Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 15 Dregið 24. desemberVeittu stuðning - vertu með! mikilvægt forvarnastarf Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við CECIL Clarke, ráðherra at- vinnuþróunarmála í ríkis- stjórn Nova Scotia-fylkis í Kanada, er staddur hér á landi í boði Valgerðar Sverr- isdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Hann segir tilgang heimsóknarinnar vera tvíþættan. „Við endur- nýjuðum viljayfirlýsingu um aukin viðskipti milli Íslands og Nova Scotia. Þá hefur okkur gefist tækifæri til að hitta og eiga gagnlegar við- ræður við Valgerði Sverris- dóttur, viðskipta- og iðnað- arráðherra, og Sturlu Böðvarsson, samgönguráð- herra,“ segir Clarke. Vilji til áframhaldandi viðræðna um fríverslun Hann segir að rætt hafi verið um viðræður EFTA- ríkjanna við Kanada um frí- verslunarsamning og vilja Íslendinga til að Kanada haldi þeim áfram. „Við lögðum áherslu á vilja okkar til að halda áfram á þeirri braut. Við hittum full- trúa Norðmanna í Nova Scotia og ræddum málin. Málefni skipasmíða- stöðva eru efst á baugi í fríverslunar- málefnum EFTA og Kanada um þessar mundir. Við erum að reyna að leysa vandamál sem tengjast þeim,“ segir Clarke. Clarke segir að ráðgert sé að fulltrúar íslenskra stjórnvalda heim- sæki Nova Scotia í febrúar næst- komandi. „Þá vonumst við til þess að viðskiptaráðherrar hinna EFTA- ríkjanna, ásamt fulltrúa kanadískra stjórnvalda, mæti einnig til fundar- ins.“ Þá segir Clarke að rætt hafi verið við forsvarsmenn Flugleiða um möguleikann á aukinni notkun fé- lagsins á Halifax sem áfangastað. „Fundur okkar með Flugleiðamönn- um var mjög gagnlegur. Einn mögu- leikinn sem var ræddur var að Flug- leiðir hæfu vöruflutninga í gegnum Halifax til New York. Við munum hvetja innlend fyrirtæki til að nýta sér þá þjónustu ef til hennar kemur,“ segir Clarke, „en markmiðið væri á endanum að koma upp farþegaflugi,“ heldur hann áfram. Hann segir að auðvitað verði við- skiptahugmyndin að vera gróðavæn- leg fyrir Flugleiðir. „Við munum vinna að því að skapa nægan hvata til þess að gera hugmyndina aðlaðandi fyrir fyrirtækið.“ Morgunblaðið/Golli Cecil Clarke, ráðherra atvinnuþróunarmála í stjórn Nova Scotia, ásamt Valgerði Sverris- dóttur viðskipta- og iðnaðarráðherra. Gagnkvæmur vilji til aukinna viðskipta Ráðherra í ríkisstjórn Nova Scotia ræðir við íslensk stjórnvöld Í GÆR var 76 starfsmönn- um Íslandssíma og Tals sagt upp störfum, sem er um fjórðungur af sameigin- legum starfsmannafjölda fé- laganna. Samtals missa 45 starfsmenn Íslandssíma vinnuna og 31 starfsmaður Tals. Uppsagnirnar taka gildi um komandi áramót. Óskar Magnússon, for- stjóri Íslandssíma, segir þetta hafa verið erfiða ákvörðun en hjá henni hafi ekki verið komist. Með þessu sé óvissu starfsfólks eytt, því þetta hafi legið fyr- ir frá því tilkynnt var um samruna félaganna í síðasta mánuði. Frekari uppsagnir séu ekki fyrirhugaðar. Í tilkynningu frá Íslandssíma segir að vegna samruna Íslands- síma og Tals hafi verið ráðist í víð- tæka endurskipulagningu á rekstri fyrirtækjanna. Fækkun starfs- manna sé liður í þeirri endurskipu- lagningu. Þá segir í tilkynningunni að uppsagnirnar, sem starfsmönn- um fyrirtækjanna var tilkynnt um í gær, muni ekki hafa áhrif á þá þjónustu sem félögin veiti. Þegar sé hafist handa við sameiningu fjarskiptakerfa og -neta félaganna, endurskoðun og samræming mark- aðs- og sölustarfs standi yfir og unnið sé að sameiningu allrar ann- arrar starfsemi. Vönduð vinna Óskar Magnússon segir hagræð- inguna sem hlýst af sameiningu fyrirtækjanna ráða fækkun starfs- fólks, enda séu þau í sömu starf- semi. Hann segir að undirbúningur að uppsögnum starfsmanna félag- anna hafi verið þannig að hver og einn framkvæmdastjóri hins sam- einaða félags hafi farið yfir sitt svið og komist að niðurstöðu um þá þörf sem viðkomandi hefur fyrir starfs- fólk. Þetta hafi verið mjög vönduð vinna þar sem allir starfsmenn hafi verið metnir. Í mörgum tilvikum hafi þurft að velja á milli mjög hæfra starfsmanna. Að sögn Óskars er orðinn til öfl- ugur hópur hjá Íslandssíma og Tali, sem ætlað er mjög krefjandi starf. Hann segir að það starf sé ekki eingöngu að takast á við sam- keppnina á fjarskiptamarkaðinum, heldur á sama tíma að klára öll þau miklu verkefni sem samruna félag- anna fylgir. Rúmlega 300 manns starfa hjá sameinuðu félagi Íslandssíma og Tals í 281 stöðugildi. Þar af eru 154 stöðugildi hjá Íslandssíma og 127 hjá Tali. Segir í til- kynningu Íslandssíma að stjórnendum fækki hlut- fallslega jafnmikið og al- mennu starfsfólk. Fækkun- in sé í takt við þær áætlanir sem gerðar voru fyrir sam- einingu félaganna og gangi hlutfallslega jafnt yfir bæði félögin. Fram kemur í tilkynning- unni að uppsagnarfrestur þeirra starfsmanna sem sagt hefur verið upp sé í langflestum tilfellum þrír mánuðir. Þeir sem hafi áunnið sér fullan uppsagnarfrest njóti því launa í samtals fjóra mán- uði í stað þriggja eins og lög kveði á um. Óskar segir að sumir þeirra starfsmanna sem sagt hefur verið upp muni hætta strax en aðrir starfi út uppsagnarfrest. Hann segir að það hafi verið vísvitandi ákvörðun að draga uppsagnir fram yfir mánaðamót til að tryggja starfsfólki einn mánuð til viðbótar. Íslandssími hefur samið við Mannafl um ráðgjöf þeim til handa sem hætta störfum hjá félaginu. Ráðgjöfin felst í viðtölum, gerð fer- ilskráa og aðstoð við undirbúning starfsviðtala. Tal keypt í síðasta mánuði Íslandssími keypti 57,31% hlut Western Wireless International í Tali í október síðastliðnum. Í lok nóvember var Tal svo að fullu kom- ið í eigu Íslandssíma er félagið keypti m.a. 35% hlut Norðurljósa í Tali. Heildarkaupverðið var um 4,1 milljarður króna. Óskar Magnússon sagði af þessu tilefni í samtali við Morgunblaðið að fækka þyrfti starfsfólki hjá sam- einuðu félagi. Íslandssími tilkynnti til Kaup- hallar Íslands í framhaldi af kaup- um á öllu hlutafé Tals, að Óskar hefði verði ráðinn forstjóri hins sameinaða félags og jafnframt að gengið hefði verið frá skipun sam- eiginlegrar framkvæmdastjórnar félaganna. Hana skipa sex fram- kvæmdastjórar sviða. Jafnframt var þá tilkynnt um ráðningu sjö annarra lykilstjórnenda hins sam- einaða félags. Um fjórðungi starfs- manna Íslandssíma og Tals sagt upp Morgunblaðið/Ómar Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma, segir frek- ari uppsagnir ekki fyrirhugaðar hjá félaginu. SAMEINING íslenzku risanna í út- flutningi sjávarafurða og vinnslu þeirra erlendis er enn á ný til um- ræðu. Hugmyndir um sameiningu þeirra hafa komið upp reglulega, hún hefur verið rædd óformlega nokkrum sinnum en aldrei form- lega. Í síðustu viku hittust stjórn- arformenn og framkvæmdastjórar beggja fyrirtækjanna til að ræða málið, en þær viðræður leiddu hvorki til ákvörðunar um form- legar viðræður né ákvörðunar um að svo yrði ekki. Róbert Guðfinnsson, stjórn- arformaður SH, lýsti því yfir á síð- asta aðalfundi SH að jákvæð sam- legðaráhrif af sameiningu fyrirtækjanna gætu numið um 500 milljónum króna og líklegt má telja að það sé, ef eitthvað er, nokkuð vanmetið. Samlegðaráhrifin eru í raun nokkuð augljós, sérstaklega þar sem bæði fyrirtækin eru með svipaða eða sams konar starfsemi víða erlendis. Bæði fyrirtækin eru með fiskréttaverksmiðjur í Banda- ríkjunum, SH er með slíkar verk- smiðjur í Bretlandi og SÍF í Frakk- landi og fleira mætti tína til. Það virðist ljóst að meirihluti stjórna beggja fyrirtækjanna sé fylgjandi sameiningu og vilji sé til þess hjá stærstu hluthöfunum, en tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að samþykkja samruna. Þarna gegnir Burðarás og tengdir aðilar lykil- hlutverki með milli 40 og 50% hlut í SÍF og um 20% í SH. Burðarás og tengdir aðilar yrðu þá stærsti hlut- hafinn í sameinuðu fyrirtæki með meira en 30%. En það er fleira sem kemur til, sem að þessu sinni virð- ist setja strik í reikninginn. Þor- móður rammi-Sæberg á tæp 25% í SH. Eftir að upp úr slitnaði með Róbert og hans mönnum og Afli með Þorstein Vilhelmsson í far- arbroddi, þurftu Róbert og félagar að kaupa hlut Afls í Þormóði ramma-Sæbergi og Þorbirni- Fiskanesi fyrir um fjóra milljarða króna. Um tveir milljarðar til þeirra kaupa komu frá ýmsum fyr- irtækjum, en þeir félagar í Ramm- anum þurftu að legga fram ríflega tvo milljarða. Hugsanlega verða þeir að selja hluti sína í Þorbirni- Fiskanesi og SH til að afla fjár til þeirra kaupa. Þessi staða mun hafa skapað óvissu meðal SH-foryst- unnar. Áður var talið að S-hópurinn svo- kallaði, sem er með um 36% í SÍF, gæti og myndi jafnvel koma í veg fyrir sameiningu í krafti stærðar þess hlutar, þar sem hann teldi sig ekki komu nógu sterkan út úr sam- einingunni. Nú er samstaðan innan þess hóps tæpast fyrir hendi lengur og kökunni þar hefur reyndar þeg- ar verið skipt að miklu leyti með uppskiptingu eignaraðaila að Olíu- félaginu og VÍS. Því er ekkert sjálf- gefið að S-hópurinn stæði saman þegar greiða ætti atkvæði um sam- einingu. Ljóst er að áhugi er fyrir samein- ingu og samlegðaráhrifin eru mik- il. Ekkert liggur hins vegar fyrir um hver hlutföllin í sameiginlegu fyrirtæki yrðu. Velta SÍF er heldur meiri en SH en sameiginleg velta þeirra á þessu ári gæti verið ná- lægt 120 milljörðum króna, en af- koma SH er betri en SÍF. Ekki hef- ur verið farið í það að meta eignir félaganna erlendis, einkum verð- mæti vörumerkja þeirra í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Staðreyndin virðist þrátt fyrir allt vera sú að vilji er til sameiningar í risavaxið fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða, með afar sterka stöðu á mörkuðunum fyrir fiskafurðir beggja vegna Atlantsála. Innherji skrifar innherji@mbl.is TÍU manns var sagt upp störfum hjá AcoTæknivali fyrir síðustu mánaða- mót. Uppsagnirnar tóku gildi 1. des- ember en flestir starfa uppsagna- frestinn, þrjá mánuði. Samtals starfa rúmlega 180 manns hjá fyrirtækinu. Magnús Norðdahl, forstjóri Aco- Tæknivals, segir að með þessum uppsögnum sé verið að aðlaga rekst- ur fyrirtækisins aðstæðum. Þeir starfsmenn sem sagt hafi verið upp starfi hjá flestum deildum fyrirtæk- isins og séu bæði almennir starfs- menn og yfirmenn. Markvisst sé unnið að því að bæta stöðu Aco- Tæknivals og uppsagnirnar séu að- eins einn liður af mörgum í þeim að- gerðum. Uppsagnir hjá Aco-Tæknivali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.