember kl. 17:00.Hallgrímskirkja, EBU tónleikar Ríkisútvarpsins John Speight: Jólaóratoría Hljómsveitarstjóri: Hörður Áskelsson Einsöngvarar: Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Garðar Thor Cortes og Benedikt Ingólfsson ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju Johann Sebastian Bach: Jólaóratóría Að njóta Jólaóratóríu Bachs er einstök stund. Tveir af okkar fremstu söngvurum, Gunnar Guðbjörnsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir, taka höndum saman með heimsþekktum kollegum sínum Andreas Schmidt og Monica Groop. Þau, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, sameinast í flutningi á þessari mögnuðustu jóla- gleðitónlist allra tíma. Í vændum er því einstakur viðburður í tónlistarlífi okkar. Á boðstólum verður m.a. tónlist úr kvikmyndinni um töfrastrákinn Harry Potter og syrpa af heimsþekktum jólalögum. Krakkar úr Suzuki-skólanum koma fram og hinn frábæri kór Graduale Nobili. Að síðustu taka allir lagið saman og aldrei að vita nema jólasveinninn komi í heimsókn. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Vínartónleikar Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Gjafakort er góð jólagjöf Gjöf sem hljómar vel! Settu saman gjafabréf Sinfóníunnar og láttu þá njóta sem þér þykir alveg sérstaklega vænt um! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 SMEKKLEYSA s/m h/f ásextán ára afmæli á þessuári og gefur út tvöfaldansafndisk til að minnast þeirra tímamóta. Á öðrum disk- inum er þannig að finna gömul lög með meðal annars Sykurmolunum, Ham, Curver, Bubbleflies, Boot- legs, Risaeðlunni, Sogblettum, Bless, Unun og Ólympíu, og á hin- um nýja tónlist með meðal annars Maus, Mínus, Einari Erni, Ske, Björk, Desidia, Atingere, Sigtryggi Baldurssyni, Agli Sæbjörnssyni, Stilluppsteypu, Sigur Rós og Dr. Gunna. Umsjón með útgáfunni hafði Þór Eldon, fyrrverandi með- limur Sykurmolanna og Ununar. Þörf fyrir safnplötur Þór Eldon segir að það hafi ekki verið ýkja erfitt að velja á diskana tvo. „Á diskinn með gamla efninu má segja að sjálfvalið hafi verið með flestum þeim sem störfuðu í og með Smekkleysu í byrjun, en annars reyndum við að tína til blandað efni en gæta þó að því að það væri í rokkdeildinni, geymdum klassíkina alveg. Það er erfiðara að velja á nýja diskinn. Við höfðum að leiðarljósi að velja nútímalega rokktónlist og létum þau boð út- ganga að við værum að leita að lögum. Það barst mjög mikið af efni á ýmsum stigum hvað vinnsl- una varðaði. Mestu skipti auðvitað að við kynnum að meta það sem boðið var upp á en þeir gengu svo fyrir sem voru búnir að klára sitt efni, ekki síst til að halda kostnaði niðri. Aðalforgang höfðu þó þær hljómsveitir sem eru að gefa út undir merkjum Smekkleysu núna. Mestar skorður setti okkur að ekki kemst nema ákveðið mikið af tón- list fyrir á einum diski og þannig lentum við í því á lokasprettinum að þurfa að sleppa lögum vegna þess að þau voru of löng, komust ekki fyrir á diskinum,“ segir Þór og bætir við að reynslan af útgáf- unni bendi eindregið til þess að mikil þörf sé fyrir að gefa út safn- diska mun örar en gert er. „Það er til mýgrútur af fólki sem er að semja alls konar tónlist og taka upp. Þannig væri hægt að fylla einn disk með rappi, annan með „instrumental“ tónlist, enn annan með nýaldargítarpoppi og svo má telja. Það er af nógu að taka. Safn- plötur eru fínn vettvangur fyrir hljómsveitir sem eru að kynna sig, það er svolítið mikið og „heví“ dæmi að gefa út langan geisladisk sem algjörlega óþekkt band.“ Endurútgáfu þörf Þór segir að ýmsar hljómsveitir hafi leitað eftir því að fá að vera með þótt þær væru ekki á mála hjá Smekkleysu og nokkrar sem eru samningsbundnar öðrum út- gáfum. „Það virtist enginn setja það fyrir sig að Smekkleysa væri að gefa diskinn út,“ segir Þór og kímir. „Það má vitanlega gagnrýna þennan disk eins og önnur verk en aðalhugsun mín á bak við útgáfuna var að ef á diskinum með gömlu lögunum væru fjögur eða fimm sem fólki þætti skemmtileg og vildi eiga og þrjú af nýju lögunum finnst mér útgáfan réttlætanleg. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.“ Þór segir að þegar hann tók að fara yfir það sem Smekkleysa hef- ur gefið út á árunum sextán hafi það fyrst og fremst komið sér á óvart hvað það var mikið að vöxt- um. „Í framhaldi af þessu finnst mér þurfa að endurútgefa meira og minna allt þetta efni sem margt er ekki til nema á vínyl, sumt sem gefið var út á smá- og stuttskífum sem eru ekki til í dag. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö til þrjú ár förum við að gefa út þessa gömlu tónlist í mörgum bindum og gæf- um þá betri mynd af starfsemi Smekkleysu en hægt er með þess- ari útgáfu.“ Sumt enn of ungt Að sögn Þórs er allur gangur á því hversu vel tónlistin hefur elst og sumt sé að auki enn of ungt til að menn átti sig á því, það þyki kannski hallærislegt í dag en reynslan hafi sýnt mönnum að það geti breyst óforvarandis. Smekkleysa hélt skemmtikvöld á Airwaves og Þór segir að upp- haflega hafi staðið til að diskurinn yrði kominn þá, en fyrir ýmsar sakir hafi það ekki gengið upp. „Safnplata eins og þessi á skilið eigið kvöld og ætli við reynum ekki að koma einhverju slíku á í byrjun desember.“ Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir Margir af nafntoguðustu tónlistarmönnum Íslands hafa komið við 16 ára sögu Smekkleysu s/m h/f. Gömul svín og nýir grísir Tvöfalda safnplatan Alltaf sama svínið er komin í verslanir. Smekkleysa s/m h/f sextán ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.