Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 18
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HERMAÐUR selur fisk á útimarkaði sem stuðnings-
menn Hugo Chavez, forseta Venesúela, settu upp til
bráðabirgða í miðborg Caracas á mánudag vegna alls-
herjarverkfalls sem andstæðingar hans stóðu fyrir.
Ákveðið var að halda verkfallinu áfram í gær.
Er þetta í fjórða sinn á einu ári sem andstæðingar
Chavez standa fyrir allsherjarverkfalli til að reyna að
knýja forsetann til að segja af sér. Verkalýðsleiðtogar
og frammámenn í viðskiptalífinu sögðu að þátttakan í
verkfallinu hefði verið mikil en stjórnin sagði að það
hefði ekki haft alvarleg áhrif á olíuvinnsluna og fleiri
mikilvægar atvinnugreinar.
AP
Allsherjarverkfall í Venesúela
GRÆNLENDINGAR kusu sér nýtt
landsþing í gær og voru kosningarn-
ar taldar þær mikilvægustu frá því
þeir fengu heimastjórn 1979. Sner-
ust þær fyrst og fremst um aukið
sjálfstæði.
Allir flokkarnir vilja aukið sjálf-
stæði en áherslurnar eru nokkuð
mismunandi. Fremstur fer vinstri-
flokkurinn Inuit Ataqatigiit, IA, en á
síðustu dögum kosningabaráttunnar
biðlaði hann ákaft til borgaraflokks-
ins Atassut og vildi, að þeir mynduðu
saman stjórn að kosningum loknum.
Það gæti þýtt, að jafnaðarmenn í
Siumut verði utan stjórnar í fyrsta
sinn í 23 ár. Eru þeir nú við stjórn-
völinn ásamt Atassut.
Atassut hefur til þessa barist fyrir
óbreyttu sambandi við Danmörk en
hefur nú söðlað um. Augusta Salling,
formaður Atassut, og Josef Motz-
feldt, formaður IA, eru sammála um,
að Grænlendingar verði fyrst að
koma sínum eigin málum í lag áður
en þeir taki upp viðræður við Dani
um aukið sjálfstæði en Motzfeldt tel-
ur hugsanlegt, að þjóðaratkvæða-
greiðsla um sjálfstæði geti farið fram
2005. Hans Enoksen, formaður
Siumut, segist hins vegar viss um, að
það sé allt of snemmt. Beinn styrkur
Dana við Grænlendinga er nú rúm-
lega 56.000 ísl. kr. á hvern íbúa.
Óeining í Siumut
Mikil óeining og valdabarátta hef-
ur skaðað Siumut í kosningabarátt-
unni og margir kjósendur flokksins
óttast þá áherslu, sem Enoksen
leggur á stuðning við litlu byggðirn-
ar vítt og breitt um landið. Þeir telja,
að grænlenskt efnahagslíf, sem er
ekki allt of beysið, muni aldrei ná að
koma undir sig fótunum nema með
því að efla vaxtarbroddana í þéttbýl-
inu.
Skoðanakannanir bentu til, að
Siumut tapaði tveimur mönnum og
fengi níu eins og IA. Atassut var
spáð sex, tveimur færri en síðast, en
Lýðræðissinnunum, nýstofnuðum
mótmælaflokki, var spáð fimm
mönnum. Áttu úrslitin að liggja fyrir
nú í morgun. Á kjörskrá voru 39.000
manns.
Mikilvægar kosningar á Grænlandi
Sjálfstæðismál-
in efst á baugi
MIKLAR upplýsingar um iðn-
sögu Bandaríkjanna er að finna
í Grænlandsísnum. Koma þær
fram í borkjörnum, sem teknir
voru fyrir þremur árum, en blý-
magnið í þeim fylgir mjög ná-
kvæmlega umsvifunum í
bandarískum iðnaði frá árinu
1750.
Blýið, sem sest hefur til í
Grænlandsísnum, er aðallega
komið frá verksmiðjum í
Bandaríkjunum og Kanada.
Um 1870 jókst það mikið og
hafði 300-faldast 20 árum síðar
að því er fram kom hjá Joseph
McConnell, aðstoðarprófessor
við Desert-rannsóknastöðina í
Reno í Nevada.
Snarminnkaði í kreppunni
Rannsóknirnar sýna, að 1890
var blýmengunin orðin meiri en
áður hafði verið talið en hún
snarminnkaði aftur á móti í
Kreppunni miklu. Mengunin
jókst síðan mikið eftir heims-
styrjöldina síðari en þá var far-
ið að blýbæta bensín.
Blýmengunin í Grænlands-
ísnum minnkaði eftir 1970 og
fer það saman við minna blý í
bensíni og hertar reglur um út-
blástur frá verksmiðjum. Árið
1985 hafði blýmengunin minnk-
að um 75% frá því, sem hún var
rúmum áratug áður.
2.000 ára blýummerki
Blýmengun í Bandaríkjun-
um er nú hverfandi lítil en í
Grænlandsísnum er hún samt
enn þrisvar sinnum meiri en
hún var 1870. Telur McConnell,
að það megi rekja til mengunar
annars staðar frá.
Rannsóknir, sem gerðar
voru 1994, sýna, að finna má
2.000 ára gömul ummerki um
blý í Grænlandsísnum og eru
þau rakin til blýbræðslu í
Grikklandi og Rómaríki.
Rannsóknir á
Grænlandsís
Iðnsagan
varðveitt
í bor-
kjörnum
Los Angeles. AP.
RÚMENAR voru sendir inní ákveðnar herbúðir eftirseinni heimsstyrjöld, viðtókum ekki sjálfir þá
ákvörðun,“ segir Adrian Nastase,
forsætisráðherra Rúmeníu, en Rúm-
enar munu ganga í Atlantshafs-
bandalagið (NATO) á næsta ári. Ráð-
herrann er hér á landi í stuttri
opinberri heimsókn í boði Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra ásamt
eiginkonu sinni, nokkrum af helstu
ráðherrum landsins og sendiherra
Rúmena á Íslandi. Auk Davíðs hitti
Nastase að máli Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra, heimsótti Alþingi,
Ráðhúsið og Háskóla Íslands og
Þjóðmenningarhúsið. Ætlunin var að
hitta fulltrúa íslensks viðskiptalífs í
morgun og koma við í Bláa lóninu á
leið til Keflavíkurflugvallar en gest-
irnir fara af landi brott um hádegið.
Þakklátir fyrir stuðning
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við rúmenska forsætisráð-
herrann sem sagði væntanlega aðild
Rúmena að NATO myndu skipta
sköpum í sögu þjóðarinnar. Íslensk
stjórnvöld hefðu stutt mjög aðild-
arumsókn Rúmena sem þeir væru
þakklátir fyrir.
– Þið reynið nánast samtímis að
öðlast aðild að NATO og Evrópusam-
bandinu (ESB). Aðlögun að báðum
stofnununum mun kosta ykkur mikið
fé, þið verðið m.a. að endurnýja og
breyta viðbúnaði hersins og gera erf-
iðar umbætur í efnahagsmálum. Get-
ur þetta orðið of dýrt?
„Það er athyglisvert að mikill
meirihluti Rúmena styður sem fyrr
aðild að NATO og ESB, 75–80%
styðja hvorttveggja,“ svarar Nast-
ase. „Sagan skýrir þetta. Rúmenar
litu á sig sem hluta af vestrænum
menningarheimi en á Jalta-
ráðstefnunni 1945 urðu þeir hluti
austurblokkarinnar.
Fyrir tveimur árum ákváðum við í
samráði við aðalstöðvar NATO að
verja 2,38% af þjóðarframleiðslu okk-
ar til landvarna. Við munum halda
þeirri stefnu við lýði næstu þrjú eða
fjögur árin. Á vissan hátt er nú auð-
veldara fyrir okkur að skipuleggja
framlög til varnarmála. Áður en okk-
ur var boðin aðild urðum við að hafa í
huga herfræðilega legu og stöðu
Rúmeníu, tryggja öll landamæri og
vera alls staðar viðbúnir hugs-
anlegum árásum.
Núna erum við hluti af bandalagi
og getum notað féð í mjög sértæka
þætti. Þess vegna tel ég að við mun-
um nota það á langtum áhrifaríkari
hátt, við munum einbeita okkur að
þeim búnaði sem við þurfum helst að
bæta til að efla varnarmátt okkar.
Umbæturnar sem þarf að gera í
efnahagsmálum og á öðrum sviðum
vegna ESB-aðildar eru gerðar til að
samhæfa efnahaginn evrópskum við-
miðum og reglum. En þær eru líka
nauðsynlegar ef við viljum nútíma-
væða efnahag Rúmeníu. Eftir bylt-
inguna 1989 var efnahagsmálunum
ekki umbylt, nú verðum við að byrja
á núllpunkti.
Við fáum peningastuðning frá
ESB sem styður ýmis verkefni. Ég
álít þess vegna að léttara sé fyrir
okkur að gera þessar umbætur núna
með hjálp ESB en að reyna að gera
alla þessa nauðsynlegu hluti hjálp-
arlaust og einangraðir frá öðrum.“
Forsætisráðherrann er spurður
um skrifræði og spillingu sem marg-
ir, þar á meðal Ion Illiescu, forseti
landsins og flokksbróðir Nastase,
segir að dragi úr áhuga erlendra fjár-
festa. Nastase svarar að mörg vanda-
mál hafi verið við að glíma fyrstu árin
eftir byltinguna gegn Nicolae Ceaus-
escu 1989. Lífskjörin hafi verið slæm,
fötluð börn verið vanrækt. „Nú þurf-
um við að laga til í stjórnsýslunni og
verkið er nýhafið með aðstoð ESB.
Þar fáum við faglega aðstoð sérfræð-
inga af mörgu tagi. Ég er viss um að
árangur mun nást en þetta tekur
nokkurn tíma.
Spillingin var fylgifiskur þess að
deila þurfti út ríkiseignum til fólks-
ins, stjórnsýslan var ógegnsæ og
þess vegna þreifst spillingin. Staða
eignarréttar einstaklinga var óljós
meðan við vorum að breyta samfélag-
inu. Við verðum að klára einkavæð-
ingarferlið og tryggja að fólk fái aftur
eignir sínar og þessum aðgerðum er
nú um það bil að ljúka.
Fyrir nokkru ákváðum við að allar
ríkisframkvæmdir yrðu boðnar út á
Netinu og ég er viss um að á næsta
ári, þegar þessum umbótum hefur
verið hrundið í framkvæmd, munum
við geta háð slaginn gegn spillingu
með meiri árangri. En sú barátta er
háð um alla Austur-Evrópu vegna
þeirra geysimiklu breytinga sem
urðu í átt til einkavæðingar. Lífs-
kjörin voru slæm og illa launaðir
embættismenn, sem þurftu að leggja
blessun sína yfir aðgerðir þar sem
teflt var um milljónir dollara, freist-
uðust til að hrifsa til sín eitthvað af
ágóðanum undir borðið.“
Bandaríkin jafnt sem ESB
– Þið leggið áherslu á samstarfið í
ESB en um leið vingist þið ákaft við
Bandaríkin. Rætt er um að gjá sé að
myndast milli Bandaríkjanna og
Evrópu. Gætuð þið lent í úlfakreppu,
gæti samstarfið við Bandaríkin vald-
ið erfiðleikum fyrir ykkur í Evrópu-
samstarfinu?
„Við reynum ekki með utanrík-
isstefnu okkar að etja Bandaríkj-
unum og ESB saman. Öðru nær, við
lítum svo á að þau séu hvort fyrir sig
mikilvægir samstarfsaðilar fyrir okk-
ur. Við getum ekki breytt því hvar við
erum í heiminum, jafnvel þótt við
vildum. Rúmenía er og mun áfram
verða evrópskt land, framtíð okkar
er bundin framtíð álfunnar og ESB.
En við eigum samstarf í varn-
armálum við Bandaríkin og munum
ávallt gera það og heimsókn Bush
forseta til okkar nýlega sannar vel
gildi þeirrar fullyrðingar.“
– Hve langt eruð þið reiðubúnir að
ganga í samstarfinu við Bandaríkja-
menn, kæmi til greina að þeir rækju
þar varanlega herstöð?
„Rúmenska þjóðin studdi ákvörð-
un um að ganga í NATO, samþykkti
þau réttindi sem fylgja en einnig
ábyrgðina. Við munum því taka á
okkur alla þá ábyrgð sem gæti orðið
afleiðing aðildarinnar. Við höfum
veitt bandarískum hermönnum nauð-
synlega aðstöðu, boðið fram okkar
aðstoð og væntum þess að Banda-
ríkjamenn og aðrar NATO-þjóðir
styðji okkur ef þörf krefur.
Ég held að aðstæður hafi breyst
svo mikið frá því sem var skömmu
eftir seinni heimsstyrjöld að meira sé
spurt um hreyfanleika hermanna en
fastar bækistöðvar þar sem þeir hafa
aðsetur áratugum saman og búa sig
undir aðgerðir.
Rúmenía er ekki í hjarta banda-
lagsins heldur á jaðrinum. En það
gæti farið svo að mikilvægt yrði að
NATO hefði einhverja aðstöðu á suð-
urvæng bandalagsins og það munum
við ræða þegar sú staða kemur upp,“
sagði Adrian Nastase, forsætisráð-
herra Rúmeníu.
Þurfum ekki lengur
að tryggja öll landamæri
Forsætisráðherra Rúmeníu, Adrian
Nastase, segir í samtali við Kristján
Jónsson að þótt dýrt sé fyrir þjóðina að
laga sig að kröfum NATO og ESB sé
það óhjákvæmilegt.
Morgunblaðið/Golli
Adrian Nastase