Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 44
í lögum Vignis, þau eru kröftug hvort sem um rokk eða rólegheit er að ræða. Og sveitin, með hina frá- bæru Birgittu í broddi fylkingar, flytur þau lýtalaust. „Ég sjálf“ er t.a.m. eitt besta lag þessa árs. Nýju lögin sjö eru öllu vafa- samari og sum hver ári skringileg. Eins og ég hef sagt er Vignir hörkuhöfundur en hann á enn eftir að læra að hemja sig. Of oft brýst þungarokkshetjan t.d. fram, þannig að gítarsóló – hvar Vignir stendur ber að ofan, á veðurbörðum kletti með flaksandi hár (eða þannig) – skjóta upp kolli á einkennilegum stöðum, á skjön við sætt poppið sem í gangi er. Strax í öðru lagi, titillaginu, er Vignir svo búinn að semja „stærsta lag í heimi“. Og kemst næstum því upp með það. Strengir dauðans, dramatískur rafmagnsgítar, melód- ían út um holt og hæðir. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson upptökustjóri og Vignir eru hér í einhverju nú- tíma Spector-stuði og það er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir árangrinum. En … offarið verður stundum algert. Einn dramatískur kafli lagsins „Alfarinn (núna er ég farinn)“ minnir á epískt svartþungarokk að hætti léttvigt- arsveita úr þeim ranni eins og Dimmu Borgir og Cradle of Filth. Já, ég sagði Cradle of Filth! Trúið mér, ég er jafn hissa. Okkar maður syngur aðalrödd í tveimur lögum og kemst ágætlega frá því. Söngurinn er að vísu nokk- uð einkennislaus en á móti venst hann dægivel. Lögin tvö, „Lygi“ og „Áhugaleysi orðanna“ eru fín og gott betur en það en besta lag plöt- unnar er þó tvísöngslag Vignis og Birgittu, „Draumur“. Frábærlega melódískt og tímalaust. „Stjörnu- ryk“ er hins vegar allt annars eðlis, ÁRIÐ hefur ekki leikið íslenska popp/ballsveitabransann vel, hvað nýsköpun varðar (sjá hina mjög svo slöku Svona er sumarið 2002). Eina vonin um almenni- lega breiðskífu þetta haustið hefur legið hjá hljóm- sveitinni Írafári, sem hefur í um tvö ár gefið út firna- sterk lög, sem prýtt hafa hinar og þessar safnplötur. Nú er fyrsta breiðskífan loksins komin og hún er … skrýtin. Í raun- inni hálfgert furðuverk. Það mætti jafnvel segja að hún sé tvær plötur. Ein fimm laga stuttskífa með smell- um („Ég sjálf“, „Stórir hringir“, „Eldur í mér“, „Hvar er ég?“ og „Fingur“) og svo önnur sjö laga með nýjum lögum. Þeim er svo dreift á tvist og bast um þessa plötu og veldur þetta nokkru ósamræmi. Lögin sem hafa verið samin sér- staklega vegna þessarar plötu eru nefnilega öllu ævintýralegri en smellirnir og á flesta vegu fremur ólík þeim. Heildarmyndin er því bágborin og platan ber þess greinilega merki að hafa verið samin yfir langt tíma- bil. En ef hvert lag er skoðað fyrir sig hafa þau öll eitthvað til brunns að bera og ekkert þeirra fer auð- veldlega fram hjá manni. Stimpill lagahöfundarins Vignis Snæs Vign- issonar, sem virðist vera með afar athyglisverða sýn á smella- og dæg- urlagasmíð, sést þannig rækilega á öllum lögum. Það merkilega er líka að hljómur plötunnar er vel samræmdur, þrátt fyrir ósamræmi lagasmíða. Já, þetta er snúinn skolli! Áðurtaldir smellir sanna sig vel hér og endingartíminn á þeim virð- ist afar góður. Það er engin ládeyða einhvers konar elskulegt afstyrmi, hvar blandað er saman sprettum frá Tool, No Doubt og Klamedíu X. Já, ég sagði að þetta væri snúinn skolli! Textarnir hér eru óttalegt bull. Og því miður ekki skemmtilegt bull heldur fáránlegir fornafnaleikir sem útilokað er að fá nokkurn botn í. Allir eru að fara eitthvað eða koma, hugsa um þig og mig, svífa, njóta og ég veit ekki hvað og hvað. Í laginu „Áhugaleysi orðanna“ segir: „Á blaðinu orðin stara á mig/Í uppröðun sem að ég ei skil“. Ein- mitt, hefði ekki getað orðað það bet- ur! Á öðrum stað spyr Vignir „er hugmyndaleysi ákveðin fötlun?“. Ja … ekki í þínu tilfelli Vignir a.m.k. Hvaða súrrealíska snilld/ steypa er þetta? Er verið að gera grín að okkur eftir allt saman … Eins og sést vekur þessi merki- legi frumburður Írafárs upp marg- ar spurningar. Platan er síst galla- laus, og í raun nokkuð ójöfn. En samt er ekki undan því komist að hrífast af henni. Æði og áhugi með- lima spilar þar hvað mestan part; það er einhver flekklaus andi sem liggur yfir plötunni sem er heillandi. Aldrei dettur hún t.d. nið- ur í eitthvert hjakk eða moð og sér- kennin eru sterk. Orðið „flatneskja“ er greinilega ekki til hjá Vigni Snæ Vignissyni sem hefur á undanförn- um árum náð að skapa sér auð- þekkjanlegan stíl sem verður að teljast vel af sér vikið. Hann þarf að vísu að tálga sig aðeins til og temja en að því loknu ætti leiðin að verða greið. Rennireiðin hér er því vel þess virði; stundum er hún óþægilega kröpp, oftar einkennilega athyglis- verð en það sem mest er um vert, alltaf skemmtileg. Tónlist Allt sem ég heyri Írafár Allt sem ég sé Skífan Allt sem ég sé, fyrsta plata Írafárs. Lög eftir Vigni Snæ Vigfússon, textar eftir Birgittu Haukdal. Einnig eiga Vignir og Ólafur Fannar Vigfússon í textagerð. Sveitina skipa Andri Guðmundsson (pí- anó, orgel og hljómborð), Birgitta Hauk- dal (söngur og raddir), Jóhann Bachmann (trommur), Sigurður Samúelsson (bassi) og Vignir Snær Vigfússon (gítarar, söng- ur, mandólín og raddir). Þeim til aðstoðar voru Þorsteinn Aðalbjörnsson (trommur), Þorbjörn Sigurðsson (hljómborð), Helgi Jónsson (hljómborð), Pétur Guðmunds- son (raddir), Olga Björk Ólafsdóttir (fiðla), Roland Hartwell (fiðla), Hrafnkell Orri Egilsson (selló), Guðmundur Krist- mundsson (víóla) og Össur Geirsson (básuna). Stjórn upptöku var í höndum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar sem einnig sá um forritun, hljóðritun og hljóð- blöndun. Einnig komu Vignir Snær Vigfús- son, Hafþór Guðmundsson og Addi 800 að þessum þáttum. Arnar Eggert Thoroddsen „Ójöfn en hrífandi,“ segir m.a. um fyrstu breiðskífu Írafárs. FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu lau 7. des kl. 20, nokkur sæti, þri 17. des, UPPSELT, sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNINING laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur mið 4. des, örfá sæti, föst 6. des,UPPSELT, mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Fim. 5/12 kl. 21 Örfá sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti, síðasta sýning fyrir jól Veisla í Vesturporti Allra síðustu sýningar í Vesturporti fös. 6. des. kl. 21.00 örfá sæti laus lau. 7. des. kl. 23 mið. 11. des. kl. 21 Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 - www.senan.is Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fö 6/12 kl 20 Lau 28/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Lau 7/12 kl 20 ATH: Kvöldsýning Su 8/12 kl 14, MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING Fi 12. des kl kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Forsalur Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Su 8/12 kl 20, Má 30/12 kl 20 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR OG TÓNLIST Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi: Rithöfundar lesa - léttur jazz Fi 5/12 kl 20 Davíð Oddsson, Halldóra Kristín Thoroddsen, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Kristinn Pálsson, Sigurður Pálsson og VigdísGrímsdóttir. Fi 12/12 kl 20 Arnaldur Indriðason, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Stefán Máni og Þórarinn Eldjárn. JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 7/12 kl 20, lau 28/12 kl 20 JÓLAGAMAN Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Lau 7/12 kl 15:00 Lau 14/12 kl 15:00 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 Einstök stund í íslensku tónlistarlífi Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju Johann Sebastian Bach: Jólaóratóría Að njóta Jólaóratóríu Bachs er einstök stund. Tveir af okkar fremstu söngvurum, Gunnar Guðbjörnsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir, taka höndum saman með heimsþekktum kollegum sínum Andreas Schmidt og Monica Groop. Þau, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, sameinast í flutningi á þessari mögnuðustu jóla- gleðitónlist allra tíma. Í vændum er því einstakur viðburður í tónlistarlífi okkar. fimmtudaginn 5. desember kl. 19:30 (I-III) föstudaginn 6. desember kl. 19:30 (IV-VI) laugardaginn 7. desember kl. 17:00 (I-III) 2.500 kr. / 4.000 kr. ef keyptir eru miðar á tvenna tónleika. Hallgrímskirkja, Miðaverð: 7. des. kl. 14 laus sæti Sérstakar jólasýningar! 26. des. kl. 14 laus sæti 29. des. kl. 14 laus sæti 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14 laus sæti 19. jan. kl. 14 laus sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.