Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 27
Full búð af nýjum gjafavörum
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Jól 2002
Öðruvísi
aðventukransar
Sjón er sögu ríkari
Aðventugjöfin okkar til þín
2 fyrir 1 á hið landsfræga
jólahlaðborð Naustsins
Auðveldar þvaglát 1 tafla á dagEinn
, t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
2
8
5.
0
0
3
Fæst í apótekum
Náttúruleg aðferð
fyrir karlmenn
Listasafn Íslands Leiðsögn um
sýninguna Íslensk myndlist 1980–
2000 verður kl. 15–16. Yfirskriftin
er Samtal við listaverk og fjalla
nokkrir listamenn um verk sín:
Anna Líndal, Birgir Andrésson,
Ilmur María Stefánsdóttir, Jón
Óskar, Ólöf Nordal.
Ben-hópurinn stendur fyrir dag-
skrá í forsal Borgarleikhússins kl.
16.30. Dagskráin er blanda af orð-
um og tónum, m.a. verður litið inn
hjá Mozart, Gísla á Uppsölum,
Matthíasi Jochumssyni og fleirum.
Hópurinn kennir sig við Einar Ben,
en þar eru í forsvari þau Guðrún
Ásmundsdóttir leikkona og Eyvind-
ur Erlendsson, leikstjóri.
Auk þeirra koma fram þau Guð-
ríður Júlíusdóttir, söngkona, Hauk-
ur Guðlaugsson, organisti og Gunn-
ar Kvaran, sellóleikari.
Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Kvik-
myndin Síberíuhraðlestin verður
sýnd kl. 15. Myndin var gerð í Kaz-
akhstan á áttunda áratugnum, leik-
stjóri Eldar Urazbajev.
Myndin er talsett á ensku. Aðgang-
ur er ókeypis.
Þá stendur yfir í félagsheimili MÍR
sýning listakonunnar Alena Los á
grafikmyndum. Sýningin er opin á
sunnudögum, mánudögum og
þriðjudögum kl. 15-17.
Jólaharmonikutónleikar nemenda
Almenna músíkskólans verða í Ráð-
húsinu kl. 14, en tónleikarnir eru
einnig á vegum Harmonik-
umiðstöðvarinnar. Harmoniku-
tónleikar verða kl. 16 þar sem fram
koma þrjár hljómsveitir og Matth-
ías Kormáksson leikur.
Barna- og unglingakór Hallgríms-
kirkju heldur aðventutónleika kl.15
í kirkjunni. Unglingakórinn flytur
m.a. Ceremony of Carols eftir Ben-
jamin Britten við undirleik Sophie
Scoonjans hörpuleikara. Tónleik-
arnir eru á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju.
Háteigskirkjukórinn heldur að-
ventutónleika í kirkjunni kl. 20.
M.a. verður frumflutt hér á landi
aðventumótett eftir Josef Rhein-
berger og frumflutt Fyrsti söngur
Jesaja eftir Jack Noble White. Þá
mun nýstofnaður kvennakór flytja
lag við undirleik
Moniku Abend-
roth hörpuleik-
ara.
Vídalínskirkja
Sýningin á verk-
um Helga Þorgils
Friðjónssonar og
Helga Gíslasonar
verður opnuð að
lokinni messu kl.
11. Sýningin stendur til 6. janúar og
verður opin alla daga kl. 10-20.
Þá verða aðventutónleikar kirkju-
kórsins, ásamt hljóðfæraleikurum
kl. 20. Stjórnandi er Jóhann Bald-
vinsson organisti.
Möguleikhúsið við Hlemm sýnir
tvö jólaleikrit fyrir börn: Jólarósir
Snuðru og Tuðru kl. 14 og Hvar er
Stekkjarstaur? kl. 16. Leikarar eru
Ingrid Jónsdóttir og Bjarni Ingv-
arsson. Snuðru og Tuðru leika Ingi-
björg Stefánsdóttir og Aino Freyja
Järvelä.
Cafe Prestó, Hlíðarsmára Lína
Rut sýnir olíuverk til 18. desember.
Smiðjan - Listhús Jólasýning verð-
ur opnuð kl. 16.
Álafosskvos Opnar vinnustofur
verða í gamla Álafossverksmiðju-
hverfinu í Mosfellsbæ frá kl. 14-18.
Listamenn staðarins verða að störf-
um.
Ash gallerí, Varmahlíð Hrefna
Harðardóttir frá Akureyri sýnir
hluta af sýningu sinni Afturhvarf
kl.13. Hrefna hefur haldið þrjár
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga. Sýning er opin kl. 11-
18 fram að jólum.
Sankti Paulskirkja, Kaupmanna-
höfn Smári Vífilsson heldur tón-
leika kl. 20. Þetta eru þriðju tón-
leikar Smára í Kaupmannahöfn.
Hann starfaði tímabundið við óp-
eruna í Malmö og Konunglegu óp-
eruna í Kaupmannahöfn sl. vetur. Á
efnisskránni eru m.a. verk eftir
Schubert, Händel, Sigvalda Kalda-
lóns og Sigurð Bragason. Undir-
leikarar eru Guðný Einarsdóttir og
Sigrún Steingrímsdóttir.
Kirkjukór Íslenska safnaðarins í
Kaupmannahöfn, undir stjórn Dilj-
ár Sigursveinsdóttur, tekur þátt í
flutningi nokkurra laganna.
Í DAG
Smári Vífilsson
Honk! Ljóti andarunginn Um-
ræðukvöld verður í Borgarleikhús-
inu kl. 20 um Ljóta andarungann
sem verið er að sýna í leikhúsinu
um þessar mundir. Fjórir „svanir“
sitja í pallborði og gefa innsýn í
þá veröld þar sem undursamlegt
er að breytast í svan, og hve fal-
legt það er að komast að því að
maður skuli búa við fegurð og full-
nægju. Svanirnir eru Ásdís Þór-
hallsdóttir, leikstjóri, Guðrún Ög-
mundsdóttir, alþingiskona, Jón
Björnsson, sálfræðingur og Sig-
urdór Halldórsson, sjómaður. Að-
gangur ókeypis.
Listaháskóli Íslands Finna B.
Steinsson flytur fyrirlestur kl
12.30 í Laugarnesi og kynnir verk
sín frá síðustu 10 árum og hug-
myndir að baki þeirra. Finna
Birna tók hún m.a. þátt í sýning-
unni MHR 30 í Listasafni Reykja-
víkur á þessu ári með verkinu „Ég
finn það á lyktinni“.
Tónlistarskóli Garðabæjar Jóla-
tónleikar nemenda hefjast í dag
og verða alla vikuna fram til 7.
desember. Tónleikar hefjast allir
kl. 17.30 en tónleikarnir for-
skóladeildar verða á laugardaginn
7. desember kl. 10 og 11. Jóla-
tónleikum lýkur síðan föstudaginn
13. desember kl. 20 með söng-
tónleikum nemenda Snæbjargar
Snæbjarnardóttur.
Á MORGUN