Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 39
Sérstaða íslenska skólakerfisins
í ljósi PISA-rannsóknarinnar. Júlíus
K. Björnsson, forstöðumaður Náms-
matsstofnunar, heldur fyrirlestur á
vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ í
dag miðvikudaginn 4. desember kl.
16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn
í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla
Íslands v/Stakkahlíð og er öllum op-
inn. PISA-rannsóknin er alþjóðleg
rannsókn á getu 15 ára nemenda í
lestri, stærðfræði og náttúrufræði
sem framkvæmd var árið 2000.
Fjallað verður m.a. í erindinu um
sérstöðu Íslands í þessari rannsókn
og greint nánar frá ýmsum nið-
urstöðum úr hinum íslenska hluta
rannsóknarinnar. Rifjaðar verða
upp helstu niðurstöður alþjóðlegs
samanburðar í PISA-rannsókninni
þar sem íslenskir nemendur stóðu
sig rúmlega yfir meðaltali OECD
landanna.
Stuðningshópur um krabbamein í
blöðruhálskirtli verður með að-
ventufund í húsi Krabbameins-
félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykja-
vík, í dag, miðvikudaginn 4.
desember kl. 17. Á dagskrá verður
upplestur, tónlistaratriði, kynning á
nýjum bókum og fl. Heitt súkkulaði
og smákökur á boðstólum.
Í DAG
Betri tímastjórnun Þekking-
armiðlun ehf. stendur fyrir nám-
skeiði í tímastjórnun miðvikudaginn
11. desember kl. 8.30–13 í Ásbyrgi
á Hótel Íslandi. Námskeiðið er fyr-
ir þá sem vilja læra að stjórna tíma
sínum og sjálfum sér betur. Þátt-
takendur fá innsýn í hvernig þeir
verja tíma sínum í dag og læra að
forgangsraða verkefnum. Farið er í
mikilvægi þess að skapa tíma fyrir
mikilvægustu verkefnin með góðri
skipulagningu og takast á við trufl-
anir af ýmsum toga. Tekin eru fyrir
atriði eins og algengir tímaþjófar,
frestun, skipulagning og áætl-
anagerð, að segja nei, jákvætt hug-
arfar og sjálfstjórn. Leiðbeinandi
er Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráð-
gjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Skráning og frekari upplýsingar
hjá ingrid@thekkingarmidlun.is
Í Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði,
eru haldin fjögurra vikna námskeið
reglulega fyrir svonefndan verkja-
hóp. Meginmarkmiðið er að hjálpa
fólki að finna jafnvægi milli hreyf-
ingar og slökunar, efla líkamsvit-
und sína og beitingu líkamans.
Næsta námskeið fyrir verkjahóp
verður haldið frá 15. janúar til 9.
febrúar 2003, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Námskeið í Garðyrkjuskólanum
fyrir áhugafólk um jólaskreytingar
og jólakonfekt/jólaeftirrétti verður
haldið laugardaginn 7. desember kl.
10–16. Leiðbeinandi í blómaskreyt-
ingunum verður Júlíana Rannveig
Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á
blómaskreytingabraut skólans og
Sólveig Eiríksdóttir á Grænum
kosti mun kenna fólki að útbúa syk-
urlaust jólakonfekt og eftirrétti, t.d.
úr ís, kökum og fleira. Skráning og
nánari upplýsingar fást á skrifstofu
skólans eða á heimasíðu hans;
www.reykir.is
Á NÆSTUNNI
AFS á Íslandi býður alla velkomna á
opið hús á morgun, fimmtudaginn 5.
desember kl. 16–19 sem er haldið í
tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliða.
Veitingar eru í boði og erlendir
skiptinemar sjá um tónlistaratriði.
Málstofa í læknadeild verður hald-
in á morgun, fimmtudginn 5. desem-
ber, í læknadeild í sal Krabbameins-
félags Íslands, efstu hæð og hefst kl.
16.15. Arndís Björnsdóttir flytur er-
indið Retinitis Pigmentosa, leit að
meingenastökkbreytingum. Kaffi-
veitingar eru frá kl. 16.
Handverkssala iðjuþjálfunar geð-
deildar verður haldin á morgun,
fimmtudaginn 5. desember kl. 12–
15.30 á 1. hæð í geðdeildarhúsi
Landspítalans við Hringbraut. Til
sölu verða handunnar vörur sem
gerðar hafa verið í iðjuþjálfun í vet-
ur. Kaffisla verður á staðnum.
Styrkur, samtök krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda þeirra,
verður með jólafund í Kiwanishúsinu
við Engjateig í Reykjavík á morgun,
fimmtudaginn 5. desember kl. 20.
Rósa Kristjánsdóttir, djákni á Land-
spítalanum, flytur jólahugvekju.
Barnakór Varmárskóla syngur jóla-
lög, undir stjórn Guðmundar Ómars
Óskarssonar. Heiðursgestur á jóla-
fundinum er Vigdís Finnbogadóttir,
verndari Krabbameinsfélags Íslands
og fyrrverandi forseti. Veitingar eru
í boði Kiwanisklúbbsins Esju. Allir
velunnarar félagsins eru velkomnir.
Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir
námskeiði í almennri skyndihjálp á
morgun fimmtudaginn 5. desember
kl. 19, í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátt-
taka er heimil öllum 15 ára og eldri.
Námskeiðið er 16 kennslustundir.
Jólafundur Kvennadeildar
Reykjavíkudeildar Rauða krossins
verður haldinn í Víkingasal Hótels
Loftleiða, á morgun, fimmtudaginn
5. desember kl. 18.30. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir flytur jólahugvekju, „5
ára nælur“ verða afhentar, upp-
lestur úr ljóðabók, Brynhildur
Björnsdóttir sópransöngkona syng-
ur við undirleik Jóns Möllers, Sig-
urður Jónsson leikur á píanó og Jó-
hannes Kristjánsson eftirherma
skemmtir, einnig verður happ-
drætti. Jólaglögg og jólahlaðborð.
Verð er kr. 3.200.
Tískusýning á Café Kristó Garða-
torgi Garðabæ, verður á morgun,
fimmtudaginn 5. desember kl. 21.
Sýndur verður undirfatnaður, nátt-
fatnaður og sloppar frá Vanity Fair,
V.O.V.A. og Lauma, frá Versluninni
Ynju, Hamrabrog 7, Kópavogi.
Laufey Baldursdóttir frá Hár-
greiðslustofunni Space sér um hárið
á módelunum. Snyritskólinn No
Name sér um að farða stúlkurnar.
Einnig verður sýnt naglaskraut frá
„Professional Nails“. Allir velkomn-
ir.
Á MORGUN
Rangt föðurnafn
Rangt var farið með föðurnafn
Oddfríðar Steindórsdóttur leik-
skólastjóra í Hafnarfirði í Morg-
unblaðinu í gær, en hún skipar 15.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
Þá var farið rangt með starfs-
heiti Sólveigar Pálsdóttur sem
skipar 11. sæti framboðslistans.
Sólveig er bókmenntafræðingur en
ekki bókasafnsfræðingur eins og
kom fram í tilkynningu frá kjör-
nefnd Sjálfstæðisflokksins.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
FUNDUR í stjórn stóriðjudeildar
Verkalýðsfélags Akraness, haldinn
26. nóv. 2002, lýsir yfir þungum
áhyggjum af rekstrarvanda Sem-
entsverksmiðjunnar. Sementsverk-
smiðjan hefur í áratugi gegnt mik-
ilvægu hlutverki í atvinnulífi
Akraness.
Í ályktun fundarins segir: „Það er
skoðun stjórnar stóriðjudeildar
Verkalýðsfélags Akraness að Sem-
entsverksmiðjan sé ekki í samkeppni
á jafnréttisgrundvelli þar sem stór-
fyrirtæki í Danmörku flytur inn og
selur sement á verði sem er langt
undir kostnaðarverði. Íslensk stjórn-
völd verða að grípa til viðeigandi ráð-
stafana, til að koma í veg fyrir að
danski sementsrisinn geti lagt Sem-
entsverksmiðjuna að velli, og um leið
gert tugi manna atvinnulausa.“
Þar segir ennfremur: „Það er því
enginn vafi á að hlutverk Sements-
verksmiðjunnar er þjóðhagslega
hagkvæmt þegar á heildina er litið.
Það er augljóst að stjórnvöld verða
að grípa til þeirra ráðstafana sem
nauðsynleg eru til að Sementsverk-
smiðjan geti haldið áfram rekstri.
Það er pólitísk ákvörðun að Sem-
entsverksmiðjunni verði gert kleift
að starfa áfram. Akurnesingar munu
fylgjast grannt með viðbrögðum
stjórnmálamanna við þessum
vanda.“
Áhyggjur
vegna rekstr-
arvanda
Sements-
verksmiðj-
unnar
VERÐLAUNASJÓÐUR Bergþóru
og Þorsteins Scheving Thorsteins-
sonar lyfsala veitir nú í fyrsta skipti
viðurkenningu fyrir rannsóknir á
sviði lyfjafræði. Rektor Háskóla Ís-
lands ákveður um úthlutun úr
sjóðnum hverju sinni, og að þessu
sinni eru verðlaunahafarnir fjórir
doktorsnemar í lyfjafræði við Há-
skóla Íslands, þau Hákon Hrafn
Sigurðsson, Sesselja Sigurborg
Ómarsdóttir, Þorsteinn Þor-
steinsson og Þórunn Ósk Þorgeirs-
dóttir.
Bent Scheving Thorsteinsson
stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til
minningar um föður sinn Þorstein
Schveing Thorsteinsson lyfsala í
Reykjavíkurapóteki og eiginkonu
hans Bergþóru Patursson. Sjóð-
urinn er í vörslu Háskóla Íslands og
er ætlað að styrkja vísindaleg afrek
á sviði lyfjafræði, rannsóknir og
framhaldsnám í faginu.
Þorsteinn Scheving Thor-
steinsson var lyfjafræðingur og
apótekari í Reykjavíkur Apóteki
frá því hann lauk námi 1918 og
fram til ársins 1962.
Verðlaunasjóður Bergþóru og
Þorsteins Scheving Thorsteins-
sonar er einn þriggja sjóða sem
Bent Schving Thorsteinsson hefur
stofnað við Háskóla Íslands. Hinir
eru Verðlaunasjóður Óskars Þórð-
arsonar barnalæknis sem úthlutað
var úr síðastliðið haust og styrkt-
arsjóður Margaret og Bent Schev-
ing Thorsteinssonar sem ætlað er
að styðja við rannsóknir á sviði ein-
eltis. Úr þeim sjóði verður úthlutað
í fyrsta skipti næsta vor.
Doktorsnemar í lyfjafræði
hljóta viðurkenningu
EFTIRFARANDI tillaga var
samþykkt samhljóða á stjórn-
arfundi í Verkalýðsfélaginu
Hlíf í Hafnarfirði:
„Fundur haldinn í stjórn
Verkalýðsfélagsins Hlífar,
fimmtudaginn 28. nóvember
2002, skorar á alþingismenn og
ráðherra að sjá til þess að
hverjum og einum elli- og ör-
orkulífeyrisþega, sem einungis
hefur opinberan lífeyri sér til
framfærslu, verði send desem-
bergreiðsla núna fyrir jólin.
Upphæð greiðslunnar á að vera
kr. 36.000 en það er sama upp-
hæð og launafólk fær samkv. al-
mennum kjarasamningum.
Áskorunina rökstyður fundur-
inn með því að benda þing-
mönnum á eigin laun og styrki.“
Vilja desem-
bergreiðslu
OPNUÐ hefur verið heilsumið-
stöðin Hómópatar og heilsulausnir
í Ármúla 17, 2. hæð.
„Í heilsumiðstöðinni starfar fag-
menntað fólk sem býður upp á
heildræna valkosti í heilsuvernd. Í
heildrænni meðferð er unnið með
alla þætti einstaklingsins sem
samstæða heild. Markmiðið er að
efla náttúrulegt orkustreymi lík-
amans, að virkja eigin heilunar-
kraft hans. Lífsgæði og vellíðan
eru háð heilsulæsi einstaklingsins.
Meðferðarformin sem eru í boði
eru; hómópatía, höfuðbeina- og
spjaldhryggsmeðferð, heilun, ým-
iss konar nudd, nálastungur,
blómadropameðferð, svæða- og
viðbragðsmeðferð, NLP og öldu-
vinna,“ segir í fréttatilkynningu.
Meðferðaraðilar eru Ásdís Kára-
dóttir, Birna Imsland, Elín Mar-
grét Gunnarsdóttir, Eva Dís
Snorradóttir, Guðfinna Steinunn
Svavarsdóttir, Guðmunda Stein-
grímsdóttir, Guðrún Óladóttir,
Ingibjörg Karlsdóttir, Jóhanna
Þormar, Kristín Kristjánsdóttir,
Linda Konráðsdóttir, Ragnheiður
Þormar, Sigrún Sigurðardóttir,
Sigurður Sigurðsson, Unnur G.
Kristinsdóttir og Þórkatla Sigur-
geirsdóttir.
Heilsumiðstöð opnuð
Félag ungra framsóknarmanna í
Hafnarfirði heldur opinn fund um
landbúnaðarmál fimmtudaginn 5
desember kl. 20 í framsókn-
arheimilinu Dalshrauni 5 í Hafn-
arfirði.
Gestur fundarsins er Sveinbjörn
Eyjólfsson, aðstoðarmaður land-
búnaðarráherra. Allir velkomnir.
Á MORGUN