Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HINN 20. nóvember var formlega tekið í notkun nýtt og endurbyggt sambýli fyrir fatlaða á Hvamms- tanga. Er það samstarfsverkefni Byggðasamlags um málefni fatl- aðra á Norðurlandi vestra og Húna- þings vestra. Með samningi frá 2. júlí 2001 var lagður grunnur að framkvæmdinni, sem Framkvæmdasjóður fatlaðra studdi með fjárframlagi að upphæð 35 milljónir króna. Var það sú fjár- hæð sem samið var um til að ljúka verkinu. Húnaþing vestra sá um framkvæmdina, sem fólst í að breyta parhúsi í fjórar einstaklings- íbúðir ásamt viðbyggingu. Í húsinu, sem er við Grundartún, eru nú fimm einstaklingsíbúðir ásamt sam- eiginlegu rými og aðstöðu fyrir starfsfólk. Byggingarfyrirtækið Tveir smiðir ehf. á Hvammstanga var aðalverktaki og réðu þeir sér undirverktaka úr héraðinu til ein- stakra verkþátta. Hönnun annaðist teiknistofan Gláma/Kím. Formaður byggðaráðs Húna- þings vestra, Elín R. Líndal, rakti feril framkvæmdarinnar og fagn- aði þessum áfanga Húnaþings vestra í bættri og efldri þjónustu. Þakkaði hún félagsmálaráðherra fyrir þátt hans í þessari uppbygg- ingu. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra óskaði öllum farsældar með þessa framkvæmd. Sagði hann sam- starf um málefni fatlaðra á Norður- landi vestra hafa tekist vel og mætti telja uppbyggingu í málaflokknum á landsbyggðinni mun öflugri en á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri tóku til máls og fögnuðu verklokum. Skúli Þórðarson sveitarstjóri tók við lyklum frá Tveim smiðum ehf. og afhenti síðan hverjum íbúa sinn lykil. Var ljóst að mikil eftirvænt- ing var hjá heimilisfólki að taka við svo vistlegu húsnæði sem allir við- staddir fengu að ganga um. Hús- næðið var svo opið almenningi til skoðunar fram á kvöldið. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Þórdís Lárusdóttir tekur við lykli að íbúð sinni úr hendi Skúla Þórðarsonar, sveitarstjóra á Hvammstanga. Nýtt sambýli fatlaðra tekið í notkun Hvammstangi „VELFERÐ í íslenskum land- búnaði grundvallast á ásýnd hans og ímynd,“ sagði Guð- mundur Björgvin Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, meðal annars er hann setti ráðstefnuna „Fegurri sveitir“ þar sem gerð var meðal annars grein fyrir samnefndu verkefni. Verkefni þessu var hrint úr vör af landbúnaðarráðerra og var í fyrstu hugsað til eins árs en vegna umfangs þess og til að ná meiri árangri var verkefn- istíminn lengdur. Markmið verkefnisins var að bæta ásýnd íslenskra sveita og koma í veg fyrir slysahættu og mengun. „Það er ekki nóg að hafa hlutina í lagi heldur verða þeir einnig að virðast vera í lagi,“ sagði Guðmundur Björgvin ráðuneyt- isstjóri. Í framkvæmdanefnd verkefn- isins áttu sæti fulltrúar frá land- búnaðarráðuneyti, umhverfis- ráðuneyti, Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kvenfélaga- sambandi Íslands. Stjórnarfor- maður verkefnisins var Níels Árni Lund og verkefnisstjóri var Ragnhildur Sigurðardóttir. Verkefnið kostaði 11 milljónir króna. Níels Árni Lund sagði að mikill áhugi hefði verið fyrir verkefninu og að fá fulltrúa þess í heimsókn en alls fóru fulltrúar verkefnisins í á annað þúsund heimsóknir heim á sveitabæi vítt um landið. „Nefndin hefur unnið brautryðjendastarf og ég sé fyrir mér nánara samstarf allra aðila á þessu sviði,“ sagði Níels Árni Lund meðal annars er hann lýsti verkefninu. Vörslumenn landsins „Hver landeigandi þarf að vera góður vörslumaður lands- ins sem hann ber ábyrgð á,“ sagði Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri. Hún benti á að nú byggju 8% þjóðarinnar í sveitum en þessi hluti þjóðar- innar réði yfir stærstum hluta landsins. Hún lagði áherslu á að gæði framleiðslunnar væri það fjöregg sem bændur yrðu að gæta vel að og gæði íslenskrar landbúnaðarframleiðslu væru vel samkeppnishæf á markaðn- um og markaðurinn treysti á þessi gæði. „Mér finnst að það ættu allir að gera sér stöðumat um sínar aðstæður og fara yfir gátlista um ásýnd og viðhald heimavið, sorp- og ruslamál, girðingar, ónýtar vélar, rusl í skurðum og fleira,“ sagði Ragnhildur er hún lagði áherslu á þýðingu þess að bændur héldu vöku sinni Morgunblaðið/Sig. Jóns. Frá ráðstefnunni Fegurri sveitir sem haldin var á Hótel Selfoss. Góður árangur af verkefninu Fegurri sveitir Selfoss MIKIÐ var um dýrðir í Ýdölum á árshátíð Hafralækjarskóla í Að- aldal þegar nemendur 9.–10. bekkj- ar léku valin atriði út Karde- mommubænum eftir Thorbjörn Egner, en hefð er fyrir því við skól- ann að nemendur sýni leikrit við þetta tækifæri. Ræningjarnir, þeir Jesper, Kasp- er og Jónatan, fóru á kostum en þeir voru leiknir af Böðvari Jóns- syni, James Bóasi Faulkner og Sig- urði Óla Guðmundssyni, en Soffía frænka, sem var fyrirferðarmikil á sviðinu, var leikin af Rán Guð- mundsdóttur. Sigurður Marteins- son lék Bastían bæjarstjóra sem stóð í ströngu og pylsugerðarmað- urinn og bakarinn höfðu í nógu að snúast. Leikstjórar vour Hildur Rós Ragnarsdóttir og Robert Faulkner, en undirleik annaðist Juliet Faulk- ner ásamt nokkrum nemendum skólans. Að venju voru yngri bekkirnir einnig með skemmtiatriði, en 5. og 6. bekkingar fóru með annál ár- anna 1972, 1982 og 1992 og var þar gripið inn í ýmislegt úr heimahér- aði ásamt eftirminnilegum atburð- um á landsvísu. Þá sýndu 4. bekk- ingar Þóru borgarhjört í leikgerð fyrri nemenda skólans þeirra Borg- ars Þórarinssonar og Odds Bjarna Þorkelssonar, þar sem Borgar hafði samið tónlistina en Oddur Bjarni textann. Í byrjun samkomunnar söng skólakórinn nokkur lög og Litli- kórinn kom fram í fyrsta skipti en það voru nemendur 1.–3. bekkjar sem sungu þrjú lög og vöktu börnin mikla athygli. Hafralækjarskóli, sem stofnaður var 16. okt. 1972, minnist þrjátíu ára afmælis síns með ýmsum hætti á skólaárinu og eitt er það að gefa út plötu sem hlotið hefur nafnið „Bergnumin“ og kemur hún út nú í vikunni og er það kór skólans sem syngur lögin auk þess sem nokkrir eldri nemendur syngja og spila með. Á plötunni eru m.a. tvö lög eftir einn fyrrverandi nemanda, Örlyg Benediksson frá Bergs- stöðum sem nú stundar mast- ersnám í tónsmíðum í Pétursborg í Rússlandi, en um útlit plötu- umslagsins sá Jón Ásgeir í Aðaldal. Skólinn hefur um árabil boðið upp á heildstætt og fjölbreytt tón- listarnám og hefur haft ákveðna sérstöðu á þessu sviði þar sem tón- listarskólinn er að innra skipulagi með samþætt nám með grunnskól- anum. Þetta hefur byggst á mikilli vinnu tónlistarkennaranna þeirra Roberts og Juliets Faulkner sem kennt hafa við skólann á annan ára- tug og hafa nemendur mjög mikið lært á hljóðfæri og jafnvel gefið sig að tónsmíðum. Eftir öll skemmtiatriðin var boð- ið upp á veitingar og gestum gafst tækifæri á að skoða sýningu í and- dyri hússins á ýmsum verkum fyrri nemenda skólans. Þá var og stiginn dans við undirleik Hljómsveitar Ill- uga sem spilaði fram yfir miðnætti. Mikil ánægja var meðal gesta með árshátíð þessa. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Rán Guðmundsdóttir hlaut mikið lof fyrir leik sinn á Soffíu frænku. Laxamýri Kardemommubærinn á árshátíð í Aðaldal SÍÐASTLIÐINN sunnudag hélt Kvenfélag Eyrar- bakka sinn árlega basar og var aðsóknin mikil að venju. Þetta kvenfélag er með þeim elstu á landinu, stofnað 1888 og því að störfum á þriðju öldinni. Frá upphafi hefur félagið reynt eftir megni að að- stoða þá sem eru hjálpar þurfi. Fyrstu áratugina var starfið að mestu bundið við aðstoð við sjúka og fátæka í þorpinu og þeir munu margir sem eiga kvenfélagskon- unum skuld að gjalda. Hin síðari ár hefur Kvenfélagið lagt ýmsum málum lið svo um munar. Þess er skemmst að minnast að félagið færði Barnaskólanum á Eyr- arbakka og Stokkseyri 200.000 krónur á afmælisdegi skólans, en oft áður hafa skólanum borist veglegar gjaf- ir frá þessu félagi. Þá er ekki minna um vert að félagið hefur marg- sinnis lagt dvalarheimili aldraðra, Sólvöllum, lið með stórum gjöfum og kirkjan hefur einnig notið góðs af starfinu. Sá siður hefur komist á, að kvenfélagið færir öllum heimilismönnum á Sólvöllum og ýmsum öðrum öldruðum gjafir um jólin. Öll störf eru unnin í sjálfboðavinnu og það eru ófá handtök sem konurnar inna af hendi til þess að afla þess fjár sem þær svo gefa til ýmiss konar líknar- og menningarmála. Kvenfélagið sér jafnan um erfidrykkj- ur og kaffisölu á vissum dögum. Þá halda þær basar fyrir hver jól, þar sem til sölu eru handunnir munir og fleira sem unnið er í frístundum. Loks er þess að geta að einu sinni á ári heldur kvenfélagið bingó þar sem jafnan er margt góðra muna. Þetta árlega bingó verður að þessu sinni í dag, mið- vikudaginn 4. desember, og hefst klukkan 20. Mörg handtök og mikill stuðningur Morgunblaðið/Óskar Magnússon Eyrarbakki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.