Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 21 REYKJANESBÆR tekur þátt í hvatningarátakinu Hættum að reykja sem Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður stendur fyrir í sam- starfi við ýmsa aðila. Samningur þess efnis var undirritaður af Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Jóhanni G. við athöfn sem fram fór í Heið- arskóla í gær. Jóhann G. hefur verið að vinna að undirbúningi þessa átaks frá því á síðasta ári, meðal annars í samvinnu við tóbaksvarnanefnd. Ungmenna- félag Íslands hefur ákveðið að taka þátt í því. Á næstunni kemur út hljómplata með lögum sem beint er gegn reykingum, meðal annars þekktum lögum Jóhanns G. í flutn- ingi þekktra tónlistarmanna. Platan á að vera helsta verkfærið í áróðr- inum gegn reykingum og hún ber nafn átaksins, Hættum að reykja. Fyrsta sveitarfélagið Jóhann segir að samningurinn við Reykjanesbæ eigi að vera fyrirmynd þátttöku annarra sveitarfélaga í átakinu. Tekur hann fram að fleiri sveitarfélög muni taka þátt og von- ast til að þátttaka verði sem almenn- ust. Samningurinn felur það meðal annars í sér að Reykjanesbær, fyr- irtæki og stofnanir í bænum styrkja hvatningarátakið með fjárframlagi sem nemur einni milljón kr. Á móti fær Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar 1.200 eintök af geislaplötunni, Hættum að reykja. Fram kom í gær að þessi ein- tök verða gefin nemendafélögum grunnskóla bæjarins. Þau geta síðan nýtt hana til fjáröflunar tiltekinna verkefna, svo sem vegna kaupa á tækjum, skólaferðalaga og þess hátt- ar. Auk Reykjanesbæjar styrkja ell- efu fyrirtæki reykingaátakið í Reykjanesbæ en það eru Sparisjóð- urinn í Keflavík, Hitaveita Suður- nesja, Aðalstöðin, Apótek Keflavík- ur, Plastgerð Suðurnesja, Versl- unarmannafélag Suðurnesja, Sjóvá- Almennar, Tryggingamiðstöðin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Matar- lyst-Atlanta og Verkfræðistofa Njarðvíkur. Taka þátt í hvatningar- átakinu Hættum að reykja Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Sundfólk úr bikarmeistaraliði ÍRB var viðstatt þegar Árni Sigfússon og Jó- hann G. Jóhannsson gengu frá samkomulaginu en þau eru, frá vinstri: Guð- laugur Guðmundsson, Íris Edda Heimisdóttir, Jón Oddur Sigurðsson og Örn Arnarson. Reykjanesbær MIKIÐ var um að vera í lista- smiðjunni Nýrri vídd í Sandgerði um helgina. Á sunnudag var íbú- um bæjarins gefinn kostur á að koma í heimsókn og vinna að ým- iss konar föndri undir leiðsögn kennara. Fjölmargir nýttu sér boðið og vann fólkið að fjölbreyttum verk- efnum. Vegna árstímans snerist vinna margra um jólin og jóla- undirbúninginn. Um þessar mundir er um 80 manns á öllum aldri í tengslum við listasmiðjuna. Fólkið málar eða vinnur með leir, gler eða tré. Kolbrún Vídalín, kennari við listasmiðjuna, segir að alla daga komi fólk til að vinna við áhuga- mál sín, ýmist á daginn eða kvöldin. Á myndinni eru Kolbrún Vídalín og Erla Sigursveinsdóttir í sölubás listasmiðjunnar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fjölmenni í listasmiðjunni Sandgerði FJÓRIR rithöfundar lesa upp og kynna nýjustu verk sín á bókakon- fekti sem haldið verður í Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laug- ardag klukkan 16. Þeir höfundar sem heiðra gesti bókasafnsins með nærveru sinni að þessu sinni eru Guðjón Friðriksson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Við þetta tækifæri mun Dagný Þ. Jónsdóttir sópransöngkona einnig koma fram. Bókabúð Keflavíkur verður með sölubás á staðnum og getur fólk keypt bækur þessara höfunda og fengið þær áritaðar. Auk safnsins og verslunarinnar standa menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum að uppákomunni. Fjórir höf- undar lesa á bókakonfekti BJÖRGUNARSVEITIN Suðurnes var kölluð út í rokinu sem var í fyrri- nótt og gærmorgun, vegna þess að bátar voru byrjaðir að losna frá bryggju í Keflavík. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að tryggja betur landfestar bát- anna. Tjón var lítið, samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Landfestar voru að slitna Keflavík ♦ ♦ ♦ TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð JÓLABÆKLINGUR FYLGIR BLAÐINU Á MORGUN PEYSUR 2.990 S M Á R A L I N D — K R I N G L U N N I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.