Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 45 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Áramótin á Kanarí 26. des. - 2. jan. frá kr. 49.962 Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja njóta jól- anna heima og áramótanna í 25 stiga hita á Kanarí. Flug í eftirmiðdaginn þann 26. des. kl. 15.40 til Kanarí. Val um stökktu tilboð, þar sem þú færð að vita gististaðinn 3 dögum fyrir brottför, eða þú getur valið um einhvern af okkar vinsælustu gististöðum. Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og getur kvatt vet- urinn í bili á þessum vinsælasta vetrar- áfangastað Evrópu. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra farar- stjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin í boði Verð kr. 59.950 Verð á mann, m.v. 2 saman, stúdíó/- smáhýsi, 26. des. Vikuferð. Stökktu tilboð. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Verð kr. 49.962 M.v. hjón með 2 börn, íbúð/smáhýsi, 26. des. vikuferð. Stökktu tilboð. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Oasis hefur aflýst tónleikaferðalagi um Þýskaland svo söngvarinn Liam Gallagher geti gengist undir að- gerð en hann missti tvær tenn- ur í slagsmálum við ítalska ferða- menn á næt- urklúbbi á sunnu- dagskvöld. Trommarinn Al- an White og þrír úr fylgdarliði hljómsveitarinnar lentu einnig í slagsmálunum. Þeir segja árásina hafa verið gerða al- gjörlega að tilefnislausu ... Leik- arinn Jim Carrey bjargaði leikkon- unni Jennifer Aniston frá því að verða fyrir krana sem notaður var til að lyfta ljósabúnaði við tökur á Bruce Almighty. Að sögn heimildar- manna lítur Aniston svo á að Carrey hafi bjargað lífi sínu og hefur hún sent honum blóm í þakklætisskyni ... Zsa Zsa Gabor hefur höfðað mál á hendur hárgreiðslumeistaranum sínum vegna meiðsla sem leikkonan varð fyrir í kjölfar umferðarslyss. Gabor hyggst fara fram á 5,5 millj- arða ísl. króna, en hún lá í dái í nokkra daga eftir slysið. Hár- greiðslumeistarinn ók bifreið leik- konunnar á ljósastaur í Los Angeles en hún segir hann hafa ekið of hratt ... Puff Daddy hefur upplýst að hann noti aðeins glænýja íþróttaskó. Rapparinn hefur greint frá því að hann noti nýtt par af hvítum Phat Farm-skóm á hverjum einasta degi FÓLK Ífréttum Liam Gallagher „HÚN er búin að vera í bræðingi í svona þrjú ár,“ segir Jökull bassa- leikari. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru þau Ragnar Emilsson rafgít- arleikari, Birgir Ólafsson kassagít- arleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari og Sigríður, sem er söngkonan. Foreldrar Sigríðar eru þau Eyþór Gunnarsson tónlist- armaður og Ellen Kristjánsdóttir söngkona og hún á því ekki langt að sækja tónlistargáfuna. „Já, það má segja að við séum bú- in að vinna lengi að þessu,“ segir Sigríður. „Síðan kom þetta mjög snögglega upp. Jón Skuggi hljóð- maður sá um að hljóðblanda eina tónleika með okkur og í framhaldi af því var ákveðið að taka okkur upp í Hljóðrita. Við spiluðum þetta inn beint og svo var unnið með þetta eftir á.“ Titringur Útgefandi plötunnar er nefndur Skuggi, sem gefur þetta út í gegn- um fyrirtæki sitt, Mix – Hljóðrita. „Við vorum búin að leita til ým- issa útgefenda en enginn sýndi sér- stakan áhuga,“ segir Jökull. „Svo þegar við fórum til Jóns og báðum hann að hljóðblanda fyrir okkur tónleika þá sýndi hann þessu strax áhuga og vildi gefa þetta út.“ Lagið „Neon Lights“ hljómar nú á öldum ljósvakans og sveitin er til- nefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna sem bjartasta vonin. Tón- list sveitarinnar er melódískt rokk og hljómur og spilamennska eru glettilega örugg, en sveitin er búin að spila sig saman í þrjú ár eins og áður segir. „Svo er það nú þannig að allir í sveitinni semja lög,“ segir Sigríður. „En Jökull semur alla texta.“ Textasmiðurinn segir þessa hljómsveit bjóða upp á skemmti- lega möguleika hvað nálgun við yrkisefni varðar. „Við erum öll mjög ólík og á ólík- um aldri líka. Við komum hvert úr sinni áttinni inn í þetta með mis- munandi áhrif með okkur. Ég er því sem textahöfundur farinn að semja sérstaklega fyrir ákveðna meðlimi í hljómsveitinni.“ Jökull segist nota textagerðina sem ákveðna sjálfsmeðferð. „Í stað- inn fyrir að eyða peningum í sál- fræðing skrifa ég mig frá hlut- unum. Ég sæki efnistökin í eigin reynslu og fólk getur svo heimfært þetta á sjálft sig.“ Þau Jökull og Sigríður eru á því að ólíkar áherslur sveitarmeðlima séu olía á eld sköpunarinnar. „Þetta er bara eins og gamla sag- an með skáldið,“ segir Jökull. „Þú getur ekki samið ljóð nema líða skort og búa í hriplekri þakíbúð. Hlutirnir gerast hjá okkur af því að það er einhver titringur, eitthvert ójafnvægi í gangi.“ Harðákveðin Tilurð sveitarinnar er um margt sérstök. Þannig var að Sigríður setti auglýsingu í blað og lýsti eftir hljómsveit þegar hún var 17 ára. „Mamma og pabbi sögðu mér að gera þetta bara sjálf og fannst asnalegt að þau væru eitthvað að troða mér áfram. Sem ég er alveg sammála. Þá var ég orðin harð- ákveðin í því að verða söngkona.“ Hún slóst í lið með Jökli, sem var þá í sveit sem nú er hætt, og nú eru þau tvö eftir af upprunalegum Santiago-meðlimum. Tónlistin hefur flætt út úr Sigríði frá því hún var kornabarn. „Sagan segir að ég hafi verið byrjuð að syngja þegar ég var níu mánaða,“ segir Sigríður. „Ég ákvað hins vegar ekki að verða söngkona fyrr en frekar seint á ævinni.“ Hún lærði á píanó og segir að for- eldrar sínir hafi síður en svo haldið tónlistinni að sér. Þau vildu alls ekki pressa hana og hvöttu hana til að íhuga það vel hvort hún vildi leggja þetta fyrir sig. „En eftir að ég tók þessa ákvörð- un fylgja þau mér alla leið. T.a.m. koma þau bæði fram á plötunni. Það var gaman að fá þau inn í hljóð- verið en það er staður sem við þekkjum öll einkar vel. Maður er í raun búinn að vera allt sitt líf inni í hljóðverum (hlær).“ Santiago gefur út sína fyrstu plötu Þriggja ára þróun Ferskir fimmmenningarnir í Santiago slaka á við hafröndina. Sigríður Eyþórsdóttir og Jökull Jörgensen, meðlimir Santiago, hafa verið að stússast með sveit sína í þrjú ár en núna fyrst eru þau að brjótast upp á yfirborðið. Arnar Eggert Thoroddsen lagði við hlustir. Platan Girl kemur út í þessari viku. Útgáfutónleikar Santiago verða á Gauki á Stöng hinn 15. desember. arnart@mbl.is ÁÞREIFANLEG sönnun þess að fjölmenningarlegt samfélag blómstr- ar á Íslandi fæst í sameiginlegri sýn- ingu á afrískum dönsum og maga- dansi í Austurbæ um helgina. „Þetta er fyrsta afrósýningin af sínu tagi á Íslandi,“ segir frumkvöðullinn Orville Pennant, afrókennari í Kramhúsinu. Hann segir að um sé að ræða nokk- urs konar íslenskt afró því hann hafi lagað hefðbundinn dans Bagga-þjóð- flokksins í Gíneu að Íslandi. „Búning- arnir verða í íslensku fánalitunum. Dansinn er ennfremur útfærður á nú- tímalegri hátt,“ segir Orville, sem lof- ar viðstöddum góðri skemmtun. Í afríska danshópnum eru ellefu dansarar auk Orvilles og tveggja trommara frá Gíneu, Alsylla og Sag- atala. Helga Braga sérstakur gestur Auk Orvilles stendur Josy Zareen, magadanskennari í Kramhúsinu, að sýningunni en þau tvö semja alla dansa. Orville er sjálfur ættaður frá Jamaíku en Josy frá Brasilíu og þau eru bæði sérfræðingar á sínu sviði. „Með Josy verða um 50 manns á sviðinu. Hennar hópur samanstendur bæði af byrjendum og reyndara fólki. Hún vildi sýna að allir geti lært maga- dans og að allir geti staðið á sviði,“ út- skýrir Orville og bætir við að Helga Braga verði sérstakur gestur á sýn- ingunni. Ekki er um að ræða venjubundna nemendasýningu. Orville segir að afróhópurinn, sem tekur þátt í sýn- ingunni nú, sé vísir að framtíðardans- hópi, er sérhæfir sig í afrískum döns- um. „Ég hef mikla ánægu af því að fá þetta tækifæri til að sýna fólki afró- dans með íslensku fólki. Þannig geta Íslendingar áttað sig á því að afrískir dansar lifa góðu lífi á Íslandi. Afró er hluti af lífi okkar,“ segir Orville, sem vill greinilega fá sem flesta til að kynnast dansinum. Morgunblaðið/Jim Smart Frá æfingu í Kramhúsinu. Trommararnir Sagatala og Alsylla frá Gíneu. Josy Zareen í glitrandi klæðum magadansins en Zareen þýðir gull. Afrísk magadanssýning um helgina Sýnt í Austurbæ föstud. og laugard. kl. 20 og barnasýning sunnud. kl. 17. Miðasala í Exodus Hverfisgötu, Kramhúsinu og á magadans.is. Austrænir og afrískir víkingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.