Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 16
Reuters ÍBÚAR kínversku borgarinnar Shanghai fagna þeirri ákvörðun heimssýningaráðsins í Mónakó að heimssýningin árið 2010 yrði haldin í Shanghai. Varð þetta niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem haldin var á ársþingi ráðsins í gær. Shanghai fékk 54 atkvæði en Yeoso í Suður- Kóreu kom næst með 34 atkvæði. Moskva, Queretaro í Mexíkó og Wroclaw í Póllandi höfðu einnig sóst eftir því að halda sýninguna. Chen Liangyu, borgarstjóri Shanghai, sagði að 100 milljónum Bandaríkjadala, andvirði 8,6 millj- arða króna, yrði varið til að styrkja fátækari ríki til að taka þátt í sýn- ingunni. Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Shanghai til að fagna ákvörðuninni. Heimssýn- ingin 2010 verður í Shanghai ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Evrópusambands- landanna fimmtán urðu loks í fyrra- kvöld sammála um orðalag samningsumboðs fyrir viðræður við Ísland og hin EFTA-ríkin í EES, Noreg og Liechtenstein, um aðlögun EES-samnings- ins að stækkun ESB til austurs, sem kemur til framkvæmda árið 2004. Samkvæmt heimildum norska blaðsins Aftenposten var það ekki fyrr en tíu mínútum áður en frestur sem danska ESB-formennskan hafði sett til að ganga frá orðalagi samningsumboðsins rann út, kl. 18 á mánudagskvöld, sem fulltrúi Portú- gals gaf sig og samþykkti uppkastið sem Danir lögðu fram. Það sem fulltrúar ESB-ríkjanna tókust svona á um fram á síðustu stund var spurningin um það hve hart skyldi gengið fram í því að krefjast aðgangs að fjárfestingum í norskum og íslenzkum sjávarútvegi ef veita ætti tollfrjálsan aðgang að ESB-markaðnum fyrir norskar og íslenzkar sjávarafurðir. Sú krafa er hugsuð sem gagnkrafa við óskum Norðmanna og Íslendinga um að markaðsaðgengi þeirra fyrir sjávar- afurðir versni ekki við stækkun ESB, en EFTA-ríkin hafa samninga um tollfrjálsa fríverzlun með sjávar- afurðir við ríkin í Mið- og Austur- Evrópu sem nú eru á leið inn í Evr- ópusambandið, en þessir samningar falla úr gildi við inngöngu þessara landa og við taka þeir skilmálar sem gilda um þessi viðskipti í samning- um EFTA-ríkjanna við ESB. Þeir eru mun óhagstæðari. „Munu“ eða „geta“ Samkvæmt heimildum norskra fjölmiðla gerði fulltrúi Portúgals, með dyggum stuðningi Spánverja og fleiri Suður-Evrópuríkja, kröfu um að í texta samningsumboðsins stæði að ESB „myndi krefjast“ að- gangs að sjávarútvegi Noregs og Ís- lands ef veita ætti sjávarafurðum þaðan betri aðgang að Evrópumark- aðnum. Í tillögu Dana, sem fara með formennskuhlutverkið í ESB út ár- ið, stóð hins vegar „gæti krafizt“ á þessum stað í textanum. Að lokum lét portúgalski fulltrúinn sig þó og er sú niðurstaða túlkuð sem viss áfangasigur fyrir Ísland og Noreg. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé jákvætt að ESB hefði mildað samningsuppkast sitt að þessu leyti, en samningaviðræðurnar verði erf- iðar. „Þó það hafi tekizt að fá þetta samningsumboð dempað dálítið nið- ur og gefa því ákveðna sveigju er ljóst að það ber mikið í milli og það verður á brattann að sækja,“ segir Gunnar Snorri, en áformað er að samningaviðræðurnar hefjist form- lega hinn 9. janúar nk. „Ákveðin sveigja“ í samningsumboði ESB ESB mildar kröfuna um aðgang að fjárfestingum í sjávarútvegi Gunnar Snorri Gunnarsson DÓMSTÓLL í Danmörku hafnaði í gær beiðni Rússa um að Akhmed Zakajev, sendimaður for- seta Tétsníu, yrði framseldur til Rússlands vegna ásakana um að hann væri viðriðinn hryðjuverk. Dómsmálaráðherra Rússlands mótmælti ákvörð- un dómstólsins harðlega og sagði að beiðninni hefði verið hafnað af „pólitískum ástæðum“. „Samkvæmt dönskum lögum og ákvæðum evr- ópska framsalssáttmálans frá 1957 er ekki hægt að verða við beiðni rússneskra yfirvalda,“ sagði í yfirlýsingu frá danska dómsmálaráðuneytinu. Ráðuneytið sagði að Rússar hefðu ekki lagt fram nægar sannanir fyrir því að Zakajev væri viðriðinn hryðjuverk. Þeir höfðu fengið frest til laugardagsins var til að leggja fram sannanir í málinu. „Zakajev hefur verið leystur úr haldi og hann getur nú farið frá Danmörku,“ sagði í yfirlýsingu danska dómsmálaráðuneytisins. Zakajev var handtekinn á hóteli í Kaupmannahöfn 30. október að beiðni rússneskra yfirvalda sem sökuðu hann í fyrstu um að hafa tekið þátt í skipulagningu gísla- tökunnar í Moskvu í október og nokkurra annarra árása tétsenskra uppreisnarmanna. Boða áfrýjun Stjórnvöld í Moskvu mótmæltu strax ákvörðun Dana. „Svo virðist sem þessi ákvörðun hafi verið tekin af pólitískum ástæðum, en ekki lagalegum,“ hafði rússneska fréttastofan Interfax eftir dóms- málaráðherra Rússlands, Júrí Tsjajka. Rússneskir embættismenn sögðu að ákvörðun- inni yrði áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evr- ópu þar sem hún samræmdist ekki alþjóðlegum reglum, meðal annars ákvæðum evrópsks sátt- mála um baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Rússar sendu dönskum yfirvöldum yfirlýsingar manna sem voru sagðir hafa verið vitni að hryðju- verkum tétsenskra uppreisnarmanna en danska dómsmálaráðuneytið sagði að flestar yfirlýsing- arnar hefðu einkennst af ónákvæmni. Vafi léki á því hvort mennirnir hefðu verið vitni að hryðju- verkunum eða „hvort yfirlýsingar þeirra byggðust á upplýsingum frá öðrum“. Samskipti landanna hafa verið stirð frá því að Danir neituðu að verða við kröfu Rússa um að banna ráðstefnu Tétsena í Kaupmannahöfn sem Zakajev tók þátt í áður en hann var handtekinn. Búist er við að úrskurður dómstólsins verði til þess að samskipti ríkjanna versni. Rússnesk yfirvöld segjast hafa afhent Dönum upplýsingar sem bentu til þess að Zakajev hefði látið tétsenska uppreisnarmenn ræna tveimur prestum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar árið 1996. Annar prestanna hefur þó neitað því að Zak- ajev sé viðriðinn mannránin. Danir hafna beiðni Rússa um að framselja Zakajev Rússar mótmæla ákvörðuninni harðlega Kaupmannahöfn, Moskvu. AFP. MATVÆLAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna, WFP, sagði í gær að Ísraelsher hefði sprengt vöruhús á Gaza-svæðinu í loft upp um helgina og eyðilagt hundruð tonna af matvælum sem ætluð voru bág- stöddum Palestínumönnum. Stofnunin sagði að sex ísraelskir skriðdrekar hefðu umkringt vöru- hús í bænum Beit Lahiya á Gaza- svæðinu á laugardagskvöld. Her- menn hefðu fyrst skoðað bygg- inguna og síðan sprengt hana með dýnamíti. Að sögn WFP voru matvæli að andvirði 24 milljóna króna í bygg- ingunni. Hún var vel merkt og matvælin voru geymd á fyrstu hæðinni. Talsmenn Ísraelshers viður- kenndu að ísraelskir hermenn hefðu eyðilagt vöruhúsið. Þeir sögðu að herskáir Palestínumenn hefðu falið sig á efri hæðum bygg- ingarinnar og hermennirnir hefðu ekki vitað að matvæli voru geymd á fyrstu hæðinni. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kvaðst hafa miklar áhyggjur af málinu og hvatti til þess að það yrði rann- sakað. WFP skoraði á Ísraels- stjórn að „virða mannúðarreglur og greiða stofnuninni skaðabæt- ur“. Öldruð kona skotin til bana Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu fordæmdu í gær dráp ísr- aelskra hermanna á Iain Hook, starfsmanni UNRWA, sérstakrar flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn. Hook beið bana 22. nóvember þeg- ar hann varð fyrir byssuskotum frá ísraelskum hermönnum í flóttamannabúðunum í Jenín. Ísr- aelar sögðu að hermennirnir hefðu haldið að farsími, sem Hook hélt á, væri byssa og því skotið á hann. Hálftíræð palestínsk kona beið bana í gær þegar ísraelskir her- menn skutu á bíl sem ekið var inn á götu sem lokuð er Palestínu- mönnum. Önnur kona, sem var í bílnum, sagði að hermennirnir hefðu fyrst brotið rúður bílsins, síðan gengið í burtu og hafið skot- hríð á hann á löngu færi. Ísraelsher eyði- lagði matvæla- birgðir WFP RÁÐGERT er að fækka starfsmönn- um norska dagblaðsins Aftenposten um hundrað á næstu þremur árum. Starfsmenn blaðsins verða þá helm- ingi færri en árið 1992. Að sögn Aftenposten er nauðsyn- legt að fækka starfsmönnunum frek- ar þar sem auglýsingatekjur blaðsins hafa minnkað verulega í tvö ár í röð. Stefnt er að því að afkoma blaðsins batni um 200 milljónir norskra króna á ári, andvirði 2,3 milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að kostnaðurinn minnki um 160 milljónir n.kr. og tekj- urnar aukist um 40 milljónir. Starfsmönnum allra deilda blaðs- ins verður fækkað, m.a. um 31 í rit- stjórninni og 26 í auglýsingadeild- inni. Blaðið vonar að allt að 66 þeirra 100, sem láta af störfum, samþykki að fara á eftirlaun fyrr en þeir ætl- uðu. Aftenposten Starfsfólkinu fækkað um helming á þrettán árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.