Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LYFJANOTKUN Í GRUNNA Tryggingastofnun ríkisins fær það hlutverk að koma á fót tveimur lyfjagagnagrunnum, skv. frumvarpi heilbrigðisráðherra. Verður annar grunnurinn persónugreinanlegur. Markmiðið er m.a. að koma í veg fyrir misnotkun ávana- og fíknilyfja. Hafna beiðni Rússa Danskur dómstóll hafnaði í gær beiðni Rússa um að framselja Ak- hmed Zakajev, sendimann forseta Tétsníu. Rússar segja hann hafa verið viðriðinn hryðjuverk, en Danir sögðu þá ekki hafa sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Breytt fjármálasamskipti Ríkið leggur fram 410 milljónir króna á þessu ári og 400 á því næsta umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum, samkvæmt nýju sam- komulagi, er undirritað verður í dag, um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Uppsagnir Um fjórðungi starfsmanna Ís- landssíma og Tals var sagt upp störfum í gær, alls um 76 manns. Taka uppsagnirnar gildi um áramót. 45 starfsmenn Íslandssíma og 31 starfsmaður Tals missti vinnuna. Nýr búnaður slökkviliðs Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru í gær afhentir tveir nýir björg- unarbátar og nýr slökkviliðsbíll, sem verða á Reykjavíkurflugvelli.  CORVETTAN HANS STEINA  FÆRRI LIÐ Í FORMÚLU 1  CHRYSLER Á NÝ Á ÍSLANDI TAREK Í PARÍS-DAKAR  LÆKKUÐ DRIF  ÁREKSTRARPRÓF EURO NCAP  SPORTBÍLL FYRIR HÁLENDIÐPorsche Cayenne GM SPORTBÍLL FYRIR EVRÓPU Allir fá þá eitthvað fallegt . . . Mikið úrval glæsilegra jólagjafa frá ALPINE, CLIFFORD og AVITAL Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 • Sími: 540 1500 FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Vesturhraun 3, 210 Garðabæ sími 565 5333 2002  MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓN ARNAR MAGNÚSSON Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU Á NÝ / B3 KNATTSPYRNUMAÐURINN Ólafur Páll Snorrason er genginn til liðs við Fylki og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Árbæjarliðið. Ólafur Páll er tvítugur fram- herji, sem lék með Stjörnumönnum á síðustu leiktíð og þá hefur hann einnig leikið með Val og Fjölni. Hann var um tíma á unglinga- samningi hjá enska liðinu Bolton. Ólafur á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hann er annar leikmaðurinn sem Árbæ- ingar fá til liðs við sig í haust, en varn- armaðurinn Kjartan Antonsson gekk til liðs við Fylki frá ÍBV fyrir nokkru. Tveir leik- menn hafa hins vegar yfirgefið bikarmeist- arana – Kristinn Tómasson fór í Fram og Ómar Valdimarsson til Selfyssinga. Ólafur Páll til liðs við Fylki TVEIR Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem hefst í Mar del Plata í Argentínu í byrjun næstu viku. Það eru þau Kristín Rós Hákonardóttir og Bjarki Birgisson. Kristín Rós verður í eld- línunni strax fyrsta keppn- isdaginn þegar hún tekur þátt í 100 m baksundi en auk þess er hún skráð til leiks í 100 m skriðsundi, 100 m bringusundi, 200 m fjórsundi og 50 m skriðsundi. Bjarki spreytir sig í 100 m bringu- sundi, 200 m fjórsundi og í 50 m flugsundi. Þjálfari þeirra er Kristín Guðmunds- dóttir og verður hún að sjálfsögðu með í för ásamt Héðni Jónssyni sjúkraþjálf- ara. Bjarki og Kristín Rós á HM GUÐMUNDUR Viðar Mete, leik- maður 21 árs landsliðsins í knatt- spyrnu, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska félagið Norrköping. Guðmundur hefur leikið með Malmö í þrjú ár og var áður í unglingaliðum félags- ins frá 10 ára aldri, þegar hann flutti frá Eskifirði til Svíþjóðar, en hann spilaði 14 leiki með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. Hann hefur leikið 7 leiki með 21 árs landsliðinu og 18 leiki með yngri landsliðunum. Norrköping féll úr úrvalsdeild- inni í haust en er eitt stærsta félag Svíþjóðar og hefur unnið meist- aratitilinn 12 sinnum. „Þetta er öflugt félag sem ætlar sér beint upp á ný, og Guðmundur ætti því að vera vel settur, til lengri tíma litið,“ sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Morgun- blaðið eftir undirskriftina í gær. „Samningurinn við Malmö var útrunninn og þó að þjálfari liðsins vildi hafa mig áfram ákvað ég að breyta til. Ég vil spila meira, hjá Malmö eru margir sterkir varn- armenn en þjálfari Norrköping ætlar mér lykilhlutverk í sínu liði. Ég er tilbúinn að fórna einu ári í að spila í 1. deildinni og koma síð- an sterkur inn í úrvalsdeildina á ný með Norrköping,“ sagði Guð- mundur við Morgunblaðið. Guðmundur til Norrköping REAL Madrid vann heimsbikar félagsliða í knattspyrnu í þriðja sinn með því að sigra Suður-Ameríkumeistarana Olimpia frá Paragvæ, 2:0, í hinum árlega leik um titilinn í Yokohama í Jap- an í gær. Ronaldo skoraði fyrra markið á 14. mínútu og Guti það síðara 6 mínútum fyrir leikslok, með fyrstu snertingu sinni eftir að hafa leyst Ronaldo af hólmi. Ronaldo kann greinilega vel við sig á vellinum í Yokohama en þar skoraði hann bæði mörk Brasilíu gegn Þýskalandi í úrslitaleik HM í sumar. „Það var ánægjulegt að vinna þennan titil á 100 ára afmæli fé- lagsins, en ekki síður að liðið skyldi skora mörk á nýjan leik,“ sagði Vicente del Bosque, þjálfari Real Madrid, en stjörnum prýtt lið hans er í sjöunda sæti spænsku 1. deildarinnar. Nery Pumpido, þjálfari Olimpia sem varð heimsmeistari með Arg- entínu 1986, kvaðst stoltur af sín- um mönnum. „Real er með sann- kallað draumalið en við fengum mörg færi í leiknum. Við nýttum þau ekki og þar lá munurinn á lið- unum,“ sagði Pumpido. Ronaldo aftur á ferð í Yokohama AP Ronaldo smellir kossi á heimsbikar félagsliða eftir sigur Real Madrid á Olimpia í úrslitaleiknum í Japan í gær. KR-INGAR hafa sagt upp launalið samningsins við Guðmund Benediktsson, sem leikið hefur með félaginu síðan 1995. Jónas Krist- insson, stjórnarformaður KR-sport, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við höfum unnið að því með samningsbundnum leik- mönnum að undanförnu að lækka launakostnað félags- ins og hefur það gengið bærilega og allir tekið þátt í því. Guðmundur vill hins vegar halda sig við uppruna- legan samning sinn og því fannst okkur þetta eðlileg- asta leiðin,“ sagði Jónas og bætti við að það hefði aldrei verið ætlun félagsins að leysa þessi mál í fjölmiðlum. Guðmundur á eitt ár eftir af samningi sínum við KR, en er, frá og með síðustu mánaðamótum, með KSÍ- samning við KR en ekki lengur á launaskrá félagsins. Guðmundur gekkst undir að- gerð á hné í vikunni og er að jafna sig eftir þá aðgerð. Ekki náðist í Guðmund í gær. KR segir Guðmundi upp Yf ir l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Sjónvarpsdagskráin. Dag- skránni verður dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Umræðan 30/32 Viðskipti 14/15 Minningar 33/36 Erlent 16/18 Staksteinar 38 Höfuðborgin 19 Myndasögur 40 Akureyri 20 Bréf 40/41 Suðurnes 21 Dagbók 42/43 Landið 22 Fólk 44/49 Listir 23/25 Bíó 46/49 Forystugreinar 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 30 Veður 51 * * * SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 4.desember2002 Að vera trúr sagnalistinni Heiða Jóhannsdóttir ræðir við Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Sókn og vörn – kristin viðhorf kynnt og skýrð er eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Hér beinir Sig- urbjörn sjónum sínum m.a. að kirkjunni og vísindunum, skoðar eðli lífsins og tilgang. Hann fjallar um upp- eldis- og skólamál og fer fyrir kristnum gild- um og viðhorfum. Hugsunin er hvöss og skýr, stíllinn leiftrandi og kröftugur. Dr. Sigurbjörn er síungur í anda og orð hans eiga erindi til samtímans nú sem fyrr. Sumar greinanna eru úr afmælisriti hans Coram Deo frá 1981 og hirðisbréfi hans sem bar heitið Ljós yfir land en hvort tveggja hefur lengi verið ófáan- legt. Útgefandi er Skálholtsútgáfan – út- gáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 368 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.990 kr. Sókn og vörn Sigurbjörn Einarsson Nafnlausir vegir heitir skáldsaga Einars Más Guðmundssonar þar sem haldið er áfram að rekja sögu hinnar lit- ríku fjölskyldu sem les- endur þekkja úr bók- unum Fótspor á himnum og Draumar á jörðu. Sögusviðið er Ísland á áratugum hernáms og kjarabaráttu. Úr hinum stóra systk- inahópi eru þeir fyrirferðarmestir Ívar, náttúrulækningafrömuður, sem auðgast og verður sjálfstæð lánastofnun, og svo baráttumaðurinn Ragnar, kommúnisti og Spánarfari. Sem fyrr fléttar Einar Már saman sögu einstaklinga og sam- félags. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 214 bls. og prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Margrét E. Laxness. Verð: 4.690 kr. Nafnlausir vegir Einar Már Guðmundsson Á SÍÐUSTU árum hefur það færst í vöxt að rita ævisögur merkra íslenskra skálda. Upp í hugann koma ágætar ævisögur Einars Benediktssonar, Steins Steinarr, Jónasar Hallgrímsson- ar og nú hefur Viðar Hreinsson sent frá sér fyrra bindi ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Les- andanum verður fljótlega ljóst að hér er ekki um neitt flýtisverk að ræða enda kemur fram í eftir- mála að Viðar hefur unnið að þessu verki undanfarin fimm ár. Ekkert hefur verið til sparað að gera ævi- sögu Stephans sem best úr garði. Allar tiltækar heimildir hafa verið kannaðar samviskusamlega og þeirra getið í neðan- málsgreinum sem prentaðar eru aftan við meginmálið. Verk- ið stenst þannig ítr- ustu kröfur um vís- indaleg vinnubrögð og er jafnframt fróðleiks- náma þeim sem vilja kynna sér nánar bak- svið verksins. Saga Stephans G. eða Stefáns Guðmundssonar er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Hún er saga einstaklings sem er góðum gáfum gæddur en býr við fátækt og þarf lengstum að vinna hörð- um höndum til að komast af. En um leið er saga Stefáns þjóð- arsaga, það voru mörg þús- und Íslendingar sem kusu að freista gæfunnar í Vestur- heimi á síðasta fjórðungi 19. aldar. Foreldrar Stefáns, þau Guðmundur Stefánsson og Guðbjörg Hannesdóttir, náðu aldrei að efnast almennilega og verða „sjálfstætt fólk“. Þau höfðu því engu að tapa þegar þau ákváðu að taka sig upp ásamt Jóni bónda í Mjóa- dal og fjölskyldu hans og flytja vestur um haf. Stefán stóð á tvítugu og Sigurlaug systir hans var þrettán ára þegar lagt var í haf í ágúst- mánuði árið 1873. Með í för var einnig Helga Sigríður, dóttir Jóns í Mjóadal og Sigurbjargar Stefánsdóttur (föðursystur Stef- áns) sem síðar varð lífsförunaut- Frá Kirkjuhóli til Klettafjalla ÆVISÖGUR Landneminn mikli – ævisaga Stephans G. Stephanssonar Fyrra bindi VIÐAR HREINSSON 463 bls. Kápa: Gunnar Karlsson. Prent- un Oddi. Bjartur 2002 Stephan G. Stephansson Viðar Hreinsson BÆ UR „Táldreginn frá fyrstu sí›u“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 19 59 7 1 2/ 20 02 „Hundra› dyr í golunni ratar beinustu lei› til sinna. Í henni tekur Steinunn upp flrá› frá flví í Ástum fiskanna og Tímafljófnum: Lesandi er táldreginn frá fyrstu sí›u, af sta› inn í fagra en um lei› brá›feiga leit manneskjunnar a› ást og samruna.“ Birna Bjarnadóttir, Ví›sjá Steinunn Sigur›ardóttir „Hundra› dyr í golunni er enn eitt tilbrig›i vi› ástina sem Steinunn Sigur›ardóttir er snillingur í a› fjalla um ... Bók sem stillir sér sjálfkrafa upp vi› hli› bestu verka Steinunnar.“ Sigrí›ur Albertsdóttir, DV YFIRMENN hjá lögreglunni telja óheppi- legt að dómar Hæstaréttar vegna símhler- ana í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli skyldu birtast opinberlega. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að birting dómanna á opinberum vettvangi hefði verið óheppileg en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Egill Stephensen, saksókn- ari hjá sama embætti, sagði að opinber birt- ing drægi mjög úr gildi þeirra heimilda sem lögregla hefði fengið. Dómarnir birtust á heimasíðu Hæstarétt- ar á mánudag. Skv. upplýsingum frá skrif- stofu Hæstaréttar átti einn starfsmaður réttarins frumkvæði að því að taka dómana út eftir að lögregla gerði athugasemd við birtinguna. Í dómstólalögum væri kveðið á um að allir dómar Hæstaréttar skyldu gefnir út. Í þessu tilfelli hefði starfsmaðurinn talið ástæðu til að fjarlægja þá af vefnum en bera undir dómara að morgni hvort þeir ættu að birtast. Dómararnir hefðu talið rétt að birta þá og því voru dómarnir settir aftur inn á heimasíðu Hæstaréttar í gærmorgun. Óheppilegt að birta dómana opinberlega MIKIÐ álag er nú á blóðskilunar- deild nýrnadeildar Landspítala við Hringbraut þar sem sjúklingar fá meðferð í gervinýra. Alls fá þar 40 sjúklingar meðferð í 10 nýrnavél- um og þurfa þeir að koma þrisvar í viku. Páll Ásmundsson, yfirlæknir deildarinnar, segir menn vera orðna langeyga eftir betra plássi fyrir deildina en verið er að leita leiða til fá aukið húsnæði. Brýnt sé að bæta aðstöðu deildarinnar og sjúklingum hafi fjölgað ört síðustu árin, þeir hafi verið um 30 fyrir fáum árum. Segir hann skýr- inguna að nokkru leyti þá að nýrnasjúklingar lifi lengur en áð- ur. Sjúklingar með óstarfhæf nýru verða að skilja út úrgangsefni með gervinýra eða nýrnavél eða með svokallaðri kviðskilun. Sé það gert í nýrnavél þarf sjúklingur að koma þrisvar í viku og tekur skilunin í hvert sinn um það bil fjóra tíma. Sé notuð kviðskilun sér sjúklingur sjálfur um að renna sérstakri lausn í kviðarholið og skipta um hana fjórum sinnum á sólarhring en einnig eru til vélar sem annast geta skiptingarnar um nætur. Þröngt orðið um starfsemina Tíu vélar eru á nýrnadeildinni og segir Páll orðið þröngt um sjúk- linga og starfsfólk og menn séu langeygir eftir betra plássi. Segir hann stefna í vandræði ef nýrna- sjúklingum fjölgaði skyndilega. Nægar vélar séu hins vegar fyrir hendi, spurningin sé frekar um húsnæði og aðra aðstöðu. Hann segir álag hafa verið mikið og það reyni bæði á starfsfólk og sjúk- linga. Verið sé að leita að nýju hús- næði sem vonandi verði fundin lausn á alveg á næstunni. Nokkurn tíma muni þó taka að koma flutn- ingum í kring. Hver sjúklingur kemur sem fyrr segir þrisvar í viku og er þjónustan veitt frá morgni og fram á kvöld. Þá er einn hópur tekinn í meðferð á laugardegi og einn á sunnudegi. Páll segir að sjúklingum sem þurfi á meðferð í gervinýra að halda hafi fjölgað ört síðustu árin. Segir hann hópinn eldast sem skýrist m.a. af því að með betri meðferð lifi nýrnasjúklingar leng- ur. Nokkrir úr þessum 40 sjúk- linga hópi bíða þess að fá nýtt nýra og eru þeir ýmist á biðlista hjá Rigshospitalet í Kaupmannahöfn eða bíða þess að fá nýra úr lifandi gjafa. Morgunblaðið/Sverrir Tíu nýrnavélar eru á Landspítalanum en alls eru 40 sjúklingar sem þurfa á þeim að halda. Yfirlæknir nýrnadeildar segir orðið brýnt að fá rýmra húsnæði fyrir starfsemina. Brýnt að bæta aðstöðu nýrnadeildar LSH Sjúklingum hefur fjölgað ört síðustu ár HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands úrskurðaði í gær þrjá Pólverja í gæsluvarðhald til 12. desember. Þeir eru grunaðir um innbrot í þjónustumiðstöðina Vegamót á Snæfells- nesi á sunnu- dagskvöld. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir fjórða Pól- verjanum, sem liggur á Land- spítala vegna áverka sem hann hlaut við að kasta sér úr bifreið á flótta undan lögreglu. Síðdegis í gær gerði lög- regla húsleit á dvalarstað mannanna í Reykjavík. Sex erlendir ríkisborgarar afplána nú refsidóma á Litla-Hrauni og jafnmargir eru í gæsluvarðhaldi eftir að Pólverjarnir bættust í hópinn í gær. Til samanburðar voru að meðaltali rúmlega 90 fangar í fangelsum landsins árið 2000.                           ! "   Þrír Pólverjar í haldi grunað- ir um innbrot BORGARRÁÐ samþykkti í gær, með fjór- um samhljóða atkvæðum meirihlutans, að tilnefna borgarfulltrúana Árna Þór Sig- urðsson og Stefán Jón Hafstein og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í nefnd um hvernig draga megi úr útgjöldum borgarinnar og ná fram varanlegri hagræð- ingu og sparnaði í rekstri og stofnkostnaði. Samþykkt var í síðasta mánuði að stofna nefndina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins óskuðu bókað að þeir samþykktu að komið yrði á fót sparnaðarnefnd vegna útgjaldaþenslu hjá Reykjavíkurborg, en þenslan væri á ábyrgð R-listans og því væri eðlilegt að fulltrúar hans gerðu einnig til- lögur um breytingar til sparnaðar. Skipað í sparn- aðarnefnd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦VÆNTA má úrskurðar Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráð- herra og setts umhverfisráðherra, um Norðlingaölduveitu, um eða upp úr miðjum mánuðinum, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu. Vegna fyrri ummæla um Þjórs- árver lýsti Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra sig vanhæfa til að fjalla um þær kærur sem bárust vegna úrskurðar Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum af Norðlingaölduveitu Lands- virkjunar í Þjórsárverum. Jón var settur í verkefnið af forsætisráð- herra og samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum urðu starfsmenn umhverfisráðuneytis- ins, allir með tölu, vanhæfir líkt og ráðherra til að fjalla um kærurn- ar. Jón Kristjánsson hefur Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóra sér til fulltingis í heilbrigðisráðu- neytinu auk Guðríðar Þorsteins- dóttur, skrifstofustjóra og lög- fræðings í ráðuneytinu. Auk þeirra aðstoða ráðherra nokkrir sérfræðingar á sviði lögfræði, verkfræði og umhverfismála. Meðal þeirra eru Eiríkur Tómas- son lagaprófessor, Eyvindur G. Gunnarsson lögmaður, Birgir Jónsson, prófessor í verkfræði, og dr. Conor Skehan frá Írlandi, sér- fræðingur í mati á umhverfisáhrif- um framkvæmda á EES-svæðinu, en hann aðstoðaði umhverfisráð- herra vegna úrskurðar um Kára- hnjúkavirkjun fyrir um ári. Úrskurður um miðjan mánuðinn SKRIFSTOFA Ferðamálaráðs í New York í Bandaríkjunum og Iceland Naturally leigðu kvik- myndahús og buðu banda- rísku fjölmiðla- fólki á nýjustu James Bond- myndina í gær- kvöldi. Boðs- gestirnir brugð- ust vel við og var gert ráð fyr- ir að þeir myndu fylla húsið. Einar Gústavsson, fram- kvæmdastjóri skrifstofu Ferða- málaráðs í New York, sagði margt gert til að vekja athygli á Íslandi og þar sem James Bond- myndin Die Another Day hefði verið tekin á Íslandi að hluta hefði verið ákveðið að bregða á leik. Kynningin hefði verið í sam- vinnu við íslenska náttúrumark- aðsátakið Iceland Naturally. Ferðaheildsölum og fjölmiðla- fólki, sem sinnti ferðamálum og auglýsingum, hefði verið boðið á kvikmyndina og hefðu und- irtektir verið mjög góðar, en meðal annars hefði fólk frá ABC, NBC, AP, Time Magazine, Bus- iness Travel News, National Geography, Reuters og 60 Min- utes þekkst boðið. „Við vinnum mikið með þessu fólki og þetta er skemmtileg uppákoma í svart- asta skammdeginu,“ sagði Einar. Bauð banda- rísku fjöl- miðlafólki á James Bond Einar Gústavsson UNGIR höfundar verða í sviðs- ljósinu á sérstöku ungskálda- kvöldi í Iðnó í kvöld þar sem hin nýja rithöfundakynslóð Íslend- inga kemur fram og les úr verk- um sínum. Höfundarnir sem koma fram eru Steinar Bragi, Sigurbjörg Þrastardóttir, Andri Snær Magnason, Sig- tryggur Magnason, Elísabet Ólafsdóttir, Gerður Kristný, Stefán Máni, Samúel les úr samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar og hljómsveitin Ske leikur órafmagnað. Á milli atriða verður leikið á sjórekið píanó til heiðurs Guð- rúnu Evu Mínervudóttur en hún tjáir sig um nýútkomna skáldsögu sína, Söguna af sjó- reknu píanóunum, í sérriti Morgunblaðsins um bækur, sem fylgir blaðinu í dag. Leikið á sjórekið píanó  Að vera trúr/D2  Upplestur ungra/24 ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Keflavík rannsakar nú mannslát í umdæmi lögreglunnar. Fékkst þetta staðfest í gærkvöld, en lögreglan í Keflavík varðist að öðru leyti frétta af mál- inu. Samkvæmt heimildum fréttavefjar Vík- urfrétta fannst maður látinn í Grindavík- urhöfn síðdegis í gær. Þar kemur fram að talið sé að maðurinn hafi fallið milli skips og bryggju aðfaranótt þriðjudags. Mannslát rannsakað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.